Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 1
Klemenz Jónsson hefur búið þættina um Sunnefumálið til flutnings. Rás 1 á sunnudögum: Sunnefumálin og Hans Wium Óhætt mun að fullyrða að fá sakamál hafl vakið meiri eftirtekt og umtal hér á landi en Sunnefu- málin svonefndu, bæði á þeim tíma sem þau stóðu yflr og allt fram á okkar daga. Þó eru liðin 250 ár frá því þessir atburðir gerðust. Upphaf þessara mála var með þeim hætti að sumarið 1739 ól ungl- ingsstúlkan Sunnefa Jónsdóttir, þá 16 ára, barn í Borgarflrði eystra og lýsti bróður sinn, Jón að nafni, þá 14 ára, fóður að baminu. Hér var því um að ræða glæp sem hlaut að varða líf þeirra beggja samkvæmt „stóradómi“. Jens Wium, sýslu- maður á Skriðuklaustri, dæmdi þau bæði til dauða svo sem lög þeirra tíma gerðu undantekningar- laust ráð fyrir. Áður en dauðadómurinn var framkvæmdur andaðist Jens Wium en sonur hans, Hans Wium, tók við sýslunni og kom það í hans hlut að fylgja þessum málum eftir. Meðan Sunnefa var í haldi á Egils- stöðum eignaðist hún annað bam og kenndi það í fyrstu Jóni bróður sínum en breytti síðar framburði sínum og lýsti Hans Wium fiöður barnsins. Við þann framburð stóð hún í þau 18 ár sem hún átti þá eftir ólifuð. Sunnefumálin stóðu yfir í nær 20 ár og reyndust Hans Wium sýslu- manni mjög þung í skauti. Wium var í nokkur ár sviptur embætti sínu en var að lokum sýknaður fyrir yfirrétti. Margir munu kunna vísuna sem ort var um Hans Wium af þessu tilefni. Týnd er æra töpuð sál tunghð veður í skýjum. Sunnefu nú sýpur skál, sýslumaður Wium. Þættir þessir em ahs þrír og verða fluttir á sunnudögum kl. 14.00. Hver þáttur er röskar 50 mín- útur að lengd. Gömul kvæðalög tengja saman atriði. Kvæðamenn úr Kvæðamannafélaginu Iðunni kveða. Klemenz Jónsson hefur búið þættina tíl flutnings fyrir útvarp og er hann jafnframt leikstjóri. Klemenz hefUr oft áður gert þætti með líku sniði, þ.e. um þekkt ís- lensk sakamál, fyrir útvarpið. Þar má t.d. nefna þættina um Kambsr- ánið, Sólborgarmálin og Oddrúnar- mál. Flytjendur í Sunnefumálum era: Hjötur Pálsson, Róbert Amfinns- son, Rúrik Haraldsson, Sigurður Skúlason og Anna Kristín Am- grímsdóttir sem fer með hlutverk Sunnefu. Tæknimaður er Hreinn Valdimarsson og sér hann einnig um val tónlistar. Sjónvarp á þjóðhátíðardaginn: Hundrað ár aftur í tímann 1890 er dagskrá í samantekt og umsjón Arthúrs Björgvins Bohason- ar þar sem rifjað er upp sitthvað úr annálum ársins 1890. Meðal þess sem Arthúr Björgvin bætti á afrekaskrá sína áður en hann kvaddi fólk og land var 1890. Stökk- breytingar hafa orðið í íslensku þjóð- félagi frá því 1890 rann í aldanna skaut eins og berlega mun koma fram í þætti Arthúrs. í því skyni að endurvekja anda þessara tíma bregður Arthúr upp miklum fjölda gamaha ljósmynda og fléttar auk þess inn í annál sinn leiknum atriðum. Má þar nefna valda kafla úr leikriti Matthíasar Jochumssonar, Helga magra, en verk þetta tengist einum helsta menning- arviðburði ársins 1890, nefnhega minningarhátíð í tilefni þúsund ára byggðar í Eyjafirði. Leikritið var frumsýnt á hátíðinni og fór Páll Ár- dal með aðalhlutverkið. Af öðrum merkisviðburðum má nefna lagningu „málmþráðar“ mhh Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Fáum við að heyra stutt sýnishorn af hljómgæðum þessa apparats í þætt- inum. Þá bregður Arthúr sér austur yfir Hellisheiði í vettvangsathugun aö Simbakoti við Eyrarbakka. Kot þetta var þungamiðjan í lyktum eins sérkennhegasta sakamáls 19. aldar, Kambránsmálinu, en síðustu kurl þess máls komu einmitt th grafar í marsmánuði 1890. Að síðustu fær Arthúr í heimsókn Guðrúnu Stefáns- dóttur frá Kotleysu við Eyrarbakka en hún verður hundrað ára í ár. Sjónvarp á þjóðhátíðardaginn: Reykj aví kurblóm Ása Hlín Svavarsdóttir og Eggert Þorleifsson í einu atriðinu i Reykjavikur- blóm. Reykjavíkurblóm er þáttur sem byggir á lögum Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráðherra. Þau eru flest samin við ljóð Tómasar Guðmunds- sonar en einnig Þorsteins Gylfason- ar. Edda Þórarinsdóttir hefur fært þennan efnivið í búning Reykjavík- ursögu frá árunum í kringum 1920. Þar segir frá ástum og örlögum tveggja kærustupara og það eru lög og ljóð eins og Ég leitaði blárra blóma, Hanna htla og Þjóðvísa og mörg fleiri sem tvinna þessa örlaga- vefi kærustuparanna. Leikarar og söngvarar eru Amar Jónsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Eggert Þorleifs- son og Oddný Amarsdóttir. Hljóm- hstarmenn em Edward Frederiksen, Sigurður I. Snorrason og Símon Kvaran. Upptöku stjórnaði Gísli Snær Erhngsson. Rió-tríó ásamt „fjallkonunni" sem er þeim til halds og trausts. Stöð 2 á þjóðhátíðardag: Öxar við ána Öxar við ána er blandaður skemmtiþáttur sem veröur að kvöldi 17. júní. Það er Helgi Pétursson sem hefur umsjón með þættinum. Þar mun hann ásamt félögum sínum í Ríó'tríói, Ágústi Atlasyni og Ólafi Þórðarsyni, taka á móti gestum í við- töl og fleira. Verður aht á léttu nót- unum, viðtöl sem og söngur. Inn í þáttinn veröur svo fléttað svip- myndum frá 17. júní hátíðahöldum á árum áður. Meðal gesta Helga má nefna Klemenz Jónsson sem hefur verið í þjóðhátíð- amefnd í 33 ár, Helgu Bachmann sem er ein margra leikkvenna sem hafa túlkað fjallkonuna 17. júní og stúd- entana Guðna Guðmundsson, sem varð stúdent 17. júní 1944, og Jón Gissurarson sem varð stúdent 1929. Þá ræða þeir Helgi og Jónas Krist- jánsson prófessor um orðuveitingar sem er einn af mörgum föstmn hðum í hátíðahöldunum 17. júní. Helgi sagði í stuttu spjalli að niður- staðan af viðtölum í sambandi við hátíðahöldin sautjánda júní væri sú að aht væri rígneglt í fastar skorður og stæði formið á hátíðahöldunum á jafntraustum grunni og Esjan. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.