Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 1
Arekstrar sem auka öryggi
A dögunum var auglýst eftir vitn-
um að árekstri og það sem meira
var: ekki var verið að leita að vitnum
að einhverjum venjulegum árekstri
úti í bæ heldur var verið að setja á
svið árekstur sem á að auka öryggi
í umferðinni.
Hvemig má það vera að sviðsettur
árekstur geti aukið öryggi í umferð-
inni? Svarið er einfalt. Allir bifreiða-
framleiðendur setja á svið árekstra
til að sjá hvemig hægt sé að tryggja
öryggi ökumanna og farþega í slys-
um. Þeir hjá Volvo í Svíþjóð eru þar
engin undantekning og hafa heldur
þótt vera í fararbroddi í slíkum ör-
yggisrannsóknum. Þeir hafa í aukn-
um mæh einnig farið með slíka svið-
setta árekstra út til almennings til
að vekja fólk til umhugsunar um þær
hættur og þá krafta sem leysast úr
læðingi við árekstur.
Það var einn af fyrstu bílunum úr
framleiðslu á Volvo 740 sem var flutt-
ur hingað til lands og átti að klessu-
keyrast af þessu tilefni. Með bílnum
kom hópur tæknimanna frá Volvo-
verksmiðjunum í Gautaborg og var
stjórnandi hópsins hinn gamalreyndi
rallkappi Gunnar Andersen en einn-
ig kom með bílnum Christer
Gustavsson sem stjómar þeirri deild
hjá Volvo sem vinnur úr árekstra-
skýrslum.
Arekstur á 60 kílómetra hraða
Nú var komið að sjálfum árekstrin-
um. Þúsundir „vitna“ höfðu lagt leið
sína að Háskóla íslands en á götunni
þar fyrir framan var búiö að stilla
upp 740-bílnum sem aka átti í klessu
á fimm tonna stálkassa sem stóð á
götunni. Bílnum er fjarstýrt í
árekstrinum en til öryggis kemur
sver stálkapall í veg fyrir að hann
geti sveigt af leið og „forðað“ áresktr-
inum. í bílnum voru „ökumaður" og
„farþegi" - brúður sem sértaklega
eru gerðar til að mæla áhrif árekst-
urs á mannslíkamann - og kosta slík-
ar brúður um fimm mihjónir króna,
enda eru þær notaðar aftur og aftur
í þessum tilgangi.
Nú var allt til reiðu, en tekist hafði
eftir nokkar fortölur að koma for-
vitnum áhorfendum nægilega langt
frá árekstursstaðnum, og bíllinn
lagði af stað. Vegalengdin, sem hann
ekur, er nægileg til þess að koma
honum á 60 kílómetra hraða áður en
hann skellur á stálveggnum. Það var
fróðlegt að sjá hvemig höggið fór
með bílinn. Framendinn krumpaðist
vel saman, afturendinn lyftist lítil-
lega, brúðurnar köstuðust fram í ör-
yggisbeltin og frá vélarrýminu steig
upp lítið gufuský. Allt þetta tók að-
eins sekúndubrot.
Bíll sem beyglast
öruggur bíll?
Christer Gustavsson sagðist oft
vera spurður að því hvort bíll, sem
beyglaðist svona mikið, væri virki-
lega öruggur bíll. Hann sagði að þeir
Eftir höggið stígur upp gufuský frá kæiikerfi bilsins, framendinn er vel krump-
aður en aðrir hlutar bílsins láta lítið á sjá.
Mikið er lagt upp úr þvi við hönnun Volvo að farþegarýmið sleppi óskadd-
að úr árekstri sem þessum og eins að hægt sé að opna allar dyr auðveld-
lega eftir áreskturinn. Hér eru þeir Christer Gustavsson og Gunnar Ander-
sen frá Volvo að skýra út áhrif árekstursins fyrir Valgeiri Guðjónssyni sem
kom upplýsingunum síðan til áhugasamra áhorfenda.
sem spyrðu bentu á móti á stóra
ameríska dreka sem beygluöust
kannski mun minna í árekstrum.
Hann sagði það vera markmið flestra
bílaframleiðenda í dag að vernda far-
þegarýmið eins og hægt væri í
árekstrum en í staðinn yrði að láta
aðra hluta bílsins „gleypa" þá krafta
sem fram kæmu í árekstrinum. Þetta
væri gert meðal annars með því að
hanna „beyglusvæði" í fram- og aft-
urenda bílsins sem tækju við högg-
inu án þess að aflaga farþegarýmið.
