Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Page 8
8 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. Utlönd Vestrænar konur f lúðu frá Kúvæt - dulbjuggu sig sem arabískar konur Tíu ára gömul bandarísk telpa, Penelope Nabokov, er nú í faömi fjöl- skyldu sinnar á ný í París eftir að hafa veriö lokuð inni í írak í níu daga. Breska flugvélin, sem telpan ferðaðist í á leið til Indlands, haföi millilent í Kúvætborg, klukkustund áður en írakar gerðu innrás 2. ágúst síðastliðinn. Var telpan á leið til móður sinnar sem var við rannsókn- arstörf á Indlandi. Farþegar flugvélarinnar voru flutt- ir til Bagdad og var Penelope afhent bandaríska sendiráðinu þar. Hún var svo meðal ellefu Bandaríkjamanna sem fengu að fara frá írak til Jórdan- íu. Þaðan flaug hún svo til Parísar í gær. Með svarta blæju fyrir andlitinu og í arabískum klæðum tókst sænskri konu að flýja frá Kúvæt í gær til Saudi-Arabíu ásamt unnusta sínum sem er Kúvætmaður. Þau ferðuðust í tíu bíla lest gegnum eyði- mörkina fram hjá varðstöðvum ír- askra hermanna. Flóttinn tók sólar- hring og óku bílarnir um þúsund kílómetra gegnum eyðimörkina. Var stundum ekið meðfram írösku landamærunum til aö finna leið framhjá varðstöðvunum. Að sögn konunnar, Önnu Rasmusson, voru þau stöðvuð einu sinni er þau óku eftir vegi og þeim snúið við af írösk- um hermönnum í herbílum. Kvaðst Anna hafa dulið andlitið bak við svarta blæju. Alhr aðrir í bílnum hefðu verið Kúvætbúar og hefði her- mennina ekkert grunað. Eftir að hafa verið snúið við keyrðu bílarnir í vest- urátt í eyðimerkursandinum. Auö- veldlega gekk að fá vegabréfsáritun við landamæri Saudi-Arabíu. Anna sagði að írakar hefðu látið greipar sópa um Kúvæt. Sagði hún fjölda langferðabifreiöa með írökum koma til Kúvæt og hefðu þeir fengið leyfi Saddams Hussein íraksforseta til að taka það sem þeir vildu. „Ef þið finnið hús sem er tómt þá takið það,“ er Hussein sagður hafa sagt í sjónvarpi um daginn. Anna sagði að teknar væru sjónvarpsmyndir af írökunum í Kúvæt og þeir sagöir vera Kúvætbúar að hylla forsetann. Tvær aörar konur, bresk og banda- rísk, kváðust hafa dulbúið sig sem arabískar konur og flúið frá Kúvæt til Saudi-Arabíu. Þeim var snúið við þrisvar áður en þær fengu að fara. Áætlað er að fjörutíu Bretum hafi tekist að flýja frá Kúvæt til Saudi- Arabíu frá því að írakar lýstu því yfir á fiumtudaginn að landamærin væru lokuð útlendingum. Reuter og TT Penelope Nabokov, tíu ára gömul, ásamt foreldrum sinum í París. Hún var ein síns lið í flugvél sem millilenti í Kúvæt klukkustundu áður en írakar gerðu innrás. írakar leyfðu henni að fara til Jórdaníu ásamt ellefu öðrum Bandaríkjamönnum. Simamynd Reuter Kúvæskar konur gráta föðurland sitt en rúm vika er síðan írakar réðust inn í Kúvæt. Simamynd Reuter Bandaríkin segjast munu stöðva olíuílutninga íraka: Vaxandi spenna - Hussein segir að Vesturlandabúar rriegi fara Bandarísk stjórnvöld sögðust í gær munu hindra alla olíuflutninga íraka reyni þeir að flytja olíu sína sjóleiðis. írakar brugöust harkalega við og segja að slíkt myndi jafngilda hafn- banni og árás. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fundi meö blaðamönnum að aðgeröir vestrænna skipa á Persaflóa miðuðu að því aö tryggja að viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna yrði framfylgt. Aðspurður hvort það ætti einnig viö um matarsendingar svaraði forset- inn; „Hvað sem er, hvað sem er.