Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. Fréttir Sandkom i>v Grundarflörður: Búið að slátra 16000 löxum í Lárósi „Það er búið að slátra um 16000 löxum í hafbeitarstöðinni í Lárósi og við búumst viö að hér verði slátrað um 20.000 löxum i sumar. Sláturlax- inn er ársgamall og hann er að með- altali um 2,5 kg aö þyngd," segir Snorri Kristleifsson í Lárósi. „Við slepptum 300.000 seiðum í fyrra og æth megi ekki reikna með að á milli 7 og 9 prósent þess íjölda skili sér upp í stöðina aftur. Þegar laxinn kemur af hafi gengur hann í gildru fyllta með ferskvatni. Við slátrum tvisvar í viku og þá smölum við laxinum upp í eitt horn- ið á gildrunni. Svo háfum við hann upp og setjum hann í kör þar sem hann er deyfður áður en hann er blóðgaður. Að því loknu er honum látið blæða vel í öðru kari. Hann er síðan látinn í ísvatn og fluttur í Eðal- fisk í Borgarfirði þar sem honum er pakkað," segir Snorri. Það var Jón Sveinsson sem stofn- setti hafbeitarstöðin í Lárósi árið 1964. Fyrstu seiðunum var sleppt ári Það er ársgamall lax sem verið er að slátra og hann er að meðaltali 2,5 kg að þyngd. síðar. Jón rak stöðina þangað til í Húsafelli og Fiskiræktarstöð Vestur- því að auka framleiðslugetu stöðvar- fyrra en þá tók Fiskeldisstöðin á lands hana á leigu og er nú stefnt að innar. -J.Mar Einn heitasti dagur sumarsins í gær: Fötum fækkað og góða skapið allsráðandi Sautján stiga hiti var í höfuðborg- inni í gærdag og heiðskírt en dagur- inn mun vera einn sá besti sem kom- ið hefur sunnanlands á þessu sumri. Þetta kunnu sunnanmenn sannar- lega að notfæra sér og lágu í sólbaði hvar sem færi gafst. Metdagur var í Laugardalslauginni en þar stóð fólk í biðröð til aö komast í kælinguna. í öðrum sundlaugum á höfuðborgar- svæðinu var einnig mannmargt. Fjöldi manns lagði leið sína i Laug- ardalsgarðinn en þar gat varla að líta auðan blett. Léttklætt fjölskyldufólk sat á teppum meö nesti og naut veð- urbliðunnar. Ungbörn spókuðu sig nakin eða á bleyjunni einni. Og eldra fólkið tók sér langan og góðan göngutúr. Fólk hafði á orði að ekki hefði betri dagur gefist til sólbaða 'í sumar og kættust menn yfir að góða veðrið hefði að þessu sinni vahð sér helgi. Þótt allflestir almenningsgarðar í Reykjavík væru vel notaðir í góða veðrinu voru garöar í einkaeign ekki síður mannmargir. Fólk sat alls stað- ar útivið, hvort sem það var á svölum Löng biðröð myndaðist fyrir utan Laugardalslaugina i gærdag og hélst hún allan daginn. Sóldýrkendur notfærðu sér svo sannarlega þennan góða dag þvi enginn veit hvenær annar slíkur gefst hér á landi. eða í görðum. í miðbænum voru foreldrar meö böm sín léttklædd í göngu meðfram Tjörninni og endurnar þurftu ekki að kvarta yfir hungri þennan daginn. Þaö vekur jafnan athygh á slíkum góðviðrisdögum, þegar fólk getur hent af sér jökkum og kápum, að brosiö er á sínum stað. Það var ekki nokkurn fýlupúka að sjá á götum borgarinnar. Blaðamaður og ljósmyndari DV tóku sér ferð á hendur um bæinn og heilsuðu upp á sóldýrkendur og aðra þá sem njóta vildu veðurblíöunnar í gær. Flestir vom sammála um að ef sumarið væri alltaf jafngott og þetta sumar hefur verið væri mun auð- veldara að búa á íslandi. Því miður átti að þykkna eitthvað upp í dag en