Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Side 1
 Stöð 2: Ævi VincentVan Gogh - framhaldsmynd í fjórum þáttum Þegar peningaleysi kom i veg fyrir að Van Gogh gæti ráðið til sín fyrir- sætur lét hann sér nægja að mála sjálfsmyndir. Þessa mynd málaöi hann síðla árs árið 1889 eftir mesta átakatímann í Arles, eftir að hann skar af sér eyrað, eins og frægt er orðið. Um þessar mundir seljast myndir eftir Vincent Van Gogh á verði sem ekki á sér neina hliðstaeðu. Skemmst er að minnast þess er jap- anskur kaupsýslumaður keypti myndina, sem Van Gogh málaöi af Gachet lækni, fyrir upphæð sem nemur fimm milljörðum íslenskra króna. Van Gogh bjó sjálfur við sult og seyru allt sitt líf enda seldi hann ekki nema eina mynd í lif- anda lífi og fyrir hana fékk hann 400 belgíska franka eða tæplega 700 íslenskar krónur. í ár er þess minnst að eitt hundr- aö ár eru liðin frá dauða Van Gogh en hann réð sér bana með byssuk- úlu. Á dánardegi listamannsins, 29.júlí, verður sýndur á Stöð 2 fyrsti hluti (af fjórum) nýrrar myndar sem gerð hefur verið um ævi og Ust Van Gogh. Þótt ævi listamanns- ins hafi verið stutt í árum talið eða einungis 37 ár var hún ákaflega Gróf pensilför, sterkar tilfinningar og bjartir litir eru helstu einkenni Van Gogh. viðburðarík. Reyndar það við- burðarík að þættirnir fjórir, sem hver er í klukkustund, ná ekki að spanna allt lífshlaup hans. Þættimir segja sögu Vincents Van Gogh í áratug, frá því í des- ember árið 1881 og allt til dauða hans. Framleiðendur þáttanna ein- blína með öðrum orðum á tímabilið sem Van Gogh fæst við hstsköpun að einhverju marki frá fyrstu al- varlegu tilraunum hans sem teikn- ara þar til hann blómstrar sem full- mótaður hstamaður. í fyrsta þættinum fylgjast áhorf- endur með Van Gogh í Haag en þangað fór hann th þess að komast í kynni við aðra hstamenn og ekki síst til þess að njóta handleiðslu frænda síns, listmálarans Mauve. Áður en Van Gogh fór th Haag hafði ýmislegt gerst í lífi hans sem mótaði sterkan persónuleika hans. Nánast allt sitt hf var hann ákaf- Útikaffihús í Arles. Myndin var máluð í september 1888. lega hrifnæmur og trúr sannfær- ingu sinni en þegar hann fór að efast um stöðu sína kollvarpaði hann lífsmynstri sínu og fór að fást við aðra og óskylda hluti, verkefni sem hann taldi sér samboðin. Van Gogh var hstmunasali og farsæll í starfl. Eftir fyrstu ástar- sorg sína gaf hann velgengnina og framadrauma sína upp á bátinn og lærði til prests. Prestsnámið gaf honum ekki þá lífsfylhngu sem hánn leitaði að og því gerðist hann trúboði. Hann var sendur í kola- námuhéruðin í Borinage þar sem hann boöaði fátækum kolanámu- fjölskyldum kristna trú. Th þess að nálgast fólkið tók hann upp lifs- hætti þess. Hann bjó í kofaskrifli, svaf á hörðu moldargólfinu og klæddist hijúfum strigalufsum að hætti íbúanna í héraðinu. Öll laun hans runnu th hknarmála meðal sóknarbama hans. En háttalag hans átti ekki upp á pallborðið hjá yflrboðurum hans hjá kirkjunni og á endanum var hann rekinn úr þjónustu kirkjunnar. Van Gogh bjó í kolanámuhéruðunum í nokkurn tíma eftir að kirkjan losaði sig viö hann og þar byrjaði hann að teikna. Þótt Van Gogh hafi verið farsæh í starfi listmunasala og hafi boðað trú af miklu offorsi var offorsið enn meira hjá honum sem teiknara og síðar sem málara. Þótt Van Gogh efaðist endrum og sinnum um eigið ágæti var hann ekki í nokkrum vafa um að lífsfyllinguna fengi hann með því að mála. Alla sína