Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. Búlgörsk skólabörn og kennarar þeirra efndu til mótmæla i bænum Rousse í gær vegna mengunarinnar sem kemur frá Rúmeniu. Sfmamynd Reuter Rousse í Búlgaríu sem er nálægt landamærum Rúmeníu. Með göngunni vildu bömin og kennaramir mótmæla mengun frá iðnaöarfyrirtækum í Rúmeníu. Báðu göngumenn yfirvöld um að beita sér fyrir því aö reynt yröi aö koma í veg fyrir mengunina. Stjórnmálamenn í öllum flokkum studdu göngumenn. I Rousse búa um tvö hundruö þúsund manns og hafa íbúamir öðru hvoru efnt til mótmæla frá 1981 þegar eitrað gasský frá verksmiðju í Giurgiu barst yfir borgina. Stórmarkaðir í Hong Kong hættu í morgun sölu á M&M súkkulaðikúl- um eftir aö borist hafði óundirritaö bréf meö viövörunum ura að eitri Lögregla rannsakar nú bréfiö sem sent var í gær. Fyrstu radarmyndirnar frá Ven- us, sem bandaríska geimvísinda- stofnunin NASA, sendir frá sér í gær, sýna gíg sem þykir eins og nýra í laginu, Qallgarö og landslag sem minnir á landslagið á jörðunni. Vísindamenn tefja að Venus og jöröin, sem eru svipaðar að stærð, séu líkar að mörgu leyti og vonast þeir til aö meö því uppgötvast á Venus megi fylla upp í þá kafla sem glatast hafi í sögu jaröar. Myndir em teknar frá Magellan geimfarinu gegnum radar vegna þykkra skýja sem venjulega eru yfir Venus. Myndimar sem birtar vom i gær era þær fyrstu síöan Mynd a» gfg á Venus sem fekin er sambandið við geimfarið rofnaöi í frá Magellan gelmlarlnu. síðasta mánuði. Sfmamynd Reufer Eduard Sévardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Saud al-Faisal prins, utanríkisráðherra Saudi-Arabíu, undirrituðu i Moskvu í gær samkomulag um stjórnmálasamband ríkjanna. Simamynd Reuter Mossad, ísr . .. an, hefur veriö í sviðsljósmu aö undanfomu vegna deilna um út- gáfu bókar fyrrum starfsmanns þjónustunnar. fsraelsk yfirvöld fóru með málið fyrir rétt í Bandaríkjulium til að reyna að stööva útgáfu bókarinnar eftir Víctor Ostrovsky þar sem hann lýsir starfsháttum Mossads. En í gær hættu ísraelsk yfirvöld viö að reyna aö banna útgáfu bók- arinnar í Kanada eftir að dómstóll í Bandaríkjunum hafnaði krofu þeirra í síðustu. ísraelsk yfirvöld segja að bókin, sem útgefendur gera nú ráð fyrir að verði metsölubók, ógni öryggi ísraels. í bókinni er því haldið fram að israelsk yfirvöld haíi ekki varað Bandaríkin, holsta bandamenn sinn, við skæruliðaárás 1983 sem leiddi til þess aö tvö hundruö fjöru- tíu og einn bandarískur sjóliöi lét iíflð í Líbanon. Yitzhak Shamír, forsætisráðherra ísraels, fyrrum stjórnunarmaöur aðgerða ísraelsku leyniþjónustunnar í Evrópu, vísar bókinni á bug sem lygum. ' Milljónamæringur í Kalifomíu í Bandaríkjunum var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aö hafa taiið íjórtán ára dóttur sina á að myrða stjúp- móður hennar til að hann gæti fengið nær milljón dollara í tryggingafé. Dómarinn sagði að glæpir Charles Manson virtust litlir í samanburði við það sem milljónamæringurinn David Brown heföi á samviskunni. Manson afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm fyrir að hafa myrt leikkonuna Sharon Tate og átta aðra árið 1969. Skólabörn mótmæla mengun Fyrrum ísraelski njósnarinn Viclor Ostrovsky. Simamynd Reuter Aukinn þrýstingur á Saddam Hussein Saudi-Arabar og Sovétmenn hafa bundið enda á háifrar aldar fjand- skap og tekið upp stjórnmálasam- band á ný. Utanríkisráðherra Saudi- Arabíu, Saud al-Faisal prins, sem hrósað hefur afstöðu sovéskra yfir- valda gegn írökum, undirritaði í gær í Moskvu samkomulag um stjóm- málasambandið. Stjómarerindrekar telja að þetta leiði til aukinna áhrifa Sovétmanna í Miðausturlöndum og aukins þrýstings á íraka. Aðildarríki Evrópubandalagsins, EB, tóku þá ákvörðun í gær að vísa úr landi öllum hermálafulltrúum ír- aka í sendiráðum í höfuðborgum bandalagsríkjanna. Einnig munu ferðir annarra íraskra sendifulltrúa verða takmarkaðar. Með þessari ákvörðun vom EB-ríkin að svara innrásunum í vesturlensk sendiráö í Kúvæt. Bretar gengu reyndar enn lengra og tilkynntu að átta íraskir sendiráðsstarfsmenn og tuttugu og þrír aðrir írakar yrðu að vera famir úr landi innan viku. Samtök hlynnt írökum, sem fund- uöu í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær hótuðu að ráðast gegn Banda- ríkjamönnum víðs vegar um heim ef bandarísk yfirvöld gerðu árás á írak. Samtökin ákváðu einnig að senda skip með matvælum og lyfjum til íraks þrátt fyrir viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna gegn írak. írakar virtust í gær ætla að herða tökin í Kúvæt með því að taka papp- íra af þeim Kúvætum sem vom á leið úr landi við landamæri Saudi- Arabíu. Bandarísk yfirvöld telja að líklega fái Kúvætamir ekki að snúa aftur heim. Kúvætar, sem komnir vom yfir til Saudi-Arabíu, greindu frá því að íraskir hermenn gripu menn á aldrinum 17 til 45 ára og er nú talið að þeir verði neyddir til að ganga í íraska herinn. Jafnframt var tilkynnt að írakar heföu leyft íjórum Michael Dugan, yfirmaður bandaríska flughersins, sem neyddur var til að segja af sér í gær. Símamynd Reuter Frökkum, þremur körlum og einni konu, að fara úr landi til Jórdaníu. Yfirmanni bandaríska flughersins, Michael Dugan, var í gær vikið úr starfi vegna ummæla hans í viðtali við bandaríska dagblaðið The Was- hington Post og The Los Angeles Times. Dugan hafði látið þau orð falla að það væri skoðun yfirmanna bandaríska hersins að loftárásir væru eina ráðið til að neyða íraska hermenn út úr Kúvæt ef stríð brytist út. Sagði Dugan að gert væri ráð fyr- ir loftárásum á Bagdad, höfuðborg íraks, og reyna þyrfti að hæfa Sadd- am Hussein íraksforseta, nánustu samstarfsmenn hans og jafnvel hjá- konu hans. Reuter Helmsmarkaðsverð á olíu: Mikil hækkun Heimsmarkaðsverð á olíu fór í yfir þijátíu og tvo dollara á tunn- una í gær vegna þróunar mála við Persaflóa. Er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir tunnuna ffá því að írakar gerðu innrás í Kúvæt og nærri einum og hálfum dollara hærra en þegar markaðir lokuöu á fóstudaginn. Reyndar var lítið um olíuviðskipti í gær. Verð á gulli hækkaði einnig í gær og var síðdegis orðið 390 dollarar á únsuna eða fjórum dollara hærra en á föstudaginn. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.