Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Page 10
10
MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990.
Útlönd
Magellan hringsólar um Venus
Þessi teikning sýnir bandariska geímhnöttfnn Magetian á sporbaug um
Venus. Simamynd Reuter
Bandaríski rannsóknargeimhnötturinn Magellan er nú á braut um-
hverfis dulariullu reikistjörnuna Venus en þar munhann hringsóla næstu
árin. Magellan var skotiö á loft fyrir fiórtán mánuöum og kostaöi 55 milfj-
ónir dollara. Feröalag hnattarins er talið afar mikilvægt, ekki síst í ijósi
þess hvað vísindamenn geta lært um gróöurhúsaáhriön svokölluðu eöa
hækkandi hitastig jaröar og áhrif þess á mannfólkiö og umhverfið. Á
Venus er 482 gráða hiti og sumir vísindamenn telja aö fyrir milljónum
ára hafi gróöurhúsaáhrif leikiö um reikistjömuna. Einn vísindamaður
segir víst að hitann á stjömunni megi rekja til þess aö hitageíslar sólar
hafi „lokast inni“ við yfirborðið, likt og gerist við gróðurhúsaáhrifin.
Venus er kölluð dularfulla reikistjarnan vegna þess að þétt ský hylur
hana alla og hefur reynst vísindamönnun erfitt í skauti þegar þeir hafa
reynt að mynda yfirborð hennar. Nú geta vísindamenn brosaö glatt því
myndir Magellan ættu aö sýna margt sem áður hefur verið hulin ráð-
gáta, s.s. hvort vatn er aö finna á Venus og hvort eldfjöll þar era enn virk.
Frjálslyndir sameinast
Vestur-þýskir frjálslyndir demó-
kratar hafa tekiö forystu í kapp-
hlaupi þýskra stjórnmálailokka
um sameiningu en um helgina
settu þeir á laggirnar ai-þýskan
fiokk áður en sameining þýsku
ríkjanna hefur orðið að veruleika.
Allir 68 þúsund félagar í FDP,
Frjálsum demókrötum, sem eiga
aðild að vestur-þýsku samsteypu-
stjórninni, sameinuöust um 140
þúsund frjálslyndum í Austur-
Þýskalandi. Margir hinna síðar-
nefndu unnu með fyrrum vald-
höfum i Austur-Þýskalandi,
kommúnistum.
Utanríkisráóherra Vestur-Þýska- Kristilegir demókratar Vestur-
iands, Hans-Dietrich Genscher, Þýskalands sem og jafnaðarmenn
ásamt Otto Graf Lambsdorff, for- munu sameinast systurflokkum
ystumanni austur-þýskra fijáls- sínum austan megin á næstu vik-
tyndra. Simamynd Reuter um.
THkynnt um lausn gísls
Neðanjarðarhreyfing Palestínumanna tilkynnti í morgun að svissneskur
hjálparstarfsmaður, sem verið hefur í haldi mannræningja í Líbanon í
tiu mánuði, hefði veriö látinn laus. Talsmaður Rauða krossins, sem gisl-
inn Elio Erriquez starfaði fyrir, gat ekkí staöfest fregnina.
Starfsfélagi Erriquez var látinn laus í Líbanon á miðvikudaginn i síö-
ustu viku og var hann afhentur sýrlenskum hermönnum.
Utanríkisráðherra Sviss, Rene Felber, sagði stjórn sína ekkert vita um
mannræningjana og aö engir samningar hefðu verið gerðir.
Þrengirað Escobar
Gustavo de Jesus Gaviria, til vinstri, ásamt Pablo Escobar.
Símamynd Reuter
WM
Kólumbísk lögregla skaut nýlega til bana þriðja valdamesta mann
Dellín-samtakanna, Gustavo de Jesus Gaviria, og hefur þannig enn þrengt
hringinn um Pablo Escobar, helsta kókaínbarón landsins. Með þessum
aðgerðum lögreglu hefur nýkjörinn forseti landsins, Cesar Gaviria, tekið
viö þar sem forveri hans, Virgilio Barco, hætti og heldur stríðinu við
kókaínbarónana áfram.
Vestrænir stjórnarindrekar segja að látið á Gustavo Gaviria sé citt alvar-
legasta áfall sem fyrir Medellín-samtökin hafi komið síðan í fyrra. Þar
sem Escobar er á fiótta undan lögreglu hafði Gaviria veriö við stjórn.
DV
Líbería:
Doe hættir
við afsögn
Samuel Doe, forseti Líberíu, hyggst
gegna embætti sínu að minnsta kosti
í eitt ár eftir komu vestur-afrískra
friðargæslusveita til landsins. Þetta
tjáði talsmaður líberísku stjórnar-
innar þremur vestrænum frétta-
mönnum í gær.
Fréttamennirnir höfðu verið hand-
teknir, barðir og síðan fluttir til hall-
ar forsetans eftir að hafa gengið á
svæði því í höfuðborginni sem
stjórnin hefur enn yfirráð yfir. Sök-
uöu stjórnarhermenn fréttamennina
um njósnir en slepptu þeim svo.
Talsmaður stjórnarinnar sagði við
fréttamennina að best væri fyrir for-
setann að sitja áfram. Ef hann tæki
þá ákvörðun að hætta yrði blóðbað.
