Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 8
34 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990. Sérstæö sakamál Fagra María María Bertone var falleg og þeir voru margir, ungu mennirnir, sem leist vel á hana. En þaö var hættu- legt aö umgangast hana. María og bræöur hennar tveir, Carlos og Ramos, bjuggu i San Di- ego í Kaliforníu. Þegar þau voru enn ung aö árum, María þrettán ára, Carlos sautján ára og Ramos tvítugur, missu þau foreldra sína í slysi. Frá þeirri stundu tóku bræð- urnir við stjórn heimilisins og ábyrgöinni á systur sinni. Þaö geröist aö vísu ekki átakalaust því að yfirvöldin litu svo á i fyrstu aö þeir væru ekki hæfir til aö sjá um systur sina en þeir stóöu fast á því aö þeir gætu það og loks fór svo aö þeir fengu tækifæri til aö sýna hvað þeir gætu í þeim efnum. Mar- ía fékk því að vera áfram á heimil- inu en ætlunin haföi verið aö setja hana á munaðarleysingjahæli. Brátt kom í ljós aö Carlos og Ram- os stóöu viö orö sín. Þeir stóöu þannig aö heimilishaldinu aö ekki varð aö fundið og þeir hugsuöu vel um systur sína. Þaö kom aö vísu oft í hlut Maríu aö elda mat en hvorki hún né yfirvöldin settu þaö fyrir sig. Er árin liðu varö ljóst aö María yrði mjög lagleg ung stúlka og þar kom aö piltar fóru aö sýna henni áhuga. Barsmíðar Carlos og Ramos stóöu skyndi- lega frammi fyrir nýjum vanda. Þeir voru þriðja kynslóð mexíkan- skra innflytjenda og höföu í háveg- um þaö siögæöi sem sagöi hvernig hegðan systur þeirra ætti aö vera þegar piltar áttu i hlut. Er þar kom að margir skóla- bræöra Maríu vildu bjóöa henni út fóru bræðurnir tveir aö hafa áhyggjur af því aö illa kynni að fara fyrir systur þeirra. Þar kom að piltur einn, Sammy Spears, bauð henni út og þáöi hún boðið. Skömmu síöar kom hann í skól- ann handleggsbrotinn og haíði aö auki misst nokkrar tennur. Hann hafði oröiö fyrir árás en gat ekki eöa vildi ekki segja neitt sem orðið gat til aö varpa ljósi á hver haföi valdið áverkunum. Sammy og María höföu farið í útikvikmyndahús í bíl Sammys og þegar María kom heim um kvöldiö þótti bræðrunum ljóst aö hegöan hans heíði verið óafsakanaleg. Kjóll Maríu var rifinn og duldist bræörunum ekki aö hún hafði orö- ið að taka á til að veija heiður sinn. María þagöi I skólanum gengu margar sögur eftir þennan atburö. Einhver haiði lúbariö Sammy en hver þaö hafði verið vissi enginn. En María vissi það. Hún var ekki í neinum vafa um að þaö heföu verið bræöur hennar en hún sagði ekki neitt. Bræðurnir fóru nú aö gera strangari kröfur til systurinnar en fyrr um þaö meö hverjum hún færi út. Fengju þeir minnstu hugmynd um að ekki væri allt með felldu um framkomu piltanna sem sýndu henni áhuga var hurðinni skellt á þá þegar þeir komu aö dyrum íbúö- arinnar sem systkinin bjuggu í. Þar kom aö flestir skólabræöur Maríu fóru aö sniðganga hana. Þegar hún varð átján ára hætti hún því í skóla og fékk sér vinnu í stórmarkaði. Meginástæðan var sú að hún taldi aö þá öðlaðist hún meira frelsi. María Bertone. Sammy Spears. Stefnumótin urðu ekki íleiri en eitt Er hér var komið fannst bræör- unum ekki síður ástæöa en fyrr að hafa eftirlit meö siögæöi systurinn- ar. Og enginn veit í raun og veru hvað geröist eftir að Josh Pfeitz fór aö sýna Maríu áhuga fyrir alvöru. Hann var ungur samstarfsmaður hennar í stórmarkaönum og þar kom aö hann bauð henni út. Þau áttu þó aðeins eitt stefnumót. Eftir það hvarf Josh og hún sá ekki meira til hans. María var mjög undrandi yfir hvarfmu en eftir hálft ár kynntist hún Danny Car- oni. Þau hittust en svo hvarf hann. María sýndi enn undrun þvi hún hafði kunnað vel viö Danny. Næsti ungi maður sem María kynntist hét Harlek Crebb. Hann Carlos Bertone. Grunsemdir Maríu Enginn vafi lék nú á því að María var búin að fá grunsemdir um að bræður hennar bæru ábyrgð á dauða Dillards. Hún dró sig því að miklu leyti í hlé og forðaðist að stofna til kynna við unga menn sem sýndu henni áhuga. Þannig liðu þrjú ár áöur en hún stofnaði á ný til kynna af því tagi. Þegar María var orðin tuttugu og Josh Pfeitz. bauð Maríu út aö boröa og síðan í veislu á einkaheimili. Þegar hann fylgdi Maríu heim um fimmleytið um morguninn sátu Carlos og Ramos á tröppunum og biðu. Til alvarlegrar deilu kom og nokkru síöar hætti María að sjá hann. Þaö var sem hann væri horfmn af yfir- borði jarðar. Fullyrt ér að fram til þessa hafi María ekki látið sér til hugar koma að neitt alvarlegt hefði gerst. Það mun því fyrst hafa verið er næsti vinur hennar, Kane Dillard, hvarf að hún fékk hugmynd um aö eitthvaö alvarlegt hefði komið fyrir ungu mennina sem hún hafði kynnst en sá svo ekki framar en hálfum öörum mánuði eftir hvarf Dillards kom lög- reglan til Maríu og spuröi hana um samband þeirra. Þá hafði lík hans fundist á auöri byggingarlóð. Ramos Bertone. þriggja ára kynntist hún ungum manni, Adam Petruzzi að nafni. Hann var tveimur árum yngri en hún og ekki leið á löngu þar til þau urðu ástfangin. Hitti María hann nokkrum sinnum án þess aö bræö- ur hennar heföu um það nokkra vitneskju. Þar kom þó að þeir kom- ust á snoðir um samband þeirra og létu þá í ljós óánægju meö Adam og ekki leið á löngu þar til vofveif- legur atburður gerðist. Það var sem siögæði Maríu skipti þá Carlos og Ramos meira en allt annað. María hélt dagbók og um þetta leyti skrifaði hún í hana aö Ramos heföi heimsótt Adam. Heföi hann sagt honum að hann skyldi ekki framar koma nærri Maríu ellegar skyldi hann hafa illt af. Tók aðvörunina ekki alvarlega Adam Petruzzi hlustaði á aövör- unarorö Ramosar en fannst ekki ástæöa til aö taka mark á þeim. Hann hafði því aftur samband við Maríu en tveimur dögum síðar fannst hann látinn undir stýri á bíl sínum. Veski hans var horfið og leit lögreglan svo á að um ránmorö hefði verið aö ræða. María frétti af því hvernig farið haföi fyrir Adam. Segir ekki af því hvaö hún hugsaöi um þessar mundir. Síöari atburöir uröu hins vegar til þess aö lögreglan hóf á ný rannsókn Petruzzimálsins. Næstu tvo mánuöi fór María aldrei út en þar kom aö hún þáöi boö ungs manns sem vann með henni í stórmarkaðnum. Hét hann Gary Kerwin og var jafngamall henni. Nú var helst aö sjá að Gary heföi fundiö náð fyrir augum Carlosar og Ramosar. Þeim fannst hann al- vörugefinn ungur maður sem sýndi ábyrgö í orðum og gerðum. Flekkuð fortíð Þar kom, eftir að Gary haföi umgengist Maríu um nokkurt skeiö, að hann skýrði henni frá því aö hann væri fráskilinn og ætti barn. Maríu brá mjög viö þetta, sleit fundi þeirra og hélt beint heim til sín. Þar hitti hún fyrir bróður sinn, Carlos. Hann sá að hún var miður sin, gekk á hana og sagöi hún honum þá allt af létta. Skömmu síöar kom Ramos heim og tóku þeir bræður þá aö leggja á ráöin um hvernig þeir ættu aö stytta Gary Kerwin aldur. Maríu varö Ijóst hvaö þeir voru að ræða um og krafðist þess af þeim að þeir hættu viö þessa fyrirætlan sína. Ekkert mætti koma fyrir Gary. Hún elskaði hann og vildi fyrirgefa honum það sem áöur heföi gerst í einkalífi hans. Orð hennar urðu þó ekki til þes's aö breyta afstööu bræöranna. Um þrjúleytið um nóttina héldu þeir aö heiman til aö ráöa Gary af dög- um. Örlagarík nótt Meðan bræöurnir voru á leiðinni hringdi María heim til Garys. Hún hringdi hvaö eftir annað en enginn svaraði. Það var heldur ekki von. Gary bjó hjá móöur sinni og hún haföi það fyrir venju aö taka sím- ann úr sambandi á kvöldin er hún gekk til náöa. María sá nú aðeins eitt ráö. Hún hringdi á lögregluna og brá hún skjótt við. Lögreglubíll ók heim aö húsinu sem Gary og móöir hans bj uggu í en þegar hann var aö stæö- næmast fyrir framan þaö kváðu viö fimm skothvellir. Augnabliki síðar komu Carlos og Ramos hlaupandi út á tröppurnar. Þar tókst aö af- vopna þá og handtaka. Lögreglan hafði hins vegar komið of seint til að bjarga lífi Garys. Hann var látinn. Þrjár kúlur höfðu hæft hann í brjóstiö og tvær í höf- uðið. María Ieysir frá skjóðunni Rannsóknarlögreglumenn héldu nú heim til Maríu. Henni var mjög brugöið er hún frétti aö Gary væri látinn. En reiði hennar yfir því að bræður hennar skyldu hafa skotiö hann til bana var mikil. Og í reiði sinni fór hún aö segja rannsóknar- lögreglumönnunum sögu sem átti eftir aö komast i blööin og vekja mikla athygli. Hún greindi þeim frá örlögum allra sinna fyrri vina. í fyrstu ætluðu lögreglumennirnir ekki að taka mark á henni en hún var greinargóö í frásögn sinni og gat ekki aðeins nefnt nöfn heldur einnig skýrt frá því hvenær ungu mennirnir hefðu horfið. Rannsókn leiddi svo í ljós að hún haföi greint rétt frá um nöfn og tíma. Bræöurnir Carlos og Ramos Ber- tone sitja nú í fangelsi. Þeir voru ákæröir fyrir morðiö á Gary Ker- win. Og yfir stendur rannsókn á hvarfi hinna ungu mannanna sem þeir eru grunaðir um aö hafa ráðið bana til aö verja heiður og siögæöi systur sinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.