Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990.
19
Iþróttir
EMíhandbolta:
Strembið
hjáFH
gegn
Kyndli í
Færeyjum
- FH vann þó 23-25
• Einn leikmanna IR reynir hér að skora hjá Brynjari Kvaran, markverði Stjörnunnar, á laugardag. A innfelldu myndinni er Sigurður Bjarnason sem
skoraði 16 mörk fyrir Stjörnuna og var aðeins einu marki frá þvi að jafna markametið i einum leik í 1. deild. DV-mynd GS
Islandsmótið 1 handknattleik:
16 mörk Sigurðar rétt
dugðu gegn ÍR-ingum
- Stjaman sigraði ÍR1 Seljaskóla, 22-23,1 æsispennandi leik
„Við hreinlega stálum sigrinum
hér í Seljaskóla. Sigurður Bjarnason
var frábær í leiknum og skoraði 16
mörk. Það er veikleikamerki hjá lið-
inu þegar einn leikmaður sker sig
svona úr. Hins vegar er það ekki
nýtt að Sigurður Bjamason sé at-
kvæðamikill. Varnarleikurinn var
ekki góður, það vantaði baráttu og
stemmningu. Þar af leiðandi fengum
við ekki hraöaupphlaup en þau koma
í kjölfar sterkrar varnar,“ sagði Ey-
jólfur Bragason, þjálfari Stjörnunn-
ar, í samtali við DV eftir að Stjarnan
hafði sigrað ÍR, 22-23, í æsispennandi
leik í 1. deild íslandsmótsins í hand-
knattleik á laugardag.
Sigurður Bjarnason gerði 16 mörk
í leiknum fyrir Stjörnuna og lék
handknattleik á heimsmælikvarða.
Aðrir leikmenn Stjömunnar voru í
aukahlutverkum sem áhorfendur
nema þá helst markvörðurinn,
Brynjar Kvaran.
Það var jafnræði með liðunum í
fyrri hálfleik, jafnt á öllum tölum en
ÍR-ingar höfðu þó fmmkvæðið og
forystu í hálfleik, 12-11. Sama barátt-
an hélt áfram í síðari hálfleik. ÍR-
ingar voru yfir, 17-14, um miðbik
hálfleiksins en af miklu harðfylgi
jöfnuðu Stjörnumenn, 17-17, og kom-
ust yfir, 18-19, og sigruðu, 22-23.
Stjörnumenn léku 6-0 vörn aö
hætti Svía í fyrri hálfleik og áttu í
vandræðum. Handavinna lítil og
hornamenn fóru of langt út í vörn-
inni. Horna- og línumenn ÍR-inga
náðu að lilaupa inn í eyður bak við
vömina og var hún sem gatasigti.
Stjömumenn breyttu varnarleikn-
um í síðari hálfleik og léku þá mun
betur. Hraðaupphlaup sáust varla
hjá hðinu. Ef ekki hefði komið til
stórleikur Sigurðar Bjarnasonar og
Brynjars Kvaran hefði fariö illa.
Einn ljóður er þó á leik Brynjars.
Með látbragði lét hann í ljós óánægju
með dómara leiksins er dæmt var á
lið hans, hvimleiður siður hjá þess-
um leikreynda leikmanni. Magnús
Sigurðsson, landshðsmaðurinn ungi
í liði Stjörnunnar, leikur langt undir
getu um þessar mundir og er það
umhugsunarefni fyrir Þorberg Aðal-
steinsson landshðsþjálfara.
ÍR-ingar komu til leiks fullir sjálfs-
trausts og léku með hjartanu. í fyrri
hálfleik lék liöið 3-2-1 vöm og átti í
erfiðleikum. Leikmenn liðsins völd-
uðu iha og vora seinir. í síðari hálf-
leik brugðu þeir á það ráð að taka
Sigurð Bjarnason úr umferð en allt
kom fyrir ekki. IR-ingar léku skyn-
samlegan sóknarleik, héldu boltan-
um vel og biðu færis,. Ef ekki hefði
komið til óagaður leikur Róberts
Rafnssonar hefðu úrsht orðið önnur.
Hraðaupphlaup ÍR-inga eru ekki eins
sterk og í fyrra en það er þáttur sem
hðið getur lagað. Bestir ÍR-inga voru
þeir Frosti Guðlaugsson og Magnús
Ólafsson.
Góðir dómarar leiksins voru þeir
Egill Markússon og Kristján Sveins-
son.
• Mörk ÍR: Jóhann Ásgeirsson 5/5,
Magnús Ólafsson 4, Frosti Guðlaugs-
son 4, Matthías Matthíasson 3, Ró-
bert Rafnsson 3, Ólafur Gylfason 3/1.
