Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR13. ÁGÚST 1990.
15
Tilkomumesti stjórnmála-
maður okkar tíma
Þótt allir séu nú sammála um,
aö Margrét Thatcher sé tilkomu-
mesti stjórnmálamaöur okkar
tíma, fylgdu henni hrakspár í upp-
hafi. Ég man enn, þegar helsti hug-
myndafræðingur Sjálfstæöis-
flokksins hristi höfuðið yfir kafii-
bolla í maíbyrjun 1979 og spáöi
því, aö Bretar færu enn lengra til
vinstri eftir stutta og misheppnaða
stjórnartíð hennar.
í nóvember 1980 sá ég mig knúinn
til þess aö mótmæla opinberlega
þætti, sem ríkissjónvarpið sýndi
um „hrun Bretaveldis", en þennan
þátt höföu nokkrir róttæklingar í
Cambridge-háskóla gert. Skömmu
eftir aö ég hafði haldið til náms í
Bretlandi 1981, bað einn yfirmaður
ágæts blaðs, sem ég skrifaði þá fyr-
ir, mig um að fara varlega í dómum
um Thatcher: Ekki væri að vita,
hvort henni tækist ætlunarverk
sitt.
Því varð mér hugsað til þessara
spámanna liðinna ára, að mér barst
fyrir skömmu fróðlegt greinasafn,
Thatcherism, sem Blackwell í Ox-
ford gefur út, en ritstjóri þess er
hagfræðingurinn Robert Skidel-
sky, prófessor í Warwick-háskóla.
Þar reyna nokkrir breskir fræði-
menn, sumir hlynntir Thatcher,
aðrir andvígir henni, að skýra boð-
skap og gildi járnfrúarinnar, sem
Kremlverjar kalla svo.
Laus við sektarkennd
Eins og við var að búast, var ein
skemmtilegasta greinin í safniou
eftir Kenneth Minogue, prófessor í
Lundúna-háskóla, en hann kom til
íslands síðastliðið vor og hélt erindi
á vegum Félagsvísindadeildar um
stefnu Thatcher. Minogue telur, að
Thatcher sé ólík flestum öðrum
vestrænum stjónmálamönnum í
því, að hún er laus við sektar-1
KjaUazinn
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
kennd. Hún leggur áherslu á
ábyrgð einstaklingsins á örlögum
sínum. Með þessu ógnar hún öllum
óánægjuiðnaðinum. Hún ögrar
þeim sjálfskipuðu talsmönnum
ýmissa minnihlutahópa, sem gera
beinlínis út á sektarkennd
áhyggjulausra góðborgara.
Hvað eiga allir þeir, sem lifa góðu
lífi á svonefndri þróunaraðstoð, að
gera, eftir að upp kemst, að valið
er oftast um þróun án aðstoðar
(Hong Kong) og aðstoð án þróunar
(Tansanía)? Það er ekki okkur að
kenna, að hungursneyð er í Eþíó-
píu. Það er stjórnvöldum í landinu
að kenna. Hvað eiga allir þeir, sem
sitja inni á palisanderþiljuðum
skrifstofum verkalýðsfélaga og
ráðstafa hinum digru sjóðum
þeirra, að gera, eftir að upp kemst,
aö lítið sem ekkert samband er á
milli starfs þeirra og raunveru-
legra kjarabóta?
Hayek hafði rétt fyrir sér
Frank Hahn, prófessor í Cam-
bridge-háskóla, selur fróðlega
grein í sumblið. Hahn getur ekki
leynt óbeit sinni á Thatcher, enda
hefur Cambridge-háskóh verið
helsta vígi hrokafullra keynesverja
síðustu fimmtíu árin. En hann við-
urkennir tvennt. Annað er það, aö
helsti lærifaðir Thatcher, Friðrik
von Hayek, hafi haft rétt fyrir sér,
þegar hann hélt því fram í Leiðinni
til ánauöar, að frelsi og lýðræði
gætu aðeins þrifist við frjálst hag-
kerfi, en hlytu að hverfa í mið-
stýrðu skipulagi.
