Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Síða 3
MÁNUDAGUR 11. JÚfoíTéáÓ. 81 19 Iþróttir Stúfar frá Ítalíu Stuðningsmenn enska landsliðsins, sem komn- ir eru til Cagliari á eynni Sardiníu, tóku dijúgan þátt í fögnuði ítala á laugardags- kvöldið eftir sigur heimamanna á Austurríki. Á aðalgötu Cagliari- borgar dönsuðu ítalar og Englend- ingar og sungu og stemmningin var skemmtileg að sögn sjónarvotta. Það er þægileg tilbreyting því stuðningsmenn enska liösins hafa þegar orðið til vandræða á Sard- iníu, fimm hafa verið reknir úr landi og fjórtán verið ákærðir fyrir róstur. Óeirðir meðal Vestur-Þjóðverja Englendingum til mikils léttis drógu stuðningsmenn vestur- þýska hðsins til sín athyglina í gær. Þeir gengu berserksgang á götum Tórínó fyrir leikinn við Júgóslavíu og einir 50 voru hand- teknir. Lögreglan í Tórínó þurfti að skjóta viðvörunarskotum og beita táragasi til að hafa hemil á Þjóöverjunum. Bilardo ætlar að þétta vörnina Carlos Bilardo, þjálfari argentísku heimsmeistaranna, segir að veik- leiki í vöm sinna manna hafi opin- berast í leiknum fræga við Kamer- ún á föstudag og í það gat þurfi hann að stoppa. En hann segist jafnframt ekki vera of áhyggjufull- ur þrátt fyrir ósigurinn, leikurinn hafi þróast svipað og hann hafi átt von á - en það sem hafi komið arg- entínska hðinu í opna skjöldu hafi verið að Kamerúnbúar skyldu tví- eflast þegar þeir misstu mann af leikvehi. Argentínumenn mæta Sovétmönnum á miðvikudag og þar verður án efa um mikinn bar- áttuleik að ræða því bæði hð fengu óvænta skehi í fyrstu umferðinni. Biskup ráðinn til liðs Costa Rica Costa Rica, sem mætir Skotlandi í C-riðhnum í dag, hefur gert samn- ing við kaþólska biskupinn Lino Cuniberti um aö hann haldi eina guðsþjónustu á dag á meðan hðið dvelur á Ítalíu. Cuniberti býr í ná- grenni við æfingabúðir Costa Rica á Ítalíu en hann þekkir vel til í Rómönsku Ameríku því hann starfaði í 30 ár í Kólumbíu. Kamerúnmennirnir í eins leiks bann Andre Kana-Biyik og Benjamin Massing, leikmenn Kamerún sem reknir voru af véhi gegn Argentínu á föstudaginn, voru í gær úrskurð- aðir í eins leiks bann af aganefnd FIFA. Þeir veröa þvi ekki með gegn Rúmeniu á fimmtudaginn. Hvor um sig var jafnframt dæmdur í 420 þúsund króna sekt, samkvæmt reglum keppninnar. Stewart og Connery mæta á völlinn Tveir heimsfrægir kappar, rokk- söngvarinn Rod Stewart og leikar- inn Sean Connery, eru mættir til Ítalíu og verða á meðal áhorfenda þegar Skotar mæta Costa Rica í dag. Þeir eru dyggir stuðnings- menn skoska landshðsins og heilsa sennilega upp á sína menn í bún- ingsklefanum fyrir leik. Stewart er nýbúinn að gefa út plötu sem er tileinkuð „Tartan Army“, hinum dygga stuðningsmannahópi skoska hðsins. Ancelotti ekki með í næsta ieik Carlo Ancelotti, hinn snjalli miðju- maður ítala, meiddist á læri í leikn- um við Austurríki á laugardaginn og getur ekki leikið með gegn Bandaríkjamönnum á fimmtudag. Læknir ítalska hðsins segir að An- celotti ætti þó að geta leikið gegn Tékkum í þriðja leik. Fjarvera hans ætti þó ekki að skipa miklu máli gegn bandaríska liðinu, að minnsta kosti ekki ef marka má leik þess við Tékka í gær. Englendingar mæta írum í kvöld Englendingar og írar hefja keppni í F-riðhnum í borginni Caghari á eynni Sardiníu í kvöld. Englend- ingar eru staðráðnir í að hefna ófaranna frá þvi í úrshtum