Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. 11 Utlönd 500daga áætlunin Ekki þykir ósennilegt að mikið hafi gengið á á bak við tjöldin áður en Gorbatsjov Sovétforseti tók það skref sem gagnrýnendur hans, og stuöningsmenn reyndar líka, höfðu vonast til, það er að lýsa yfir stuðn- ingi við þá efnahagsáætlun sem kölluð er fimm hundruð daga áætl- unin. Samkvæmt áætluninni á fijálst markaðskerfi að vera komið á í Sovétríkjunum innan fimm hundruð daga. Fyrrum erkifiendumir, Gor- batsjov Sovétforseti og Jeltsin Rússlandsforseti, komu mörgum á óvart er þeir tilkynntu í ágúst- byrjun að þeir ætluöu að skipa sameiginlega nefnd sérfræðinga sem ætti að fínslípa fimm hundruð daga áætlunina. Reyndar segir einn helsti efna- hagssérfræðingur blaösins Iz- vestija, málgagns sovésku ríkis- stjórnarinnar, að ómögulegt sé að koma á þeim efnahagsumbótum sem þörf er á án samvinnu milli Gorbatsjovs og Jeltsins. Gor- batsjov, sem er óvinsæll meðal sov- éskra borgara, myndi varla takast að koma á umbótum, sem í fyrstu myndu íþyngja fólki, án stuðnings Jeltsins. Rússneski forsetinn sé hetja fólksins og geti vonandi náð eyrum þess. En Jeltsin myndi ekki heldur geta verið án Gorbatsjovs vegna þeirrar virðingar sem Sovét- forsetinn nýtur erlendis. Sá sem stjórnaði starfi nefndar- innar, sem skipuð var af Gor- batsjov og Jeltsin, er Stanislav Sjat- alin, virtur hagfræðingur sem er einn hinna nýju ráðgjafa Gor- batsjovs. Nú þegar fimm hundruð daga áætlunin hefur verið kynnt í sínu endanlega formi hefur hún oftast verið kölluö Sjatalin-áætlun- in. En á bak við aðalhugmyndimar standa hins vegar nokkrir ungir hagfræðingar sem Jeltsin réð til starfa. Fremstur í flokki er Grigori Javlinski, 38 ára hagfræðingur og aðstoðarforsætisráðherra. Hann er formaður þeirrar nefndar rúss- neska þingsins er fialla á um um- bætur. Javlinski er spáð bjartri framtíð í stjómmálum. Hann er sérstaklega fróður á sínu sviði auk þess sem hann hefur unnið í hinu hefðbundna „apparati" og kann þvi leikreglumar. Javlinski hafði áður unnið að umbótaáætlun sovésku stjómar- innar. Hann varð vonsvikinn yfir að geta ekki haft áhrif á Ryzhkov forsætisráðherra og ákvað því að vinna að eigin áætlun með aðstoð tveggja félaga sinna, Alexejs Mic- hailov og Michails Zadornov. Mic- hailov er aðeins 27 ára gamall. Fleiri ungir hagfræðingar á vegum Jeltsins hafa síðan átt talsverðan þátt í gerð umbótaáætlunarinnar. Fyrstan þeirra nefna menn Boris Fjodorov, 32,ára gamlan hagfræð- ing, sem skipaður hefur verið fiár- málaráðherra Rússlands. Hann er sagöur hafa séð nóg af gamla kerf- inu til að falla ekki í gildramar. Meöal manna Gorbatsjovs eru helstir Stanislav Sjatalin, sem á sæti í forsætisráðinu, og Nikolai Petrakov sem er persónulegur ráð- gjafi Gorbatsjovs í efnahagsmálum. Þar sem þeir em bæði eldri og reyndari en menn Jeltsins þykja þeir geta veitt hinum ungu mönn- um Jeltsins ómetanlegan stuðning. Og allan ágústmánuð sátu menn Gorbatsjovs og Jeltsins í sumar- húsi fyrir utan Moskvu og fínpúss- Gorbatsjov Sovétforseti og Jeltsin Rússlandsforseti komu mörgum á óvart er þeir tilkynntu í ágústbyrjun að þeir ætluðu að skipa sameiginlega nefnd sérfræðinga er fínsiipa áttu fimm hundruð daga aætlunina svokölluðu. Formaöur nefndarinnar var hagfræðingurinn Sjatalin og er áætlunin því kennd við