Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Side 2
24
LAUGARDAGUR 5. MAl 1990.
Bílar
DV
Reynsluakstur: Renault 19 Chamade:
I>róaöri og meiri bíll
Þegar Renault 19 kom fram á sjón-
arsviðið sló hann þegar í staö í gegn,
bæði heima í Frakklandi og annars
staðar í Evrópu. Umsögn DV um
þennan bíl var eitthvað á þá leið að
hann væri stórt stökk fram á viö.
Mazda 323 Sedan árg. ’88, rauður.
Verð 650.000.
Suzuki Swift 1300 árg. ’87, ekinn
40.000, rauður. Verð 490.000.
Suzuki Vitara, árg. '89, svartur, ek-
inn 23.000, verð 1.040.000.
Daihatsu Charade, árg. 88, 3ja
dyra, Ijósbl., ekinn 16.000, verð
550.000.
BÍLASALA
BILDSHÖFÐA 5 •
112 REYKJAVÍK
BÍLALEIGA
SÍMI (91)674949
Audi 100 cc árg. '88, ekinn 35.000,
dökkbl. Verð 1.450.000.
Cadillac DeVille Coupé, árg. ’85,
ekinn 47.000, hvítur, verð 1.480.000.
Ford Sierra 1600 árg. ’86, rauður,
ekinn 49.000. Verð 580.000.
Mazda 626 2000 árg. ’88, sjálfsk.
Verð 1.100.000.
Ford Bronco XLT árg. ’88, ekinn
16.000. Verð 1.850.000.
MMC Pajero, langur, bens., árg.
’87, hvítur, ekinn 85.000. Verð
1.600.000.
sími 674949
I__________________________________________________________________________________________________________________________________I
Þetta er það sjónarhorn sem aðrir ökumenn eiga oftast eftir að sjá. Bíllinn
er snyrtilegur að aftan og auðveldara fyrir ökumann að sjá aftur ur þessum
bíl heldur en grunngerðinni. En - varadekkið er á vondum stað ...
Enn eru Fransmenn að bæta við
sig. Þeir hafa þróað Renault 19 enn
frekar og nú heitir hann Renault 19
Chamade. Nú er hann kominn með
öflugri vél, aflstýri og skott og satt
að segja er ekki ýkja margt sem
hægt er að finna að honum.
Það leynir sér ekki að það er meira
lagt í Chamade en „gömlu“ grunn-
gerðina af Renault 19. Strax og sest
er inn í hann kemur í ljós aö í viðbót
við gömlu, hefðbundnu stillingarnar
á framsætunum er hægt að hækka
ökumannssætið og lækka. Það er líka
hægt að breyta stýrishallanum lítið
eitt.
Lesljós við hvert sæti
Annað sem vekur athygli strax við
fyrstu sýn er að Chamade er kominn
með skott meðan grunngerð 19 bíls-
ins er hlaðbakur - það er að segja
með hlera sem lýkur upp öllum aft-
urenda bílsins, alveg upp á topp.
Farangursrúm í grunngerðinni er
betra en í mörgum sambærilegum
bílum, en í Chamade er það orðið
gott. Að því viðbættu að síðan má
halla fram aftursætinu, að hluta eða
öllu leyti, verður ekki annað sagt en
að Renault Chamade sé vel rúmgóð-
ur bíll.
Sætin í honum eru líka prýðilega
góð og frágangur allur að innan.
Vinnustaður ökumannsins er með
miklum ágætum. Stýrishjólið gott og
liggur vel í hendi, öll stjórntæki inn-
an eðlilegra hreyflngarmarka. Þeir
hjá Renault hafa lagt sig fram um
lýsingu bílsins að innan; það er les-
Ijós fyrir hvert sæti í bílnum sem
ekki á að trufla aðra, allra síst öku-
manninn. Þó fannst mér það athuga-
vert að ef lesljós aftan við aftursæti
voru skilin eftir logandi fann ég ekki
aðra leið til að slökkva á þeim en að
fara út til þess og opna afturdyrnar.
Renault 19 Chamade virkar stærri
bíll en grunngerðin. Hann er „full-
vaxinn” bíll og ber það með sér.
Hann orkar þannig á mann að hann
sé efnismikill og traustur og líklegur
til að skila manni örugglega á leiðar-
enda í mörg ár.
Sá bíll sem hér var reynsluekið er
með fjarlæsingu/miðlæsingu. Fjar-
læsing þýðir að við lyklakippuna er
dulítið hulstur sem maður miðar að
bílnum og klípur það; þá ýmist læsist
bíllinn allur eða lýkst upp eftir því
sem við á. Þetta eru þægindi sem ég
hef einkum kynnst á frönskum bílum
fram til þessa, en enginn vafi að aðr-
ir framleiðendur koma í þetta kjöl-
far.
Rafdrifnar rúöur og
handvirkt innsog
Bíllinn var búinn rafdrifnum rúö-
um í framhurðum en handdrifnum í
afturhurðum. Ég hef áður gert grein
fyrir blendnum huga mínum gagn-
vart rafdrifnum rúðum, en því verð-
ur ekki á móti mælt að þær eru um
sumt þægilegar. Kannski er það ein-
Hér er allt við höndina til að gera ökuferðina ánægjulega. Takið eftir lokinu efst fyrir miðju í mælaborðinu: þar
undir er útvarpið ...
BHAVIÐSKIPTANNA
ERHJÁ
Bíiasöiunni Skeifan
Skeifunni 11, sími 689555, 4 línur