Evrópu- keppni landshða fyrir tveimur árum þegar írar lögðu þá að vehi. „Við verðum að byija vel, á jafn- tefh eða sigri. Ef við töpum veröur heldur betur á brattann að sækja gegn Hollendingum í næsta leik,“ sagði Bobby Robson, landsliðsein- valdur Englands, í gær. Hann gaf ekki upp hð sitt í gær og tilkynnti að ekki væri svarað í síma í her- búðum enska hðsins síðustu 48 tímana fyrir leik! Tveir meiddir hjá írum Leikmenn írska hðsins ganga ekki allir heilir til skógar og óvíst er hvort fyrirhðinn Ronnie Whelan og bakvörðurinn Chris Morris geta leikið í kvöld. Whelan er tognaður á læri og Morris á ökkla. David O’Leary verður væntanlega bak- vörður fyrir Morris og Andy Townsend á miðjunni fyrir Whel- an. Eins og snjóbolti í helvíti Bob Gansler, þjálfari bandaríska landshðsins, var ekki mjög bjart- sýnn á góðan árangur á HM. Það hefur líka komið á daginn að Bandaríkjamenn eiga langt í land með að eignast sterkt landshð. Þeir fengu stóran skell, 1-5, í fyrsta leik sínum gegn Tékkum í gær. Banda- ríska hðið er hins vegar mjög ungt og á kannski framtíðina fyrir sér þó að ekki virðist hðið hklegt til afreka í ár. Þegar þjálfarinn var spurður um möguleika sinna manna á Ítalíu svaraði hann aö bragði: „Möguleikarnir eru álíka og spjóbolti hefur í helvíti.“ DRÚGUM ÚR FERÐ ÁÐUR EN VID BEYGJUM! | J yUMFEROAR ARMENNINGAR! OKKAR NÚMER ER 105 -ekklbaraheppni • Rene Higuita, hinn litríki mark- vörður Kólumbíu, býr sig undir átök- in í heimsmeistarakeppninni. Símamynd Reuter • Stuðningsmaður brasilíska liðs- ins skartar sínu fegursta fyrir leikinn gegn Svíum! Símamynd Reuter • Mjög ströng öryggisgæsla er í kringum hollenska landsliðið sem leikur sinn fyrsta leik í keppninni gegn Egyptum á morgun. Hér er Ruud Gullit, fyrirliði Hollendinga, ásamt itölskum öryggisverði i Palermo á Sikiley. Símamynd Reuter Útívistarparadísín Hvammsvik - Kjós Opíð golfmót fyrír byrjcndur. Eftír hina frábæru þátttöku í bYrjendamótum sl. haust höldum við þeim áfram þar sem frá var horfið. Kylfingar þurfa ekki að vera félagar í golfklúbbum. Mótaskrá sumarsíns: forgjöf 24 og hærrí. Laugardagur 16. júní Sunnudagur 24. júní Laugardagur7. júlí Sunnudagur 15. júlí Laugardagur 21. júlí Laugardagur 28. júlí Sunnudagur 12. ágúst Sunnudagur 19. ágúst Laugardagur 25. ágúst Laugardagur 1. sept. Laugardagur8. sept. Laugardagur 15. sept. Laugardagur 22. sept. Laugardagur 29. sept. 18 holur m/án forgj. 18holur m/ánforgj. 18 holur m/án forgj. 18holur m/áuforgj. Meistaramót byrjenda. 18 holur m/án forgj. 18holur m/ánforgj. Framfarabikarinn (undirbúningur fyrir holukeppni). 18 holur m/án forgj. 18 holur m/án forgj. 18 holur m/án forgj. 18holurm/ánforgj. 18 holur m/án forgj. 18 holur m/án forgj. Ath.: Hinn margreyndi landsliðsmaður og íslandsmeistari Sigurður Péturs- son veitír leiðsögn gegn vægu gjaldi hjá Golfskóla Hvammsvíkur. Pantið tíma í sima 91-667023. Ath.: Hægt er að leika til forgjafar í Hvammsvik. Geymið auglýsínguna LAXALÓN HF. KNATTSPYRNUSKÓLI K.B. í LOKEREN 'VINNUMAI STRÁKAR,1 NÆSTA NÁMSKEIÐ ER 28. Umboösaðili iþróttadeildar: S-L, söluskrifstofunni HÓTEL SÖGU við Hagatorg. Simar: 91-622277 og 91-622578. Hörður Hilmarvion hs: 91-79V16 • Þórir Jónsson hs: 91-54598 >G ELDRI TIL 6 KRISTJÁN BERNBURG - Sími: 90 32 91 48 59 65 Fax: 90 32 91 48 09 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.