Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1990, Page 1
Hrif IVf frumsýnir í Háskólabíói:
Ævintýri Pappírs-Pésa
-ný íslenskbama- og fjölskyldumynd
Á laugardag frumsýnir Hrif h/f
nýja íslenska bama- og fjölskyldu-
mynd Ævintýri Pappírs-Pésa eftir
Ara Kristinsson en hann er bæði
leikstjóri og höfundur handrits.
Framleiðandi myndarinnar er Vii-
hjálmur Ragnarsson.
Hrif h/f hefur áður framleitt bama-
myndir fyrir íslenskar og erlendar
sjónvarpsstöðvar, m.a. tvær myndir
um Pappírs-Pésa og myndina Enginn
venjulegur drengur sem hafa verið
sýndar í RÚV og á Norðurlöndum
og auk þess seldar til þýskra og hol-
lenskrar sjónvarpsstöðva. Hrif h/f
framleiddi 7 hálftímaþætti, Bítla og
blómaböm, sem fjölluðu um sjöunda
áratuginn og vora sýndir á Stöð 2.
Ævintýri Pappírs-Pésa er fyrsta
kvikmyndin í fuilri lengd sem fyrir-
tækið framleiðir.
Ný ævintýri og uppátæki
Pappírs-Pési er teikning sem lifnaði
við. í myndinni segir frá nýjum æv-
intýrum og uppátækjum krakkanna
og Pésa. Meðal annars má nefna
óvænta flugferð Pésa, hörkuspenn-
andi kassabílarall, prakkarastrik í
stórmarkaði, útistöður við geðstirð-
an nágranna og geimfar sem lendir
í garðinum hjá honum.
Myndin er tekin upp í Hafnarfirði
sumrin 1989 og 1990. Leikarar eru
flestir börn en í helstu hlutverkum
eru Kristmann óskarsson, Högni
Snær Hauksson, Rannveig Jónsdótt-
ir, Ingólfur Guðvarðarson, Rajeev
Muru Kesvan og Magnús Olafsson.
Brúðunni er stjórnað af Bemd
Ogrodnik og Katrínu Þorvaldsdótt-
ur. Kvikmyndatakan var í höndum
Tonys Forsberg (Hrafninn flýgur,
Nonni og Manni og Hvíti víkingur-
inn, nýjasta mynd Hrafns Gunn-
laugssonar) og Jóns Karls Helgason-
ar sem hefur unnið viö flestallar ís-
lenskar kvikmyndir.
Tónlist er eftir Valgeir Guðjónsson
en gefið hefur verið út myndaband
með aðallagi myndarinnar, Allt í
plati. Geir Ottarr er aðalleikmynda-
hönnuður myndarinnar en hann hef-
ur áður gert leikmyndir við íslenskar
Rannveig Jónsdóttir, Ingólfur Guóvarðarson, Kristmann Pappirs-Pési tekur m.a. þátt í hörkuspennandi kassa-
Óskarsson og Högni Snær Hauksson ásamt Pappírs- bilaralli.
Pésa.
Pappirs-Pési lendir i ýmsum ævintýrum.
kvikmyndir og sjónvarpsauglýsing-
ar.
Kostnaðurinn 50 milljónir
Ævintýri Pappírs-Pésa kostaði
tæpar 50 milljónir króna en Kvik-
myndasjóður íslands hefur styrkt
framleiðslu myndarinnar.
Hrif h/f hefur einnig stjórnað fram-
leiðslu á myndum fyrir aðra íslenska
leikstjóra, s.s. Magnúsi, mynd Þráins
Bertelssonar, og núna á nýrri kvik-
mynd Friðrik Þórs Friðrikssonar,
Börn náttúrunnar. Að upptökum á
þeirri mynd lokinni tekur við 20 mín-
útna barnamynd eftir handriti Her-
ílísar Egilsdóttur en hún átti hug-
myndina að Pappírs-Pésa.
Af heimildarmyndum fyrir erlend-
ar sjónvarpsstöðvar má nefna
þriggja stunda dagskrá um ísland og
45 mínútna mynd um mannlíf á Snæ-
fellsnesi fyrir þýska sjónvarpið.
