Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað Ritstjórn - Atiglýsingar - Áskrift - Dreiffsrsg: Sími 27022 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. Loönuveiðar: Hólmaborg kast- aði aldrei nótinni : Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Loönuskipiö Hólmaborg kom til hafnar á Eskiflrði á sunnudagsmorg- un og aö sögn Þorsteinn Kristjáns- sonar var nótinni aldrei kastað. Ekk- ert fannst á miðunum sem vit var í en Hólmaborg hélt á miðin 150 milur norður af Langanesi sl. miðvikudag. Norskum og færeyskum loðnubát- um hefur fækkaö á miðunum vegna loðnuleysis og voru innan við 10 þeg- ar Hólmaborgin hélt af staö heim. Þorsteinn sagði að hitastig sjávar væri óvenjuhátt þarna svo langt norður af landinu eða sex gráður og gæti það verið skýringin á að loðnan þyldi ekki við í slíkum hita. Fangi slapp úr gæslu Birgir Andrésson, fangi af Litla- Hrauni, slapp úr gæslu á Borgar- spítalanum, þar sem hann var til lækninga, aðfaranótt laugardags. Leitað hefur verið að Birgi en hann hafði ekki fundist í morgun. Hann er tæplega þrítugur og var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti í mars, meðal annars fyrir kynferðis- afbrot gagnvart 12 ára stúlku. _____________________-hlh Fuglsungi olli árekstri Umferðarslys varð á Vesturlands- vegi á móts við Blikastaði í gær- kvöldi. Var um að ræða aftaná- keyrslu en bílinn sem var á undan hemlaði snögglega þegar hann sá máfsunga á veginum. Aftari bílinn náði ekki að hemla og lenti aftan á hinum bílnum. Annar ökumann- anna og farþegar úr báðum bílunum slösuðust eitthvað en ekki var talið að um alvarleg meiðsli væri að ræða. Þá má geta þess að þrátt fyrir við- leitni ökumannsins bjargaðist fugl- inn ekki og lenti hann undir bílnum. -SMJ Kringlumýrarbraut: Tveir menn fyrir bíl Ekið var á tvo gangandi vegfarend- ur á Kringlumýrarbrautinni á laug- ardaginn. Voru þar tveir karlmenn á ferð og gengu þeir vestur yflr Kringlumýrarbrautina gegn rauðu ljósi. Lentu þeir fyrir bíl og þurfti að flytja þá á slysadeildina. Var annar fótbrotinn en hin skrámaður. Grun- ur leikur á að þeir hafl verið ölvaðir. -SMJ Ekkert eitt afl sem getur stoðvað þetta „Þetta er ekki áhyggjuefní lög- reglunnar frekar en þjóðfélagsins i heild. Það er ekkert eitt afl í þjóð- félaginu sem getur komið í veg fyr- ir þetta. Það er að mínu viti ekki æskileg þróun hvað hefur grynnk- að á ofbeldishneigð hjá fólki. Það er meira um tiiefhislaust ofbeldi nú en áður,“ sagði Böðvar Braga- son, lögreglustjóri i Reykjavík.þeg- ar hann var spuröur hvað væri til ráða í ljósi þess að þrjár nokkuð alvarlegar líkamsárásir voru gerð- ar í Reykjavík um helgina. „Slikir atburðir hafa gerst áður. Borgin er ekki hættuleg í þeim venjulega skiliiingi sem við leggj- um í siíka hluti. Atburðir, eins og þeir sem áttu sér stað um helgina, hringja aðvörunarbjöllum í hugum flestra. Atburðir sem þessir eru að meginhluta til mál iögreglu. Mál vagnstjórans snýr að okkur líka sem vinnuveitanda. Það er engin einfóld lausn tii á svona málum. Það þarf aö fjalla um þetta af yflr- vegun,“ sagði Davið Oddsson borg- arstjóri þegar hann var spurður hvort Reykjavik værí hættuleg borg og hvort borgaryfirvöld mundu grípa til einhverra aðgerða vegna tíðra likamsárása í Reykja- vík. Böðvar Bragason benti á að á síð- ustu 10 til 15 árum hefði veitinga- stööum í Reykjavik flölgað úr 10 í 80, Á sama tíma hefði áfengisneysla aukist mikið. Böðvar taldi hugsan- legt að þessar staðreyndir ættu ein- hvern þátt í auknu ofbeldi og óróa. Davíð Oddsson taldi svo ekki vera. Hann sagði að sér virtist sem bjórstaðir og bjórdrykkja hefðu haft góð áhrif frekar en slæm. Hann sagðist telja að bjórinn heíöi róað fólk frekar en hitt. Davíð Oddsson sagði það íhugun- arefni hvemig auka mætti öryggi vagnstjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Haim nefndi hugsan- legt að halda námskeið þar sem vagnstjórar væru þjálfaðir í að bregðast við aðstæðum sem þeim sem upp komu í Breiðholti um helgina. -sme Ólafur Pétursson setur nýtt íslandsmet í kvartmílu á sérsmíðuðum grindarbíl sínum. Hann fór á 8,63 sekúndum og hraðinn var 270 km á klst. Bíllinn er með 427 cid Chevrolet vél. DV-mynd JAK Dalir: Bílvelta og slys Fólksbíll fór margar veltur og lenti loks út við giröingu þar sem hann var á ferð rétt hjá bænum Ásgarði í Hvammssveit í Dalasýslu um klukk- an 19 á laugardagskvöld. Tveir voru í bílnum og slasaðist farþeginn nokk- uð á höfði. Var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysa- deild Borgarspítalans en þangað var komið um kl. 21. Farþeginn er Þjóðverji sem verið hefur hér áður sem skiptinemi og talar þokkalega íslensku. Hafði hann verið á puttaferðalagi og fengið far með bílnum. Vegurinn, þar sem slysið varð, er með bundnu slitlagi en mjór. Missti bílstjórinn sfjórn á bílnum þegar hann fór með hjólin í lausamöl í veg- kantinum. -hlh Ráðistátvomenn Ráðist var á tvo menn fyrir utan Gauk á Stöng í nótt og voru þeir slegnir illa. Voru þeir fluttir á slysa- varðstofuna þar sem annar var saumaður í andliti en hinn var með lausar tennur og skrámur. Ekki er vitað um tilefni árásarinnar en árás- armennirnir voru þrír saman. Ein- hver lýsing mun hafa náðst á þeim en þeir hlupu í burtu eftir árásina. -SMJ LOKI Það er erfitt að gera þessum loðnuveiðimönnum til geðs. I fyrra var sjórinn of kaldur, nú er hann of heitur! Veðrið á morgun: Úrkomulaust suðvestan-og vestanlands Við suðurströndina verður austanátt með skúrum en norð- austanátt og skúrir norðan- og austanlands. Suðvestan- og vest- anlands verður að mestu úr- komulaust. Einn sá ódýrasti í bænum ÍSVÁL v/Rauðarárstíg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.