hitinn verður 10-12 stig á næstu dögum. Aö sögn veðurfræö- ings hjá Veðurstofunni er þó sumarið ekki búið enn og sóldýrkendur fá væntanlega einhverja daga í viðbót til að bæta ht á kroppinn fyrir vetur- inn. -ELA Margt var um manninn í Laugardalsgarðinum og fjölskyldur lágu á teppum með nesti sitt og nutu veðurblíðunnar. Það er ekki algeng sjón hér sunnan- lands aö sjá hálfnakin ungbörn undir beru lofti. Endurnar þurftu ekki að kvarta yfir hungri í gær. Margt var um manninn í miðbæ Reykjavikur, léttklæddir borgarar á öllum aldri. Af ítölskum draumaprinsum Umfátthefur verið meira ræíi en komu ítalskra draumaprinsa ; hingaðtil iands, enda tók kvenþjóöin ís- lenska nánast kollsteypuaf gleöi. Fylltust strætiogtorg - jafnt íaflur- sætum bíla sem húsasundum. Sem fýrr mátti karlpeningur þessa lands sín lítils þegar merrn í einkennis- búningum voru mættir á staðinn. Mátti víða sjá íslenska pilta standa hnípna í hópum á milli þess sem þeir sendu ítölunum tóninn. Lá víst oft við slagsmálum. Sumir piltanna reyndu að hugga sig við það að rifja upp frammistöðu ítalskra hermanna á hðnum öldum en sögufróðir menn telja að þeir hafi ekki unnið orrustu siðan árið 237. Eru frægar sögurnar af ítölum í seinni heimsstyrjöldinni cn þá var sagt um ítölsku skriðdrek- ana að þeir hefðu einn gír áfram en fimm afturábak, svo hratt heföi und- anhaldið verið. Þá varð innrás þeirra í Eþópíu þeim ekki til frægðar þ v£ að þeír áttu lengi í hinum mestu brösum með innfædda sem vopnaðir voru spjótum ogörvum. Öðru máli gegnir með íslensku víkingana sem sigruðu breska heimsveldið með vírklippun- um einum í þorskastríðinu! Bleikir Islendingar Útvarpsmaður- innsnjalh, Jón Arsæl) Þóröar- son.tmettiað sjálf'sögðunið- ut á liafnargari) uiaðkarma málið.Varðþað niðurstaöa hansaðþaö væri sérstak- legahinnbleiki litarháttur íslenskra karla sem eyði- legði möguleika þeirra. Þeir mættu sín einfaldlega lítils gagnvart dökk- um ítölum sem þar að auki hefðu meðiædda kurteisi. Gættí hálfgerðs vonieysis í rödd útvarpsmannsins þegar hann lauk pistli sínum á orðun- um: „Vill einhver elska 45 ára gamlan mann.. Frakkamir komnir Enitalskaskip- iðvarekkifyrr fariðúrhöfn- inníenannar ógnvaldurvar mætturogsá ekki síður kunnurfyrirað heillahjörtu stúlknanna með vandaðri framkomu. Franskt herskip skreið inn £ höfnina á fimmtudaginn og opnaöi að sjálf- sögðu vistarverur sínar fyrir fróð- leiksþyrstum stúlkum. Styrjöld framundan Enkannskiað ekkiséöhvon utifyriris- lenska kari- mennþvíað ilagblaðið Tíminn (sem j hcfúrboðað frjáislyndiog framfarirísjö tuiiiarajsagöi , lesendum sín- um á fóstudaginn að mikii hætta væri á að ísland drægist inn í stríöið við írak. Var að sjálfsðgðu notað sannkallaö stríðsletur við að koma þessum tiðindum á framfieri. Ungir íslenskir piltar í ástarsorg geta því væntanlega skráð sig í herinn og fá þeir vonandi einkennisbúning við hæfi.Væntanlegaþarfaðsiglameð . þá til Iraks til að berjast við arabana og gleðitiðindin koma einmitt þar. Italía er einmitt í leiðinni og hugsast gætí að ítölsku stúlkunum félli bleiki liturinn bara vel í geð. Já, vegir stríðs og ástar eru órannsakanlegir. Umsjón: Siguróur M. Jónsson DV-myndir JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.