Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 1990. 31 Skíðalandsmót íslands ber hæst um helgina - mótið hófst í gær og því lýkur á sunnudag. Heil umferð í handboltanum Skíðalandsmót íslands hófst í gær í Skálafelli en mótinu veröur síðan fram haldið í dag, fóstudag, í Bláíjöllum og því lýkur þar á sunnudag. í dag hófst keppni í stökki klukk- an 12.00 og klukkan 15.00 hefst keppni í göngu karla. Gengnir verða 10 km í norrænni tvíkeppni með frjálsri aðferð. Á laugardag hefst keppni með svigi kvenna klukkan 10.30 og síðari ferð er á dagskrá klukkan 12.30. Fyrri ferð í svigi karla hefst klukkan 11.15 og sú síðari klukkan 13.15. Klukkan 12.00 á hádegi hefst keppni í göngu karla með hefðbundinni aðferð og verða gengnir 15 km. Konur ganga 5 km á sama tíma og piltar ganga 10 km. Skíðalandsmótinu lýkur síð- an á sunnudag eins og áður segir og þá hefst keppni í Bláfjöllum klukkan 13.00 með samhliðasvigi karla og kvenna. Boðganga karla, 3x10 km, hefst klukkan 14.00 og einnig boðganga kvenna, 3x3,5 km. Heil umferð í handknattleik karla Fimm leikir fara fram í 1. deild karla í handknattleik á laugardag. Þetta er næstsíðasta umferð ís- landsmótsins en sú síðasta er á dagskrá á miðvikudaginn. Á laug- ardag leika Stjarnan og KR, Vík- ingur og ÍBV, ÍR og FH, Grótta og KA og loks Valur og HK. FH-ingar þurfa aðeins eitt stig til viðbótar til að tryggja sér íslandsmeistaratitil- inn og gætu því gert það í Selja- skóla klukkan 16.30 á laugardag en þá hefjast allir leikirnir. • Bestu skíðamenn og konur landsins reyna með sér á skiðalands- móti íslands þessa dagana. Mótið hófst í gær en því lýkur á sunnudag. Andrésar andar- leikar í Hlíðarfjalli yiðAkureyri Andrésar andar-leikarnir fara fram í Hlíðafjalli við Akureyri um helgina og er þetta langfjölmenn- asta skíðamót ársins. Reiknað er með rúmlega 800 keppendum og verður því mikið um að vera hjá yngri kynslóðinni nyrðra um helg- ina. Þess má geta að leikunum verða gerð ítarleg skil í DV á mánu- dag. Badminton Deildakeppnin í badminton fer fram um helgina og hefst í kvöld og lýkur á sunnudag. Keppt verður í Laugardalshöll. Fimleikar Tromp-hópakeppnin í fimleikum verður haldin í Keflavík á morgun, laugardag. Mótið hefst klukkan 13.00. Þetta keppnisform þykir mjög skemmtilegt en keppt er í þremur greinum og keppir hópur- inn, 6-12 manns, sem heild. Móts- haldari er Fimleikafélag Keflavík- ur Karate íslandsmótið í kata á vegum Kar- atesambands íslands fer fram í íþróttahúsi Seljaskóla á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem íslands- mót í kata fer fram hér á landi. Knattspyrna Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu verður fram haldið á sunnudags- kvöld en þá leika KR og Víkingur klukkan 20.30. Á þriðjudag leika Fram og-Ármann á sama tíma. Mótið fer fram á gervigrasinu í Laugardal. ugsum íram á veginn! Brýr og ræsi krefjast sérstakrar varkárni. Draga verður úr hraða og fylgjast vel raeð umferð á móti. Tökum aldrei áhættui -JrAÖ yUMFERÐAR Reykjadalur Sumardvöl í Reykjadal 1990 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra mun í júní, júlí og ágúst í sumar starfrækja sumardvalarheimili fyrir fötl- uð börn í Reykjadal. Umsóknir um dvalarvist þurfa að hafa borist til félags- ins að Háaleitisbraut 11 eigi síðar en 8. maí nk. á umsóknareyðublöðum sem þarfást. Dvalarkostnaður er kr. 3.500 á viku. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra SKIPULAGSSÝNING BORGARSKIPULAGS REYKJAVÍKUR er flutt í Byggingaþjónustuna, Hallveigarstíg 1, Rvík. Opið alla virka daga frá 20.04 til 10.05 1990 - kl. 10.00 - 18.00. Fyrsta íslandsmót í kata verðurhaldið laugar- daginn 21.4. í Selja- skóla kl. 13 - 14.30. Karatesamband íslands KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS Þjálfaranámskeið Tækninefnd KSl heldur þjálfaranámskeið laugardag- inn 28.4. 1990 á Hótel Esju og hefst það kl. 9.00 stundvíslega. Kennari verður Bo Johansson landsliðsþjálfari. Efni: Leikaðferðir. Fræðilegt/verklegt. Rétt til þátttöku hafa allir meistaraflokksþjálfarar og þeir sem hafa lokið C-stigsnámskeiði. Þátttaka tilkynnist til skrífstofu KSÍ, pósthólf 8511, 128 Reykjavík, fyrir 26.4. Námskeiðsgjald er kr. 2.000. Tækninefnd KSÍ. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.