Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 1
Sjónvarp á laugardag:
Tónleikar í
Rómaborg
í beinni útsendingu
ítalir luma á fleiri stórviðburðum
en tómri knattspyrnu þessa dagana.
Laugardaginn 7. júlí munu sjón-
varpsáhorfendur um víða veröld
geta fylgst með einstökum tónleikum
frá Rómaborg er sjónvarpað verður
um gervihnött í beinni útsendingu.
Flytjendur þetta kvöld verða ekki
af lakara taginu, því þarna verða
saman komnir þrír af frægustu ten-
órum samtímans, þeir José Carreras,
Placido Domingo og Luciano Pava-
rotti, í traustri fylgd hljómsveitar-
stjórans Zubins Mehtas. Hver hinna
þriggja tenóra mun syngja fjögur
verk, ýmist óperuaríur eða sönglög,
en að lyktum sameina stjörnurnar
raddir sínar á sviði hins forna
Therme di Caracalla í Rómaborg og
syngja syrpu þekktustu söngva sinna
er útsett hefur verið sérstaklega af
þessu tilefni.
Tónleikamir standa í eina og hálfa
klukkustund en útsendingin hefst kl.
20.15.
Sjónvarp um helgina:
Bein útsending frá
Wimbledon-mótinu í tennis
Ekkert lát er á beinum útsending-
um Sjónvarpsins. Að undanfömu
hafa HM í knattspymu verið gerð
góð skil en þeirri keppni lýkur á
sunnudag. Um helgina er komið að
tennisáhugamönnum og þeim er
boðið upp á úrslitaleikina í einiiða-
leik karla og kvenna á Wimbledon-
mótinu. Á laugardag kl. 13 er á dag-
skrá úrslitaleikurinn hjá kvenfólk-
inu og á sunnudag, á sama tíma, er
það úrslitaleikurinn í karlaflokki.
Wimbledon-mótið er elsta og virt-
asta tenniskeppni í heimi en það hóf
göngu sína árið 1877. Fyrst í stað léku
eingöngu karlar í þessari keppni en
að fáum árum liðnum var kómið á
fót keppni kvenna. Mótið, sem er
árlegur viðburður, þykir vera nokk-
urs konar óopinber heimsmeistara-
keppni atvinnumanna í tennis og það
þykir mikil upphefð að bera sigur
úr býtum. Á Wimbledon, sem er í
suðurhluta Lundúna, er eingöngu
leikið á grasi og það hefur reynst
mörgum erfitt í gegnum árin.
Keppninnar í ár er beðið með mik-
ilh.eftirvæntingu og ljóst að til mik-
ils er að vinna. Sigurlaunin á
Wimbledon eru ekki neinir smáaur-
ar. Sigurvegarinn í karlaflokki í
fyrra, Boris Becker, fékk tæpar 190
mifljónir í vasann en Steffi Graf, sem
vann í kvennaflokki, fékk aðeins
minna, eða 170 mifijónir. Til saman-
burðar má geta þess að sigurlaunin
árið 1968 voru tæpar 200 þúsund í
karlaflokki og um 75 þúsund í
kvennaflokki.
í fyrra voru það V-Þjóðveijar sem
hrósuðu sigri í báðum þessum flokk-
um. í karlaflokki sigraði Boris Bec-
ker Svíann Stefan Edberg, 6-0, 7-6
og 6-4. Þetta var þriðji sigur Beckers
á þessu móti en árið 1985 varð hann
yngstur manna til að vinna sigur, þá
17 ára og 228 daga gamall. í kvenna-
flokki í fyrra sigraði Steffi Graf Mart-
inu Navratflovu, USA, 6-2, 6-7 og 6-1.
í ár eru margir útkallaðir en aðeins
einn mun hrósa sigri. Líklegastir til
afreka eru Boris Becker, V-Þýska-
landi, Stefan Edberg, Svíþjóð, og Ivan
Lendl, Tékkóslóvakíu í karlaflokki.
En á hæla þeirra koma væntanlega
Mats Wflander, Svíþjóð, Michael
Chang, USA, og Pat Cash, Ástralíu,
en kjaftaskurinn John McEnroe,
USA, hefur þegar verið sleginn út. I
kvennaflokki telst Steffi Graf, V-
Þýskalandi, vera sigurstranglegust
en hún fær örugglega harða keppni
frá sér mun yngri keppendum. Þar
eru fremstar í flokki þær Monica
Seles, 16 ára, Júgóslavíu, og Jennifer
Capriati, 14 ára, USA. Ekki má held-
ur gleyma Martinu Navratilovu,
Boris Becker er yngsti sigurvegar-
inn á Wimbledon en hann hefur þrf-
vegis unnið keppnina og hefur titil
að verja. Simamynd Reuter
USA, sem hefur unnið þessa keppm
átta sinnum.