hann. En upphafsmenn áætlunarinnar eru hins vegar ungir hagfræðingar sem Jeltsin réð til starfa. Simamyndir Reuter 1' 1 at Hillurnar i bakaríum Moskvuborgar eru tómar eins og hillur margra annarra verslana. Flestir eru sammála um að eitthvað róttækt verði að gera í efnahagsmálum Sovétríkjanna en ýmsir óttast þó að fimm hundr- uð daga áætlunin takist ekki vegna þeirrar miklu andstöðu sem hún mætir enn. uðu efnahagsáætlunina sem nú er kennd við Sjatalin. Samkvæmt henni fá hin fimmtán sovésku lýðveldi næstum full yfir- ráð yfir eigin efnahag. í umbótaá- ætlun Ryzhkovs, forsætisráðherra SovétríKjanna, er gert ráð fyrir að Moskvuvaldið haldi yfirráðum sín- um að mestu. Mikilvægur munur á áætlun stjórnarinnar og áætlun Sjatahns er að stjómiri vill að miklu leyti flármagna umbæturnar með verð- hækkunum. Sjatalin vill í upphafi skera niður í fiárlögum og selja eignir ríkisins. Umbótaáætlun stjómarinnar gerir einnig ráð fyrir lengri aðlögunartíma áður en ftjálst markaðskerfi verður að veruleika. Ýmsir telja að mikil hætta sé á að fimm hundmð daga áætlunin mistakist og þá gæti öngþveitið orðið þannig að ekki yrði við neitt ráðið. Stjórnarerindreki nokkur, sem fylgst hefur með sovésku efna- hagslífi, er þeirrar skoðunar aö enn sé alltof mikil andstaða gegn áætl- uninni til þess að hægt sé að hrinda henni í framkvæmd. Þessi and- staða kom meðal annars í fiós er nefndinni, sem vann undir forystu Sjatalins, var neitað um upplýsing- ar frá ýmsum opinberum aðilum, eins og til dæmis vamarmálaráðu- neytinu og utanríkisviðskipta- bankanum. Flestir sem fylgst hafa með mál- unum em þó þeirrar skoðunar að eitthvað róttækt verði að gera þeg- ar í stað. Það sem talið er geta orðið til þess að áætlunin takist er í fyrsta lagi einstakir hæfileikar hagfræð- ingsins Grigoris Javhnski sem hggja til gmndvallar áætluninni. í öðru lagi er bent á gífurlegar vin- sældir Boris Jeltsin sem geta fengið fólk th að sætta sig við byrjunar- örðugleika. í þriðja lagi nefna menn möguleika ráðgjafans Ni- kolais Petrakov th að hafa áhrif á Gorbatsjov og í fiórða lagi þá virð- ingu sem hagfræðingurinn Stan- islav Sjatalin nýtur. Margir benda á að Gorbatsjov hafi í rauninni ekki sett ofan með því að ganga í bandalag með Jelts- in. Þetta sé í rauninni enn eitt kænskubragð sovéska forsetans því nú þurfi hann ekki einn að taka óþæghegar ákvarðanir. Einnig er bent á að ekki sé heldur hægt aö hta á nýju áætlunina sem sigur fyrir Jeltsin. Hún sé sigur róttækra hagfræðinga sem fylgjandi séu frjálsu markaðskerfi og sem tekist hefur að sannfæra rússneska for- setann. Heimild: DN Ryzhkov, forsætisráóherra Sovét- ríkjanna, kveðst munu segja af sér ef áætlun hans um efnahagslegar umbætur verður ekki samþykkt. Dáleiðsla Einkatímar fyrir fólk sem vill hætta að reykja, grenna sig eða auka vilja. Tímapantanir hjá Lífsafli S. 622199 Vinningstölur laugardaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.058.587 2. 4£itSÉ ■ 4 89.431 3. 4af5 97 6.361 4. 3af 5 3430 419 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.470.498 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002. Síðasti pöntunardagur næsta hluta ríkissamningsins til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslætti er: Innkaupastofnun ríkisins Ú Apple-umboðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.