Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og Útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Vestrænt Rússland Stefna markaðsbúskapar er hársbreidd frá sigri í Sovétríkjunum. Gorbatsjov forseti getur tæpast lengur hallað sér að Ryzhkov forsætisráðherra, sem hefur ár- angurslaust leitað að millileið milli vestræns hagkerfis og þess hagkerfis, sem ríkt hefur í Sovétríkjunum. Jeltsín Rússlandsforseti stjórnar ferðinni. Hann hefur safnað að sér sveit efnahagsráðgjafa, sem hefur gert svonefnda 500 daga áætlun um að koma á vestrænum markaðsbúskap á hálfu öðru ári. Forustumaður hópsins er Shatalín, sem einnig nýtur trausts Gorbatsjovs. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir, að á fyrstu 100 dögunum verði ráðuneytin gömlu lögð niður, sala ríkiseigna hefjist til hlutafélaga og að fjárveitingar til útlendra skjólstæðinga á borð við Kastró lækki um 76%, til hersins um 10% og til leyniþjónustunnar um 20%. Síðan á byltingin að halda áfram stig af stigi, unz vestrænt markaðskerfi verði komið eftir hálft annað ár. Ef Sovétstjórnin fellst ekki á þetta, segist Jeltsín gera þetta í Rússlandi einu. Ráðamenn ýmissa annarra ríkja sovétsambandsins hyggjast feta í fótspor Jeltsíns. Gorbatsjov situr á girðingunni. Annars vegar hefur hann lýst stuðningi við 500 daga áætlunina. Hins vegar hefur hann lýst stuðningi við Ryzhkov forsætisráð- herra, sem hefur tekið við af Ligatsjev sem forustumað- ur þeirra, er vilja vernda völd flokksins. í rauninni er Gorbatsjov áhrifalítill um gang mála. Fólkið í landinu styður Jeltsín, þrátt fyrir ótta þess við óvissu hins frjálsa markaðar. Þótt þrjár kynslóðir þekki ekki annað en öryggi miðstýringar og samyrkju, virðist þorri manna styðja vestræna byltingarstefnu Jeltsíns. Gorbatsjov er óvinsæll heima fyrir, en er í senn vin- sæll á Vesturlöndum og eina haldreipi hers og leyniþjón- ustu Sovétríkjanna. Hann er nógu greindur til að sjá, að bylting hers og leyniþjónustu leysir engan vanda. Hann veit, að hér eftir verður erfitt að snúa til baka. , Það bezta, sem Gorbatsjov getur gert, er að reyna að ríða ölduna til vesturs. Hann getur notað stöðu sína til að reyna að koma í veg fyrir gagnbyltingu hers og leyni- þjónustu og reynt um leið að afla sér vinsælda heima fyrir með því að halla sér að Jeltsín og hagfræðingunum. Styrkur Jeltsíns felst annars vegar í persónuvinsæld- um hans og hins vegar í yfirþyrmandi stærð Rússlands í ríkjasambandinu. Eftir sigur Jeltsíns í Rússlandi er orðið næsta ólíklegt, að her og leyniþjónusta Sovétríkj- anna leggi til atlögu gegn honum ogfjölmennasta ríkinu. Að vísu getur allt gerzt, þegar heimsveldi hrynur, svo sem nú er að gerast í Sovétríkjunum. Her og leynilög- regla geta gripið til örþrifaráða, ef þessar valdastofnan- ir sjá sína sæng útbreidda. Það er orðið meginhlutverk Gorbatsjovs að koma í veg fyrir slíkt stórslys. Ekki bætir úr skák, að skortur er á brauði í Sovétríkj- unum, þótt lokið sé sæmilegri kornuppskeru. í margvís- legum hörmungum fólks á hðnum áratugum hefur oft- ast verið hægt að fá brauð. Enginn getur útskýrt, hvers vegna brauð kemst nú ekki til skila í ríkisbúðirnar. Einhverjum verður kennt um brauðskortinn. Ef það verða Jeltsín og hagfræðingarnir, getur komið bakslag í byltinguna. Ef það verða Ryzhkov og embættismenn- irnir, þora Gorbatsjov, her og leynilögregla ekki annað en að hahast á sveif með Jeltsín og hagfræðingunum. Líklega getur fátt komið í veg fyrir, að Rússland, Eystrasaltsríkin og ýmis fleiri Sovétríki stökkvi með Austur-Evrópu inn í vestrænan nútíma á 500 dögum. Jónas Kristjánsson „Grunnskólarnir eru fjölmennstu vinnustaðir landsins," segir greinarhöfundur. Forvamir og vinnuvemd: Líka fyrir bomm Vinnuvemd er sjálfsagður þáttur nútímasamfélags og fáir draga gildi hennar í efa. Aðbúnaður á vinnu- stöðum getur skipt sköpum um líð- an fólks og