Það fyrsta sem þeir félagar, Christ-
er og Gunnar, athuguðu eftir
„áreksturinn" var hvort allar fernar
dyr bílsins opnuðust ekki örugglega,
hvort eldsneyti hefði lekið af bílnum
og hvort rúður væru ekki í sínum
umgjörðum. Þá var loks athugað
hvernig „krumpsvæðin“ hefðu tekið
við högginu, í þessu tilfelli framend-
inn.
Sem dæmi um atriði, sem mikii
vinna hefði farið í að þróa, væri það
hvernig vélarlokið beyglaðist í
árekstri sem þesssum. Það er hannað
á þann veg að það beyglist upp í stað
Hér kemur billinn á 60 kilómetra hraða og fram undan er margra tonna
stálkassi sem taka á við högginu.
100 svona árekstrar á ári
Það kom fram hjá Christer
Gustavsson að í tilraunastöð Volvo
eru framkvæmdir um eitt hundraö
tilraunaárekstrar á ári en auk þess
þrjú til íjögur þúsund árekstrar í
árekstrahermi, eða „crash simulat-
or“, en þar er hægt að hkja eftir að-
stæðum í raunverulegum árekstrum
án þess að eyðileggja heilan bíl í
hvert skipti. Því til viðbótar er rann-
sóknarstöðin með tvo vinnuhópa
sem fara á vettvang og skoða raun-
veruleg slys úti í umferðinni. Þessir
hópar skoða um eitt hundráð slys á
ári. Einnig er safnað skýrslum um
önnur slys þannig að rannsóknar-
stöðin vinnur úr 1.000 til 1.500 slysum
á ári.
Hér er höggið í hámarki: Ökumaður og farþegi, sem i þessu tilfelli voru
tilraunabrúður, kastast fram i öryggisbeltin og hér sést vel hvernig bíllinn
lyftist upp að aftan við höggið.
þess að ganga aftur og á þann hátt
brjóta framrúðuna og skapa hættu
fyrir farþegana. Með slíkri hönnun
væri einmitt verið að stuðla að því
að bílar, sem beygluðust meira, væru
um leið öruggari en aðrir bílar.
Þær raddir hafa heyrst í fjölmiðl-
um að uppákoma af þessu tagi væri
óþarfi. Teljast má þó öruggt að flestir
þeir sem urðu „vitni" að þessum
árekstri eru sér betur meðvitandi um
þá krafta sem leysast úr læðingi þeg-
ar bíll lendir í árekstri á þessum
hraða og haga sínum akstri vonandi
í samræmi við það framvegis. Aft-
anákeyrslur eru með algengasta böli
í umferðinni hér á landi ef tölur um
umferðaróhöpp eru skoðaðar. -JR
Hér sést vel hvernig framendinn krumpast og tekur við högginu, og þá
einkum hvernig hönnun vélarloksins stuðlar að því að það bognar upp í
stað þess að ganga inn í framrúðuna.
TOYOTA
NOTAÐIR BÍLAR
Athugasemd! Bilar með staðgreiðsluverði
eru einnig fáanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu
Toyota bilasölunnar.
; ■ ' iCgií^
Toyota Camry GLi 2000, ’89, ss., 5 Toyota Hi-lux X-cab 2400, ’90, 5 g., dyra, v.rauður, ek. 13.000. V. 2 dyra, rauður, ek. 300. V. 1.570.000 1.750.000. ABS-bremsur, aircondit- stgr. Bensín EFI (nýr bill). ion, cruisecontrol o.fl.
||ÍÍÍi „JliLJ5 j PB^^WÍéiiííT
Subaru STW 1800, ’88, 5 g., 5 dyra l.blár, ek. 41.000. V. 1.060.000. Af- mælistýpa. Daihatsu Charade CS 1000, ’88, 4 g„ 5 dyra, rauður, ek. 46.000. V. 450.000 staðgr.
■
Subaru Justy 4x4 1200, ’89, 5 g„ 3 dyra, grár, ek. 8.000. V. 750.000. Subaru STW 1800, ’87, 5 g„ 5 dyra, l.blár, ek. 59.000. V. 870.000.
Opið laugardaga kl. 12-16
44 1 44 - 44 7 33
TOYOTA
NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI