Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 8
34
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990.
Sérstæð sakamál
Hjónaband ríka Englendingsins og
laglegu, bandarísku stúlkunnar
heföi átt að getað orðið gott. En það
stóð þó ekki nema í tvö ár er það
endaði á óhugnanlegan hátt.
Náttúruunndandi
í leit að blómum fann ekki það sem
hann var að leita að þegar hann gekk
út fyrir þjóðveginn A38, nærri borg-
inni Exeter á Englandi.
í staö þess að fmna síðustu rósir
sumarsins rakst hann á uppþornaö,
hótuðlaust lík af ungri konu í rjóðri.
í skelfingu sinni leitaði maðurinn
að næsta stað þar sem hann gat gert
lögreglunni aðvart í síma og þegar
hún var komin á vettvang og hafði
gengið úr skugga um að sá sem
hringt hafði hafði sagt satt var hafin
umfangsmikil rannsókn.
Réttarlæknirinn Robert Kellett var
fenginn til að skoða líkið í þéirri von
að hann myndi geta gengið úr skugga
um af hverjum það var.
Glæpakvendi?
Margt benti í fyrstu til þess að kon-
an, sem gerð hafði verið höfðinu
styttri, hefði verið í tengslum við
undirheimana. Var jafnvel talið að
hún hefði tengst flutningi á eiturlyfj-
um. Klæðnaöur hennar, marokkósk-
ur stuttermabolur og thaílenskar
silkistuttbuxur, bentu til þess.
Ekki varð þó loku fyrir það skotið
að konunni hefði verið rænt en hún
síðan tekin af lífl þar eð lausnargjald-
ið hefði ekki fengist greitt.
Það gerði Kellett og samstarfs-
mönnum hans mjög erfitt fyrir að
höfuðið fannst ekki. Því var tU dæm-
is hvorki hægt að styðjast við ljós-
myndir né leita til tannlækna með
lýsingu á tönnum og tannviðgerðum.
Fingrafór komu og heldur ekki að
gagni í þessu tilviki. Lögreglan hefur
aðeins fingraför afbrotamanna en
látna konan hafði ekki komist í kast
í lögregluna.
Þrjú skot
Kellett varð því að láta sér nægja
að geta sér til um hvernig unga kon-
an hefði týnt lífmu. Ljóst var að skot-
iö hafði verið á hana með veiðiriflli
Móníka Telling.
appelsínusafann um morguninn.
Móníka varð æstari og æstari og
loks sparkaði hún í mann sinn með
támjóum skó. Hann fann afar mikið
til, datt á gólfið og tók að leita að ein-
hveiju sem hann gæti notað til að
styðja sig við.
Við vegginn stóð veiðiriffúl. Mic-
hael hafði, svo sagði hann síðar, aö-
eins hugsað sér að nota riffilinn sem
hækju. En þegar hann var kominn
með hann í hendurnar var sem hann
missti á sér stjórn og nokkrum
augnablikum síðar skaut hann
þremur skotum á Móníku. Hún kast-
aðist upp að vegg og lést samstundis.
Utanvið sig
af skelfingu
Michael Telling stóð í fyrstu sem
lamaður yfir því sem hann hafði gert.
Og skömmu síðar hófst það sem síðar
hefur verið lýst sem undarlegum og
óhugnanlegum atvikum.
í fyrstu bar Michael Móníku inn í
svefnherbergi hennar og lagði hana
á rúmið. Á hverjum degi bar hann
síðan glas með appelsínusafa og
líkjör til eiginkonunnar látnu. Hann
talaði við hana, kyssti á kalt enni
hennar og hélt um stífa fingur henn-
ar. í einhverri örvæntingu, sem er-
fitt hefur reynst aö lýsa, vonaði hann
að hún væri ekki látin.
Þegar dagarnir tóku að líða fór lík-
ið að þorna. Þá flutti hann það í bað-
hús úti í garði og læsti því.
Hálfu ári síðar tók Michael höfuðið
af líkinu, lagði búkinn í bíl sinn og
ók með hann til rjóðursins þar sem
það fannst nokkrum dögum síðar.
Það var ætlun hans að snúa þangað
aftur og grafa líkið en áður en hann
gerði alvöru úr því bar að manninn
sem áður segir frá sem var að leita
sér að blómum.
Leysti frá skjóðunni
Vera má að aldrei hefði orðið ljóst
af hvaöa konu líkiö sem fannst í
rjóðrinu var hefði Michael Telling
ekki sagt ráðskonu sinni frá því sem
gerðist. Hún hafði ekki komið til
starfa hjá honum fyrr en Móníka var
öll. Ráðskonan hafði þegar í stað
samband við lögregluna og er hún
Morgunverður Móníku
af stuttu færi. Tvær kúlur höfðu
hæft hana í brjóstið en sú þriðja í
hálsinn. Ljóst var hins vegar að um
hálft ár var liðið síðan konan hafði
verið myrt.
Þegar lögreglan lét fjölmiðlum í
hendur gögn um málið sneru all-
nokkrir kvæntir menn sér til hennar
með fyrirspurnir. Allir hörfðu þeir
orðið fyrir því að konur þeirra höfðu
horfið sporlaust.
Einn var þó sá sem lét ekki í sér
heyra við þetta tækifæri. Það var
Michael Telling, þrjátíu og þriggja
ára gamall sonur einna auðugustu
hjóna á Bretlandseyjum, Vestey-
hjónanna.
