Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1990, Side 8
,24 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1990. íþróttir Sport- stúfar Annarri umferð í bik- arkeppni KSÍ lýkur í kvöld. Breiðablik og Skallagrímur mætast i á Kópavogsvellinum og hefst við- : ureign liðanna klukkan 20. Einar Þór og Þórdís efst í stigakeppninni - keppnin hálfnuð eftir vormót HSK á Selfossi í gær Hreinn og Ungverji til Snæfells Hreinn Þorkelsson, fyrrum landsliðsmað- ur, hefur verið ráðinn þjálfari Snæfells, ný- liðanna í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Hreinn hefur leikiö með ÍR, Val og Keflavík í úrvals- deildinni og nú síðast með UÍA í 1. deild. Hann er með reyndustu körfuknattleiksmönnum lands- ins og á að baki 44 landsleiki. Hreinn mun jafnframt leika með liðinu. Þá eru miklar líkur á því að ungverskur leikmaður spih með Stykkishólmsliðinu næsta vetur en forráðamenn Snæfells hafa verið að leita fyrir sér þar í landi. Mile hættur hjá Njarðvík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur sagt þjálfara 4. deildarliðs félagsins, Mile, upp störfum. „Það komu upp ákveðn- ir samstarfsörðugleikar og einnig of mikil spenna milli hans og leik- rnanna," sagði Haukur Jóhann- esson, formaður knattspymu- deildarinnar, í samtah viö DV í gær. Snorri Jóhannesson, fyrrum leikmaður með Njarðvík, tekur við liðinu, að minnsta kosti fyrst um sinn. Njarðvíkingar, sem léku í 2. deild fyrir fáum árum, hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikj- um sínum í 4. dehdinni. Swindon rekið niður í 3. deild Swindon Town, sem nýlega vann sér sæti í 1. deild ensku knatt- spymunnar í fyrsta skipti, hefur verið dæmt til að leika í 3. deild á næsta keppnis- tímabih. Ástæðan er sú að félagið hefur ekki staðið í skilum með launagreiðslur til nokkurra leik- manna á undanfomum ámm og einnig flæktist fyrrverandi fram- kvæmdasljóri félagins, Lou Mac- ari, í veðmálahneyksh. Hann og einn forráðamanna Swindon veðjuðu þá á að lið þeirra myndi tapa leik, sem gekk eftir. Líkur benda til þess að Sunderland fái 1. deildar sætið í staöinn og Tran- mere komist í 2. deild en Sheffield Wednesday hefur hka gert tilkall til 1. deildar sætisins. Forráða- menn Swindon hafa áfrýjað dómnum og segja að ef farið væri strangt eftir reglum um launa- greiðslur yrðu fá lið eftir í 1. deildinni! Minsk Evrópumeistari meistaraliða Minsk frá Sovétríkjun- um tryggði sér um helgina Evróputitil meistarahða í hand- knattleik. Minsk tapaði síðari úrshtaleiknum í Evrópukeppn- inni fyrir Barcelona, 27-29, á Spáni á laugardaginn en sovéska hðið sigraði í fyrri leiknum meö 5 marka mun og vann því á sam- anlagðri markatölu. Júgóslavinn Vujovic varð markahæstur hjá Barcelona í leiknum á laugardag með 10 mörk en það dugði ekki til. Einar Þór Einarsson, spretthlaup- ari úr Ármanni, og Þórdís Gísladótt- ir, hástökkvari úr HSK, eru efst í stigakeppni Frjálsíþróttasambands íslands eftir Vopnót HSK sem fram fór á Selfossi í gær. Það var fjórða mótið á tímabihnu sem gefur stig í keppnina en mótin verða samtals átta. Einar hefur fengið 18 stig í 100 metra hlaupi í karlaflokki en næstir á eftir honum eru tveir kúluvarparar úr HSK, Andrés Guðmundsson með 16 stig og Unnar Garðarsson með 13 stig. Þórdís er með 16 stig í kvenna- flokki, Þóra Einarsdóttir úr UMSE, annar hástökkvari, er önnur með 15 stig og Bryndís Guönadóttir, spjót- kastari úr HSK, er þriðja með 13 stig. Þeir sem verða í fimm efstu sætun- um, bæði í karla- og kvennaflokki, að loknum mótunum átta í haust, fá peningaverðlaun. Efsta sætið gefur 50 þúsund krónur en fimmta sætið 10 þúsund og það eru Sjóvá/Almenn- ar sem veita þau verðlaun. Úrsht á vormóti HSK í gær urðu sem hér segir, þrír efstu í