heilsufar. En njóta allir vinnuvemdar? Nei, það er fyrst og fremst fullorðið fólk sem nýtur þessara sjálfsögðu mannréttinda, eftir sitja hömin, í orðsins fyllstu merkingu, á mishentugum stólum á vinnustað sínum, skólanum. í skólunum líka Nú eru skólamir að byija. í skól- um fer fram mikilvæg heilsuvemd; íþróttakennsla, sund, bólusetning- ar og læknisskoðun. Og víða em starfandi skólahjúkrunarfræðing- ar sem vinna þarft starf. En þar með er ekki sagt að ekk- ert megi bæta. Það er hægt að ráða sérhæft fólk til að annast vinnu- vernd í skólum og annast í sam- starfi við aðra fræðslu um rétta lík- amsbeitingu. í rauninni ætti það að vera sjálfsagt að við hvert fræðsluumdæmi landsins starfaði sjúkraþjálfari sem þjónaði skólun- um. Á síöasta þingi lögðu kvenna- listakonur fram þingsályktunartil- lögu þessa efnis. Þörfin er augljós, böm eyða sífellt meiri tíma í skól- anum og það skiptir máli að þeim líði vel þar. Hvers vegna? Grunnskólarnir eru fjölmenn- ustu vinnustaðir landsins og stærsti hópurinn sem þar er við nám og störf eru skólabörn og -unglingar. Þau eyða mörgum klukkustundum á degi hveijum innan veggja skólans. Því er mikil- vægt að vel sé búið að börnunum á vinnustaö þeirra. Á skólaámnum er lagður grunnur aö líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð barnanna. Eitt af því sem gert hefur verið til að hlúa að skólabömum er að veita sálfræðiþjónustu í skólum, ekki aðeins til að grípa í taumana þegar vandamál koma upp, heldur einnig að vinna forvamarstarf og leiðbeina nemendum og starfsfólki skóla áður en vandamál verða ill- leysanleg. Ráðning sjúkraþjálfara Kjallariim Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Kvennalistans við fræðsluumdæmin er hugsuö sem annað lóð á þá vogarskál aö efla forvarnir í skólum. Það er mat flestra sem til þekkja að ekki sé rétt að setja skörp skil milli hkam- legrar, andlegrar og félagslegrar velferðar heldur verði að haga þessu öllu samhliða. Grunnur að réttri líkamsbeitingu Vinnuumhverfi hefur breyst, lík- amlegt álag er annars konar en í upphafi þessarar aldar. Það þarf ekki að fara lengra aftur en nokkra áratugi til að skynja miklar breyt- ingar. Kyrrsetuvinna er algengari en áður var, svo og ýmiss konar ákvæðisvinna, hinn margfrægi bónus til dæmis, þar sem rétt lík- amsbeiting getur skipt sköpum um hvort fólk fær alvarleg einkenni slitsjúkdóma jafnvel á unga aldri. Og þá þarf að hyggja vel að því á hvaða grunni hömin okkar byggja þegar þau fara út í atvinnulífið. Verða þau meðvituð um líkama sinn og beitingu hans, eða ekki, hafa þau vanist því að vinna við mannsæmandi vinnuaðstæður, eða hefur þeim verið boðið upp á óviðunandi aðbúnað? Brýnt er að tryggja skólahömum þá sjálfsögðu þjónstu að fylgst sé með velferð þeirra á viðkvæmum uppvaxtarár- um. Og fleira kemur til. í upphafi skólagöngu eru bein barna ekki fullhörðnuð og samhæfing hreyf- inga er einnig á viökvæmu þroska- stigi. Við rangt álag getur hkams- staða breyst með alvarlegum af- leiðingum síðar meir. Þroski sam- hæfingar og hreyfanleika hkamans er háður því að örvun sé mátuleg. Böm þurfa, ekki síður en fuhorön- ir, að búa við góða vinnuaðstöðu og viðeigandi ráðgjöf og kennslu. Hlutverk sjúkraþjálfara í skólum Ef sjúkraþjálfarar réðust til allra fræösluumdæma landsins, væru ráðgefandi við innkaup á húsgögn- um, fylgdust með vinnuaðstööu bamana, leiðbeindu kennurum og nemendum um rétta líkamsbeit- ingu og ynnu í samstarfi við skóla- lækni, hjúkrunarfræðing og íþrótt- akennara, væri án efa stórt skref stigið í forvörnum. En til þess þarf að stíga fyrsta skrefið og ákveða að börn eigi, eins og annaö fólk, rétt á þjónustu fagfólks frá unga aldri. Anna Ólafsdóttir Björnsson „Ráðning sjúkraþjálfara við fræðslu- umdæmin er hugsuð sem annað lóð á þá vogarskál að efla forvarnir 1 skól- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.