ævi lagði hann lag sitt við utan- garðsfólk. Þótt hann væri af virtri og efnaðri ætt fannst honum hann eiga meira sameiginlegt með hinni vinnandi alþýðu. Þetta hugarfar hans kemur vel í ljós í fyrsta þætt- inum um ævi hans því aö þrátt fyr- ir hneykslun annarra hstamanna og fjölskyldu sinnar fer hann að búa með vændiskonu. Þetta hátt- emi hans verður th þess að hluti vina hans og fjölskyldu útskúfar honum en Theo, bróðir hans, held- ur áfram tryggð við hann þrátt fyr- ir að vændiskonan sé fjárhagslegur baggi á þeim bræðrum. Theo hafði mikla trú á bróöur sínum og hélt honum uppi fjárhagslega. Fyrsti hluti framhaldsmyndar- innar um. Van Gogh er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið kl. 21.20, annar hluti á mánudag kl. 22.00, sá þriðji á þriðjudag kl. 22.10 og lokahlutinn er á dagskrá á mið- vikudag kl. 22.15. Sjónvarp á sunnudag: Vegurinn heim legu thliti. Stjómarfar dregur nú æ nú rýmra svigrúm en verða vænt- Nú er öldin önnur eftir þau um- skipti sem orðið hafa í Austur- ríkari dám af lýðræðí Vesturlanda og þeir hstamenn sem áður voru litnir hornauga af yfirvöldum fá anlega að finna sér nýja fótfestu og ný viðfangsefni í breyttu sam- félagi. Meðal þessara hstamanna er Bor- is Grebenshikov, einn frægasti rokktónhstarmaður Sovétríkjanna sem fyrstum slíkra tónlistarmanna var leyft að ferðast, búa og starfa á Vesturlöndum þegar hann undir- ritaði hljómplötusamning við CBS útgáfufyrirtækið í New York árið 1988. Á sunnudag kl. 22.35 sýnir Sjón- varpið enska mynd sem gerð var í fyrra og nefnist Vegurinn heim. Þar er rakin saga þessa einstæða tónhstarmanns og raeðal annars er sýnd upptaka frá tónleikum hans í Leningrad 1988 þar sem Boris lék ásamt hljómsveit sinni Aquarium og tónhstarmönnum frá Vesturl- öndum, þ.á.m. Dave Stewart og Annie Lennox úr Eurythmics og Chrissie Hynde úr Pretenders. -GRS Evrópu undanfarin misseri, bæði í stjórnarfarslegu- og menningar- Sjónvarpið synlr á sunnudagskvöld enska mynd um sovéska tónlistar mannlnn Boris Grebenshikov. Stöð 2 á laugardag: Sagan um Karen Carpenter Ein af myndum Stöðvar 2 á laugar- dagskvöldið er Sagan um Karen Car- penter. Myndin, sem byggð er á sannsögulegum atburðum, segir frá frægri söngkönu sem átti í baráttu við lystarstol (anorexia nervosa) sem að lokum leiddi hana til dauöa. í myndinni segir frá sérstöku sam- bandi systkinanna Richards og Kar- enar en það varð lykilhnn að vel- gengni þeirra seinna meir. í upphafi var það Richard sem krækti í áheymarpróf hjá hljómplötuútgáfu en það var rödd Karenar sem gerði út um það að þau fengu samning. Umrædd hljómplötuútgáfa lagði síð- ar upp laupana og þá lagðist Carpent- er-fjölskyldan á eitt um aö útvega annan hljómplötuútgefanda. Elju- semi fjölskyldunnar bar árangur og fyrir tilstilli Herb Alpert skrifuðu þau undir samning við A&M hljóm- plötuútgáfuna.. Frægðarsóhn skein hátt og systkinin áttu miklum vin- sældum aö fagna. Á þessum tíma fengu þau þó htinn frið fyrir blaða- snápum sem gáfu Karen viðurnefnið Chubby. Karen ákvað aö ef hún ætl- að að verða stjama yrði hún að vera Mitchell Anderson og Cynthia Gibb leika Carpenter-systkinin. tággrönn. Karen fékk þyngd sína á heilann og hóf að svelta sig og þegar hún loks samþykkti að hún væri hjálpar þurfi var það orðið of seint. í helstu hlutverkum em Cynthia Gibb, Mitcheh Anderson og Peter Michael Goetz. Leikstjóri er Joseph Sargent. -GRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.