Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990.
Spumingin
Finnst þér bjórinn of dýr?
Sigurbjörg Þorláksdóttir húsmóðir:
Já, það flnnst mér. Ég tel að kippan
eigi að kosta um 500 krónur.
Valur Geirsson verktaki: Það er eng-
in spurning. Glasið ætti að kosta
200-300 krónur á veitingahúsi.
Stefán Jónsson sundlaugarvörður:
Ég drekk ekki bjór þannig að mér
er alveg sama.
Svava Guðmundsdóttir afgreiðslu-
stúlka: Já, hann er það. Mér finnst
að kippan eigi að kosta 600 krónur.
Láttvín eru líka alltof dýr.
Rósa Hjaltadóttir, húsmóðir og skrif-
stofustúlka: Nei, mér finnst veröið
alveg hæfilegt.
Anna Ólafsdóttir afgreiðslustúlka:
Já, mér finnst að glasið eigi aö kosta
150-200 krónur.
Lesendur
Verðbréfamarkaður veldur áhyggjum:
Frjáls afgreiðslutími verslana:
Hvers vegna ekki fyrr?
Sigurður Gunnarsson skrifar:
Nú er loks búið að samþykkja tillögu
um breyttan afgreiðslutíma verslana
í höfuðborginni. Allur almenningur
var orðinn langþreyttur á að þurfa
að fara í önnur nærliggjandi bæjarfé-
lög til að ná í brýnustu nauðsynjar
eftir að verslunum hefur verið lokað
hér í Reykjavík. Ekki síst var þétta
bagalegt á laugardögum og sunnu-
dögum þegar mest liggur við að kom-
ast í matvöruverslanir.
Enn er þó sá agnúi á að hér verða
verslanir ekki opnar um helgar
nema sums staðar fyrri hluta laugar-
dags vegna þess að nýju reglurnar
um afgreiðslutímann taka ekki gildi
fyrr en um áramót.
En úr því að nú er búið að sam-
þykkja þessar breyttu reglur sem eru
öllum til hagsbóta má spyrja sem
svo: Hvers vegna var þessu ekki
breytt fyrr og hvað með öll þau óþæg-
indi sem af lokun verslana leiddi?
Hversu mikinn skaða höfum víð gert
sjálfum okkur með því að hafa veriö
svona einstrengislegir varðandi af-
greiðslutíma verslana? Hér hafa út-
lendingar sem og landsmenn sjálfir
staðið uppi með lokaðar verslanir í
tvo daga í viku að sumri til á háanna-
tíma við erlenda ferðamenn! En sum-
ir borgarfulltrúar hafa slegið höfðinu
við steininn og vitnað spaklega í
vinnuþrælkun verslunarfólks fyrir
70 árum!
Og ekki hjálpuðu kaupmenn eða
samtök þeirra upp á sakimar. Og
gera varla ennþá. Samtök sem þó
ættu að öllu jöfnu að vera í farar-
broddi fyrir auknu verslunarfrelsi.
Þau hafa staöið með afgreiðslufólk-
inu en ekki viðskiptavinum þeirra. í
dag, þegar þessum reglum hefur ver-
ið breytt, kemur enn fram á sjónar-
sviðið fulltrúi Kaupmannasamtak-
anna og segir í útvarpsviðtali að sam-
Vilja kaupmenn þá ekkert verslunarfrelsi eftir allt? Laugardagssíðdegi á
Laugavegi.
tökin hefðu helst viljað sjá reglur þar
sem bannað væri að hafa verslanir
opnar á sunnudögum! Líklega ríkti
hér enn einokun í verslun og við-
skiptum ef Kaupmannasamtökin
mættu ráða!
Hreyf ing er skilyrði
Björn Sigurðsson skrifar:
Það er hætt við að nú fari að fara
um þá sem annast vörslu og sölu
verðbréfa eftir að húsbréfakerfið var
sett á fullt og ráðherra og jafnvel
Seðlabanki leggja fram dagsskipanir
til banka og verðbréfasala. Hingað
til hefur sala verðbréfa hér verið afar
einfóld og takmarkast við bréf ör-
fárra fyrirtækja svo og ríkisins.
Eftir að húsbréfakerfið kemur til
sögunnar breytist þetta allt. Þar
krefst kerfið, eins og alls staðar þar
sem verðbréfamarkaður er stundaö-
ur, að bréf hreyfist fljótt, kaup og
sala sé stöðug og viðskiptavinir geti
treyst á aö ávöxtun bréfanna fari eft-
ir framboði og eftirspurn á markaðn-
um. Þetta þýðir að ávöxtunarkrafa
breytist frá degi til dags, jafnvel oftar
en einu sinni á dag.
í húsbréfakerfinu er ekki um nein-
ar langtímaforsendur að ræða og var
aldrei viö því að búast að svo yrði.
Framboðinu er ekki hægt að stjórna
aö ofan þegar til lengri tíma er htið.
Hér hlýtur að vera um almenn verð-
bréf að ræða og því getur orðið um
veruleg afFöll að ræða á þessum bréf-
um eins og öðrum. Ástæðulaust er
að vænta þess að einhvers konar
jafnvægi skapist á þeim markaði sem
húsbréfin spanna.
Það er einnig borin von að ætlast
til þess að Seðlabankinn komi inn í
myndina til að mynda mótvægi þótt
framboð verði umfram eftirspum.
Þessi bréf verða að lúta'lögmálum
sem gilda á verðbréfamarkaði um
allan hinn vestræna heim,- Menn
verða að athuga að varðandi hús-
bréfin er verið að róa á sömu mið
og með önnur verðbréf þótt ríkið sé
bakhjarlinn. En fólk festir aldrei fiár-
muni í bréfum sem fara rýrnandi
heldur þeim sem auka verðgildið.
Og hér er það undirstaðan, verðmæt-
in að baki, sem ráða ferðinni - eins
og ávallt áður.
Af heimaslátrun
Bergur skrifár:
Það virðist vera komin mikil rösk-
un á vinnslu og frágang á kjöti yfir-
leitt. Alkunn er meðferð og frágang-
ur á íslensku kindakjöti sem til þessa
hefur verið klætt í eins konar prjóna-
poka og síðan hent í frystigeymslur
og leyft aö þorna þar upp áður en
það fer á markað. - Mér blöskraði
hins vegar að lesa í grein í DV nýlega
eftir Jón Hjálmar Sveinsson og lýs-
ingu hans á hvemig bændur slátra
nú fé sínu í öllum skotum við vægast
sagt hæpnar aðstæður og að fram-
leitt sé framhjá lögboðinni stýringu.
Þetta staðfestir það sem menn hafa
verið að fullyrða að á markaðnum
sé kjöt af dýrum sem ekki hafi veri
slátrað á löglegan hátt. - Á þetta þó
einkum að vera nauta- kálfa- og
hrossakjöt. - Það er fordæmanlegt
ef viökomandi eftirlit lætur þetta við-
gangast á meðan verið er að brenna
erlent úrvalskjöt einungis vegna
þess að það er smyglvamingur. -
Hvaöa þjóð brennir og urðar fyrsta
flokks matvæli nema við?
En sögusagnirnar um heimaslátr-
unina eru í hámæli og við fáum sí-
fellt staðfestingu á þeim. - Nýlega var
í frétt í dagblaði um að lögregla á
eftirlitsferð hefði stöðvað bíl á leið frá
Akureyri til Reykjavíkur þar sem
hún fann hátt í tvo skrokka af heima-
slátruðu, óstimpluðu hrossakjöti. -
Þetta er því miður ekkert einsdæmi
en sýnir að kjötið sem við kaupum
er ekki allt skoðað og stimplað sam-
kvæmt laganna hljóðan.
„Alkunn er meðferð og frágangur á kindakjöti sem er klætt í prjónapoka
og hent i frystigeymslu þar sem því er leyft að þorna upp þar til það fer
á markaðinn," segir hér m.a.
dv
Lokuneða
listaverk?
