Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Síða 13
MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. 13 Lesendur Stuðmenn greiði vaskinn Anna hringdi: Mér fmnst ég veröi að leggja inn nokkur orð vegna þeirra frétta að hljómsveitin Stuðmenn þurfi ekki að greiða virðisaukaskatt vegna skemmtunarinnar í Húnvaveri um verslunarmannahelgina. - Allar aðrar hljómsveitir virðast þurfa að hlíta þessum ákvæðum - nema Stuömenn. Auðvitað var dansað í Húnaveri eins og annars staðar þar sem danshljómsveitir leika fyrir áheyr- endur. Maður gæti freistast til að hugsa ýmislegt um samband þeirra sýslumannsins þarna fyrir norðan og Stuðmanna þegar svona linlega er tekið á málum þeirra síðar- nefndu. Eru Stuðmenn kannski með ein- hverja sérsamninga við yfirvöld nyrðra? Og hvers eiga aðrir að gjalda sem verða að virða vaskinn hvað sem á dynur? Mér finnst tími Stuðmenn í essinu sínu - með eða án virðisaukaskatts. til kominn að fólk, hvort sem um sitji við sama borð í þessu landi. - ur einhvers staðar. Á það kannski er að ræða einstaklinga eða hópa, Með lögum skal land byggja, stend- ekki við í öllum tilfellum? H vað dvelur orminn langa? Guðmundur Gíslason hringdi: Skyldi Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra og sjálfskipaður sáttasemjari í alheimsmálum ekki vera farinn til að hitta Hussein, for- seta íraks, til aö bjarga heimsmálun- um? - Kannski fengi hann vin sinn, Arafat, með sér! Ekki virðist forsætisráðherrann hafa áhyggjur af gangi mála hér á landi, a.m.k. hefur hann verið undar- lega lítið í íslenskum fjölmiðlum síð- ustu sex til sjö vikurnar, á meðan þjóðin stendur á öndinni yfir útliti efnahagsmála þjóðarinnar, sem komin eru í mikið öngþveiti - ein- göngu vegna verka ríkisstjómarinn- ar. Er lítt skiljanleg þessi hlédrægni forsætisráðherra. Nema hann telji það happasælast að láta sem minnst á sér bera og láta aðilum vinnumark- aðarins eftir björgunaraðgerðir? G.Á. Pétursson hf Ilátfuvéla marltaðuilnn Nútiðinni Faxatem 14. sini 68 55 80 il Ásmundur skrifar: Mér finnst að fréttaflutningur.hjá Sjónvarpinu (RÚV) hafi dalað að und- anfomu, og það verulega. Reyndar finnst mér fréttaflutningur RÚV yfir- leitt vera á undanhaldi eftir tilkomu hinna nýju stöðva, bæði útvarps- stöðvanna og Stöðvar 2. Ég tek t.d. eftir því að í hádegi er ekki eins mik- ill áhugi að hlusta á fréttir Ríkisút- varpsins eftir aö menn geta hlustað á aðalfréttir Bylgjunnar kl. 12 á hádegi. Siðan er það kvöldið. Þá er bæði hægt að hiusta á fréttir aftur á Bylgj- unni kl. 17 og svo aftur kl. 19 á RÚV. Þær fréttir held ég að flestir hiusti nú á af gömlum vana. Þær fréttir eru raunar þær bestu hjá Ríkisútvarpinu. En þegar svo kemur að sjónvarps- fréttum tek ég fréttir Stöðvar 2 fram yfir þær hjá Sjónvarpinu (eða Stöð 1 eins og farið er að skilgreina þá stöð). Fréttir Stöðvar 2 eru miklu líflegri og fjölbreyttari að mínu mati. Það eru áreiðanlega ekki margir nú orðið sem nenna að hlusta og horfa á tvennar sjónvarpsfréttir, kl. 19:19 eða 19:30 á Stöð 2, og svo aftur kl. 20 í Sjónvarpinu. Þó eru alltaf til slíkir fréttahákar að þeir verði að ná öllum fréttum. Veðurfréttir hjá Stöð 2 finnast mér líka mun betri en á Stöö 1. Svo eru það 