Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990. 15 Einkenni stjórnmála okkar tíma: Fall kennisetninganna! Karl Schiller, fyrrv. fjármálaráðherra i Þyskalandi..af skóla Key- nes, en félagslegur markaðssinni rétt eins og Erhard,“ segir m.a. i grein Einars. Okkar tímar hafa sannað eitt öðru fremur: endanleg sannindi eru ekki til, hafa aldrei veriö til og munu aldrei vera til - altækar kennisetningar hafa glatað vægi sínu í stjórnmálaumræðunni. Thatcher og kennisetning- arnar Kennisetningar stjórnmálanna hafa gegnum tíðina verið margar. Sumar hafa þó vitaskuld haft meira vægi en aðrar eins og kenningin um stéttaátökin sem aflvaka stjórnmálanna. Hún hefur nú misst gildi sitt. En önnur kenning, sem haft hefur mikið vægi, kenningin um algildan lækningamátt mark- aðarins á meinsemdir þjóðfélags- ins, hefur nú sömuleiðis misst gildi sitt að öllu leyti. Stjómmál nútímans einkennast af þessu: falli kennisetninganna. Arsins 1990 verður ugglaust minnst fyrir margra hluta sakir og skulu þær ekki taldar upp hér. Eitt er þaö þó sem markar tímamót fremur en margt annað á þessu ári: hinir miklu og augljósu erf- iðleikar stjómar Margrétar Thatc- her í Bretlandi. Þetta er eftirtektar- vert því að stjórn Thatcher hefur frekar en aðrar ríkisstjórnir í Evr- ópu fylgt kenningunni um lækn- ingamátt markaðarins, afarlítil af- skipti ríkisvaldsins og sjálfshjálp einstaklinganna. Einu má ekki gleyma ef stjórnar- ferill Thatcher er skoðaður: hún hefur alla tíð haft mikinn minni- hluta atkvæða á bak við sig og nú raunar aðeins um 4 atkvæði af hverjum 10. í Bretlandi hefur önn- ur stjómmálablokkin nánast öll völd á kostnað hinnar þótt tiltölu- lega lítill munur sé á fylgi þeirra: það er gamaldags kerfi í stíl hinna endanlegu sanninda. Breskt stjórnmálalíf virðist löng- KjaUaiinn Einar Heimisson háskólanemi, Freiburg, Þýskalandi um hafa einkennst nokkuð af póli- tik hinna endanlegu sanninda, sterkum öfgum þar sem munurinn á vinstri og hægri studdist mjög við gamlar skilgreiningar. Allt fram- undir 1980 leit Verkamannaflokk- urinn á eignarhald ríkisins sem æðra einkaeigninni. Slíku höfnuðu t.d. vestur-þýskir jafnaðarmenn endanlega í stefnuskrá 1959 og í raun fylgdu þeir eindregið mark- aðskerfi alla tíð frá stríðslokum. Eftir ýmsan árangur Thatcher á fyrstu stjórnarárum hennar upp úr 1980 hefur staðan versnað mjög. Verðbólga í Bretlandi er nú 10,9 prósent og innan Evrópubanda- lagsins er hún einungis meiri í Grikklandi og Portúgal. Vextir eru komnir í 14 prósent og gjaldþrot verða stöðugt tíðari. Og það sem meira er: vanræksla hinna mann- legu gilda, sú grundvallarhugmynd að sjúkrahús geti allt eins verið einkarekin, þýðir að um milljón Bretar bíöa nú eftir að komast í læknisaðgerðir og sú bið getur ver- iö allt að eitt ár. Og er þá ekki minnst á aörar skarpar auglýsingar sem stjórnar- stefna Thatcher hefur fengið á þessu ári: fangauppreisn, sem dregið hefur athyglina að óhugnan- legum, yfirfullum Viktoríufangels- um, sömuleiðis götubardagar sakir nefskatts. Félagslegt markaðskerfi Þann 1. október síðastliðinn íjall- aði ég um það hér í blaöinu sem kallast „félagslegt markaðskerfi". Sú hagstjórn samræmist best kröf- um tímans, einmitt vegna þess að félagslegt markaöskerfi er sveigj- anlegt og tekur stanslaust mið af þjóðfélagsaðstæðum: það er þess vegna engin kennisetning. Höfund- ur hugtaksins var Ludwig Erhard, efnahagsráðherra Vestur-Þýska- lands á árunum eftir síðari heims- styrjöldina. Erhard lagði áherslu á markaðinn og