Hermennirnir myndu ganga ber-
serksgang.
Doe hafði áður boðist til aö segja
af sér fyrir árslok til að binda enda
á deilurnar sem hafa snúist í stríð
milli ættbálka. Tveir andstæðir hóp-
ar skæruliða berjast innbyrðist auk
þess sem þeir berjast báðir gegn
stjórnarhermönnum. Sagði talsmaö-
urinn að ef Doe færi frá myndu her-
mennirnir ef til vill taka völdin.
Bætti talsmaðurinn því við að boð
Does um afsögn væri ekki í gildi.
Búist er við að vestur-afrískar frið-
argæslusveitir komi til Liberíu fyrir
lok næstu viku til að reyna að koma
á vopnahléi og undirbúa myndun
bráðabirgðastjórnar.
Fréttamennirnir fengu að sjá fyrr-
um dómsmálaráðherra Líberíu sem
hermenn sögðu hafa særst á hálsi og
í baki eftir skothríð úr bandarískri
þyrlu á fimmtudaginn. Bandarísk
yfirvöld hafa vísað ásökununum um
skothríð á bug. Ráðherrann, sem var
íbúi Monróviu í Líberíu á flótta úr borginni með móður sína á öxlum sér. bundinn, kvaðst hafa staðið við hlið
Þau voru meðal þeirra þúsunda höfuðborgarbúa sem flúið hafa bardagana Does á sjöttu hæð forsetabústaðarins
siðustudaga. Símamynd Reuter þegar hann var skotinn. Reuter
Ógnaröld á Sri Lanka
Vikugamalt bam var meðal þeirra
hundrað tuttugu og sjö óbreyttra
borgara sem skæruliðar á Sri Lanka
myrtu á laugardagskvöldið í þremur
þorpum í héraðinu Eravur.
Að sögn flmmtán ára gamals
drengs ruddust fimmtán vopnaðir
skæruliðar inn á heimili hans og
skipuðu fjölskyldunni að koma út.
Sagðist drengurinn hafa fallið til
jaröar er skæruliðar hófu skothríð
sína en gætt þess aö hreyfa sig ekki.
Drengurinn missti alla fjölskyldu
sína, þar á meðal fimm mánaða
gamla systur. Meðal fórnarlamba
skæruliðanna var einnig móðir sem
var að gefa barni sínu brjóst.
íbúar þorpanna, sem era múham-
eðstrúar, segjast hafa verið vopn-
lausir og ekki getað veitt skærulið-
unum viönám. Alls gerðu skærulið-
arnir, sem fullyrt er að tilheyri
skæraliðasamtökunum tamíltígram,
árásir á tólf stöðum og er talið að
fórnarlömb þeirra hafi alls veriö
hundrað fjörutíu og fjögur. Gerðar
voru hefndarárásir á skæruliða og
létu nokkrir tugir þeirra lífið. Síðast-
liðna tíu daga hafa nær þrjú hundruð
og fimmtíu múhameðstrúarmenn
verið myrtir á Sri Lanka.
Fulltrúi tamíltígra sagði skæruliða
sína ekki hafa átt aðild að árásunum
á múhameðstrúarmennina. Sagði
hann hermenn bera ábyrgð á morð-
unum og hefðu þeir verið að kynda
undir átökum milli múhameðstrúar-
manna og tamíltígra. Skæruliðasam-
tökin vilja eigið ríki fyrir tamíla í
norður- og austurhluta landsins.
Reuter
Mlkhail Gorbatsjov Sovétforseti:
Fordæmir Eistlendinga
Forseti Sovétríkjanna, Mikhail
Gorbatsjov, fordæmdi í gær sam-
þykkt þings Eistlands frá því í fyrri
viku þar sem lýst var yfir að lýðveld-
ið væri ekki lengur hluti af Sovétríkj-
unum. Sagði forsetinn þetta ólöglega
samþykkt og að fyrirskipun sín frá
því í maí þar sem sjálfstæðisyfirlýs-
ing Eistlands var lýst ómerk, væri
enn við lýði.
í yfirlýsingu þings Eistlands er for-
dæming á innlimum lýðveldisins
áriö 1940 ítrekuð. Þá var og sagt að
stjómarskrá Eistlands heföi ekkert
lagagildi í landinu og að í samræmi
viö sjálfstæðisyfirlýsinguna væri
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna. Teikning Lurie
Eistland ekki lengur hluti Sovétríkj-
anna. Öll Eystrasaltsríkin þrjú -
Eistland, Lettland og Litháen - hafa
lýst yfir áformum sínum að segja
skilið við Sovétríkin og eindurheimta
sjálfstæði það er þau nutu á milli-
stríðsárunum. Litháar gengu lengst
Eystrasaltsíbúanna og lýstu yfir taf-
arlausu sjálfstæði. Moskvustjórnin
brást harkalega við og beitti þá refsi-
aðgeröum og neyddi þá þannig til að
fresta gildistöku sjálfsyfirlýsingar-
innar. Þing Eistlands og Lettlands
fóru hægar í sakirnar og sögðust
munu vinna að sjálfstæði í áíöngum.
Reuter