Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1990, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 1990. Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin Martin Short bregður tyrir í hlutverki geggjaðs umboðsmanns. Kevin Bacon og Emily Longstreth fara með aðalhlutverkin í Stórmyndinni. Bíóhöllin: Stórmyndin Hér er á ferðinni kvikmynd um tilraunir ungs manns til að stjórna sinni eigin kvikmynd. Hann kemur til Hollywood með glýju i augum og reynir að láta æskudraumana rætast, að fá að gera stórmyndina. Christopher Guest gerir stólpa- grín að Hollywood og þeim klækj- um og bellibrögðum sem beita þarf til þess að komast á jötuna á þeim bæ. Honum er einnig í mun aö minna á að frægðin er skammvinn og lánið er valt. Ungi tilvonandi kvikmyndageröarmaðurinn er leikinn af Kevin Bacon og hann fórnar hugsjónum sínum og hug- myndum fyrir glæsivagn með bíla- síma og svallar með smástirnum næturlangt í stað þess að vinna aö draumsýn sinni. Hann vaknar síðan upp við að hann er skyndilega gleymdur og grafinn, farinn úr tísku og eina leiðin liggur upp á við en í þetta skipti vill hann sjálfur ráða ferð- inni. Kevin Bacon er í aðalhlutverki en ásamt honum leika Emily Longstreth og J.T. Walsh stór hlut- verk. Mörgum frægum leikurum bregður fyrir í smærri hlutverk- um. Má nefna Elliot Gould, Roddy McDowall, June Lockhart og síðast en ekki síst John Cleese sem bregð- ur á leik í hlutverki barþjóns. Hér er skyggnst inn í veröld sem flestir hafa aðeins lesið um í slúð- urdálkum dagblaðanna og þó að háö og spott sitji í fyrirrúmi er myndin nokkuð sönn sem dregin er upp af draumaverksmiðjunni Hollywood. Baker-bræðurnir skemmta fólki á tjaldinu í Háskólabíói um þessar mundir ásamt Michelle Pfeiffer sem fer gjörsamlega á kostum í hlutverki söngkonunnar sem leggur þeim bræðrum lið þegar ferill þeirra er í hættu. Eigendur pitsustaðarins sem er sögusvið myndarinnar Breyttu rétt. Laugarásbíó: Breyttu rétt Spike Lee er svartur kvikmynda- gerðarmaður sem fer sínar eigin leiðir. Kvikmynd hans-Breyttu rétt er sýnd í Laugarásbíói og gefst þar gott tækifæri til þess að sjá vand- aða kvikmyndagerð sjálfstæðs framleiðanda sem þeir sem úthluta óskarsverðlaunum hunsa algjör- lega. Sýningar Norræna húsið v/Hringbraut Ragnheiður Jónsdóttir sýnir teikningar í Norræna húsinu. Hún hefur haldið 12 einkasýningar, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima sem erlendis. Ragnheiður sýnir teikning- ar - kol á pappír. Sýningin er opin dag- lega kl. 14-19 og lýkur henni 29. apríl. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Kjartan Ólason opnar á morgun sýningu á myndum, unnum með gvassi og blý- anti á pappír á þessu ári. Þetta er fimmta einkasýning Kjartans en hann hefur einnig tekið þátt í tjölda samsýninga. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 9. maí. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda Iistamenn, málverk, grafík og leir- munir. Sýning í Odda, nýja hugvisindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 íslensk myndlist í eigu safnsins til sýnis. Leiðsögn í fylgd sérfræðings er á fimmtu- dögum kl. 13.30-13.45. Safnast er saman í anddyri safnsins og er leiðsögnin öllum opin og ókeypis. Listasafnið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 12-18. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Sýningin stendur út maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Þar stendur yfir sýning á verkum er Sig- urjón gerði á árunum 1960-82. Þetta eru aðallega verk úr járni. Þá eru einnig sýnd aðföng og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár, þar á meðal myndir frá árunum 1936-46 sem hafa verið í einka- eign í Danmörku. Sýningin, sem mun standa uppi í vetur, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og öll þriðjudags- kvöld kl. 20-22. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði - simi 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14 -18 eða eftir nánara samkomulagi í síma 52502. Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 í tilefni af aldarminningu Svövu Þór- hallsdóttur er sýning á handmáluðu post- ulíni og fleiri munum eftir hana. Sýning- in er opin alla daga frá kl. 14-18 og stend- ur hún til 22. apríl. Póst- og simaminjasafnið Austurgötu 11 Opiö á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. SPRON Álfabakka 14 í Sparisjóöi Reykjavíkur og nágrennis stendur yfir sýning á múrristum eftir Gunnstein Gíslason í útibúinu, Álfa- bakka 14, Breiðholti. Gunnsteinn hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekiö þátt í fjölda samsýninga. Sýningin mun standa yfir til 27. apríl nk. og verður opin frá mánudegi til föstudags kl. 9.15-16. Sýningin er sölusýning. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opiö er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Myntsafnið á Akureyri Aðalstræti 58 - sími 24162 Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar. Sýning í Eden, Hveragerði Grétar Þ. Hjaltason frá Selfossi sýnir 45 pastel- og vatnslitamyndir í Eden, Hvera- gerði, þessa dagana. Myndirnar eru héð- an og þaðan af landinu. Þetta er önnur sýning Grétars á staðnum. Sýningin stendur til 30. apríl. Sýning í Safnahúsinu á Sauðárkróki Laugardaginn 21. apríl kl. 14 verður opn- uð sýning á verkum Gunnþórunnar Sveinsdóttur frá Mælifellsá í Safnahús- inu á á Sauðárkróki. Sýningin verður opin kl. 15-19 virka daga og kl. 14 -19 um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.