Þrátt fyrir að Wimbledon-mótið sé
breskt fyrirbæri hefur framganga
heimamanna í þessari keppni verið
afspyrnuslök á undanfórnum árum
og þeir þykja ekki líklegir til stór-
ræðna í ár. Reyndar er það svo að
elstu menn muna vart lengur eftir
því hvæner Breti fór síðast með sigur
af hólmi. Jeremy Bates, sem er núm-
er 96 á heimslistanum, og Monique
Javer, sem er númer 113 á samskon-
ar lista, teljast vera fremstu tenn-
isleikarar Breta og staðsetning
þeirra á heimslistunum segir meira
en mörg orð um styrkleika heima-
manna.
í fyrra voru áhorfendur á þessu
móti um 404 þúsund og áhuginn í ár
er engu minnu þrátt fyrir að HM í
knattspyrnu beri upp á sama tíma.
Útsendingar báða dagana hefjast kl.
13.00 og það getur tekið dágóöa stund
að klára þessa leiki og því til stað-
festingar er rétt aö hafa í huga viður-
eign á þessu móti sem fram fór árið
1969. Þá áttust við þeir RA Gonzales
og C. Pasarell og stóð viðureign
þeirra í fimm klukkustundir og tólf
mínútur.
-GRS
Steffi Graf er aðeins 21 árs en hún fær væntanlega harða keppni frá
mun yngri stúlkum og þá væntanlega þeim Seles og Capriati.
Símamynd Reuter
Pavarotti er einn þriggja stórsöngvara sem fram koma í
útsendingunni frá Rómaborg.
HM í knattspymu:
Enda-
spretturinn
_ *
er hafinn
- úrslitaleikurinn á sunnudag
Heimsmeistarakeppnin í knatt-
spymu er nú senn á enda. Á sunnu-
dag er úrslitaleikur mótsins en á
laugardag verður leikið um 3. sæt-
ið. Tæpur mánuður er síðan keppn-
in hófst og margir svitadropar hafa
fallið frá því boltinn fór að rúlla.
Sjónvarpið verður að venju með
beinar útsendingar frá þessum við-
burðum og hefst útsending báða
dagana kl. 17.45 en stundarfjórö-
ungi síðar hefjast leikimir. Leikur-
inn um 3. sætið verður háður í
Bari en leikvangurinn þar tekur 57
þúsund manns. Vellirnir á Ítalíu
þykja hver öðmm betri enda hefur
gífurlegu fjármagni verið eytt til
að hafa þá sem glæsilegasta. Úr-
slitaleikurinn sjálfur fer fram á
Ólympíuleikvanginum í Róm en
hann tekur 80 þúsund manns. Völl-
urinn í Róm er jafnframt heima-
völlur 1. deildar liðanna AS Roma
og Lazio.
Úrslitaleiksins er beðið með mik-
illi eftirvæntingu en leikurinn um
3. sætið hefur yflrleitt þótt rislíffll
enda leikmenn vart búnir að jafna
sig eftir ósigrana í undanúrsútun-
um. Þegar þetta er skrifað er ekki
ljóst hvað lið leika til úrslita en þau
fjögur lið, sem koma við sögu í
leikjum helgarinnar, era Ítalía, V-
Þýskaland, Argentína og England.
Landsliðeinvaldarnir Bobby Rob-
son og Franz Beckenbauer ætla að
V-Þjóðverjar státa af framúrskar-
andi árangri í heimsmeistara-
keppninni. Simamynd Reuter
láta af störfum eftir þessa keppni
en óvíst er með þá Carlos Bilardo
og Azegilo Vicini. Þeir fjórir leik-
menn, sem koma tfl greina með að
lyfta sigurlaununum, eru ítalinn
Franco Baresi, V-Þjóðverjinn Lot-
har Mattháus, Argentínumaðurinn
Diego Maradona og Englendingur-
inn Terry Butcher. Hver þeirra
hreppir hnossið kemur ekki í ljós
fyrr en laust fyrir klukkan átta á
sunnudagskvöld svo framarlega
sem ekki kemur tfl framlenging og
vítaspymukepnni. -GRS