Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Page 23
MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. 31 dv Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ÚTSALA Á TJÖLDbM Dúndurútsala á tjöldum, nýjum og not- uðum. Hústjöld og tjöld með fortjöld- um. Aðeins í stuttan tíma. Sportleigan við Umferðarmiðstöðina, símar 91-13072 og 91-19800. ■ Verslun Speglar, lampar og skrautmunir. TM-Kúsgögn, Síðumúla 30, s. 686822. Opið allar helgar. Konur, karlar og hjónatólk. Við leggjum áherslu á yndislegra og fjölbreyttara kynlíf, höfum geysilegt úrval af hjálp- artækjum ástarlífsins f. dömur og herra. Einnig úrval af æðislegum nær- fatnaði á frábæru verði á dömur og herra. Verið velkomin, sjón er sögu ríkari, ath. póstkr. dulnefnd. Opið 10-18 virka daga og 10-14 laugard. Erum á Grundarstíg 2 (gengið inn frá Spítalastíg), sími 14448. Otto-vetrarlistinn. Allar nýjustu tísku- línurnar, stærðir fyrir alla, líka yfir- stærðir. Verð kr. 350 + burðargj. Verslunin Fell, sími 666375. Dráttarbeisli - Kerrur Tl Dráttarbeisli, kerrur. Framleiðum allar gerðir af kerrum og vögnum. Original (I.S.Ó.) staðall dráttarbeisli á allar teg. bíla. Áratugareynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna. Hásingar 500 kg - 20 tonn, með eða án bremsa. Ódýrar hestakerrur og sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt. Víkurvagnar, Dal- brekku, símar 91-43911, 45270. Úrval ■ Sumarbústaðir Sveitasetur við sjó. Til sölu vegna land- flótta: Vesturbraut 16, Grindavík. Laglegt 4ra herb. hús, umlukt tjörnum og túnum. Heitur pottur og 30 m2 kjallarageymsla fylgja húsinu. Til sýnis um helgar í ágúst. Uppl. í síma 91-19424. ■ Viimuvélar • Gröfuþjónusta. Bragi Bragason, sími 651571, bílasími 985-31427. Grafa með opnanlegri fram- skóflu og skotbómu. Vinn einnig á kvöldin og um helgar. ■ Bílar til sölu Til sölu er þessi Ford Econoline 250 Club Wagon 6,9 dísil, 6 dyra með gluggum og sætum, ásamt Econoline 350 dísil, árg. ’85, með gluggum en án sæta, Econoline 150, árg. ’81, stuttur með sætum og klæddur, Econoline 150, stuttur, 6 dyra, árg. ’87, með beinni innsp., Cargo. Til sýnis og sölu hjá Bílasölu Matthíasar, v/Miklatorg, þar sem viðskiptin fara fram, símar 91-24540 og 19079. Einn með öllu. Til sölu Wagoneer 1972, nýskoðaður, ARB loftlæsingar, lækk- uð drif 4,56:1, 36" radial mudder dekk og 12" felgur, 5 gíra New Process kassi með lágum fyrsta, vél 258 cid., Warn rafmagnsspil o.íl., mjög gott boddí, heil afturhurð. Verð 790 þús. Uppl. í síma 91-38829. Audi 100, árg. ’86, til sölu, verð 850.000. Upplýsingar í síma 91-626423. Blazer S-10 Sport 4x4, árg. ’87, Tahoe týpa með sóllúgu, varadekksgrind, lit- uðu gleri, rafmagnsrúðum og læsing- um, ný dekk og demparar. Verð 1.800 þús. Uppl. í síma 91-42990. Þaö er þetta með Á bilið milli bíla... MMC L-300 4WD '88, blár/hvítur, 5 gíra, vökvastýri, ek. 51 þús. km, rafdr. rúð- ur, sæti fyrir 8, útv./segulb., dráttar- kúla, 30" dekk, vel með farinn bíll, skipti á ódýrari, t.d. 4WD station bíl. Frekari uppl. í síma 91-624205. Daihatsu Charade TX ’88, svartur, ek- inn 24 þús. km, 5 gíra, verð 540 þús., bein sala. Uppl. í síma 91-18374. MMC Galant 2000 GLSi ;89 til sölu, ekinn 19 þús., rafmagn í rúðum, centr- allæsingar, 5 gíra, verð 1200 þús. Uppl. í síma 91-650019 milli kl. 20 og 22. Ýmislegt Peugeot 505 GR dísil '83, Famelyale, 5 gíra, 7 manna. með mæli. Einn besti ferðabíll sem völ er á. Eingöngu ekið á varanlegum vegum. Ósligaður vagn, duglegur í ófærð, með tregðulæsingu á drifi. Nýsprautaður, grænn, áfalla- laus, engar ryðskemmdir, skoðaður ’91, ný númer. Uppl. á Bílasölu Hafn- arfjarðar, sími 91-652930. AMC Willys ’84 til sölu, 360 cin, 4ra hólfa, sjálfskiptur, læstur að framan og