frjálsa samkeppni sem grunn hagkerfisins. Hlutverk ríkisvaldsins var það að tryggja aö frjáls markaður nyti sín sem best. En því má ekki gleyma að Erhard beitti styrkja- kerfl á mjög úthugsaðan hátt til að efla atvinnuuppbyggingu á ýmsum svæðum landsins, til dæmis iðju- ver í Ruhr-héruðunum. Sömuleiðis má ekki gleyma því að Erhard setti á sérstakan eigna- skatt til að fjármagna uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Og síðast en ekki síst: uppbygging opinberra sjúkratrygginga og opinbers skóla- kerfis var enn einn lykilþátturinn í endurreisn landsins og einka- rekstur í skólakerfi er þar t.d. varla til. Munurinn á Ludwig Erhard og t.d. Margréti Thatcher er þannig skýr. Árið 1965 tók annar hagstjórn- andi, Karl Schiller, við í Þýska- landi. Þá voru tímar nokkurra erf- iðleika í hagstjórn landsins sem Schiller leysti á eftirtektarverðan hátt. Hann var af skóla Keynes en félagslegur markaðssinni rétt eins og Erhard. Eitt af lykilatriðunum í stjórn Schillers var hið nána sam- starf hans við hagsmunaaðila vinnumarkaðarins: á þann hátt efldi hann þjóðarsáttina um hiö félagslega markaðskerfi. Þetta er mjög athyglisvert: ekkert land í Vestur-Evrópu hefur síðustu árin nálgast Vestur-Þýskaland sem efnahagsveldi. Nú er talað um stór- fellda styttingu vinnutíma í landinu. Og það eftir sameiningu! Ástæðan fyrir árangri Þjóðverja er þjóðarsátt um félagslegt mark- aðskerfi sem ríkt hefur í áratugi. Þýskt þjóðfélag eftirstríðsáranna hefur byggst að miklu leyti á afneit- un kennisetninga, samspili stjórn- málablokka, samspili áhrifa, vald- dreifingu: endanleg sannindi hafa þar aldrei verið til. Einar Heimisson „Þýskt þjóðféjag eftirstríðsáranna hef- ur byggst að miklu leyti á afneitun kennisetninga, samspili stjórnmála- blokka, samspili áhrifa, valddreifingu: endanleg sannindi hafa þar aldrei verið tfi.“ „... nema með sérstakri undanþágu“ Áhrifin, sem reykingabann hefur á geðdeildum, er að minnka möguleik- ana á samstarfi starfsmanna og sjúklinga, segir m.a. í greininni. „Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna hefur ákveðið að sjúkrahús þetta verði reyklaust frá og með 1. janúar 1991. Eftir það er starfsfólki og gest- um óheimilt meö öllu að reykja á sjúkrahúsinu. Einnig sjúklingum nema með sérstakri undanþágu.“ Þennan boðskap SR (stjórnar- nefnd Ríkisspítalanna) má lesa á veggplakati sem nýlega hefur tekið að berast inn á hinar ýmsu deildir stofnunarinnar. Hér er greinilega stigið stórt og mikið skref í átt að -bættu heilbrigði og reyklausu ís- landi árið 2000 - Eða hvað? Við nánari umhugsun flnnst mér eins og þetta hafi ekki verið hugsað til enda. Hefur SR gert sér grein fyrir því að í krafti valds síns yfir skjólstæðingum sínum, sjúkling- unum, er verið að svipta þá stórum hluta sjálfsákvörðunarréttar síns? Einu dægradvölinni sem stór hluti langlegu-, já og skammtímasjúkl- ingar hafa. Er á bætandi? Á þeim stað sem undirritaður starfar er eðli sjúkdóms sjúkhnga shkt að þeir hafa lítinn sem engan áhuga á venjulegri dægradvöl, s.s. að horfa á sjónvarp, lesa bækur og blöð og eru jafnvel fráhverfir öllum samræðum. Fyrir þessu fólki er tóbakið stór þáttur, kemur jafnvel á undan mat. Hefur SR velt því fyrir sér hvaða áhrif reykingabannið kemur til með að hafa á líf þess fólks þar sem reykingar eru þungamiðja þess að vera til. Finnst SR á sjúklinga bæt- andi að taka af þeim tóbakið? Er SR ekki að seilast heldur langt út fyrir sitt starfssvið? Þar sem ég starfa við Geðdeild KjaHaiinn Gunnar Haugen