Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Qupperneq 26
34
MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990.
Afmæli
DV
Rannveig Ivarsdóttir
.^..1«"
Rannveig ívarsdóttir, starfsstúlka á
skóladagheimili, Valhúsabraut 11,
Seltjarnamesi, er fertug í dag.
Rannveig fæddist á Patreksfiröi
en ólst upp í Reykjavík. Hún varð
gagnfræðingur í Gagnfræðaskólan-
um við Réttarholt 1967 og var í Hús-
mæðraskólanum á Varmalandi í
Borgarfiröi 1968-1969. Rannveig
vann hjá Pósti og síma yfir sumar-
tímann 1967-1969, í fullu starfi 1.
júlí 1970-1979 og í hlutastarfi til
1986. Nú starfar hún á Skóladag-
heimili Mýrarhúsaskóla. Rannveig
söng með Skagfirsku söngsveitinni
í sex ár og með Selkórnum í tvö ár.
Rannveig giftist 24. mars 1979 Otta
Kristinssyni. Otti er fæddur 14. jan-
úar 1947 og er verslunarmaður. For-
eldrar Otta voru: Kristinn Ottason,
f. 30 .júní 1899, d. 4. febrúar 1980,
bátasmiöur í Reykjavík, ættaður úr
Engey og kona hans, Guðlaug Ei-
ríksdóttir, f. 17. maí 1914, d. 2. nóv-
ember 1985, ættuð úr Kjós. Otti á
eina systur, Hönnu, f. 3. ágúst 1933,
og er hún gift Hilmari Gestssyni og
eigaþauþrjúbörn.
Rannveig átti eina dóttur fyrir
hjónaband: Lilju, f. 8. apríl 1972,
nemandi í Kvennaskólanum í
Reykjavík, faðir hennar er Kjartan
Sigurgeirsson. Börn Rannveigar og
Otta eru: Guðlaug Gígja, f. 10. júlí
1979; Kristinn, f. 12. ágúst 1981; og
ívar Már, f. 27. september 1985.
Systkini Rannveigar eru: Helgi, f.
19. mars 1948, slökkvilisstjóri í
Hafnarfirði, kvæntur Jónínu Stein-
grímsdóttur, f. 26. júlí 1947, og eiga
þau þrjú börn, Pálínu Dögg, ívar og
Telmu Hlín; og Guðbjörg, f. 22. apríl
1963, hárgreiðslukona í Reykjavík,
ógift en á eina dóttur, Andreu Jens-
dóttur.
Foreldrar Rannveigar voru: ívar
Helgason, f. 30. mai 1922, d. 15. maí
1989, fulltrúi hjá Pósti og síma, og
kona hans, Lilja Ingimundardóttir,
f. 26. desember 1924. ívar var sonur
Helga, f. 19. febrúar 1888, d. 8. ágúst
1988, fiskmatsmanns í Reykjavík,
ívarssonar og konu hans, Rann-
veigar Jónsdóttur, f. 10. mars 1892,
d. 23. október 1965. Helgi var sonur
ívars, verslunarmanns í Hafnar-
firði, Helgasonar, Ólafssonar rauða
Guðmundssonar, b. og læknis í Hell-
isholtum, bróður Margrétar, móður
Magnúsar Andréssonar alþingis-
manns í Syðra-Langholti. Móðir
Guðmundar var Marin Guðmunds-
dóttir, b. á Kópsvatni, Þorsteinsson-
ar, ættföður Kópsvatnsættarinnar.
Móðir Helga ívarssonar var Þóra
Bjarnadóttir, verslunarmanns í
Hafnarfirði, Oddssonar, sjómanns í
Oddsbæ í Hafnarfirði, Nikulásson-
ar. Móðir Odds var Kristín Þor-
steinsdóttir, b. og smiðs á Vatns-
skarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar
og konu hans, Karítasar Jónsdóttur,
klausturhaldara og guðfræðings á
Reynistað, Vigfússonar. Móðir Þóru
var Margrét Friðriksdóttir Welding,
beykis í Hafnarfirði, Kristjánssonar
Welding, verslunarmanns í Hafnar-
firði, ættföður Weldingættarinnar.
