Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Qupperneq 6
22 MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. íþróttir DV Sport- stúfar ítalski landsliðsþjálfarixm í knattspymu, Azegiio Vicini, hef- ur vaÖö landsliöshóp sinn sem mætir Holiendingum í vináttu- ieik i Palermo á Italiu á miöviku- dag. Liðiö er skipaö eftirtöldum leikraönnum; Markveröin Wáiter Zenga og Stefano Tacconi. Vamarmenn; Giuseppe Bergomi, Franco Bar- esi, Ciro Ferrara, Raccardo Ferri, Paoio Maldini, Pietro Vierec- howod, Luigi de Agostini. Miöju- raenn: Massimo Crippa, Fem- ando de NapoiL Giancarlo Maro- chi, Roberto Baggio, Roberto MacinL Sóknarmenn; Nicola Berti, Salvatore Schiilaci, Pierlu- igi Casiraghi og Roberto Dona- doni. Mattháus frá í þrjárvikur ' Lothar Mattháus, fyrirliði heims- meistara Vestur-Þjóðverja í knattspyrnu, getur ekki leikið meö Inter Milan næstu þijá vik- umar vegna meiösla. Matthaus sneri sig illa á hné í leik með Int- er gegn Rapid Vín í Evrópu- keppninni í síðustu viku þar sem Inter tapaði, 2-1. Matthaus getur því ekki leikiö með félögum sín- um gegn austurríska iiðinu í sið- ari leik liðanna á Ítalíu 3. október. F 35 30 25 20 15 10 5 :jöldi jafntefla í 1. deild 1981 -90 _ k 7 F V \ J A A / V u 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 300 250 200 150 100 50 Fjöldi marka í 1. deild 1981 -90 U 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 íslandsmótið í knattspymu: Jafntefli aldrei fænri - aðeins 14 jafntefli í 90 leikjum - mörkin 27 fleiri en 1 fyrra Af 90 leikjum í 1. deildinni í knatt- spymu á nýloknu keppnistímabili lauk einungis 14 með jafntefli og hafa jafnteflisleikir aldrei verið færri í deildinni frá því hún var fyrst skipuð 10 liðum árið 1977. Frá og með árinu 1984 hafa verið gefin 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafn- tefli á íslandsmótinu en til þess tíma voru gefin 2 stig fyrir sigur. Þetta hefur haft mikil áhrif eins og sést á línuritinu hér að ofan. Síðasta árið sem 2 stig voru gefin fyrir sigur, 1983, enduðu 33 leikir af 90 með jafntefli en síðan hafa þau flest orðiö 25, árið 1987. Metið þar til í ár var sett árið 1985 en þá enduðu aðeins 16 leikir með jafntefli. Mörkin voru 27 fleiri en 1989 í 1. deildinni 1990 voru skoruð 254 mörk í 90 leikjum og fjölgaði þeim um 27 frá árinu 1989 þegar skorað vora 227 mörk. Þar munar mest um Eyjamenn en í þeirra leikjum vora skoruð tæplega 4 mörk að meðaltali í leik. Markatala ÍBV var 39-32 eöa 71 mark skorað sem er það mesta hjá 1. deildar liði á einu keppnistímabOi frá upphafi á íslandsmótinu. Skor Eyjamanna er þó ekki met ef litið er á meðalskor. Lið Akur- eyringa, ÍBA, skoraði 32 mörk gegn 30 í 1. deildinni árið 1970 en þá lék hvert liö aðeins 14 leiki. Meðalskor í leik hjá ÍBA þaö ár var um 4,4 mörk. -VS Þórður og Eyþór sigruðu - á Vesturlandsmeistaramótinu í golíi Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Vesturlandsmeistaramótið í golfi fór fram á Garðsvelli þeirra Leynis- manna fyrir skömmu. Úrslit á mót- inu uröu sem hér segir: Án forgjafar 1. Þórður Emil Ólafsson, Leyni....78 2. Birgir A. Birgisson, Leyiú.....82 3. Sváfnir Hreiðarsson, Mostra...83 3. Viðar Héöinsson, GB...........83 Án forgjafar 1. Eyþór Benediktsson, Mostra....67 2. Birgir A. Birgisson, Leyni....71 3. -7. sæti. Gunnar Kristjánsson, Golfklúbbi Borgamess, Ingvar Áma- son, Golfklúbbi Borgarness, Birgir Birgisson, Leyni, Birgir Jónsson, Leyni, og Sváfnir Hreiðarsson, Mostra, allir á 73 höggum Keppendur á mótinu voru 50 tals- ins. Þá var einnig keppt í sveita- keppni. Sveit Leynis sigraöi á 441 höggi. Sveit GB varö í öðru sæti á 444 höggum og í þriðja sæti Mostri á 448 höggum. Spænskur sigur í 1000 vatna rallinu Finnska 1000 vatna rallið er sú keppni sem aila rallökumenn dreymir um aö sigra í. Það hefur þó þótt frekar torsótt og hefur eng- um ökumanni utan Skandinavíu tekist þaö þar til nú. Þessi frægasta rallkeppni Noröurlanda var haldin í 40. sinn á dögunum með pompi og pragt. Var meö ólíkindum aö sjá ráslist- ann þar sem saman voru komnir allir þeir bestu í heiminum til aö reyna með sér. Keppnishaldarar höfðu í tilefni af 40 ára afmælinu gert þeim ýmis gylliboð svo að þeim yrði léttbærara aö mæta. En það er skemmst frá því að segja að Spánverjarnir Carlos Sa- ins og Luis Moya, er aka fyrir heimsmeistaralið Toyota, tóku strax forastuna á fjórhjóladrifinni Toyotu Celica turbo. Þrátt fyrir ógurlegan þrýsting frá Finnanum fljúgandi, Ári Vatanen, sem-ekur á Galant, óku Spánveijamir af ótrú- legu öryggi allan tímann og náðu að halda forskotinu allt til enda keppninnar og sigraöu meö 19 sek- úndna mun eftir nær fimm klukku- stunda sérleiöaakstur. í öðra og þriðja sæti urðu Galant- ökumennimir Ari Vatanen og Ken- neth Eriksson. Sex mínútum á eftir sigurvegaranum varð hins vegar Finninn Markku Alen á Subaru. Þetta er í fyrsta sinn sem nýi Su- bara-bíllinn lýkur keppni í heims- meistaramóti en ekki var þaö átaka- laust því aö 12 sinnum þurfti að endurnýja gírkassann í ökutækinu. Finnar era að vonum súrir yfir þessum „slaka“ árangri sinna manna. Þeir heföu getað unað við að sænskur ökumaður hefði sigraö en fannst þessi málalok hið versta mál. Og til að bæta gráu ofan á svart tók Spánverjinn yfirburða- forastu í heimsmeistarakeppninni viö þennan sigur þvi aö helstu keppinautar hans, finnskir, stóöu sigfila. -BG • Spánskur sigur i finnsku ralli. EitthvaA sem hefði þótt óhugsandi fyrr á árum. Spánverjinn Carlos Sainz aýndi heimsmeistaratakta er hann sigraði i 1000 vatna rallinu á Toyotu Cellca turbo og náðl með því forustu í heimsmeistarakeppni ökumanna. Símamynd/Reuter • Verðlaunahafarnir á Flórídamótinu. Efstu menn deildu með sér verðlaunum - á Flórídamótinu 1 golfi á Hvammsvelli Svonefnt Flórídamót í golfi fór fram um síöustu helgi á Hvamms- velli í Kjós. Keppendur á mótinu vora 78 talsins og fór þaö hiö besta fram. Gefendur verðlauna á mótinu voru Samvinnuferðir/Landsýn, Golf- skóli John Jakobs og Laxalón hf. Tveir keppendur kepptu saman og urðu efstir og jafnir, Baldur Bijáns- son/Birgir Viðar Halldórsson og Guðmundur Fr. Sigurðsson/Jónas Guðmundssson. Bæði pörin fengu 47 punkta. í 3.-4. sæti uröu Gunnar Gunnarsson/Sveinn Ásgeir Baldurs- son. Keppendurnir, sem urðu efstir og jafnir, ákváðu að skipta með sér verðlaunum í staö þess að leika um það hverjir færu á Golfskóla John Jakobs í Flórída. Góður tími Gunnars - besti árstíminn 1400 metra hlaupi Gunnar Guðmundsson úr FH náði besta árangri íslendings í 400 metra hlaupi karla á þessu ári þegar hann keppti á móti í Noregi fyr- ir skömmu. Gunnar hljóp á 48,34 sekúndum og varð annar í hlaupinu. Gunnar keppti einnig í 100 metra hlaupi og varö þar þriöji á 11,15 sekúndum, sem er Hafnaríjarðarmet. Gunnar er Fáskrúðsfiröingur og keppti fyrir UÍA en gekk til liðs viö FH í fyrra. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.