Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 6
32 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. Bflar x>v Citroén XM V6.24: Tölvustýrt töfrateppi Sennilega hefur engin gamalgróin bílaframleiðsluþjóð sótt sig eins mik- ið á síðustu árum og Frakkar. Citro- én hefur raunar lengi verið framar- lega í flokki framúrstefnubíla og á stundum hefur meira verið lagt upp úr frumleika en hagnýti og endingu á þeim bæ. Síöustu árin hefur áhersl- an hins vegar greinilega verið á hag- nýti og vöruvöndun almennt, upp í alhliða íburð, þægindi og öku- hæfni. Stóri lúxusbíllinn Citroen XM hef- ur hlotið feiknagóðar viðtökur á Evr- ópumarkaði. Hér á landi hefur hann lítið sést ennþá; þó sendu Frakkar hingað tvö eintök af topptýpunni, XM V6.24, nú í sumar til að taka af hon- um auglýsingamyndir við þær frum- stæðu ökuaðstæður sem ísland býð- ur upp á. (Innskot: Samkvæmt upp- lýsingum BT Bilen í Kaupmanna- höfn 2. ágúst 1990 er aöeins einn bíl- vegur á Islandi nokkurn veginn ak- fær, þjóðvegur nr. 1, hringvegurinn, og er þó á honum fjöldi óbrúaðra vatnsfalla.) Tölvutækni og sjálfvirkni -y DV-bílar höfðu þennan tiltekna bíl með höndum eina kvöldstund að afloknu myndastandi. Þar sem hann var aðeins sendur hingað til mynda- töku var minna skeytt um að allt vaéri í honum sem ætlast er til að sé í svona bíl. Þó var allt með sem til þurfti til að aka honum og gera sér grein fyrir eiginleikum hans. Citroen XM hefur áður verið tek- inn til rækilegrar umijöllunar, þegar hann var kynntur blaðamönnum í Frakklandi sem nýr bíll. Það sem hér fer á eftir er því aðeins viðbót og al- mennar lýsingar á lúxusgripnum. Þar má kannski fyrst til taka að tölvutækni og sjálfvirkni almennt er ríkjandi í þessum bíl. Hann er að sjálfsögðu með tölvustýröri innspýt- ingu og kveikjubúnaði sem tryggir hámarks nýtingu undir öllum kring- . umstæðum. Hafi bílnum verið læst, sem auðvitað gerist með fjarlæs- ingu/samlæsingu, þarf ökumaðurinn að opna litla tölvu í gírstokknum og slá inn lykilnúmerið sitt, ella getur hann startað bílnum rafmagnslaus- um án þess að hann fari í gang. Þetta er til þess að óhlutvandir aðilar veigri sér við að reyna að taka grip- inn ófrjálsri hendi - og lykilnúmer- inu getur sá sem kann breytt á auga- bragði ef hann hefur grun um aö „björnebanden" hafi komist aö lykil- númerinu. Eins og eldflaug eða frænka hennar, rennilegur í formunum og greinilega Citroén - XM V6.24. Leður, rafmagn og sjálfvirkni er það sem einkennir þennan bíl útlitslega. Engin skömm að skutlast á honum út í búð - eða að taka á móti vildarvini i Leifsstöð ... Afbragðs fjöðrun Fjöörunin á bílnum er líka tölvu- stýrð, Hydractive, mikil ágætisfjöðr- un sem þeir hjá Citroön eru heldur ekki svo lítið stoltir af. Hún er ýmist stillt á „sport“ eða „auto“ og munur- inn er sá að sé hún stillt á „sport" er hún alltaf hörð og sportleg, en á „auto“ velur bfllinn sjálfur það sem best við á, miðað við veg og ökulag þess sem er við stýrið þá stundina, og bregst við á því broti úr sekúndu svo að eftir að framhjólin hafa farið yfir ójöfnu hefur afturfjöðrunin fengið viðeigandi skflaboð til aö bregðast rétt við þegar afturhjólin koma að sama stað. Enda hlýtur XM að kallast töfrateppi að ferðast á. Rásfestan afbragð á bundnu shtlagi, en á nýhefluðum, lausum íslands- vegi fannst mér bíllinn heldur laus á kostunum. Af því að ekki var ráðrúm til að kanna það mál til hlítar, enda bíllinn ekki til raunverulegs reynslu- aksturs, kenndi ég dekkjunum um það til bráðabirgða. Enn ein tölvan er í hita-, kæUngar- og loftræstikerfi bílsins. Bílstjórinn stillir bara á þá hitagráðu sem hann viU hafa í bílnum og svo ekki orð um það meir. V6 24 ventla Þá er komið að því að fara fáeinum orðum um véhna í bílnum. Hún var svo ný þegar bíllinn var hér á ferð aö ekki voru tiltækar í bæklingum upplýsingar um helstu tölur vélar- innar. En með því að draga nokkuð að skrifa um gripinn hefur þetta skil- að sér. Vélin er sex strokka, V-laga, 3000 cc að rúmtaki með 24 ventlum (fjórum á hverjum strokki) og skilar 200/147 ha/Kw DIN við 6000 sn/mín. Snúningsvægið er ekki af lakari end- HUGSUM FRAM Á VEGINN IM ISÁMÖL A ^wiilVIVh ilixERÐAR anum: 260 Nm v. 3600 sn/mín. Við- bragð veröur kyrrstaða tU 100 km hraöa á 8 sekúndum og hámarks- hraði er uppgefinn við 235 km/klst. Raunar höfum við orð erlendra starfsbræðra fyrir því að raunveru- legur hámarkshraði sé einhvers staðar hinum megin við 250 km/klst. Af skiljanlegum og löggiltum ástæðum var ekki unnt að prófa hugsanlegan hámarkshraða töfra- teppisins hérlendis áðumefnda kvöldstund. Hitt er hægt að votta að viðbragð getur verið mjög öflugt á Exemmbílnum og að fyrrnefnt snún- ingsvægi gefur bílnum ótrúlega seiglu í flestum gírum. Prófunarbíll- inn var handskiptur fimm gíra en vitaskuld á bfll með vél af þessu tagi aö vera sjálfskiptur og ekki annað. Spariklæddur hversdagsbíll Því þegar öllu er á botninn hvolft er Citroen XM ekki sportbíll heldur hversdagsbíll í sparifótum - bíll með mikla ökuhæfni sem gaman er að aka og umgangast. Innréttingin í XM V6.24 er öll úr leðri og næsta fátt sem ekki gengur fyrir rafmagni, meira að segja armhvila milli frammísæta er stillt meö raforku. Þetta er bíll sem unun væri aö fara á í langferðir en er líka þægilegur í stuttum ferðum og venjulegu snatti dagsins. Hann hefur að vísu nokkurn galla, séð með augum launamannsins: Hann er dálítið dýr. Gripur eins og sá sem hér var hafður til leiks kostar einhvers staðar á fimmtu milljón ís- lenskra gullkróna. S.H.H. Skottið opnast upp á gátt og ofan við opið er sérstök innri afturrúða sem verndar fólk og innréttingu fyrir veðri, nema sérstaklega þurfi að lyfta henni líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.