starfsmaður á geðdeild Landspitalans Landspítalans eru langlegusjúkl- ingar sem hafa verið og eru mikið veikir, það veikir að ekki er líklegt að margir þeirra komi nokkurn tíma til með að útskrifast. Vegna eðlis sjúkdóms þeirra eru þeir ekki hæfir til að taka virkan þátt í þjóð- félaginu og er fátt sem þá gleður. En eitt af því fáa sem þá gleður er tóbakið. Þessa einu ánægju fár- sjúks fólks á nú að taka af þeim. Vissulega ráöa svo veikir menn sér ekki sjálfir. Þeir eru meira og minna undir stöðugu eftirliti og þurfa að fá leyfi til næstum alls sem þeir gera. En er ekki fullgerræðis- legt að ráðast með þessum hætti á varnarlaust fólk, ekki kemur því til með að líða betur. Þeir sjúkhng- ar, sem geta fylgst með því sem gerist í umhverfinu, hafa nú þegar miklar áhyggjur af því sem á að gera um áramótin. Sumir eru jafn- vel farnir að tala um að láta út- skrifa sig eða fara, þrátt fyrir það að þeir séu á engan hátt undir þaö búnir. Einkennandi fyrir viðhorf Ég átti nokkuð góðar samræður við einn af mínum skjólstæðingum um daginn, sem mér fmnst nokkuð einkennandi fyrir viðhorf þessara geðsjúklinga til bannsins, og ætla að leyfa þeim að fljóta með. Sj.: „Tómas Helgason er geðveikur.“ Ég: „Afhverju segirðu það? Sj.: „Sko, það sem ég hugsa fer inn í hann og gerir hann geðveikan.“ Ég: „En hvernig veistu að hann er geð- veikur?" Sj.: „Hann ætlar að banna reykingar." Éinu áhrifin sem reykingabannið hefur á geðdeildum er að mínu mati að minnka möguleikana á samstarfi starfsmanna og sjúkl- inga. Sjúklingarnir verða órólegri þegar tóbakið er tekið af þeim og eiga vafalaust erfitt með að skilja að þeir fái ekki lengur að reykja eins og þeir hafa gert síðustu tutt- ugu árin eða svo. Geðheilbrigt fólk á í mestu vand- ræðum með aö hætta og hefur þó fulla stjórn á sínum hugsunum og gerðum. Oft hættir fólk við að hætta vegna þess að því finnst ákvörðun sín bitna um of á um- hverfinu en það er flóttaleið sem þessir langlegugeðsjúklingar geta ekki sótt í. Ekki hugsuð til enda? Ekki veit ég hvaða áhrif þessi skipun á að hafa á almennum deild- um. Á að segja fullorðnu og sjálf- ráða fólki, sem kemur inn til skamms tíma í leit að lækningu, að það geti ekki reykt? Við eðhlegar aðstæður er erfitt að hætta að reykja. Fólk verður pirrað, eirðar- laust og líður ekki vel. Þessi ein- kenni er hægt að ráða við með ýmsum leiðum, t.d. með því að fara í göngu, borða mat/sælgæti eða hugleiða. Ekkert af þessu er auövelt að framkvæma meðan legiö er á spít- ala. Varla er heldur um það að ræða að bannið hafi áhrif eftir aö sjúklingur t.d. með beinbrot út- skrifast. Einu áhrifin verða þau að legunnar verður minnst með enn meiri hryllingi en ella. Einu áhrifin sem ég sé að reykingabannið hafi á almennum deildum er að þurrka brosið af sjúkhngum. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort í SR sé að upplagi ill- gjarnt og tilfinningalaust fólk en neita að trúa því. Getur ekki verið að þessi ákvöröun hafi ekki verið hugsuð til enda þegar ákveðið var að hrinda henni af stað? En hver sem ástæðan er bið ég SR að endur- skoða afstöðu sína umvbannið og jafnframt að útskýr-a hið loðna nið- urlag plakatsins „nema með sérs- takri undanþágu“. Hveriar eru þessar undanþágur, fyrir hveria eru þær og hverjir veita hana? Gunnar Haugen „Hefur SR gert sér grein fyrir því að í krafti valds síns yfir skjólstæðingum sínum, sjúklingunum, er verið að svipta þá stórum hluta sjálfsákvörðun- arréttar síns?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.