greinum stigakeppninnar og sigurvegarar í öðrum greinum: Hástökk karla 1. Einar Kristjánsson, FH.....2,04 2. Jón Oddsson, KR............2,00 3. Gunnar Smith, FH...........1,90 Kúluvarp karla 1. Andrés Guömundsson, HSK ...15,87 2. Unnar Garðarsson, HSK......15,07 3. Bjarki Viðarsson, HSK......13,63 Spjótkast karla 1. Unnar Garðarson, HSK......59,18 2. Jóhann Hróbjartsson, UMSV..56,50 3. Baldur Rúnarsson, HSK.....47,78 Hástökk kvenna 1. Þórdís Gísladóttir, HSK....1,75 2. Þóra Einarsdóttir, UMSE.....1,70 3. Þuríður Ingvarsdóttir, HSK..1,65 Spjótkast kvenna 1. Bryndís Guðnadóttir, HSK..36,40 2. Berghnd Sigurðard., HSK....35,00 3. Vigdís Guðjónsdóttir, HSK..32,40 Þrístökk karla 1. Einar Kristjánsson, FH....13,66 Kringlukast karla 1. Eggert Bogason, UMSK......59,40 100 m hlaup karla 1. Einar Þór Einarsson, Árm...11,0 300 m hlaup karla 1. Egill Eiðsson, KR..........35,4 1 milu hlaup karla 1. Steinn Jóhannsson, FH....4:33,3 100 m hlaup kvenna 1. Geirlaug Geirlaugsd., Árm..12,7 300 m hlaup kvenna 1. Helena ómarsdóttir, FH.....42,9 1 mílu hlaup kvenna Margrét Brynjarsd., UMSB.....5:22,6 -VS/RR Met hjá Guðmundi Guðmundur Karlsson úr FH tvibætti íslandsraet sitt í sleggjukasti á kastmóti sem fram fór á Kaplakrikavelh í Hafnarfirði á fóstudags- kvöldið. Guðmundur, sem setti met í Dublin í ágúst í fyrra með því að kasta 61,74 metra, byrjaði á að þeyta sleggjunni 61,86 metra og bætti síðan um betur með kasti sem mældist 62,58 metrar. Á sama móti kastaði Eggert Bogason kringlu 61,64 metra sem er besti árangur í þeirri grein hér á landi á þessu ári. -VS 1. deild kvenna: Fjögur stig Vals á Akureyri - gerði óvænt jafntefli við Þór Á laugardag léku hð UBK og KA sína fyrstu leiki í 1. deild kvenna í knattspymu í ár. Breiðablik sigraði KR 3-1 á malarvehi þeirra vesturbæ- inga en KA varð að láta í minni pok- ann gegn Val fyrir norðan, 3-0. Vals- stúlkur léku gegn Þór á föstudag þar sem þær náðu aðeins jafntefh, 1-1. Það var Hera Ármannsdóttir sem náöi forystu fyrir Val gegn Þór en skömmu fyrir leikslok náði Ellen Óskarsdóttir að jafna leikinn fyrir Þór. Þórsstúlkurnar voru heppnar að ná ööru stiginu því Valsstúlkurn- ar höfðu leikinn í hendi sér en tókst ekki að nýta sér þau færi sem gáfust. Á laugardaginn lék Valur gegn KA og sigraði 3-0. Það voru þær Bryndís Valsdóttir, Hera Ármannsdóttir og Helga Jónsdóttir sem skomðu mörk- in. Kristín Briem þurfti að fara af leikvelh eftir ljótt brot Hjördísar Úlf- arsdóttur og er tahð að hún sé með shtin hðbönd í ökla. Sigrún skoraði eftir 11 sekúndur Á KR-velhnum mættust lið KR og UBK. Lið Breiðabliks byrjaði af mikl- um krafti og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 11 sekúndur. Úr upphafsspymunni barst knötturinn til Sigrúnar Óttarsdóttur sem óð með hann upp hægri kantinn inn í víta- teig þaðan sem hún hamraði hann í netið, 1-0. Guðný Guðnadóttir jafn- aði fyrir KR á 10. mínútu með góðu skoti, 1-1. Síðari hálfleikur var algjör ein- stefna að marki KR og áður en flaut- að var til leiksloka hafði Breiðabliks- stúlkunum tekist að skora tvívegis. Fyrra markið gerði Kristrún Lilja Daðadóttir eftir að Klara Bjartmarz hafði hálfvarið skalla frá Ástu B. Gunnlaugsdóttur, 2-1. Ásta B. inn- siglaði síðan góðan sigur Breiðabliks er hún einlék í gegnum vörn KR og skoraði með föstu skoti, 3-1. Á miðvikudaginn áttust við hð KR og ÍA og sigraði lið KR, 3-1. Það voru þær Guðný Guðnadóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Helena Ólafs- dóttir sem skoruöu fyrir KR en Karit- as Jónsdóttir náði að minnka mun- inn skömmu fyrir leikslok. Staðan Staöan í 1. deild kvenna er þessi: Valur..........3 2 1 0 8-1 7 UBK............1 1 0 0 3-1 3 KR.............2 1 0 1 4-4 3 ÍA.............2 1 0 1 