• Mörk Stjömunnar: Sigurður
Bjamason 16/2, Hilmar Hjaltason 3,
Patrekur Jóhannesson 2 og Skúh
Gunnsteinsson2. -GG
Einar Kristjánsson, DV, Færeyjum:
FH-ingar virðast vera með
pálmann í höndum eftir
sigur á Kyndli í Þórshöfn
á laugardaginn var. Leik-
urinn var hður í Evrópukeppni
meistaraliða og urðu lokatölur leiks-
ins 23-25 FH-ingum í hag. í hálfleik
var staðan 12—13fyrir FH. Síöari leik-
urinn verður í Hafnarfirði 1. október
og lítur vel út með að FH komist í
2. umferð keppninnar.
Mikill áhugi var fyrir leiknum í
Þórshöfn og var uppselt en tæplega
eitt þúsund áhorfendur voru á leikn-
um. Fyrri hálfleikur var lengst af í
jafnvægi en tvívegis náði Kyndill for-
ystunni. Guðjón Ámason var mjög
sprækur í upphafi leiksins og skoraði
þijú af fyrstu fjórum mörkum FH-
liðsins. Ennfremur var Óskar Ár-
mannsson mjög ógnandi og átti vörn
færeyska hðsins í miklum vandræð-
um með þá félaga.
Síðari hálfleikur var í fyrstu jafn
en um miðjan hálfleikinn breytti
Kyndill um leikaðferð með það í huga
að ná betri tökum á leiknum. Sú
ætlan brást alveg og FH-ingar tóku
leikinn í sínar hendur, skoruðu hvert
markið á fætur öðru á meðan Kynd-
hl skoraði ekki mark í heilar átta
mínútur. FH náði mest fimm marka
forystu, 17-22.
Kyndill klóraði í bakkann á loka-
kaflanum og þegar upp var staðið
skildu tvö mörk liðin að. Talsverð
fiarka var í leiknum og þá sérstak-
lega í síðari hálfleik en sænskir dóm-
arar leiksins stóðu sig vel í stykkinu.
FH-ingar voru utan vallar í átta mín-
útur en Kyndill í fjórar.
Adrias Martinsen var langbestur í
liði Kyndils og skoraði tíu mörk, var
af mörgum talinn bestur leikmaður
vallarsins. Guðjón Ámason og Óskar
Ármannsson voru bestir í liði FH.
• Mörk FH: Guðjón Ámason 6,
Óskar Ármannsson 5, Stefán Kristj-
ánsson 5/1, Hálfdán Þórðarson 4,
Gunnar Beinteinsson 2, Pétur Pét-
ursson 2, Einar Geirsson 1, Óskar
Helgason 1.
• Mörk Kyndils: Andrias Martins-
en 10, Hannes Wardum 3/2, Hans
Midfjord 3, Jónleif Sólsker 3, Sófus
Christiansen 2, John Egholm 1,
Andre Wraae 1.
- Sjá umsögn um leik Vals gegn
Sandefjord í Evrópukeppninni á bls.
21.
Spennandi í Eyjum
„Vissulega eram við með mjög
ungt lið og það er erfltt að leika í
Eyjum. En þetta kemur hjá okkur
og Framhðið á framtíðina fyrir sér,“
sagði Gunnar Andrésson, leikmaður
Fram í handknattleik, en hann var
besti maður vallarins er ÍBV vann
Fram í Eyjum um helgina, 21-19, eft-
ir 9-7 í hálfleik.
Leikur liðanna var mjög spennandi
og það var ekki fyrr en í lokin sem
Eyjamenn tryggðu sér sigurinn.
Bestur í liði þeirra var markvörður-
inn Ingólfur Amarsson og varði
hann 15 skot.
• Mörk ÍBV: Sigurður Gunnars-
son, 7/3, Gylfi Birgisson 5, Jóhann
Pétursson 3, Sigurður Friðriksson 3,
Guöfmnur Kristmannsson 2 og Þor-
steinn Viktorsson 1.
• Mörk Fram: Gunnar Andrésson
5, Páh Þórólfsson 4/1, Jason Ólafsson
4/2, Karl Karlsson 3, Gunnar Krist-
insson 1, Jón Geir Sævarsson 1 og
Halldór Jóhannsson 1.
Leikinn dæmdu þeir Örn Markús-
son og Guðmundur Árni Sigfússon,
komungir dómarar sem þarna
dæmdu sinn fyrsta leik í 1. deild og
stóðu sig einstaklega vel.
• Á fóstudagskvöld léku KA og
Selfoss á Akureyri. KA sigraði, 27-12.
Mörk KA skoruðu: Hans Guðmunds-
son 9, Erhngur Kristjánsson 8, Sigur-
páh Aðalsteinsson 4/2, Friðþjófur
Friðþjófsson 3, Jóhann Bjarnason 2/1
og Andrés Magnússon 1. Mörk Sel-
foss: Siguijón Bjarnason 4, Gústaf
Bjarnason 3/1, Einar Sigurðsson 1,
Sigurður Þórðarson 1, Stefán Hall-
dórsson 1, Hilmir Guðlaugsson 1 og
Smári Stefánsson 1.
ÓG Eyjum/GK/Akureyri/-SK