Á laugardag flytur Caput-hópurinn tónverk eftir Finn Torfa Stefánsson.
Verkin samdi Finnur á siðustu 3-4 árum en þau verða flutt á litla sviði
Borgarleikhússins og hefjast tónleikarnir klukkan 16.00.
Ævintýraferðir á Hvolsvelli
Hafnarfjörður:
Ný tónleikaröð á vegum Hafnar-
borgar og Tríós Reykjavíkur
Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson og Gunnar Kvaran.
Hótel Hvolsvöllur hefur í samráði
við heimamenn skipulagt sérstaka
fimm daga ferö nú í september sem
kölluð er „útrás fyrir ævintýraþörf-
ina“.
í þessari ferð er boðið upp á ýmis-
legt og má þar nefna fjallaferðir þar
m.a. er farið að Emstmm og í Tind-
fjöll. Markarfljótsgljúfur em skoðuð.
Einnig er stangaveiði í Rangá, hesta-
ferð, grillveisla í Þórsmörk og ferð
um söguslóðir Njálu. Þeim sem kjósa
heldur að láta fyrir berast á hótelinu
er boðið upp á öll þægindi, svo sem
sánu, Ijós og nuddpott. Einnig er stutt
í golfvöllinn.
Frekari upplýsingar um ævintýra-
ferðina er að fá hjá Hótel Hvolsvelli
eða hjá Ferðaskrifstofu íslands.
Á sunnudag kl. 20.00 hefur göngu
sína ný tónleikaröð á vegum Hafnar-
borgar, menningar- og listastofnunar
Hafnaríjarðar, og Tríós ReyKjavíkur.
Fyrirhugaöir em fernir tónleikar
fyrsta starfsárið. Efnisskrá tónleik-
anna verður mjög fjölbreytt. Auk
verka gömlu meistaranna verður
lögð áhersla á frumflutning nýrra
verka, bæði íslenskra og erlendra.
Tríó Reykjavíkur var stofnaö árið
1988. Meðlimir þess eru Halldór Har-
aldsson píanóleikari, Guðný Guð-
mundsdóttir fiðluleikari og Gunnar
Kvaran sellóleikari. Þau eru öll þjóð-
kunnir listamenn sem hafa haldið
einleiks- og kammertónleika hér
heima og erlendis. Tríóið hefur hald-
ið tónleika vítt og breitt um ísland
og komið fram í Þýskalandi. í nóv-
ember á þessu ári er fyrirhuguð ferð
til Norðurlanda.
Tríóið hefur fengið til hðs við sig
ágæta listamenn, bæði íslenska og
erlenda. Á fyrstu tónleikunum koma
fram auk tríósins, Ronald Neal fiðlu-
leikari, konsertmeistari í Kammer-
sveit Dallasborgar, Gayane Mana-
sjan, 1. sellóleikari í sömu hljóm-
sveit, og Unnur Sveinbjarnardóttir
lágfiöluleikari sem starfað hefur í
Vestur-Þýskalandi á undanfórnum
árum.
Framíluttur verður kvartett fyrir
tvær fiðlur og tvö selló eftir Þorkel
Sigurbjömsson, Hafnarborgarkvart-
ettinn, en kvartettinn var saminn
fyrir og tileinkaður hinni nýju tón-
leikaröð. Þá mun Halldór Haraldsson
leika ásamt erlendu gestunum tríó í
d-moll op. 49 eftir Felix Mendelsohn
og að lokum verður fluttur kvintett
í C-dúr op. 163 fyrir strengi eftir
Franz Schubert.
Þessir fyrstu tónleikar em tileink-
aðir minningu dr. Sverris Magnús-
sonar er lést í júni sl. Sverrir var
ásamt konu sinni, Ingibjörgu Sigur-
jónsdóttur, sem einnig er látin, frum-
kvöðull að stofnun Hafnarborgar.
Hótel Hvolsvöllur býður upp á ferð fyrir þá sem vilja fá útrás fyrir ævintýra-
þörfina.