2-3 3 Þór............3 0 12 1-6 1 KA.............1 0 0 10-30 -ih • Þórdís Gisladóttir hefur eins stigs forskot á annan hástökkvara, Þóru Einarsdóttur, í stigakeppni kvenna. Þróttur vann óvænt í Árbæ Um helgina fóra fram 13 leikir í 2. umferð bikarkeppni KSÍ. Óvænt úrsht htu dagsins ljós eins og svo oft í bikarkeppninni. Óvæntustu úrshtin urðu sennilega í Árbæ þar sem 3. deildar lið Þróttar vann Fylki, 1-2. Kristinn Tómasson skoraöi fyrst fyrir Fylki en Haukur Magnússon jafnaði fyrir Þrótt þeg- ar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Baldur Baldursson gerði síðan sigurmark Þróttara í fram- lengingu eftir góðan undirbúning Óskars óskarssonar. • Níu mörk voru skoruð í Garð- inum þar sem Selfoss vann Víði, 3-6, í kaflaskiptum leik. Víðismenn voru 3-1 yfir þegar stutt var eftir en Selfyssingar jöfhuðu undir lok venjulegs leiktíma og tryggðu sér öruggan sigur 1 framlengingu. Izudin Dervic 2, Guöjón Þorvarðar- son 2, Sahh Porca og Páll Guð- mundsson skoruðu fyrir Selfoss. Ath Vilhelmsson geröi tvö mörk fyrir Víði og Vilberg Þorvaldsson eitt. • Grótta vann 4-2 sigur á Ár- manni eftir framlengdan leik. Börkur Edvardsson, Ingólfur Garðarsson, Valur Sveinbjömsson og Engilbert Friðfinnsson skoruðu fyrir Gróttu en Ólafur Jósefsson gerði bæöi mörk Ármenninga. • ÍR-ingar, sem leika í 2. deild, uirnu nauman sigur, 0-1, gegn 4. deildar hði Reynis í Sandgerði. Benedikt Einarsson skoraði um- deilt mark í síðari hálfleik og reyndist það sigurmark ÍR-inga. • Keflvíkingar sigruðu ÍK, 3-1, í Keflavík. Heimamenn skoruöu tvö ódýr mörk i fyrri hálfieiknum, Gestur Gylfason og Jóhann Magn- ússon voru þar að verki. Jóhann bætti þriöja markinu við en Kefl- víkingar skoruöu síöan sjálfsmark og þar við sat. • Haukar gerðu góða ferð á ísa- fiörð og unnu þar Badmintonfélag- ið, 1-2. Kristján Kristjánsson og Óskar Theódórsson gerðu mörk Hafnfirðinga en Trausti Hrafnsson náði að minnka muninn fyrir BÍ. • Afturelding burstaði Stokks- eyri, 4-0, og gerði Hilmar Harðar- son tvö mörk og þeir Þórir Gislason og Björn Sigurðsson eitt mark hvor. • Á Ólafsfirði vann Leiftur stór- sigur á Magna, 5-0. Þorlákur Áma- son gerði þrennu fyrir Leifturs- menn, þar af eitt úr vítaspymu. Ómar Torfason og Hörður Ben- ónýsson skoruðu síöan eitt mark hvor. • Siglfirðingar burstuðu Hvöt, 1-6, á Blönduósi. Jón Örn Þor- steinsson gerði tvö mörk fyrir KS og Henning Henningsson, Bjöm Sveinsson, Þorsteinn Þormóðsson og Hafþór Kolbeinsson gerðu allir eitt mark hver. Hermann Arason geröi eina mark heimamanna. • HSÞ-b, sem leikur í 4. deild, vann 3. deildar lið Reynis frá Ár- skógsströnd, 4-2, í framlengdum leik í Mývatnssveit. Reynir komst í 0-2 með mörkum frá Garöari Ní- elssyni og Páli Gíslasyni en síöan skoruðu Viöar Sigurjónsson (2), Ari Hallgrímsson og Skúh Hall- grímsson fyrir Mývetninga. • Á Hofsósi vann Tindastóll stórsigur á Neistanum frá Hofsósi. Lokatölur urðu d-6 f>Tir Sauð- krækhnga. Sverrir Sverrisson geröi þrennu og þeir Sigurður Ágústsson, Ólafur Adólfsson og Sigurfmnur Sigurjónsson skoraðu allir eitt mark hver. • Á Höfh vann Sindri hð Þróttar frá Neskaupstað, 5-4, eför fram- lengingu. Staðan var 3-3 eftir venjulegan leiktima en Hornfirð- ingar reyndust sterkari 1 framleng- ingu. Þrándur Sigurðsson gerði tvö mörk fyrir Hornfirðinga og þeir Amþór Gunnarsson, Elvar Grét- arsson og Garðar Jónsson skoruðu eitt mark hver. Þráinn Haraldsson og Ólafur Viggóson gerðu tvö mörk hvor fyrir Þróttara. • Einherji vann Leikni á Fá- skrúðsfirði, 2-3. Gísli Davíðsson gerði tvö mörk fyrir Vopnfirðinga og eitt var sjálfsmark. Albert Hans- son og Helgi Ingason skoraðu fyrir Leiknismenn. -RR/VS/ÆMK/VR/KB/MJ/ÞÁ/KH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.