Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiSeptember 1990Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. 19 Iþróttir EMíhandbolta: Strembið hjáFH gegn Kyndli í Færeyjum - FH vann þó 23-25 • Einn leikmanna IR reynir hér að skora hjá Brynjari Kvaran, markverði Stjörnunnar, á laugardag. A innfelldu myndinni er Sigurður Bjarnason sem skoraði 16 mörk fyrir Stjörnuna og var aðeins einu marki frá þvi að jafna markametið i einum leik í 1. deild. DV-mynd GS Islandsmótið 1 handknattleik: 16 mörk Sigurðar rétt dugðu gegn ÍR-ingum - Stjaman sigraði ÍR1 Seljaskóla, 22-23,1 æsispennandi leik „Við hreinlega stálum sigrinum hér í Seljaskóla. Sigurður Bjarnason var frábær í leiknum og skoraði 16 mörk. Það er veikleikamerki hjá lið- inu þegar einn leikmaður sker sig svona úr. Hins vegar er það ekki nýtt að Sigurður Bjamason sé at- kvæðamikill. Varnarleikurinn var ekki góður, það vantaði baráttu og stemmningu. Þar af leiðandi fengum við ekki hraöaupphlaup en þau koma í kjölfar sterkrar varnar,“ sagði Ey- jólfur Bragason, þjálfari Stjörnunn- ar, í samtali við DV eftir að Stjarnan hafði sigrað ÍR, 22-23, í æsispennandi leik í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik á laugardag. Sigurður Bjarnason gerði 16 mörk í leiknum fyrir Stjörnuna og lék handknattleik á heimsmælikvarða. Aðrir leikmenn Stjömunnar voru í aukahlutverkum sem áhorfendur nema þá helst markvörðurinn, Brynjar Kvaran. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, jafnt á öllum tölum en ÍR-ingar höfðu þó fmmkvæðið og forystu í hálfleik, 12-11. Sama barátt- an hélt áfram í síðari hálfleik. ÍR- ingar voru yfir, 17-14, um miðbik hálfleiksins en af miklu harðfylgi jöfnuðu Stjörnumenn, 17-17, og kom- ust yfir, 18-19, og sigruðu, 22-23. Stjörnumenn léku 6-0 vörn aö hætti Svía í fyrri hálfleik og áttu í vandræðum. Handavinna lítil og hornamenn fóru of langt út í vörn- inni. Horna- og línumenn ÍR-inga náðu að lilaupa inn í eyður bak við vömina og var hún sem gatasigti. Stjömumenn breyttu varnarleikn- um í síðari hálfleik og léku þá mun betur. Hraðaupphlaup sáust varla hjá hðinu. Ef ekki hefði komið til stórleikur Sigurðar Bjarnasonar og Brynjars Kvaran hefði fariö illa. Einn ljóður er þó á leik Brynjars. Með látbragði lét hann í ljós óánægju með dómara leiksins er dæmt var á lið hans, hvimleiður siður hjá þess- um leikreynda leikmanni. Magnús Sigurðsson, landshðsmaðurinn ungi í liði Stjörnunnar, leikur langt undir getu um þessar mundir og er það umhugsunarefni fyrir Þorberg Aðal- steinsson landshðsþjálfara. ÍR-ingar komu til leiks fullir sjálfs- trausts og léku með hjartanu. í fyrri hálfleik lék liöið 3-2-1 vöm og átti í erfiðleikum. Leikmenn liðsins völd- uðu iha og vora seinir. í síðari hálf- leik brugðu þeir á það ráð að taka Sigurð Bjarnason úr umferð en allt kom fyrir ekki. IR-ingar léku skyn- samlegan sóknarleik, héldu boltan- um vel og biðu færis,. Ef ekki hefði komið til óagaður leikur Róberts Rafnssonar hefðu úrsht orðið önnur. Hraðaupphlaup ÍR-inga eru ekki eins sterk og í fyrra en það er þáttur sem hðið getur lagað. Bestir ÍR-inga voru þeir Frosti Guðlaugsson og Magnús Ólafsson. Góðir dómarar leiksins voru þeir Egill Markússon og Kristján Sveins- son. • Mörk ÍR: Jóhann Ásgeirsson 5/5, Magnús Ólafsson 4, Frosti Guðlaugs- son 4, Matthías Matthíasson 3, Ró- bert Rafnsson 3, Ólafur Gylfason 3/1. • Mörk Stjömunnar: Sigurður Bjamason 16/2, Hilmar Hjaltason 3, Patrekur Jóhannesson 2 og Skúh Gunnsteinsson2. -GG Einar Kristjánsson, DV, Færeyjum: FH-ingar virðast vera með pálmann í höndum eftir sigur á Kyndli í Þórshöfn á laugardaginn var. Leik- urinn var hður í Evrópukeppni meistaraliða og urðu lokatölur leiks- ins 23-25 