Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. 15 „Sá ósiður hefur komist í tísku að lög- gilda starfsgreinar og setja upp sjálf- virkt goggunarkerfi innan þeirra.“ er í störf eöa kosið í trúnaöarstöö- ur. Það hefur ekki þótt við hæfi að taka það með að innviðir fólks eru virkilega mismunandi og einnig mismunandi traustir. Það er jafnvel ólöglegt að meta fólk eftir karakter þess þegar ráðið er í stöður, t.d. kennara- eða skóla- stjórastöður, þar sem karakter manna skiptir þó virkilega miklu máli. Sá ósiður hefur komist í tísku að löggilda starfsgreinar og setja upp sjálfvirkt goggunarkerfi innan þeirra. Þetta gerir það að verkum að manneskjur, sem snemma hafa komið sér fyrir í einhverjum bank- anum eða skólanum, eða þá utan- ríkisþjónustunni, og tollað þar, verða að lokum yfirmenn gjörsam- lega án tillits til hæfileika. Hvers konar maður er orðinn viðskiptaráðherra? Hvers konar karakter er það sem búið er að setja yfir deild fjörutíu við Víðistaðaspítala? Er þetta góð og gegn manneskja sem drepur ekki einu sinni flugur, alin upp í sunnudagaskólum? Eða er þetta kona sem myndi selja nýrun úr sjúklingum sínum, ef hún væri viss um, að það kæmist ekki upp? Við vitum að hún hefur prófin í lagi og hnökralausan starfsferil. Það er auðvelt að sjá en hvers kon- ar manneskja er hún? Hvers konar karakter erum við að kjósa sem formann starfsmannafélagsins? Hvers konar maður er orðinn við- skiptaráðherra? Vont kerfi Það hefur ekki verið í tísku að spyija um manngerðir þegar ráðið KjaHariim Sr. Baldur Kristjánsson „Það eru manneskjur á ferli sem hafa það eitt markmið í lifinu að raka að sér völdum og fé.“ - í leik og starfi. Þetta er vont kerfi, kerfi sem lok- ar úti ágæta einstaklinga, þá sem fara víða og viða að sér margvís- legri og fiölbreyttri þekkingu og reynslu og það sem verra er; kerfið hvetur ekki til slíkrar hegðunar sem er vont fyrir þjóðfélag sem er tiltölulega staðnað. Stimpillinn einn segir lítið En höldum okkur við karakter einstaklinga, eða hvaða mann þeir hafa aö geyma. Það getur til dæmis skipt máli hvort að manneskja trú- ir því aö sakir þessa heims1 verði gerðar upp í öðrum heimi, eða hvort hún trúir því að allt sem hér gerist sé endanlegt. Það getur skipt máh hvort að manneskja trúi því að alvitur og alsjáandi Guð fylgi henni hvert fót- mál, eða hvort hún trúi því að hún sé ein að gaufa þegar aðrir menn sjá ekki tdl. - Fyrrgreinda mann- eskjan er óneitanlega nokkuð ólík- legri til að aðhafast eitthvað ljótt í laumi en sú síðarnefnda. Málið er hins vegar flókið; sú síð- arnefnda gæti vissulega haft miklu göfugri ástæður fyrir hegðun sem þyldi dagljós jafn vel og hegðun þeirrar fyrmefndu. - Þess utan em margir úlfar í fiárhúsum kristn- innar þannig að sá stimpill einn út af fyrir sig segir lítið. Það eru manneskjur á ferh sem hafa það eitt markmið í lífinu að raka að sér völdum og fé. Þessar manneskjur hta á veröldina sem endanlegan heim. Þær spyrja ekki hvað sé sanngjamt og réttlátt held- ur; hvað kemst ég upp með? Þær gefa ekki upp réttar ástæður fyrir gjörðum sínum, heldur þær ástæð- ur sem hta best út. Það er gagnvart slíkum karakterum sem við þurf- um fyrst og fremst að vera á varð- bergi. Hvort heldur er í opinberu lífi eða í einkalífi. Sr. Baldur Kristjánsson Er starfsemi Ríkisendurskoðunar skihrirk? Samkvæmt frétt í Morgunblað- inu 20. ágúst sl. hefur Ríkisendur- skoðun nú nýlega veitt okkar vísu landsfeðrum viðurkenningu fyrir að hafa aðeins fiölgað opinberum starfsmönnum um 401 stöðugildi frá fyrri hluta ársins 1989 th jafn- legndar yfirstandandi árs. Nú er það að vísu tekið fram að tekið sé tillit til samdráttar í yfirvinnu þeg- ar stöðugildi eru reiknuð. Þetta heitir á máh þeirra hjá stofnuninni reiknuð störf hjá A-hluta ríkis- sjóðs. Yfirvinnugreiðslur oftast skálkaskjól Þetta hefur þannig séö ekkert með fækkun starfsmanna að gera heldur er verið að skera niður KjaUarinn Benedikt Gunnarsson framkvæmdastjóri „Það er því greinilega misreiknað að Qölgun a stöðum opinberra starfs- manna sé ekki nema 401. - Til viðbótar eru þær stöður sem endurskoðunin dregur frá vegna minni auka- greiðslna.