Vesteyfjölskyldan er meðal stærstu
kjötheildsala í heimi og á búgarða í
Suður-Afríku, Kanada, Brasilíu,
Argentínu, á Nýja-Sjálandi og í Ástr-
alíu. Að auki á hún keðju stórversl-
ana og eigið útgerðarfélag sem gerir
út flota kæliskipa.
Fjölskyldufyrirtækið
var stofnað árið 1876 þegar Samuel
Vestey var sendur til Bandaríkjanna
til að kanna aðstæður í vesturríkjun-
um. Hann komst þó aldrei lengra en
til Chicago. Þar undraðist hann hve
mikiö magn af kjöti fór til spillis í
sláturhúsum borgarinnar. Hann
keypti þetta svonefnda úrgangskjöt á
lágu verði og sendi það heim til Eng-
lands þar sem góður markaður var
fyrir það meðal iðnverkafólks.
Á nokkrum árum varð Union Cold
Storage, fyrirtæki Vesteys, risafyrir-
tæki sem teygði arma sína allt til
Rússlands og Kína.
Lambourne House.
Michael Telhng hafði því aldrei
þurft að hafa mikið fyrir lífinu þegar
hann kvæntist Móníku Zumsteg,
dóttur stórbónda frá Santa Rosa í
Kaliforníu. Þau gengu í hjónaband
árið 1981. Tveimur árum síðar hvarf
Móníka og Telling sagði vinum og
kunningjum að hún hefði flust aftur
til Bandaríkjanna og væri hjá for-
eldrum sínum.
Erfið eiginkona
Telling dró ekki dul á að hjóna-
bandið með Móníku hefði verið allt
annað en dans á rósum og það var
ýmsum einnig kunnugt. Hún var
áfengissjúklingur og neytti eitur-
lyfja, auk þess sem hún þjáðist af
vergirni og lagðist með nær hverjum
sem vildi hana.
Morgunverður Móníku var appel-
sínusafi með benediktinerlíkjör.
Fram að hádegisveröi drakk hún svo
flösku af vodka. í viku hverri eyddi
hún verulegu fé í eiturlyf og í garðin-
um ræktaði hún sínar eigin hamp-
jurtir. Og kæmist hún í tæri við þá
karlmenn, sem umgengust þau hjón-
in, reyndi hún að fá flesta þeirra til
að leggjast með sér. Það var því ein-
kennilegt heimilislífið í Lambourne
House í West Wycombe.
Móníku hafði dreymt um að verða
ljósmyndafyrirsæta. Hún var hins
vegar sögð of lágvaxin og í vonbrigð-
um sínum yfir því að vera hafnað
lagðist hún í ofdrykkju, neyslu eitur-
lyfja og kynsvall.
Michael Telling.
TrúðuTelling
Vinir þeirra Tellinghjóna trúðu
Micahel þegar hann sagði að kona
hans hefði snúið heim til Kaliforníu.
Foreldrum hennar fannst sagan þó
ekki trúverðug því þeir höfðu ekki
séð til hennar. Þeir héldu því stöðugt
fram að dóttir þeirra væri enn á
Englandi og á vissan hátt höfðu þeir
rétt fyrir sér.
29. mars 1983, daginn áður en Món-
íka átti að fara til sálfræðings tii
framhaldsrannsóknar, gerðist vof-
veiflegur atburður í Lambourne
House.
Moníka, sem var að vanda orðin
drukkin um hádegisbilið, lenti í rifr-
ildi við mann sinn. Hún ásakaði hann
fyrir að hafa sett of lítiö af líkjör í
kom á vettvang fannst höfuð myrtu
eiginkonunnar í bílskúrnum.
Michael Telling var handtekinn og
ákærður fyrir morð. Þegar réttar-
höldin hófust kallaði verjandi hans
sálfræðinginn John Hamilton sem
vitni.
Hamilton skýrði frá því að Michael
hefði átt erfiða æsku. Hann hefði
orðið fyrir aðkasti í skóla og lifað í
stöðugum ótta við fóður sinn sem var
áfengissjúklingur. Þegar hann var
drukkinn hefði hann gjarnan hlaup-
ið um húsið með samuraisverð og
ógnaði fjölskyldunni.
Hafði reynt sjálfsvíg
Michael hafði á unga aldri nokkr-
um sinnum reynt að ráöa sér bana
með því að hlaupa út á götur þar sem
umferð var mikil.
Verjendur Michaels Telling héldu
því fram að þessi erfiðu æskuár
hefðu í raun verið nóg til að koma
honum úr andlegu jafnvægi en þegar
kona hans hefði gerst áfengis- og eit-
urlyfjasjúklingur og hvað eftir annað
verið honum ótrú og valdið honum
vanda á ýmsan annan hátt hefði
hann greinilega komist úr jafnvægi
og þegar hann hefði skotið konu sína
heföi hann ekki verið með sjálfum
sér.
Kviðdómendur tóku tillit til þess-
ara atriða, á sinn hátt. Þeir neituðu
að að sakfella Michael Telling fyrir
morð en sakfelldu hann aftur á móti
fyrir manndráp. En það var nánast
tæknilegt atriði því þeir dæmdu
hann til þyngstu refsingar, í lífstíðar
fangelsi.
I