Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Side 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990.
Stundum hafa Staksteinar Morg
unblaösins sérkennilegan boöskap
aö flytja. - Þannig komu mér þeir
fyrir sjónir er ég gluggaði í þá 16.
október síöastliöinn. Þar segir svo:
„Samtök um vestræna samvinnu
og Varðberg efndu til fundar á
laugardag þar sem rætt var um
þróun mála innan Sovétríkjanna
og stööu öryggismála í Evrópu með
hliðsjón af þeim breytingum sem
þar hafa verið aö gerast...
Meöal ræðumanna á þessum
fundi var Þóröur Ingvi Guðmunds-
son, formaður Varöbergs, sem situr
á vegum Framsóknarflokksins í
stjórn félagsins. Hann taldi nauð-
synlegt aö hergögn og birgðir
Bandaríkjahers hér á landi yrðu
auknar, að leggja ætti fullbúinn
varaílugvöll á Norðurlandi og
byggja ætti fullkomna flotahöfn á
Reyðarfirði - mætti lít á hana sem
ígildi álvers."
Enn á kaldri braut
Ekki fór það dult að Samtök um
vestræna samvinnu og Varðberg
trúðu á ógnarjafnvægið i tíð kalda
stríðsins - en að svona erfitt skuli
vera að skilja við þá lífssýn er átak-
anlegt - og ótrúlegt blygðunarleysi
að slíkur áróður skuli rekinn þar
nú á sama tíma og alls staðar er
verið að draga úr vígbúnaði. - Var-
I Ijósi sannleikans
Kjallariim
Aðalheiður Jónsdóttir
verslunarmaður
Eðlilegra væri aö Islendingar
krefðust þess að herstöðvarnar hér
yrðu lagðar niður en að biðja um
meiri vígbúnað... En íslenskir
hemámssinnar hafa löngum haft
undarleg viðhorf og sýnilegt er að
kaldastríðshugsjón býr enn í vit-
undarlífi þessa framsóknarmanns
þó að það sé hvergi orðið til nema
í hugarheimi þeirra sem vilja
græða á því, eins og vopnaframleiö-
endur og íslenskir hernámssinn-
ar... En þetta er víst dæmigerður
framsóknarmaöur.
Ítímans rás
Við skulum hverfa yfir til ársins
1974, þá sat að völdum stjórn
þriggja flokka. í málefnasamningi
hennar var ákvæði þess efnis að
herinn færi brott á kjörtímabilinu.
„Eölilegra væri að Islendingar krefðust
þess að herstöðvarnar hér yrðu lagðar
niður en að biðja um meiri vígbún-
að..
sjárbandalagiö nánast nafnið eitt
og Bandaríkin að leggja niður her-
stöðvar víðs vegar í heiminum.
FIATALLIS- FIAT - HITACHI
HAÞROAÐAR
VINNUVÉLAR
I J FV7TTTT I H.lhLASKAFLIIR
Með: • fullkomnum aðbúnaði tækjastjóra • stórauknum afköstum. • einfaldara viðhaldi. Þrautreyndar vélar til allra verka. Fást í stærðum 7-35 tonn. M.a.
Gerð FR10B FR130 FR158 FR20B
Vélaafl 115 137 187 235
Þyngd 10,2 12,5 16,0 12,5
Skóflustærð 1,5-1,7 2,0-2,3 2,4-2,8 3,1-3,5
rwm i báiÁf
\ Vélakaup hf. KársnesbrautlOO Kópavogi S(mi 641045 y
En mörg ljón urðu þá á vegi ís-
lenskra hagsmuna eins og bæði
fyrr og síðar. Og oft hafa íslending-
ar lagt stærstu steinana í eigin
götu. - Undirskriftasöfnun fór fram
um allt land til að mótmæla brott-
för hersins, undir kjörorðinu Variö
land. Einnig gekk hópur framsókn-
armanna á fund Ólafs Jóhannes-
sonar, þáverandi forsætisráðherra
og formanns Framsóknarflokks-
ins, og afhenti honum ályktun um
utanríkis- og varnarmál, undirrit-
aða af 170 framsóknarmönnum
víðs vegar af landinu. í þeim hópi
voru margir, sem gegndu trúnað-
arstörfum fyrir Framsóknarflokk-
inn og að sjálfsögðu kom Samband-
ið inn í dæmið - enda á kafi í her-
manginu þá eins og jafnan síðan. -
Þessir menn lýstu sig allir andvíga
brottför hersins. Vildu ekki missa
spón úr aski sínum fremur en for-
maður Varðbergs.
