Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990.
5
Fréttir
Tillögur Húsafriðunamefndar til menntamálaráðuneytisins:
Nef ndin vill láta friða
24 hús í höfuðborginni
Túngata 18 Austurstræti 9 Hafnarstræti 1-3
Tjarnargata 28
Pósthússtræti 2
Pósthússtræti 3
Tjarnargata 32
Húsafriðunamefnd hefur lagt til
að 24 hús í Reykjavík verði friðuð.
Það. er menntamálaráðuneyti sem
tekur ákvörðun um slíkt en það hef-
ur vísað tillögunumtil Reykjavíkur-
borgar til umsagnar. Flest húsin eru
í gamla miöbænum en önnur við
Tjömina, í Þingholtunum og í vest-
urbæ.
Húsin, sem friða á, eru ýmist í
einkaeign, eign borgar eða ríkis og
svo fyrirtækja. Friðunin þarf ekki
alltaf að ná til hússins alls heldur er
lagt til að mismunandi hlutar hús-
anna verði friðaðir. Flestar tillögur
húsafriðunamefndar ná til ytra
borðs húsanna. TiUögur nefndarinn-
ar em gerðar með hhðsjón af niður-
stöðun könnunar á gömlum bygging-
um og varðveislugildi þeirra sem
Hörður Ágústsson listmálari og Þor-
steinn Gunnarsson arkitekt gerðu
1967-70.
Nauðsynlegur hluti
miðbæjarins
í gamla miðbænum er lagt til að
Austurstræti 9 verði friðað. Það er
steinsteypt hús sem Egill Jacobsen
lét reisa árið 1920. Lagt er til að frið-
unin nái til ytra borðs og loftskreyt-
inga á fyrstu hæð.
Húsið að Austurstræti 11 er stein-
steypt hús sem Landsbankinn á en
það var reist árið 1922. Friðun þess
á að ná til ytra borðs, upprunalegra
innréttinga og veggskreytinga.
Að Austurstræti 16 er Reykjavík-
urapótek til húsa, svo og skrifstofur
Reykjavíkurborgar. Það er stein-
steypt hús, reist árið 1916. Friðunin
á að ná til ytra borðs, innréttinga í
apóteki og stigaganga að sunnan.
Pósthússtræti 3, sem upphaflega
var bamaskóli, en síðar lögreglustöð,
er hlaðið steinhús sem reist var árið
1882. Friðun þess á að ná til ytra
borðs.
Pósthússtræti 5 er steinsteypt hús
sem reist var árið 1914 og ytra borð
þess á að friða. Húsin að Pósthús-
stræti 3 og 5 em í eigu Pósts og síma.
Hús Eimskipafélagsins að Pósthús-
stræti 2 er steinsteypt hús, reist árið
1919. Friðun þess á að ná til ytra
borðs og afgreiðslusalar á annarri
hæð.
Að mati húsafriðunamefndar em
þessi hús öll nauðsynlegur hluti mið-
bæjarins og hafa mótað svip bæjar-
ins um langan tíma.
Byggingarsögulegt gildi
Hafnarstræti 1-3 er jámvarið timb-
urhús. Elsti hluti þess er frá 1885 en
núverandi útht er frá árinu 1907.
Hafnarstræti 16, eða Jóska húsið -
Hótel Alexandra, er tvílyft timbur-
hús frá árinu 1795.
Kirkjutorg 6 er helluklætt tvílyft
timburhús frá árinu 1860. Þetta hús
er fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið í
Reykjavík.
Lækjargata 10 er steinhlaðið hús
frá 1877 og er eitt af elstu steinhlöðnu
húsum borgarinnar.
Aðalstræti 16 er jámvarið timbur-
hús, að stofni til frá tímum Innrétt-
inganna en fékk núverandi útht um
síðustu aldamót. Friðun þessara
húsa á að ná til ytra borðs.
Að mati húsafriðunamefndar hafa
þessi hús mikið byggingarsögulegt
ghdi þar sem þau em meðal elstu
húsa Reykjavíkur.
Óvenju samstæð heild
Húsin við Ijarnargötu, sem lagt er
th að verði friðuð, eru öh járnvarin
timburhús. Tjamargata 18 er frá ár-
inu 1906, Tjarnargata 22 er einnig frá
árinu 1906, Tjamargata 24 er frá 1907,
Tjarnargata 26 er frá 1908, Tjarnar-
gata 28 er frá árinu 1906 og Tjarnar-
gata 32, Ráðaherrabústaðurinn, er
frá 1908. Friðun þessara húsa á að
ná th ytra borðs.
Húsið að Vonarstræti 3, Iðnó, er
tvhyft timburhús sem reist var árið
1897. Friðun þess á að ná til innra
skipulags og ytra horðs.
Þá er húsið að Sóléyjargötu 1,
Staðastaður, steinsteypt hús frá ár-
inu 1912 og friðun þess á að ná til
ytra borðs.
Mat húsafriðunarnefndar á þess-
um húsum er að þau myndi óvenju
samstæða heild og friðun þeirra sé
framhald á markaðri friðunarstefnu
í þessum borgarhluta.
Falleg þyrping
í Þingholtunum er lagt til að Skál-
holtsstígur 7, eöa Landshöfðingja-
húsið, verði friðað. Það er timburhús
sem reist var árið 1903. Svo og Skál-
holtsstígur 6 sem er járnvarið timb-
urhús frá árinu 1909. Friöun þeirra
á að ná til ytra borðs.
Umsögn húsafriðunarnefndar á
þessum húsum er að þau fylli upp í
fallega þyrpingu velhirtra timbur-
húsa á horni Skálholtsstígs.
Þrjú hús í vesturbæ
Þá eru það þijú hús í vesturbænum
sem lagt er th að verði friðuð. Þau
em Öldugata 23, Stýrimannaskóhnn
gamh, sem er jámvarið timburhús
frá 1898, Túngata 18, sem er stein-
steypt hús frá 1922, og Landakots-
skólinn sem reistur var árið 1908.
Friðun þessara húsa á að ná th ytra
borðs og mat húsafriðunarnefndar
er að þau hafi mikið hstrænt og bygg-
ingarsögulegt gildi.
Sum í einkaeign
Húsin í kringum Tjömina eru
mörg í einkaeign.
Sigurður Líndal er einn af eigend-
um hússins að Tjarnargötu 24 og
hann segist vera mjög ánægður með
friðunartillöguna. „Ég var nú eigin-
lega búinn að friða húsið fyrir löngu
sjálfur. Ég hef engu breytt sem heitið
getur. Að visu er búið aö setja í hú-
sið tvöfalt gler en ég geymi gömlu
gluggana svo ég get sett þá í aftur
hvenær sem er. Ég vh einmitt halda
Tjarnargötunni óbreyttri svo ég er
mjög ánægður með þetta,“ segir Sig-
urður.
Sóleyjargata 1 er í eigu Reykviskr-
ar endurtryggingar og Gísh Pálsson
forstjóri segist afar ánægður með
friðunartillöguna. „Hér er um að
ræða hús sem var byggö 1912 og hef-
ur sögulegt ghdi og mér finnst rétt
að varðveita það. Við keyptum húsið
1985 og höfum lagt áherslu á að hafa
það eins og það var byggt. Verðmætin
í þessu húsi hggja í sögulegu gjldi
þess. Ég er þess vegna mjög ánægður
meðþessathlögu,“segirGísh. -ns