Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990.
Úliönd
Irakar senda
liðsauka
til Kúvæt
DV
Bush Bandaríkjaforseta tókst ekki í gær að fá Gorbatsjov til að fallast á
umræður í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um ályktun sem heimilar
beitingu vopnavalds gegn írökum.
Stríðsskjálfti er nú við Persaflóa í
kjölfar yfirlýsingar íraka um að þeir
væru að senda tvö hundruð og fimm-
tíu þúsund hermenn til viðbótar
þeim fjögur hundruð þúsund sem eru
í Kúvæt. írösk yfirvöld tilkynntu
jafnframt að andstæðingar íraka við
Persaílóa þyrftu þrjár milljónir
manna undir vopnum áður en þeir
gætu reynt að ráðast á íraka í Kúvæt.
George Bush Bandaríkjaforseti og
Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti, sem
báðir eru í París á Ráðstefnunni um
öryggi og samvinnu í Evrópu, voru
í gær sammála um að hernám íraka
væri ógnun við heimsfriðinn. Bush
tókst hins vegar ekki að fá Gor-
batsjov til að lýsa strax yfir stuðn-
ingi við að Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna ályktaði um heimild til
beitingar vopnavalds ef írakar neit-
uðu að hörfa frá Kúvæt. Báðir voru
leiðtogarnir þó sammála um að ekki
væri hægt að útiloka beitingu vopna-
valds.
Frönsk yfirvöld vísuðu í gær á bug
fréttum um að þau hefðu samþykkt
að styöja ályktun sem heimilaði
vopnavald.
Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta
hússins í Washington, reyndi að
breiða yfir ágreininginn með því að
leggja áherslu á að bæði bandarísk
og sovésk yfirvöld vonuðust eftir
friðsamlegri lausn. Hann sagði aö nú
væri ekki rétti tíminn fyrir umræður
í Öryggisráðinu um nýja ályktun.
Bandarískir sjóliðar æfa björgunaraðgerdir við strönd Saudi-Arabiu í gær.
Símamyndir Reuter
Stuttu eftir að írösk yfirvöld höfðu
tilkynnt um liðsaukann til Kúvæt í
gær tjáði Saddam Hussein íraks-
forseti svissneskum þingmönnum,
sem voru í heimsókn í Bagdad, aö
írakar vildu frið en ekki án skilyrða.
Saddam sagði viö þingmennina að
nokkrir landar þeirra gætu fengið
fararleyfi. Síðar um daginn skiptu
írösk yfirvöld um skoðun og til-
kynntu að svissnesku gíslarnir gætu
ekki farið heim fyrir jól.
Olíuverð hækkaði um nær dollar í
kjölfar fréttanna um Uðsflutningana
til Kúvæt. Fór verðið upp í 29,85 doll-
ara á tunnuna.
Bandarískir sérfræðingar segja
sigurlíkur andstæðinga Iraka ekki
hafa minnkað þrátt fyrir aukinn liðs-
afla íraka í Kúvæt. írösk yfirvöld til-
kynntu að hundrað og fimmtíu þús-
und mannanna væru úr varaliðinu
en hundrað þúsund úr ýmsum deild-
um hersins. írakar hafa eina milljón
manna undir vopnum og yfir fimm
þúsund og fimm hundruð skrið-
dreka. íraskir hermenn í Kúvæt og
suðurhluta íraks eru yfir fjögur
hundruð þúsund. Vestrænir, arab-
ískir og afrískir hermenn við Persa-
flóa eru nú yfir þrjú hundruð og sjö-
tíu þúsund. Á næstum vikum koma
hundrað og fimmtíu þúsund banda-
rískir hermenn til viðbótar þeim sem
fyrir eru.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
var birt í morgun, eru rúmlega fjöru-
tíu prósent Bandaríkjamanna mót-
fallnir því að sendir verði hundraö
og fimmtíu þúsund bandarískir her-
menn til Persafióa til viöbótar þeim
sem fyrir eru.
Reuter
Sögulegir samningar um afvopnun í París en þó eru ekki öll mál leyst:
Bandaríkjamenn vantrúaðir
á upplýsingar Sovétmanna
- grunur leikur á herflutningum til Síberíu fyrir samkomulagið
Norrænu forsætisráðherrarnir Ingvar Carlsson og Steingrímur Hermanns-
son voru meðal þeirra sem undirrituðu samkomulagið á RÖSE. Hér sitja
þeir til borðs með Jacques Santer, forsætisráðherra Lúxemborgar.