11-fréttir Sjónvarpsins. Þær eru eiginlega hvorki fugl né fisk- ur eins og þær eru núna. Þetta er kannski ein frétt eða svo sem kemur ný en annars er þetta endurtekning úr fréttum kl. 20. Að kvöldi miðviku- daginn 8. ágúst bjóst ég við að nú myndu koma glænýjar fréttir með myndum frá atburðunum við Kuwait og írak. Ekkert slíkt gerðist og ég varð fyrir miklum vonbrigðum með það. - Ég tel að Sjónvarpið og raunar Ríkisútvarpið ætti að endurskoöa fréttatíma sína enn að nýju. Það gæti hætt hádegisfréttum að fullu, haldiö fréttatímanum kl. 19 eins og hann er og síðan komið með nýjan fréttatíma í sjónvarpi, t.d. kl. 22 eða 23 (11-fréttir) og verið þá með aðalfréttir kvöldsins þegar hægt er að spanna alla heimsbyggðina eftir atburði dagsins. Þetta gæti þess vegna verið klukkutíma þáttur, ásamt fréttaskýringum og viðtölum við innlenda sérfræðinga eða erlenda eftir atvikum. - Þetta er sett fram hér af velvilja við Ríkisútvarpið en ekki sem gagnrýnin eintóm. Illviðráðanlegt illgresi Ragnar skrifar: Ég hef lengi haft áhuga á að fá ráð- leggingar um hvernig megi ráða nið- urlögum ákveðinnar tegundar ill- gresis sem vex hér á landi við ákveð- in skilyrði þar sem jarðvegur er malarkenndur og gljúpur. í kirkjugarði einum suður með sjó vex þessi tegund t.d. vel og veldur mörgum erfiðleikum við að ná burt eða uppræta að fullu. Nánast er sama hve djúpt er stungið til að komast fyrir ræturnar, það er eins og þær hggi þvert og endilangt eftir jarðveg- inum og mjög erfitt að ná hverri plöntu fyrir sig þannig að gagn sé að. Ég er ekki viss um hvað þetta ill- gresi heitir og því tók ég með mér sýnishorn ef þiö gætuð gefið mér ein- hverjar frekari upplýsingar um teg- undina og þá um leið hvemig hægt er að komast fyrir eða uppræta þessa tegund illgresis sem er mörgum ill- viðráöanlegt. - Meö fyrirfram þökk fyrir aðstoðina. Eftir bestu heimildum lesendasíðu DV er umrædd tegund kölluð elfting (nánar tiltekiö klóelfting) og er al- geng tegund villigrass hér á landi. Hún hefur djúpar rætur og „skríð- ur“ mikið í jarðveginum. - Hana er erfitt að uppræta að fullu nema með því að skipta hreinlega um jarðveg eða moldina sem hún hefur hreiðrað um sig í. Ennfremur má vísa á efnið caseron sem fæst t.d. hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Þetta efni eyðir „öllu grænu“ og verður því að um- gangast með gát. Fyrri ráðleggingin er því líklega haldbetri. Hér má sjá illgresistegundina elft- ingu sem bréfritari sendi með bréfi sínu. Thailand Egyptaland 15 dagar Hópferð Kr. 88.700,- 26. ágúst íslenskir fararstjórar Gerið sjáif verðsamanburð ==■ SOLRRFLUC VesturgötuJ2. SjmatJ2n066 og 15331 ■■ ' ' ' ' ' *’■ \ “ t!5L * r——-—i ——— —7 w e i:Q0 ; I * : -e:. ■ - I ss I — I — -= aiff i ELTA-ESC VCR ^025 HQ MYI0BANDSTAKI Á ÓTRÚLEGA LÁGU VERÐI Vegna sérstakra samninga við ELTA í Vestur-Þýskalandi getum við stoltir boðið takmarkað magn ELTA-ESC 8025 HQ myndbandstæki „á ótrúlega lágu verði". • Þráðlaus fjarstýring • 14 daga upptökuminni • HQ hágæða mynd (High Quality VHS) • Hæg-spilun (Slow motion) • Sjálfvirk endurspilun • Kyrrmynd • Mjög hljóðlátt VERÐ AÐEINS sl9r* VISA A BLÁFELL Faxafeni 12, sími 670420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.