Lilja fæddist á Barðaströnd og er
dóttir Guðbjargar Jóhannesdóttur,
Rannveig Ivarsdóttir.
f. 23. október 1887, d. 1962, og Ingi-
mundar Jóhannessonar, b. í Ystu-
Tungu í Tálknaflrði, f. 3. mars 1895,
d. 8. apríl 1973.
Trausti Guðjónsson
Trausti Guðjónsson húsasmíða-
meistari, Ásbraut 13, Kópavogi, er
sjötíu og fimm ára í dag.
Trausti fæddist í Vestmannaeyj-
um og ólst þar upp. Hann byrjaði
ungur til sjós hjá fóður sínum á m/b
Mýrdæhngi VE-283 og var þá vél-
stjóri. Síðan starfaði hann í mörg
ár í slipp Ársæls Sveinssonar í Vest-
mannaeyjum. Trausti hóf trésmíða-
nám hjá Þorsteini Sigurðssyni í
Blátindi 1948 og vann við að reisa
Fiskiðjuna hf. frá upphafi. Hann
flutti með alla fjölskylduna frá Vest-
mannaeyjum 1964 að Ásbraut 13,
Kópavogi. Trausti starfaði í nokkur
ár við uppbyggingu útibúa Lands-
banka íslands en starfaði síðan hjá
Sigurði Elíassyni í Kópavogi þar til
hann hætti störfum 67 ára.
Trausti giftist 13. ágúst 1938 Ragn-
heiði Jónsdóftur, f. 12. október 1917,
húsmóður og saumakonu. Ragn-
heiður er dóttir Jóns Theódórssonar
skrautskrifara og konu hans, Elínar
Magnúsdóttur frá Brekku í Gils-
firði.
Trausti og Ragnheiður eiga sjö
börn. Þau eru: Halldóra, ljósmóðir
í Reykjavík; Guðjón, vélvirkjameist-
ari í Kópavogi; Kornelíus, trésmíða-
meistari í Reykjavík; Símon Eðvald,
bóndi á Ketu, Hegranesi, Skagafirði;
Sólveig, sjúkrahði í Reykjavík;
Vörður Levi, forstöðumaður Hvíta-
sunnusafnaðarins á Akureyri, og
Guðrún Ingveldur, sjúkrahði í Vest-
mannaeyjum.
Systkini Trausta voru tíu en ein
stúlka, Rebekka, lést ung að árum.
Hin systkinin eru: íngólfur, Guð-
björg, Auður, Haraldur, Elísabet,
Anna, Óskar, Ester og Hafliði.
Foreldrar Trausta voru Guðjón
Hafliðason, f. 8. júní 1889, d. 13. júlí
1963, skipstjóri, og kona hans, Hall-
dóra Þórólfsdóttir frá Hólmaseli í
Gaulverjabæjarhreppi, f. 10. júlí
1893, d. 10. janúar 1985. Þau voru
búsett í Skaftafelli í Vestmannaeyj-
um. Guðjón var sonur Hafliöa, b. í
Fjósum í Mýrdal, Narfasonar, b. í
Dalskoti, Jónssonar. Móðir Guðjóns
var Guðbjörg Jónsdóttir, b. í Breiðu-
hlíð, Arnoddssonar. Móðir Jóns var
Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Hvoli í
Mýrdal, Eyjólfssonar og konu hans,
Elínar Sæmundsdóttur. Móðir Guð-
bjargar var Katrín Einarsdóttir, b.
á Hlunkubökkum, Þorsteinssonar
Trausti Guðjónsson.
og konu hans, Guðlaugar, systur
Þórunnar, ömmu Jóhannesar
Kjarval. Guðlaug var dóttir Jóns,
b. og hreppstjóra á Kirkjubæjar-
klaustri, Magnússonar og konu
hans, Guðríðar Oddsdóttur.