“ Baker, bandaríski utanríkisráðher- rann, sagöi að útlagastjóm Kúvæt hefði formlega farið fram á það að efnahagsþvingunum Sameinuðu þjóðanna yrði framfylgt og að það heföi skapað lagalegan grundvöll fyrir því að herskip „kæmu í veg fyrir olíu- og aðra viðskiptaflutninga íraka". Hann kvað bandarísk her- skip reiðubúin til slíks. Hussein að draga í land? Forseti íraks, Saddam Hussein, sagðist í gær reiðubúinn að endur- skoða innlimum Kúvæt ef, á sama tíma og framtíð landsins verður rædd, verði önnur vandamál í Mið- austurlöndum, s.s. hernám ísraela á vesturbakkanum og Gaza-svæðinu og íhlutan Sýrlendinga í Líbanon, einnig tekin fyrir. Bandaríska for- setaembættið vísaði þessari hug- mynd íraska forsetans þegar í stað á bug og ísraelsk stjórnvöld sögðu hana „áróðursbragð". Þá tilkynnti forsetinn einnig að öll- um Vesturlandabúum yrði heimilað að yfirgefa Kúvæt en þúsundir manna, þar af íslendingar, hafa verið lokaðir inni í landinu frá því írak réðist inn í það í byrjun mánaðarins. Utanríkisráðherra íraks segir að fólkið sé hólpið og að því líði vel. Mörgum sem reyndu að fara yfir landamærin var snúið til baka þó að nokkrir hafi komist yfir. í ávarpi til þjóðar sinnar um helg- ina lagði Hussein að henni að herða sultarólina næsta árið, kaupa ekki fatnað og spara við sig á öllum svið- um. Heimildarmenn segja að írakar eigi nægar matarbirgðir til að endast þeim nokkra mánuði. Vesturlandabúi skotinn til bana Bresk yfirvöld hafa varað Breta í Kúvæt við því að reyna að flýja til Saudi-Arabíu í kjölfar þess að bresk- ur ríkisborgari var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja. Breska utanríkisráðuneytiö hefur fordæmt skotárásina en vildi ekki svara því hvort hún kynni að verða kveikjan að hernaðarlegum aðgeröum Breta. Talið er að um þrjú þúsund Bretar séu í Kúvæt. Þúsundir bandarískra og egypskra hermanna eru í varnarstöðu i Saudi- Arabíu. Um fimmtíu bandarísk, bresk, frönsk, áströlsk og kanadísk skip eru á leið til Persaflóa. Þá hefur meirihluti arabaríkja samþykkt aö senda herlið arabaríkja til Saudi- Arabíu. Símamynd Reuter Enn óvíst um fararleyf i Sænska utanríkisráðuneytið hafði snemma í morgun ekki fengið neina formlega staðfestingu frá íröskum yfirvöldum um að útlendingum væri heimilt að yfirgefa Kúvæt. Saddam Hussein íraksforseti sagði meðal annars í sjónvarpsávarpi í gær að allir útlendingar fengju nú að fara frá Kúvæt. Samkvæmt blaðafulltrúa sænska utanríkisráðuneytisins kom það ekki fram í ávarpinu hvort Hussein hefði aðeins átt við þá útlendu stjórnarer- indreka sem írösk yfirvöld vilja að fari úr sendiráðunum í Kúvæt. Það var heldur ekki tilgreint í ávarpinu hvaðan útlendingarnir fengju að fara, Kúvæt eða Stór-írak. írösk yfir- völd innlimuðu Kúvæt í írak í síð- ustu viku. TT Nokkrir Bandarikjamenn komust frá Kúvæt um helgina. Hér má sjá einn þeirra stíga úr langferðabíl í Jórdaníu. Símamynd Reuter Cl A graf i undan stjórn Husseins Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið bandarísku leyniþjónustunni, CIA, fyrirskipun um að grafa undan stjórn Saddam Husseins forseta með öllum tiltækum ráðum nema laun- morði. Þessu skýrir bandaríska tímaritið Newsweek frá í gær. Tímaritið greinir ekki frá heimild- um en segir aö helsta takmark bandaríska flotans í Peraflóa sé aö stööva útbreiðslustefnu Husseins. En undir niðri er takmarkið að koma Hussein frá völdum. Á fóstudag skýrði Los Angeles Time frá því að ónafngreindir emb- ættismenn innan stjórnar Bush hafi sagt að óopinber stefna Bandaríkj- anna sé að tryggja aö Hussein verði steypt af stóli. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.