Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990. 13 Gosdrykkjastríðiö harðnar: Bestu kjörin í mörkuðunum Óskar Ólafsson skrifar: Athygli mín var vakin á lesenda- bréíi í DV í gær (14. nóv.) þar sem veriö er að ræða samkeppnina á gos- drykkjamarkaðinum og einokunar- tilhneigingar framleiðenda til að reyna að hafa áhrif á kaupmenn til að selja eða auglýsa aðaUega eina tegund gosdrykkja. Ég hefi óþyrmi- lega orðið var við gosdrykkjastríðið sjálfur er ég kem í sjoppur og mat- vöruverslanir og kaupi þessa vöru- tegund. I gærkvöldi fór ég t.d. í eina sjopp- una og bað um RC kóla sem ég kaupi fremur en aðrar tegundir því að verðið á henni hefur verið mun lægra. En viti menn, nú var verðið á eins og hálfs lítra flösku komið upp í 185 krónur! Ég varð alveg forviöa, því í flestum stórmörkuðum er þessi gosdrykkjategund seld á um 100 krónur. Til að fullvissa mig um að þetta væri rétt hringdi ég í verslunina Miklagarð og þar kostar eins og hálfs lítra flaskan af RC kóla kr. 99. Þar fær maður einnig einn og hálfan lítra af Coca cola á kr. 149 á móti kr. 195 í sjoppunum (nýhækkað að sögn) og 2 lítra flaska kostar kr. 194 í stór- mörkuðunum. Það segir sig því sjálft að bestu kjörin á gosdrykkjum fær maður í mörkuðunum. Maður spyr því sjálfan sig hvers lags óskapar álagning hljóti að vera á gosdrykkjunum í sjoppunum. Mér er sagt að í raun sé framleiðslukostn- aður á gosdrykkjum afar lítill á hverja einingu en samkeppnin sé orðin svo gegndarlaus að framleið- endur hafi tekið það ráð að hækka verðið jafnt og þétt eftir því sem keppinauturinn hækkaði sitt verð. Þetta er því orðinn vitahringur. Er- lendis eru gosdrykkir hvergi eins dýrir og hér á landi. Það hlýtur því að vera kappsmál fyrir neytendur að kanna verðlag vandlega á þessari vinsælu en sífellt dýrari vörutegund. Mötuneyti, veitingahús, bakarí: Til sölu mikið úrval af bæði gömlum og nýjum tækjum. Gott staðgreiðsluverð. Upplýsingar í síma 11082. Hringdu strax. Símsvari. Forval VKS auglýsir hér meö forval verktaka vegna fyrir- hugaðs útboðs á tölvuvæddu afgreiðslukerfi fyrir póst- og símstöðvar. Útboðið mun ná til vélbúnaðar, hugbúnaðar, upp- setningar, viðhalds og þjálfunar starfsfólks vegna fyrsta áfanga afgreiðslukerfisins. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu VKS, Bílds- höfða 14, næstu daga milli kl. 9.30 og 16.30. Skilafrestur upplýsinga vegna forvalsins er til kl. 14.00 þann 17. desember nk. \ / VERK-OGKERFISFRÆÐISTOFAN HF V 1 nil l)SI lOIDA 14. 1 l_’ RIVMAVIK. MMI <.H7".UU Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Njarðargata 31, hluti, þingl. eig. Jó- hanna Ingvarsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 22. nóvember ’90 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Kristján Ólafsson hdl. Einarsnes 4042, 1. hæð, þingl. eig. Bergþóra Gísladóttir, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 22. nóvember ’90 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastoíhun ríkisins, Gjald- heimtan í Reykjavík, Tollstjórinn í Reykjavík, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hrl. og Atli Gíslason hrl. Skúlagata 42, þingl. eig. Dögun lif., byggingafél., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 22. nóvember ’90 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Ásgeir Thoroddsen hrl., Landsbanki Islands, Steingrímur Þor- móðsson hdl., Þórólfur Kr. Beck hrl., Klemens Eggertsson hdl., Fjárheimt- an hf., Tollstjórinn í Reykjavík, Helgi Rúnar Magnússon hdl. og Jón Magn- ússon hdl. Hólmsgata 2, þingl. eig. G. Jakob Sig- urðsson, fer fram á eigninni sjálfii fimmtud. 22. nóvember ’90 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Byggðastofn- un, Fjárheimtan hf. og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTE) í REYKJAVÍK Laugavegur 45A, 03-01, þingl. eig. Steypuverksmiðjan Ós hf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 22. nóvember ’90 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru Fjárheimtan hf. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Góðútfarar- þjónusta B.B. hringdi. Oftast er skrifað í blöðin ef fyrir- tæki veita lélega þjónustu en því miður er mjög sjaldan skrifað um hitt ef þjónusta er góð. Það vill svo til að við búum í lýðfijálsu landi þar sem við eigum að geta valiö og hafn- að þeirri þjónustu sem við viljum ekki kaupa eða þeirri sem við viljum kaupa. Þannig var að fyrir u.þ.b. mánuði varð systir mín fyrir þeirri miklu sorg að missa eiginmann sinn skyndilega. Það kom í minn hlut að aðstoða hana við að fara í gegnum kerfið varðandi útfór og jarðsetningu eiginmanns hennar. Systir mín vildi að Útfararþjónustan hf. á Grensás- vegi sæi um útfórina. Þetta fyrirtæki er mjög ungt og þar er rekin mjög góð þjónusta er varðar hina látnu. - Allt stóð eins og stafur á bók við að útvega það sem til þurfti. Útfararþjónustan sá hka um að vera tilbúin með krossinn á leiðið, merkt- an hinum látna. Þessari þjónustu stýrir ungur og geðþekkur maður, Rúnar Geirmundsson. Mér skilst að prestar almennt séu ekkert of hrifnir af þeirri þjónustu og benda fólki yfirleitt á þjónustu Kirkjugarða Reykjavíkur. Þess vegna finnst mér að fólk eigi að fá að vita um þessa útfararþjónustu og ég hvet fólk til að kynna sér hana um leið og aðra þá sem bjóða sams konar þjónustu. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. 5 Bókahandbók 12. desember nk. kemur út Bókahandbók DV með upplýsingum um þær bækur sem gefnar eru út fyrir jólin ’90. Auglýsingar í Bókahandbók DV þurfa að berast í síðasta lagi 6. desember nk. Þeir auglýsendur, sem hug hafa á að auglýsa í Bókahandbók DV, vinsamlegast hafí samband við auglýsingadeild DV, Þverholti 11, eða í síma 27022 milli kl. 9 og 17 virka daga, sem fyrst. ATHUGIÐ! I Bókahandbókinni verða birtar allar tilkynningar um nýútkomnar bækur ásamt mynd af bókarkápu. Birting þessi er bókaútgefendum að kostnaðarlausu. Æskilegt er að þeir sem enn hafa ekki sent á ritstjórn nýútkomna bók og tilkynningu geri það fyrir 6. desember svo tryggt sé að tilkynningin birtist Verð bókarinnar þarf að fylgja með. Umsjónarmaður efnis Bókahandbókarinnar er Hilmar Karlsson blaðamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.