Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1990, Blaðsíða 8
32 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 1990. V Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson Loksins varö banvæna vopnið aö gefa eftir fyrsta sætið en þar hefur sú ágæta mynd haldiö sig síðan í marsbyrjun. Það er merkur kappi sem nær sætinu eftirsótta en það er sjálfur karlinn með hattinn eða Indiana Jones. Tveir félagar úr lögreglunni ná 2. sæti en myndin með langa nafn- inu, K9, segir frá sambandi manns og hunds á nýstárlegan hátt. í 3. sæti er síðan leðurblökumaðurinn mættur og til alls líklegur en sú mynd mun hafa fengið minni aö- sókn í kvikmyndahúsum hér en víða erlendis. DV-LISTINN I 1. (2) Indiana Jones and the Last Crusade 2. (3) K9 3. (-) Batman 4. (1) Lethal Weapon 2 5. (6) Fly 2 6. (-) TheDreamTeam 7. (7) Criminal Law 8. (5) Clara's Heart 9. (4) Like Father, Like Son 10. (10) The Boost ★★ 3 Ljósmyndari af lífi og sál SNAP SHOT Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Lawrence Shiller. Aðalhlutvcrk: Farrrah Fawcett og Fred- eric Forrest. Ðandarisk, 1989-sýningartími 89mín. Leyfö öllum aldurshópum. Snap Shot er byggð á ævi ein- hvers fremsta kvenljósmyndara aldarinnar, Margaret Bourke- White sem lagði allt í sölurnar til aö ná góðri ljósmynd. Bourke- White var umdeild manneskja á sínum tíma. Hún yar á skjön við þá ímynd sem kvenmenn höfðu á fyrri hluta aldarinnar. Við fylgjumst með henni allt frá því að hún hóf að mynda i frístund- um og þar til hún verður meðal fyrstu ljósmyndara sem ljósmynd- ar hörmungarnar í útrýmingar- búðum nasista. 1 Margaret Bourke-White lifði fyrir ljósmyndunina og einkalífið gat aldrei orðiö nema aukaatriöi hjá henni. Til að krydda myndina er mikið gert úr sambandi hennar við rithöfundinn þekkta, Erskine Cald- well, sem hún giftist en skildi síðar við. Samlíf þeirra var stormasamt því Caldwell, sem ættaður var úr Suðurríkjunum, vildi hafa sína eig- inkonu heima en ekki úti um allar trissur. Ekki veit ég hvernig Margaret Bourke-White var í útliti en varla hefur hún verið jafnglæsileg og Farrah Fawcett sem leikur hana. Fawcett býður af sér mikinn þokka og gerir Bourke-White aö mýkri persónu en hún raunverulega var. Fawcett hefur sannað það undan- farin ár að hún er ágæt leikkona þegar hún fær góð hlutverk en ein- hvern veginn passar hún ekki í hlutverk ljósmyndarans. -HK ★★ © Glæpsamleg óreida DISORGANIZED CRIME Útgefandi: Bergvík Leikstjóri og handritshöfundur: Jim Kouf. Framleiöendur: Rob Cohen og John Badham. Aðalhlufverk: Hoyt Axton, Corbin Bernaen, Robin Blades og Lou Diamond Phillips. Bandarísk 1989. 97 min. Öllum leyfö. Það verður að segjast eins og er að það er dálítið langt í grínið í þessari mynd en þá á ég við að það er að minnsta kosti liðinn stundar- fjóröungur áður en hægt er að sleppa út brosi. Það er eins og handritshöfundur (og leikstjóri) hafi ætlað að geyma brandarann of lengi. Að lokum er þó sett á skrið og út kemur þokkalegt spaug þar sem gert er grín að gangstermyndum og þeim hefðbundnu týpum sem þær innihalda. Það hefur reyndar verið gert áður en sjaldnast með neinum afburðaárangri. Handritiö er fremur brothætt og myndin kemst aldrei almennilega á skrið sem farsi né spennumynd. Inn á milli eru þó ágæt atriði og leikaraliðið nær upp sæmilegum dampi þótt manni finnist enginn vera neitt sérstaklega áhugasamur. Sem sagt: Dæmigert miðjumoð. -SMJ ★★★ MM Síðasta ævintýrið INDIANA JONES AND THE LAST CRUSADE Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Sean Connery og Denholm Elliot. Bandarisk, 1989-sýningartimi 127 min. Bönnuö börnum innan 12 ára. Steven Spielberg hefur sagt að Indiana Jones and the Last Crusade sé síðasta myndin um ævintýramanninn Indiana Jones. Velgengni myndarinnar var aftur á móti slík að það verður erfitt fyr- ir hann að standa við þessi orð sín. Velgengnin er skiljanleg. Hér er á ferðinni mjög lífleg ævintýramynd sem er ekki síðri en fyrri myndirn- ar tvær um Indiana Jones, ef ekki betri. Það sem The Last Crusade hefur fram yfir fyrri myndirnar tvær er að kominn er fram á sjónarsviðið prófessor Jones, faðir Indina Jones, sem Sean Connery leikur