FH-ingum í hag. í hálfleik var staðan 12—13fyrir FH. Síöari leik- urinn verður í Hafnarfirði 1. október og lítur vel út með að FH komist í 2. umferð keppninnar. Mikill áhugi var fyrir leiknum í Þórshöfn og var uppselt en tæplega eitt þúsund áhorfendur voru á leikn- um. Fyrri hálfleikur var lengst af í jafnvægi en tvívegis náði Kyndill for- ystunni. Guðjón Ámason var mjög sprækur í upphafi leiksins og skoraði þijú af fyrstu fjórum mörkum FH- liðsins. Ennfremur var Óskar Ár- mannsson mjög ógnandi og átti vörn færeyska hðsins í miklum vandræð- um með þá félaga. Síðari hálfleikur var í fyrstu jafn en um miðjan hálfleikinn breytti Kyndill um leikaðferð með það í huga að ná betri tökum á leiknum. Sú ætlan brást alveg og FH-ingar tóku leikinn í sínar hendur, skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan Kynd- hl skoraði ekki mark í heilar átta mínútur. FH náði mest fimm marka forystu, 17-22. Kyndill klóraði í bakkann á loka- kaflanum og þegar upp var staðið skildu tvö mörk liðin að. Talsverð fiarka var í leiknum og þá sérstak- lega í síðari hálfleik en sænskir dóm- arar leiksins stóðu sig vel í stykkinu. FH-ingar voru utan vallar í átta mín- útur en Kyndill í fjórar. Adrias Martinsen var langbestur í liði Kyndils og skoraði tíu mörk, var af mörgum talinn bestur leikmaður vallarsins. Guðjón Ámason og Óskar Ármannsson voru bestir í liði FH. • Mörk FH: Guðjón Ámason 6, Óskar Ármannsson 5, Stefán Kristj- ánsson 5/1, Hálfdán Þórðarson 4, Gunnar Beinteinsson 2, Pétur Pét- ursson 2, Einar Geirsson 1, Óskar Helgason 1. • Mörk Kyndils: Andrias Martins- en 10, Hannes Wardum 3/2, Hans Midfjord 3, Jónleif Sólsker 3, Sófus Christiansen 2, John Egholm 1, Andre Wraae 1. - Sjá umsögn um leik Vals gegn Sandefjord í Evrópukeppninni á bls. 21. Spennandi í Eyjum „Vissulega eram við með mjög ungt lið og það er erfltt að leika í Eyjum. En þetta kemur hjá okkur og Framhðið á framtíðina fyrir sér,“ sagði Gunnar Andrésson, leikmaður Fram í handknattleik, en hann var besti maður vallarins er ÍBV vann Fram í Eyjum um helgina, 21-19, eft- ir 9-7 í hálfleik. Leikur liðanna var mjög spennandi og það var ekki fyrr en í lokin sem Eyjamenn tryggðu sér sigurinn. Bestur í liði þeirra var markvörður- inn Ingólfur Amarsson og varði hann 15 skot. • Mörk ÍBV: Sigurður Gunnars- son, 7/3, Gylfi Birgisson 5, Jóhann Pétursson 3, Sigurður Friðriksson 3, Guöfmnur Kristmannsson 2 og Þor- steinn Viktorsson 1. • Mörk Fram: Gunnar Andrésson 5, Páh Þórólfsson 4/1, Jason Ólafsson 4/2, Karl Karlsson 3, Gunnar Krist- insson 1, Jón Geir Sævarsson 1 og Halldór Jóhannsson 1. Leikinn dæmdu þeir Örn Markús- son og Guðmundur Árni Sigfússon, komungir dómarar sem þarna dæmdu sinn fyrsta leik í 1. deild og stóðu sig einstaklega vel. • Á fóstudagskvöld léku KA og Selfoss á Akureyri. KA sigraði, 27-12. Mörk KA skoruðu: Hans Guðmunds- son 9, Erhngur Kristjánsson 8, Sigur- páh Aðalsteinsson 4/2, Friðþjófur Friðþjófsson 3, Jóhann Bjarnason 2/1 og Andrés Magnússon 1. Mörk Sel- foss: Siguijón Bjarnason 4, Gústaf Bjarnason 3/1, Einar Sigurðsson 1, Sigurður Þórðarson 1, Stefán Hall- dórsson 1, Hilmir Guðlaugsson 1 og Smári Stefánsson 1. ÓG Eyjum/GK/Akureyri/-SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Sprog:
Årgange:
41
Eksemplarer:
15794
Registrerede artikler:
2
Udgivet:
1981-2021
Tilgængelig indtil :
15.05.2021
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Sponsor:
Tidligere udgivet som:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: DV íþróttir (24.09.1990)
https://timarit.is/issue/193030

Link til denne side: 19
https://timarit.is/page/2575993

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

DV íþróttir (24.09.1990)

Iliuutsit: