Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Blaðsíða 1
Svipur Clint Eastwood í dollara- myndunum var ætíð sá sami. Stöð 2: Hefndfyrir dollara Hefnd fyrir dollara (For A Few Dollars More) er önnur mynd af þremur sem ítalski leikstjórinn Sergio Leone gerði. Þetta eru svokall- aðir spaghettívestrar en undir því nafni gengu kvikmyndir sem unnar voru á Ítalíu en höfðu að meginefni tímabil villta vestursins vestur í Ameríku. Þessar myndir Leone urðu geysivinsælar og frábær tónlist Ennio Morricone átti ekki síst þátt í því. í kjölfarið reis bylgja spaghettí- vestra en enginn leikstjóri komst með tærnar þar sem Leone hafði hælana. Leone lést á síðasta ári en dollaramyndirnar halda merki hans á lofti. Önnur stjarna fæddist með dollara- myndunum en það var Chnt East- wood sem leikur aðalhlutverkið í öll- um þremur. Píreygi, einmana kúrek- inn með vindilinn milli tannanna varð hetjan sem Eastwood skapaði. Myndirnar eru æði ofbeldismiklar en nóg er af réttsýnum hetjum. Mynd þessi var gerð árið 1965 og fær þrjár stjörnur í kvikmyndahandbók Malt- ins. -JJ Sjónvarp á sunnudagskvöldum í vetur: Ófriður og örlög Flaggskip sjónvarpsins í vetur er framhaldsmyndaílokkurinn Ófriö- ur og Örlög (War and Remembran- ce) sem gerður er eftir skáldsögu Hermans Wouks, þess sama og gerði söguna Blikur á lofti (Winds of War) sem Sjónvarpið sýndi fyrir tveimur árum. Um er að ræða dýr- asta sjónvarpsmyndaflokk sem sögur fara af en hann kostaði litlar 120 milljónir dali í framleiðslu. Þessi þáttaröð tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið við að rekja sögu Henry-fjölskyldunnar í síðari heimsstyrjöldinni. Upphafsatriðið sýnir árás Japana á Perluhöfn og þá ákveður Victor Henry að snúa baki við hanastélsboðum utanrík- isþjónustunnar og taka virkan þátt í bardögum sem sjóliðsforingi. Inn í skáldsöguna er svo fléttað sögu- legum staðreyndum og ýmsir vel- þekktir menn af spjöldum sögunn- ar hafa áhrif á atburðarásina. Höf- undurinn skrifaði sjálfur handritið að sjónvarpsmyndinni og leggur Aðalstöðin: Rás 2 á föstudagsmorgnum: Gestastjómandi í morgunútvarpi Morgun- þátturinn fyrir eldri borgara Morgunþáttur Aðalstöðvarinnar, í höndum þeirra Helga Péturssonar og Steingríms Ólafssonar, hefur breytt um efnistök. Á hverjum morgni er vaknað við morgunandakt sem sr. Cecil Haraldsson sér um. í fyrri hluta þáttarins er farið yfir fréttir, lesið úr blöðum, færð athug- uð, veðrið og leikin tónlist. Orð dags- ins er skýrt með aðstoð orðabókar Menningarsjóðs. Heiðar Jónsson snyrtir er með tíu mínútna pistil um heilsu og hreinlæti. Einnig er fyrra morgunviðtal innan þessa ramma og þá spjallað við einhvern sem er í fréttum eða ætti að vera þaö. Síðari hlutinn er helgaður fólki á besta aldri, það er að segja eldri borg- urum. Litið er inn í þjónustumið- stöövar aldraðra, fólk tekið tali og sagðar sögur. Fluttar eru fréttir af félagslífi, tómstundum og öllu því sem tengist fólki á besta aldri. -JJ Rás 2 hefur tekið upp þá nýjung að hafa gestastjórnanda með Leifl Haukssyni í morgunútvarpinu á fóstudagsmorgnum. Aðra daga vik- unnar hafa þau Kristín Ólafsdóttir, Stefán Jón og Sigurður G. Tómasson skipst á að vinna með Leifi og mun svo vera áfram. Það var Davíð Odds- son borgarstjóri sem reið á vaðið sem gestastjórnandi síðasta föstudag en Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur mun taka það hlutverk að sér á morgun. Þjóðarsálin er enn á' sínum stað klukkan 17.00 síðdegis og á þriðju- dögum munu talsmenn stjórnmála- flokkanna sitja fyrir svörum. Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra og Þorsteinn Pálsson hafa þeg- ar svarað fyrir sína flokka en næstu þriðjudaga munu talsmenn hinna flokkanna ræða við hlustendur. Það er svo val hlustenda sem hringja í síma 689060 hvert umræðuefnið er. er enn í hlutverki sjóliðsforingjans og ættfóðursins Victors „Pug“ Henry og sama er að segja um Polly Bergen sem leikur eiginkonuna. Börnin hafa aftur á móti fengið nýja ásjónu. Stórstjörnur á borð við Jane Seymor og John Gielgud koma fram í veigamiklum hlut- verkum. Jane leikur tengdadóttur Victors en hún er af gyðingaættum Polly Bergen og Robert Mitchum eru í hlutverkum Henry-hjónanna sem fyrr. mikla áherslu á hinn sagnfræðilega þátt. Sjónvarpsstöðin ABC sparaði ekkert til að gera sem raunsann- asta mynd af tíðarandanum og tengist herseta Þjóðverja á megin- landi Evrópu, Jaltafundurinn, orr- ustan við Midway og fleiri söguleg- ir atburðir örlögum Henry-fjöl- skyldunnar. Gamla kempan, Robert Mitchum, en Gielgud leikur frænda hennar, fræðimanninn virta, Aaron Jastrow, en þau hreppa óblíð örlög sökum uppruna síns. Alls verða sýndir 30 þættir viku- lega og er söguloka ekki að vænta fyrr en með vorinu. Þýðandi þátta- raðarinnar er Jón O. Edwald. -JJ Fjöldi heimsfrægra leikara koma fram i þessum myndaflokki og má þar nefna Jane Seymor ... ... og John Gielgud.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.