Hulda hringdi:
Ég vil lýsa andúð minni á
hvernig farið er með skattpen-
inga almennings í landinu. - Nýj-
astá dæmið er um að nú á að fara
að loka deildum á Bogarspítalan-
um og senda sjúklinga heim. -
Veikt fólk.
Ástæðan er sögð sú að 43 millj-
óna króna halli sé á rekstri
sjúkrahússins. - Á sama tíma er
verið að smíða hstaverk úr járni
fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar
fyrir um 100 milljón krónur! -
Rúmlega helmingi hærri upphæð
en þarf til að rétta hallarekstur
sjúkrahússins. - Hverjir stjórna
forgangsröðinni í útgjöldum rík-
isins, að láta listaverk sem stað-
segja á við flugstöð, sem þegar er
rekin með geigvænlegu tapi,
ganga fyrir svo nauðsynlegum
þætti í þjóðfélaginu, sem sjúkra-
húsþjónusta er?
Byrjum í
desember
Ólafur Þorsteinsson hringdi:
Ég var að frétta að nú væri búið
að sefia nýjar reglur um afgreiðslu-
tíma verslana hér í Reykjavík.
Jafnframt les ég svo það í blaði að
hinn nýi afgreiðslutími taki ekki
gildi fyrr en um næstu áramót. -
Þetta þykir mér mjög miður og eig-
inlega einkennilegt.
Ég skil ekki hvers vegna þessi
regla tekur ekki gildi strax úr því
að búið er að samþykkja að ógilda
eldri reglumar. Ég hélt að ekki
væri annar tími betri til að prófa
sig áfram en núna í jólamánuðin-
um. Ég segi því; Byrjum strax í
desember að hafa opnar verslanir
á laugardögum og sunnudögum.
Fólkið kann áreiðanlega vel að
meta þessa auknu þjónustu um
helgar. Þá hefur fólk tíma til að
gera innkaup án þess að neyðast
til að fá frí frá vinnu.
Þeireru
samtetnir
Þóra Björk skrifar:
Varðandi lesendabréf í DV hinn
13. nóv. sl. þar sem fullyrt var að
hrútspungar væru aldrei borðað-
ir vil ég koma því á framfæri að
þeir eru nú samt etnir á ýmsum
stöðum á landinu.
Ég bý á Vestfiörðum og þar em
hrútspungar verkaðir á eftirfar-
andi hátt
Fitan og æðarnar eru hreinsaðar
burt, síðan er saltað örhtið ofan
í. Að því loknu er saumað fyrir
og loks er pungurinn sviðinn, þá
soðinn og súrsaður. - Þegar hann
er svo orðinn súr er hann étinn
með öllu hinu og er, að mínu
mati og margra annarra, miklu
betri og bragðmeiri en eistun ein
og sér.
Leiður á Stöð 2
Gunnar Ágústsson skrifar:
Ég er orðinn leiður á dagskrá
Stöðvar 2, finnst hún raunar orðin
algjört rugl. Dagskráin hefur stór-
versnað síðan skólasfiórinn kom
og tók við sfióminni. Hann hefur
vist komið með mennt og menn-
ingu frá skólanum, eða hvað?
Þegar Jón Óttar var þama við
stjórnvölinn sá hann um að í dag-
skránni væm ávallt t.d. einhverj-
ar spennumyndir. Nú hefur dag-
skráin sannarlega verið þynnt út
meira en góðu hófi gegnir og með
sama áframhaldi verður manni
nauðugur einn kostur að gefa
stöðina upp á bátinn. Stöð 2 hefði
getað verið svo miklu betri.
Það er útbreidd skoðun að Stöð
2 verði að taka sig verulega á ef
hún á að uppfylla kröfur þær sem
fólk gerir til hennar, ekki síst
vegna þess að hún er nú einu sinni
einn hinna ftjálsu fiölmiðla.