Trausti verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Guðrún Esther Ámadóttir
Guðrún Esther Árnadóttir, ritari í
Varmárskóla, Byggðarholti 8, Mos-
fellsbæ, er fimmtug í dag.
Guðrún fæddist á Gróttu á Sel-
tjarnamesi. Hún ólst þar upp, svo
og í Bygggarði í Valhúsum. Guðrún
er gagnfræðingur frá Gagnfræða-
skóla verknáms. Hún vann öll sum-
ur á meðan hún var í skóla í ís-
birninum. Hún vann á Þjóðviljanum
í fjögur ár eða allt þar til hún flutti
í Mosfellshæ fyrir þrettán ámm.
Guðrún var formaður Starfsmanna-
félags Mosfellsbæjar í eitt ár. Hún
er virkur félagi í Leikfélagi Mos-
fellssveitar og hefur lengst af verið
í stjórn leikfélagsins. Guðrún er
varaformaður Norræna félagsins í
Mosfellsbæ og í Soroptimistaklúbbi
Kjalarness.
Guðrún er gift Jóni Hauki Bald-
vinssyni rannsóknarmanni, f. 25.
apríl 1938. Foreldrar hans vom
Baldvin Jónsson, f. 26. október 1905,
d. 6. febrúar 1988, og Guðborg Guð-
mundsdóttir, f. 22. október 1909, d.
13. september 1980. Börn Guðrúnar
og Jóns Hauks eru: Baldvin Arni,
f. 23. október 1961, iðnnemi, kona
hans er Súsanna Þorvaldsdóttir, f.
9. janúar 1965, bankamaður, og son-
•ur þeirra er Jón Atli; Guðný María,
f. 30. september 1967, nemi, unnusti
hennar er Þór Hauksson, f. 11. jan-
úar 1965, tölvunarfræðingur; og
Hjörleifur Örn, f. 22. september 1972,
nemi.
Sy stkini Guðrúnar em: Elías
Hilmar, f. 25. nóvember 1935, bif-
reiðarstjóri, kona hans er Steinvör
Sigurðardóttir, f. 27. maí 1942;
Gunnlaugur Örn, f. 15. febrúar 1939,
rannsóknarmaður, kona hans er
Sólveig Helgadóttir, f. 21. mars 1941;
Ólafur Jón, f. 21. júní 1945, bifvéla-
virki, giftur Þórunni Berndsen, f. 9.
janúar 1949; Ómar Þór, f. 9. nóvemb-
er 1950, verkstjóri, giftur Margréti
Pétursdóttur, f. 5. apríl 1955; og
Svanhildur Ágústa, f. 25. október
1955, sölumaður, gift Jóni Baldvini
Halldórssyni, f. 4. október 1955.
Faðir Guðrúnar er Ámi Elíasson,
f. 12. október 1904, ellilifeyrisþegi.
Guðrún Esther Arnadóttir.
Móðir Guðrúnar er Fanney Gunn-
laugsdóttir, f. 7. september 1914, elli-
lífeyrisþegi. Þau bjuggu á Seltjarn-
arnesi, meðal annars í Gróttu og
Valhúsi, en búa nú í Furugerði í
Reykjavík.
Guðrún verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir, fyrrverandi
verkakona, áður til heimihs að Urð-
arstíg 6, Hafnarfirði, nú til heimilis
að Hjúkranarheimilinu Sólvangi,
verður níutíu ára í dag.
Guðrún fæddist í Hafnarfirði og
hefur allan sinn aldur búið þar.
Árið 1923 giftist Guðrún Sæmundi
Sigurðssyni verkamanni, f. 4. febrú-
ar 1894, d. 1945. Þau hjónin eignuð-
ust fjögur böm. Þau em: Guðrún
Margrét, f. 16. apríl 1925, d. 11. jan-
úar 1949; Sigurbjörg, f. 24. september
1928; Erlendur, f. 11. maí 1931, og
Þórir, f. 7. nóvember 1935.
