Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Síða 1
Miklar breytingar í handboltanum: Úr átján í 32 leiki Á ársþingi Handknattleikssambands ís- lands, sem lauk í Reykjavík á laugardags- kvöldið, var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að fjölga liðum úr 10 í 12 í 1. deild karla og gera róttækar breyting- ar á keppnisfyrirkomulaginu. Grótta, HK, Þór og Haukar munu heyja aukakeppni um lausu sætin tvö í 1. deild og spila heima og heiman á tímabilinu 10.-20. ágúst. Keppnin í 1. deild verður síðan tvíþætt. Fyrst verður leikin tvöfóld umferð, 22 leikir á lið. Sigurliðið þar fær keppnisrétt í IHF- keppninni og fer í úrslitakeppni með 4 stig. Lið númer tvö fer áfram með 2 stig og lið númer þrjú með eitt stig en sex efstu liðin leika síðan um meistaratitilinn. Hin sex leika um áframhaldandi sæti í 1. deild en tvö þeirra falla í 2. deild. Hvert lið leikur því 32 leiki í stað 18 áður. í 2. deild verða 10 hð, sex efstu spila um 1. deildar sæti en fjögur neðstu um að forð- ast fall í 3. deild. Þá hverfa B-liðin úr deilda- keppninni og keppa í sérstöku móti. Þá var reglum um félagaskipti breytt - ef félög komast ekki aö samkomulagi um fé- lagaskipti leikmanns fer hann eftir sem áð- ur í sex mánaða bann en losnar úr því um leið og félögin hafa samið sín á milli. Leikjum verður einnig fjölgað í 1. deild kvenna en þar verður nú leikinn fjórfóld umferð. Nokkrar breytingar urðu á stjóm HSÍ. Jón Hjaltalín Magnússon verður áfram formað- ur sambandsins en með honum í fram- kvæmdastjórn verða Gunnar Gunnarsson, sem kosinn var varaformaður, Helga Magn- úsdóttir gjaldkeri og Björn Jóhannesson meðstjómandi. í sambandsstjórn sitja 16 menn, þar af eru 4 landshlutafulltrúar og einn fulltrúi 1. deildar félaga. -VS/RR • Lothar Mattháus leggst fagnandi á hnén eftir að hafa skorað fyrsta mark V-Þjóðverja gegn Júgóslövum. Nánar er fjailað um HM í knattspyrnu á blaðsíðum 19, 21 og 22. HK fær liðsstyrk í handboltanum: I tB 51 tm jJHaL. HaviiK a ný til HK - sonur hans leikur líklega með liðinu Rudolf Havlik frá Tékkóslóvakíu hefur veriö ráðinn þjálfari hand- knattleiksliðs HK til næstu tveggja ára. Hann er væntanlegur til lands- ins í byrjun júlí. Havlik er HK-mönnum að góöu kunnur þvi að hann þjálfaði þá um tveggja ára skeið fyrir nokkram áram. Síðan hefur hann stýrt liði Dukla Prag, eínu besta félagsliöi i Evrópu, og undir hans stjórn hefur það orðiö tékkneskur meistariþrjú síðustu árin. Áður en Havlik kom til íslands fyrst var hann þjálfari tékkneska landshösíns um skeið. „Þaö er mikili fengur fyrir okkur að fá Havlik til starfa á ný og hann á örugglega eftir að gera góða hluti með hðið. Um leið vh ég þakka Þorsteini Jóhannessyni fyrir hans hlut en hann stóð sig mjög vel með liðið á lokaspretti 1. deildarinnar í vetur,“ sagði Þorsteinn Einarsson, formaður handknattleiksdehdar HK, í saratali við DV í gær. Sonurinn leikur með HK Samkvæmt heimildum DV eru all- ar hkur á því að sonur Havhks, Robert, komi einnig til íslands og spili með HK. Þorsteinn vhdi þó ekki staðfesta þetta í gær. Robert Havhk er 21 árs gamall og hefur leikið með yngri landshðum Tékka. Hann er uppalinn hjá Dukla Prag en lék á siðasta tímabhi með Slavia Prag sem varð í sjötta sæti í tékk- nesku 1. deildinni. Magnús ti! HK HK hefur fengið frekari hðsstyrk þvi Magnús Ingi Stefánsson mark- vörður leikur á ný með Kópavogs- liðinu. Hann hefur síöustu fjögur árin sphaö meö norskum hðum, síðast með Fredensborg/SKI, en missti af stærstum hluta síðasta keppnistímabils vegna meiðsla. -VS • Markaskoraranum Careca er fagnað innilega af félögum sinum í brasil- íska landsliðinu eftir annað markið gegn Svíum í Tórínó í gærkvöldi „Verð að fá gylliboð“ - segir Kristján um líkur á Spánardvöl sinni „Það mun væntanlega skýrast á næstu dögum hvað gerist hjá mér. Framkvæmdastjóri Teka er í Madrid sem stendur en ég mun ræða við hann í vikunni og sjá hvemig málin standa. Það má segja að ég sé volgur að koma heim og spila með FH. Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn dálítið þreyttur hérna á Spáni. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og lang- ar vissulega að koma heim. Það er aha vega ljóst að ég verð að fá gylli- boð ef ég ætla að vera áfram á Spáni,“ sagði Kristján Arason í sam- tali við DV í gærkvöldi. „Eins og ég hef áður sagt er ég fuh- ur áhuga að leika með FH næsta haust. Það væri stórkostlegt að koma aftur í Fjörðinn og nýja keppnisfyrir- komulagið með flölgun leikja lofar góðu. Það er nauðsynlegt að spha sem flesta leiki á keppnistímabhinu á íslandi. Þaö verður aha vega engin afslöppun ef ég kem heim því það stefnir í fleiri leiki þar heldur en leiknir era á Spáni,“ sagði Kristján. -RR Þorfinnur Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Gísh Heiðarsson, markvörður knattspyrnuliðs Víðis, leikur tæplega meira með á þessu keppnistímabih. Hann gengst í dag undir uppskurð vegna brjóskloss í baki. I staðinn hefur Víðir fengið Þorfmn Hjaltason, sem varði mark KR-inga síðasta sumar. Hann verður löglegur eftir mán- uö og getur byrjað að leika með Víöismönnum þegar þeir mæta Keflavík í 9. umferö 2. dehdar þann 23. júlí. Á meðan, eða í næstu fimm leikjum, mun Ásmundur Ás- björnsson veria mark Víðis- manna. Hann meiddist þó í bikar- leik gegn Selfossi á laugardaginn og varð aö fara af vehi. Þá þurfti einn vamarinanna Víðis aö fara í markið og Selfyssingar skoruðu fjórum sinnum hjá honum! Auk Gísla er framlierjinn Steín- ar Ingimundarson frá vegna meiðsla og sömuleiðis varnar- maðurinn sterki, Daniel Einars- son og óvíst er hvenær þeir geta byrjað að spha með liðinu. Þórdís og Einar efst - sjá bls. 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.