snilldar- lega. Að nokkru leyti skyggir hann á Harrison Ford þótt samleikur þeirra sé með miklum ágætum. Fljóta mörg gullkornin í samræö- um þeirra þar sem gamansemin er ávallt undirtónninn. Söguþráðurinn er ekki ýkja frá- brugðin fyrri myndunum. Enn skapast ævintýrin vegna starfs fornleifafræðingsins Indiana Jones. Nú er það leitin að hinum heilaga bikar sem Jesús Kristur á að hafa drukkið úr við síðustu kvöldmáltíðina. Leit að þessum bikar hefur verið og er ævistarf prófessor Jones. Þegar prófessor- inn hverfur í Feneyjum fer Indina Jones að leita að honum og þar sem hann hefur minnisbók föður síns undir höndum kemst hann fljótlega á spor mannræningjanna, auk þess sem hann leysir gátuna um hinn heilaga bikar. Þetta gerist að sjálf- sögðu ekki átakalaust. Það leiðist engum yfir The Last Crusade. Spenna, hraði, rómantík og gamansemi, allt er þetta til stað- ar og komið til skila undir öruggri stjórn Steven Spielbergs, sem ávallt nýtur sín best þegar sögu- þráðurinn er hvað fjærst raun- veruleikanum. -HK ★★!4 Teiknimyndafígúrur BATMAN Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Tim Burton. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Jack Nic- holson og Kim Basinger. Bandarfsk, 1989-sýningartími 121 min. Bönnuö börnum innan 12 ára. Batman er komin í hóp vinsæl- ustu kvikmynda sem gerðar hafa verið. Og hún sómir sér vel innan um aðrar ævintýramyndir sem þennan hóp prýða. Eins og flestum er kunnugt er Batman þekkt teiknimyndafígúra sem er bjarg- vættur heimaborgar sinnar, Got- ham. Fyrir rúmum tuttugu árum voru gerðir vinsælir sjónvarpsþættir um Batman sem mörkuðu að mörgu leyti tímamót í gerð slíkra sjónvarpsþátta. Það er fátt sem Batman í kvik- myndinni á sameiginlegt með fyrir- rennara sínum í sjónvarpinu, ann- að en búningurinn. Að vísu er hann enn að berjast við vondu kallana í Gotham en tæknin í Batman gerir það að verkum að samlíkingin við HMl mmíFÆ iimm teiknimyndahetjuna er miklu nær- tækari. Það er Michael Keaton sem leikur Batman. Þessi ágæti gamanleikari fer með hlutverkið átakalaust og gerir Bruce Wayne að sjarmerandi yfirstéttarmanni. Ekki er ég frá að hár hans hafi „vaxið“ mikið frá því hann sást síðast. Það er samt ekki Keaton sem ger- ir Batman að eftirminnilegri kvik- mynd heldur Jack Nicholson sem fer snilldarlega með hlutverk þrjótsins, The Joker. Það er kannski merki um hversu lítilfjör- legur söguþráðurinn er að þrátt fyrir illsku sína er Jókerinn fyndn- asta persónan í myndinni og í raun stærri persóna í handritinu en sjálfur Batman. Nicholson, sem svo sannarlega ofleikur hlutverkiö, tekst það aftur á móti með svo miklum stæl að mannvonska Jókersins vekur aldrei óhug hjá áhorfandanum. Sviðsetning og öll tæknihliðin á Batman er snilld út af fyrir sig og er það sú hlið myndarinnar ásamt leik Nicholson sem gerir myndina fyrst og fremst skemmtilega. Þá er tónlist Danny Elfman sérstaklega mikilfengleg og góð og verða lög Prince að hálfgerðu kattarmjálmi samanborið við tónlist Elfman. -HK ★★!4 Draumaliðið THE DREAM TEAM Útgefandi: Laugarásbíó Leikstjóri: Howard Zieff. Handrit: Jon Connolly og David Loucka. Aðalhluf- verk: Michael Keaton, Christopher Lloyd, Peter Boyle og Stephen Furst. Bandarisk 1989. öllum leyfð. Fjórir vistmenn á geðveikrahæli verða að treysta á eigin getu þegar læknir þeirra hverfur sporlaust í útivistarferð. Sjúklingarnir verða að yfirstíga margan vandann (svo sem eigin geðveiki!) og lenda í ýmsu áöur en yfir lýkur. Það er eins gott að taka það fram í upphafi að þessa mynd ber ekki að taka alvarlega og verður öruggt að teljast að framferði sjúkling- anna er ekki dæmigert fyrir þeirra stétt. Þeir eru skemmtilega ýktir karakterar - alveg eins'og geðsjúkl- ingar eiga að vera í bíó. Myndin verður því fyrst og fremst metin út frá afþreyingargildinu sem er töluvert. Þó að persónusköpun sé fremur fáránleg tekst bærilega upp og vega þeir í fjóreykinu hver annan upp. Aðal myndarinnar liggur þó í fyndnum tilsvörum og hnyttnum athugasemdum. Vitleysingarnir fjórir eru ágætlega leiknir en Lloyd stendur þó upp úr í hlutverki „skipulagssjúklingsins". -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.