Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 1
Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í gær: Valur á enn möguleika þrátt fyrir tap í Noregi - Valsmenn töpuðu 25-21 gegn Sandefjord. - Sjá nánar á bls. 21 Jói Atla áfram „Þaö er skemmtilegt verkefni aö fá aö vinna áfram meö þessum strák- um. Af nýliðum að vera vorum viö mjög sáttir með árangurinn í sumar og vonandi náum við aö fylgja þess- um árangri enn frekar eftir á næsta keppnistímabili. Við höldum sama mannskap nema aö Ámi Sveinsson heldur utan til Lúxemborgar," sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Stjörn- unnar, í samtali við DV en um helg- ina var hann endurráðinn þjálfari Stjömunnar. • Allar líkur benda til þess að Óskar Ingimundarson, sem þjálfaði Víöi í sumar, haldi áfram með liðið en liðið vann 2. deildina og keppir í 1. deild næsta sumar. _jks Péturmeð 20,77 Pétur Guðmundsson, kúluvarpari úr HSK, varpaöi kúlunni 20,77 metra á innanfélagsmóti Ármanns í Laug- ardal í gær. Pétur átti best áður 20,66 metra. íslandsmetið er 21,09 metra sem er í eigu Hreins Halldórssonar. Þessi árangur Péturs í gær skipar honum á bekk á meðal 20 bestu kúlu- varpara í heiminum í dag. Þetta var um leiö næst lengsta kast á Norður- löndum í ár, Georg Andersen, Nor- egi, hefur kastað lengst 20,86 metra. -JKS iit, Lokahófknattspymmnanna: Sævar og Vanda best Sævar Jónsson, Val, og Vanda Sigurgeirsdóttir, ÍA, voru kosin leikmenn ársins 1990 á lokahófi Knattspymumanna sem fram fór á Hótel íslandi á laugardagskvöld. Bæði áttu þau glæsilegt tímabil í sumar og kom kjör þeirra ekki á óvart. Steinar Guðgeirsson, Fram, var kosinn efnilegasti leikmaður íslandsmótsins hjá körlum og Magnea Guðlaugsdóttir, ÍA, var kosin efn- ilegasti leikmaðurinn í kvennaflokki. A myndinni hér að ofan eru frá vinstri: Fulltrúi Flugleiða, sem gaf öll verð- launin, Vanda Sigurgeirsdóttir, ÍA, Steinar Guðgeirsson, Fram, Magnea Guð- laugsdóttir, ÍA, og Sævar Jónsson. • Lokahóf knattspyrnumanna í 2. deild fór einnig fram um helgina í Glaum- bergi í Keflavík. Á myndinni hér til hliðar eru verðlaunahafar frá hófinu, talið frá vinstri: Guðmundur Baldursson, Fylki, sem valinn var besti miðvall- arleikmaður 2. deildar, Daníel Einarsson, Víði, besti varnarleikmaðurinn, Ólafur Pétursson, ÍBK, besti markvörðurinn og efnilegasti markvörðurinn, óg loks Grétar Einarsson, Víði, en hann var kosinn besti leikmaður 2. deild- ar, besti sóknarleikmaöurinn og einnig varð hann markakóngur 2. deildar og fékk Mitre gullskóinn í ár. Sjá nánar á bls. 20. -SK/DV-myndir GS og Ægir Már Sigurður einu marki frá meti í 1. deildinni Sjá nánarí fréttir af handknattleik á bls. 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.