aftan, 36" dekk, 12" krómfelgur. Uppl. í síma 91-674039 e.kl. 19.30. Jeppakeppni björgunarsveitarinnar Stakkur verður haldin 25. ágúst í landi Hrauns í Grindavík. Keppendur skrái sig í síma 92-15050 á daginn og 92-14376 e. kl. 19 fyrir 19. ágúst. _________________________Meiming Tært og gruggugt Strangflatarlist er fullkomlega óhlutbundin myndlist sem skírskotar í engu til þess hlutlæga veruleika sem við hrærumst í heldur semur sinn eigin veruleika. Einlita og órofa litfletir hennar, beinar línur og níutíu gráðu horn, eru hluti af því myndmáli sem meinlætamenn endurvekja með reglulegu millibili til að losa nútímalistir við ýmsan farangur sem þeir telja þeim óviðkomandi, svo sem tilfinningadýrkun og frásagnargleði. Þrjú viðhorf hafa framar öðru einkennt þróunarfer- il strangflatarlistar. Upphafsmenn hennar, til dæmis Malevitsj í Rússl- andi, litu á hana sem ímynd æðri veruleika og andlegra vídda. Þar á Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson eftir komu þeir De Stijl-menn í Niðurlöndum, Mondrian, Doesburg o.íl., sem töldu hana fyrirboða þjóðfélagslegrar endurnýjunar en eftir síðari heimsstyrjöld varð fagurfræðin og formalisminn ofan á. Strangflatarmálarar víða um heim, þar á meðal hér á íslandi, ein- beittu sér að því að skapa sér sjálfstæða myndveröld, uppfulla með samræmdum formum og litum. Kórrétt Það er þessi tegund strangflatarlistar, blönduð nýjungagirni og vangaveltum úr miðlunar- og merkjafræðum, sem er helsti bakhjarl strangflatarlistar hinnar nýju, svokallaðrar neó-geó. Ekki veit ég hvort neó-geó er enn til umræðu á alþjóðlegum listvettvangi. Alltént virðist sú stefna setja mark sitt á myndlist ungrar listakonu, Þórunnar Hjart- ardóttur, sem nú sýnir sjö málverk í Gallerí einn einn við Skólavörðu- stíg. Hluti þessara verka, til dæmis nr. 6 & 7 (Nafnlaus & Endur- gerð), eru mjög í anda hinnar „tæru“ og „sígildu” strangflatarstefnu. Allt er þar kórrétt, litfletir einlita og gegnheilir og línur eftir reglu- stikunni. Sem slík eru verkin óaðfinnanleg en láta ekki uppi einkaleg viðhorf. Tvíbent Tvö önnur verk, nr. 3 & 5, sverja sig hins vegar í ætt við „grugg- aða“ ný-strangflatarlist en þar eru litfletir gróft málaðir, yrjóttir og ekki skýrt aðgreindir. Þannig verða verkin tvíbent, minna á forsend- ur strangflatarlistar en bjóða þeim um leið birginn. Loks er á sýningunni eitt óreglulega lagað verk, nr. 1, sem ættað er úr heimi merkjafræðinnar, og lætur allt uppi við fyrstu sýn. Þórunn er sem sagt með fleira en eitt járn í eldi strangflatarlistarinnar og verður forvitnilegt að fylgjast með rannsóknarvinnu hennar á næstu árum. Smáauglýsingar - Sími 27022 Líkamsrækt Hlaupabrautir. Vorum að fá vandaðar hlaupabrautir, vel búnar mælum. Verð frá kr. 29.760. Hreysti hf„ Skeif- an 19, sími 91-681717. WB-pressubekkur m/fótataki og vinyl lyftingarsett, með pressubekk og lyft- ingarsett er nánast hægt að þjálfa alla vöðva líkamans. 3ja mán. æfingakerfi með 42 æfingum fylgir. Verð frá kr. 15.680. Hreysti hf, Skeifan 19, sími 91-681717. C-20 þrekhjól er sérstaklega lett og meðfærilegt, búið tölvumæli sem sýnir kaloríubrennslu, hraða, tíma og veg- lengd. Vegna plássleysis á lager bjóð- um við nú takmarkað magn af þessum frábæru hjólum á kostnaðarv. kr. 9.900. Hreysti hf, Skeifan 19, s. 91- 681717. brosum/ og w alltgéngurbetur BÍLASPRAUTUN ÉTTINGAR Varmi Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 ■ ■ n Ll 111 ■ I ■ I » I IMIMIIHI.III .....II II I I 1 I I I I l-I Þú færð myndirnar á 60 mínútum Opnum kl. 8.30 prTTTl ■ ■ ■ ■ mnnimumBRiiHiíin LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Lauqaveqi 178 - Sími 68-58-11 (næsta hús við Siónvarpið) 111■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.