Foreldrar Guðrúnar vom Jón Er-
lendsson sjómaður, f. 24. september
1850, d. 20. febrúar 1929, og Guðrún
Gunnarsdóttir verkakona, f. 24.
apríl 1860, d. 19. október 1952.
Guðrún tekur á móti gestum að
heimili dótturdóttur sinnar að
Flókagötu 69, Reykjavík, á afmæhs-
daginn eftir klukkan 16.00.
Sigurbjörg Snæbjarnardóttir,
Skarðshlíð 21, Akureyri.
Sigriður Gísladóttir,
Hverfisgötu 9, Siglufirði.
Þyri Marta Magnúsdóttir,
Tjarnargötu 16, Reykjavík,
Benedikt Valgeirsson,
Árnesi 2, Ámeshreppi.
Þorsteinn Þórðarson,
Reykhóli 1, Skeiðahreppí.
Ester Jóhannsdóttir,
Bröttukinn 28, Hafnarflrði.
Lidriði Hjaltason,
Hólabraut3, Skagaströnd.
50ára
Sigrún Stefánsdóttir,
Sléttahrauni 26, Hafnarilrði.
Rósa Hahdórsdóttir,
Nönnustig 8, Hafnarfirði.
Hilmar Egilsson,
Gunnlaugsgötu 10, Borgarnesi.
40 ára
Guðmundur Brynjólfsson,
Fehsmúla 11, Reykjavik.
AxelKetilsson,
Sunnufehi, Mosfellsbæ.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Hörpuluitdi2, Garðabæ.
Ingimar Ingimarsson,
Holtsbúð 41, Garðabæ.
Leiðrétting
Aldur Aöalheiðar Lilju Jónsdótt-
ur frá Bjargi, Borgarnesi, misritað-
ist í afmælisgrein. Hið rétta er að
Aðalheiður varð áttatíu ára þann
8. ágúst síðastliðinn og er hún beðin
velvirðingar á þessum mistökum.
Kvikmyndir
Guðrún Jónsdóttir,
Laugarásbíó: Innbrot
** x/2
Félagar á
refilstigum
Einfóld, róleg og þægileg eru orð sem lýsa best þessari nýju mynd hinn-
ar follnu hetju Burt Reynolds. Hér er hann kominn víðsfjarri hasarnum
er einkenndi fyrri myndir og leikur, sennilega í fyrsta sinni, sinn rétta
aldur.
Ernie er lífsreyndur innbrotsþjófur sem hefur tekist að lifa nægjusömu
lífi við iðju sína. Hann tekur að sér ungan strák, Mickey, og gerir hann
að félaga sínum. Það sem fylgir er persónuskoðun í rólegheitunum, ásamt
nákvæmum útlistunum á listinni að opna rammgerða peningaskápa.
Gamlar klisjur eru ekkert að hafa fyrir því að trana sér fram, enda em
hvorki handritshöfundurinn né leikstjórinn þekktir fyrir slíkt.
í raun er myndin fuhróleg og hefði átt að nota aðeins meiri tíma í að
móta persónumar tvær. Reynolds og Casey Siemaszko em báðir af-
burðagóöir, hvor á sinn átt.
Atburöarásin er lágstemmd og oft ansi skemmtileg. Hér vantar bara
herslumuninn og sú tilfinning er ríkjandi að hér hafi snjalhr kvikmynda-
gerðarmenn dundað sér í stað þess að henda sér af fullum krafti í verk-
efnið.
Breaking In. Bandarísk 1989, 91 min.
Handrit: John Sayles (Matewan, Brother from Another Planet).
Leikstjórn: Bill Forsyth (Local Hero, Turtle Dlary, Housekeeping).
Lelkarar: Burt Reynolds, Casy Siemaszko (4 O’clock High, Young Guns, Blloxi Blu-
es), Sheila Kelley, Lorraine Tousaint, Albert Salmi, Harry Carey.
Gísh Einarsson