Hitt er, að dreifmg þekkingar
krefjist dreifingar vadds, eins og
Hayek hafi líka haldið fram: Fólk
úti í atvinnulífinu búi yfir miklu
meiri þekkingu en safna megi sam-
an inni á opinberum skrifstofum.
Þótt Hahn viðurkenni þessar tvær
fræðilegu undirstöður Thatcher,
telur hann upp ýmis mál, sem ekki
megi leysa með markaðsviðskipt-
um. Eitt er fiskveiöar. En hér hefur
hann rangt fyrir sér.
Ef eignarréttur er skilgreindur á
varanlegum og seljanlegum afla-
kvótum, þá má sýna fram á, að
full hagkvæmni getur náðst. Rík-
inu er um að kenna, ef þetta gerist
ekki, því að þá hefur þaö vanrækt
þá skyldu sína að skilgreina og
veija eignarréttinn.
Þversagnir í boðskap
Thatcher
í framlagi sínu vekur David Mar-
quand, prófessor í stjórnmálum í
Salford-háskóla, athygli á nokkr-
um þversögnum í stefnu og störf-
um Thatcher. Ein er sú, að frú
Thatcher er hlynnt frjálsum mark-
aði og um leið andvíg sterku ríkis-
valdi. Eigi aö síður beitir hún ríkis-
valdinu til þess að koma fram um-
bótum, berja niður verkalýðsfélög,
leggja niður sveitarfélög undir
stjórn Verkamannaflokksins,
halda uppi aga í skólum, sem rót-
tæklingar hafa lengi ráðið, og svo
framvegis.
Önnur þversögn og skyld þessari
er, aö frú Thatcher talar oft eins
og frjálshyggjumaður. En ólíkt
frjálshyggjumönnum er frúin
fremur íhaldssöm í siöferðilegum
efnum. Hún vill efla fornar dygðir.
Ég hygg, að nokkur sannleiks-
kjarni sé í ábendingum Mar-
quands. En þversagnirnar má
leysa.'
Thatcher er íhaldssamur frjáls-
hyggjumaður: Hún vill sterkt ríkis-
vald en takmarkað. Hún telur að
sterkt siðferðilegt aðhald fari ekki
aöeins saman við frelsi einstakling-
anna, heldur sé því beinlínis nauð-
synlegt. Ég ætti að vera sammála
henni, því að ég skrifaði heila dokt-
orsritgerð til þess aö rökstyðja
þetta!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Margrét Thatcher torsætisráðherra Bretlands. . .ólik flestum öðrum
vestrænum stjórnmálamönnum í þvi, að hún er laus við sektarkennd,"
segir greinarhöfundur meðal annars um ráðherrann.
„Hún leggur áherslu á ábyrgð einstakl-
ingsins á örlögum sínum. Með þessu
ógnar hún öllum óánægjuiðnaðinum.“
Því miður - enn búa ein-
stæðir foreldrar við léleg kjör
Fréttaljós DV föstudaginn 3.
ágúst síðastliöinn hefur vakið
undrun fólks og efasemdir. Annað-
hvort hefur þeim sem þekkja best
til kjara einstæðra foreldra yfirsést
hrapallega og ekki komið auga á
hve ábatasamt er að vera einstæð-
ur með barn eða eitthvað hefur far-
ið úrskeiðis í útreikningi blaða-
manns.
Barneignir í ábataskyni?
Ef blaðamaðurinn er tekinn al-
varlega má ætla að einhleypt fólk
fari að velta því fyrir sér í fullri
alvöru hvort ekki sé rétt fara að
stunda í barneignir í ágóðaskyni.
Sé það rétt að einstætt foreldri
með meðaltekjur beri 80 þúsund
krónum meira úr býtum á ári en
hjón með helmingi hærri tekjur
hlýtur sú hugsun að hvarfla að ein-
hveijum. Galhnn er hins vegar sá
að niðurstaða blaðamannsins er í
engum takt við raunveruleikann.
Forsendurnar standast ekki
Blaðamaðurinn gefur sér for-
sendur sem standast ekki. Hann
notar upplýsingar úr fréttabréfi
Kjararannsóknarnefndar fyrir 1.
ársfjórðung 1990, útg. júlí 1990, án
KjaJIarinn
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
þingkona Kvennalistans
í fréttabréflnu kemur fram að
meðalmánaðarlaun, þ.e. heUdar-
laun með yfirvinnu fyrir fuUt starf,
á 1. ársfjórðungi 1990 séu 93.589
krónur. Þetta eru meðallaun eftir-
talinna stétta: verkafólks, iðnaðar-
manna, afgreiðslufólks og skrif-
stofufólks. Kjararannsóknarnefnd
skiptir þessum stéttum eftir kyni,
nema iðnaðarmönnum sem eru að
stærstum hluta karlar, skv. skil-
greiningu á bls. 13 í fréttabréfinu.
Þá kemur í ljós að meðallaun
kvenna á umræddu tímabili eru
mun lægri en meðallaun karla.
Kvennastéttirnar eru með 75.651
krónu í meðallaun en ekki liðlega
93 þúsund krónur eins og blaða-
maðurinn taidi. Karlastéttirnar
voru hins vegar með 109.845 krónur
í meðallaun. Þarna skakkar liðlega
34 þúsund krónum eftir kynjum.
„Fjöldi fólks trúir því 1 alvöru að ein
stæðar mæður lifl lúxuslífi á kostnað
samfélagsins. Staðreyndirnar sýna
annað og þær verður að fara rétt með.“
þess að gefa því gaum hvort upplýs- Hverjir eru einstæðir
ingarnar eiga við þann hóp sem foreldrar? - Konur!
hann er að lýsa. Þessi vinnubrögð gefa mjög
ranga mynd af staðreyndum vegna
þess að langflestir einstæðir for-
eldrar eru konur, ekki karlar! Kon-
ur voru 93,4% einstæðra foreldra
þann 1. desember sl„ karlar 6,6.%
(Hagtíðindi. Desember 1989). Þess
vegna er út í hött að miða við með-
allaun beggja kynja, heldur ættu
meðallaun kvenna að vega um 93%
í dæmi blaðamannsins og laun
karla um 7%.
Á þann hátt verða meðallaunin
um 78 þúsund krónur en ekki 93
þúsund krónur. Hálf er ég hrædd
um að blaðamaðurinn þurfi að
reikna dæmið sitt upp á nýtt og
kynna niðurstöður sem eru nær
raunveruleikanum en þær sem
bornar voru á borð þann 3. ágúst
síðastliðinn.
Ekki öll sagan sögð
Enn er ýmislegt sem taka þyrfti
inn í þetta dæmi. Mjög hæpið er
að gera ráð fyrir að einstæðir for-
eldrar geti unnið eins mikla yfir-
vinnu og hjón. Yfirvinna kostar
meiri barnagæslu og þar með auk-
in útgjöld. Það er ekki tekið með í
þessa útreikninga.
Ef aðeins er miðað við dagvinnu-
laun á mánuði fyrsta ársfjórðung
1990 kemur í ljós áð þá voru meðal-
dagvinnulaun kvenna í fyrrgreind-
um starfsgreinum u.þ.b. 60 þúsund
krónur en dagvinnulaun karla um
83 þúsund krónur, skv. fréttabréfi
kjararannsóknarnefndar.
Þessar skekkjur eru meira en
einfalt reikningsdæmi. Þær eru
skoðanamyndandi. Fjöldi fólks trú-
ir því í alvöru að einstæðar mæður
lifi lúxuslífi á kostnað samfélags-
ins. Staöreyndirnar sýna annað og
þær verður að fara rétt með. ‘
Venjulegt íslenskt barnafólk er
ekkert of sælt af sínum kjörum
þótt fyrirvinnurnar séu tvær. En
ranghugmyndir um kjör einstæðra
foreldra bæta þau ekki, heldur
öflug launabarátta og hana þarf að
endurreisa í íslensku samfélagi.
Mannsæmandi laun fyrir dagvinnu
minnka þörf á bótum og þar með
útgjöld ríkis og sveitarfélaga.
Nauðsyn er á að snúa sér að þeirri
baráttu, ekki síst á þeim tímum
þegar fijálsir kjarsamningar eru
brotnir með lögum, og vinna að
bættum kjörum allra.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
)