“ greiðslur fyrir tíma sem ekki er unninn og engin þörf fyrir. Þessi staðreynd kom berlega í ljós í samningum fiármálaráðherra við flugumferðarstjóra í sumar þegar hætt var að greiða tvo tíma daglega fyrir ekki neitt. Nú segir hvergi í fréttinni að niðurskurður á yfir- vinnu hafi leitt th fækkunar á starfsmönnum. Það er raunar út í hött að reikna yfirvinnu th stöðu- ghda þegar starfsmenn í opinberri umsýslu eru of margir sem nemur 15-25%. Það er sama hve mikið er hætt að greiða af óþarfri yfirvinnu, það breytir ekkert þeirri stað- reynd. Markmið endurskoðunar Það er því greinilega misreiknað að fiölgun á stöðum opinberra starfsmanna sé ekki nema 401. - Th viðbótar eru þær stöður sem endurskoðunin dregur frá vegna minni aukagreiðslna. Nú er það aðall góðrar endur- skoðunar að skýra á sem skiljan- legastan hátt niðurstöður endur- skoðunar fyrir viðskiptavinum sín- um, en viðskiptavinur Ríkisendur- skoðunar er þjóðin, ég og þú, og fyrir okkur á að skýra hvernig þeir sem með fiármáhn fara standa í stykkinu. Af þessu 401 stöðugildi sem Ríkis- Höfundur segir það hafa komið berlega i Ijós í samningum fjármálaráðherra við flugumferðarstjóra i sumar að verið sé að skera niður greiðslur fyrir tíma sem ekki er unninn og engin þörf fyrir. endurskoðun telur fiölgunina vera segir hún að 250 stöðughdi stafi af breyttri verkaskiptingu á mhli rík- is og sveitarfélaga, en ekki kemur samt fram að það hafi verið sann- prófað að tilsvarandi fækkun hafi orðið hjá sveitarfélögunum. Hafi sú fækkun ekki átt sér stað þá er könnunin ófullkomin og niðurstöð- ur vanrökstuddar staðhæfingar. Fjölgun, sem orsakast af fram- greindum breytingum í verka- skiptingu er alls ekki meiri en það sem fækkar hjá sveitarfélögunum og helst minni, allt annað er um- framfiölgim ef breytingin hefur átt að vera th annars en að breyta breytinganna vegna. Það er tilgangslíth endurskoðun að fylgjast með því og sjá um að rangar tölur séu rétt færðar í bók- haldinu. Að óreyndu er ekki hægt að ætla að Ríkisendurskoðun hafi ekki séð ástæðu til að kanna þessi mál og heföi verið th bóta að upplýsingar um það hefðu fylgt fréttinni. Lög- um samkvæmt hefur Ríkisendur- skoðun heimhd th þess að gera slíka athugun og þar sem þau ákveði eru sett sem breyting á lög- in um Ríkisendurskoðun hlýtur beinhnis aö vera ætlast th þess að það sé gert af minnsta thefni. En þessi breyting á lögunum ákveður að Ríkisendurskoöun geti rannsak- að reikningsskh sem varðar sam- eiginlega starfsemi ríkisins og sveitarfélaga. Hver er skilvirknin En samt leiðist hugurinn að því hvort vinnubrögð Ríkisendurskoð- unar séu eins fagleg og skhvirk og ástæða væri til og þörf á. Það var t.d. nú snemmsumars að margar og miklar fréttir bárust af latlegum vinubrögðum eins bæjar- fógeta á Vestfiörðum við innheimtu gjalda fyrir ríkissjóð og það svo að uppsafnaðar skuldir urðu áragaml- ar hjá miklum fiölda skuldara. Þegar svona ástand varir í ára- raðir þá hlýtur það að hafa komið í ljós við endurskoðun og þá er það skylda Ríkisendurskoðunar að vekja athygh viðkomandi ráðu- neytis á þessari vanrækslu. Nú eru að vísu á sveimi rökstuddar grun- semdir um að störf Ríkisendur- skoðunar séu stundum æði langt á eftir því að útgjöld eiga sér stað. Þá er aðeins verið að staðfesta verknað og oft thgangslaust mat lagt á hann. Eg álít að það væri th hagsbóta fyrir alla ef Ríkisendurskoðun skriöi úr skel sinni og gerði okkur, þjóðinni, grein fyrir því hvað hún hefðist að. Benedikt Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.