Simamynd Reuter
„Við efumst um að allar upplýsing-
arnar sem Sovétmenn hafa gefið okk-
ur séu réttar. Það gætu komið upp
vandamál síðar,“ sagði Brent Scowc-
roft, öryggisráögjafi Georges Bush
Bandaríkjaforseta, eftir að samning-
ur um víðtæka afvopnun var. undir-
ritaður í París í gær.
Sáttmálanum á Ráðstefnunni um
öryggi og samvinnu í Evrópu var
almennt fagnað sem endalokum
kalda stríðsins þótt augljóst sé að
ekki hafi tekist aö jafna alla úfa milli
austurs og vesturs með honum. Sátt-
málann undirrituðu 22 þjóðarleið-
togar, þar á meðal Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra.
Það vakti því að vonum töluverða
athygli þegar öryggisráðgjafinn lét
frá sér fara yfirlýsingar sem minntu
meir á sumdurþykkju kalda stríösins
en nýja tíma í samskiptum þjóða
heims.
Georege Bush fagnaði niðurstöðu
ráðstefnunnar með öðrum leiðtog-
um. í kjölfar ráöstefnunnar verður
mikill fjöldi hefðbundinna hertóla
eyðilagður. Þar á meðal eru skrið-
drekar, fallbyssur, orrustuþotur og
þyrlur.
Sovétmenn hafa engu svarað efa-
semdum Bandaríkjamanna. Þó hefur
lengi legið í loftinu aö Sovétmenn
hafi ekki talið fram öll þau hergögn
sem talið var að þeir ættu. Sovét-
menn voru tvö ár að skrásetja öll
hergögn sín. Þegar niðurstaðan var
kynnt í Vínarborg á sunnudaginn
þótti vestrænum hernaðarsérfræð-
ingum listinn heldur stuttur.
Þá er enn óráðið hvernig eftirliti
með eyðileggingum hergagnanna
verður háttað. Bandaríkjamenn vilja
að það verði gert með gagnkvæmum
heimsóknum í herstöövar. Sovét-
menn hafa fallist á það en hafa að-
eins gefið upp þúsund staði þar sem
hergögn eru geymd. Bandaríkja-
menn áttu von á að þeir nefndu tvö
þúsund staði.
Sovétmenn viðurkenna að töluvert
af hergögnum hafi verið flutt austur
fyrir Uralfjöll áður en samningurinn
var undirritaður. Samkomulagið á
RÖSE í París nær aöeins til land-
svæðisins fyrir vestan Úralfjöll og
allt til stranda Atlantshafsins.
Óstaðfestar heimildir herma að
Sovétmenn hafi flutt 17 þúsund
skriðdreka austur fyrir fjöllin til Sí-
beríu. Sovétmenn segja aö búnaður
hersins í Síberíu verði einnig dreginn
saman en ekkert eftirlit verður með
því.
Reuter
Sovétríkin:
senda mat
strax
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, ætlar að senda nefnd hátt-
settra embættismanna til
Moskvu þegar í næstu viku til að
ræða um matvælaaðstoð við Sov-
étmenn. Kohl sagði að mjög brýnt
væri koma birgðum matar til
Sovétríkjanna áður en vetur legð-
ist að með fullum þunga.
Kolh segir að koma megi tölu-
verðu af mat austur með skörnm-
um fyrirvara því vestur-þýska
stjómin hefði átt miklar birgðir
í Berlín. Þennan mat átti að nota
ef borgin lenti öðru sinni i herkví
en nú væri sú hætta augljóslega
úr sögunni.
Kohl ræddi þessi mál við Mik-
haíl Gorbatsjov, forseta Sovét-
ríkjanna, á RÖSE í París. Þar
lagöí kanslarinn mikla áherslu á
aö matnum yrði dreift réttlátlega
milli landsmanna.
Yifrlýsingar Kolh voru skýrðar
þannig að hann skildi betur en
aðrir leiðtogar á Vesturlöndum
hættuna sem stjórnvöldum í Sov-
étríkjunum stafaöi af matvæla-
skorti og vaxandi óróa meðal al-
mennings. Margir óttast að vet-
urinn verði stjórn Gorbatsjovs
erfiöur og gæti jafnvel orðið
henni að falli ef til uppþota kem-
ur. Reuter