Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990. 9 Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, ávarpar franska þingið í gær. Simamynd Reuter Frakkland: situr áfram Franska stjómin verður áfram við völd. Stjórnarandstöðunni, sem hafði farið fram á að atkvæðagreiðsla færi fram um vantrauststillögu, tókst ekki að smala þeim 289 atkvæðum sem þurfti til að fella stjórnina. Það vantaði 5 atkvæði upp á þrátt fyrir að kommúnistar gengju í fyrsta sinn tíl liðs við öfgasinnaöa hægri menn, gaullista og nokkra miöjumenn. Stjórnarkreppa í miðjum fundar- höldum á Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu hefði verið óþægileg fyrir Mitterrand forseta. Ráðstefnan er haldin í París og hana sitja þrjátíu og fjórir þjóöarleiðtogar. Vantrauststillaga stjórnarandstöð- unnar var lögð fram í kjölfar tillögu Rocards forsætisráðherra um nýjan skatt til að standa straum af trygg- ingakostnaöi. Stjórn Rocards hefur einnig verið gerð ábyrg fyrir þeim verkfóllum og mótmælagöngum sem efnt hefur verið til í Frakklandi aö undanfornu. TT Enn ný Úrvalsbók Þriðja bókin í þessum bókaflokki komin í verslanir. Utlönd Stórbrotin bók um átökin sem gerast næst okkur um þessar mundir. Á einni nóttu þyrlast söguhetjan inn í skuggaveröld borgarastríðsins á írlandi. Hryðjuverkamennina þyrstir í blóð - en hvar verður því úthellt? Meistaralega skrifuð bók sem engan lætur ósnortinn. Sannkölluð úrvals spennusaga. Fæst á næsta blaðsölustað - eða þú hringir og færð bókina senda í póstkrofu án aukakostnaðar. Sim inn er 91 27022 ^ÓRVALSBÆKPR Pólland: Rannsókn fyrir- skipuð á ferli forseta- frambjóðanda Mikill hiti er nú kominn í barátt- una fyrir forsetakosningarnar í Pól- landi. Rikissaksóknari hefur fyrir- skipað rannsókn á ferli milljóna- mæringsins og forsetaframbjóð- andans Stanislaws Tyminski vegna ásakana hans á hendur Tadeusz Mazowiecki forsætisráðherra. Tym- inski sakar Mazowiecki, sem keppir um forsetaembættið við Tyminski ásamt Lech Walesa Samstöðuleið- toga, um landráð með því að hafa boðið útlendingum einkafyrirtæki á gjafverði. Talsmaður forsætisráðherrans vís- aði í gær ásökununum á bug og sagði Tyminski vera að reyna að blekkja almenning. Hann dró í efa fullyrðing- ar Tyminskis um aö hann hefði grætt miffjónir dollara á viðskiptum með tölvur og kapalsjónvarp í Kanada og Perú. Fyrir mánuði var Tyminski óþekktur í Póllandi. Hann hefur hins vegar náð að kynna sig vel. Hann var tvítugur er hann fór úr landi með fimm dollara í vasanum eins og hann segir sjálfur. Nú kveðst hann vera millj ónamæringur. í skoðanakönnun, sem gerð var um helgina, fór forysta Mazowieckis á Tyminski ört minnkandi. Mests fylg- is naut Walesa. Tyminski lýsti því yfir við fréttamenn í gær að hann myndi brátt leiða í kosningabarátt- unni. „Ég ætla að vinna þessar kosn- ingar. Ég er þegar farinn að undirbúa myndun nýrrar stjórnar,“ sagði hann. Tyminski lofaði að leggja fram gögn til stuðnings ásökunum sínum á hendur forsætisráðherranum. Hann kvaðst myndu gera það á fundi með fréttamönnum í dag. Forsetakosningar í Póllandi fara fram 25. nóvember. Reuter Milljónamæringurinn Stanislav Tyminski á kosningafundi i Kielce í Póllandi í gær. Hann hefur hleypt hörku í baráttuna fyrir forsetakosningarnar með ásökunum á hendur Mazowiecki forsætisráðherra. Simamynd Reuter melbrosia melbrosia p.I.d. fc» kvtmM?* FYRIR BREYTINGARALDURINN NÁTTÚRDLÆKNINGABÚÐIN Laugavegi 25, sími 10263. Fax 621901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.