íslenskir hernámssinnar fögn-
uðu mjög hruni kommúnismans í
Austur-Evrópu en sætta sig engan
veginn við að grýla þeirra sé dauð
og friður skollinn á. Og helst skilst
mér að þeir hafi aldrei verið undar-
legri en síðan.
„Hamagangurá Hóli“
Þegar Vaclav Havel, forseti
Tékkóslóvakíu, kom hingað í boði
Þjóðleikhússins urðu viðbrögð
ýmissa hernámssinna eða harðlínu
hægrimanna með ólíkindum á
ýmsan hátt, rétt eins og þeir hefðu
allt á hornum sér og flest yrði þeim
til armæðu. - En kannski er hægt
að skilja þetta.kommúnistar"
- sem þeir töldu að alls ekki ættu
að sýna sig utan dyra meðan forset-
inn væri gestur hér, spígsporuðu
um allt, meira að segja í Þjóðleik-
húsinu, tóku í hönd forsetans og
töluðu við hann eins og þegar mað-
ur talar við mann. - En út yfir allt
tók þó að Havel forseti, er þeir litu
á sem sinn mann og pólitískan
samherja, skyldi þurfa að gera sér
að góðu að sitja til borðs með
„kommúnistum" - en þeir sjálfir
að standa utan dyra og aðeins finna
reykinn af réttunum. - Æ!
Æ!... Nammi! Namm!
Þá bættu nú ekki herstöðvaand-
stæðingar úr skák sem þurftu að
koma því upp að ekki væru allir
íslendingar hernámssinnar.
Ætla mætti að íslenskum
hernámssinnum hefðu illa líkað
þau ummæli Havel forseta að ekki
væri lengur þörf fyrir bandarískar
herstöðvar í Evrópu og hernaðar-
bandalög hefðu ekki lengur nein-
um tilgangi að þjóna. Ný Evrópa
mundi ekki þurfa verði eða vernd-
ara.
Undirhervæng
Líklegt má telja aö okkar fram-
sýnu fóðurlandsvinir hafi sýnt for-
setanum inn í herleiðingu hugar-
farsins. Gert honum skiljanlegt að
þeir gætu með engu móti hugsað
sér að missa „verndarana". Þó er
aldrei að vita nema þeir hafi verið
svo gagnteknir af gremju út í hegð-
un „kommanna" að þeir hafi öld-
ungis gleymt að geta þess að þeir
ættu sér „verndara" sem hefðu
verndað þá fyrir ímynduöum óvini
og mundi vernda þá áfram. Banda-
ríski herinn skildi -. allar þarfir
þeirra. Og sjálfstæði þjóðar sinnar
hefðu þeir séð best borgið undir
hans verndarvæng. Svo að þeir
þyrftu ekki að hugsa um það fram-
ar. - En hvað sem þeir hafa sagt
eða ekki sagt þá er aldrei að vita
nema Havel forseti hafi skynjað
hina íslensku reisn og verndaða
sjálfstæöi í ljósi sannleikans.
Aðalheiður Jónsdóttir
Merming
Leiðsögn um
veröld íslenskrar
Ijóðagerðar
Námsgagnastofnun hefur nýlega gefiö út þriðju og
síðustu bókina í ljóðaútgáfu stofnunarinnar. Bókin
heitir Ljóðsprotar en áður hafa komið út bækurnar
Ljóðspor árið 1988 og Ljóðspeglar haustið 1989. Ljóð-
sprotar eru einkum miðaðir viö börn í fyrstu bekkjum
grunnskóla. Kolbrún Sigurðardóttir, Sverrir Guðjóns-
son og Þórdís Mósesdóttir önnuðust útgáfu Ljóösprota.
Þessum þremur bókum er væntanlega ætlað að koma
í staö Skólaljóða sem Kristján J. Gunnarsson, fyrrver-
andi fræðslustjóri, tók saman og komu fyrst út fyrir
um það bil aldarfjórðungi. Sú bók var meðal vönd-
uðustu skólabóka sem út komu á þeim árum og eru
glæsilegar myndskreytingar Halldórs Péturssonar
listmálara glögglega til vitnis um það.
í markmiðum útgáfunnar voru eftirtalin atriði lögð
til grundvallar:
• Ljóðin væru frá ýmsum tímum og hlutur nútíma-
Ijóða ekki minni en eldri ljóöa.
• Efni ljóðanna skyldi vera fjölbreytt og höfða til
sem flestra nemenda. /
• Margs konar ljóðform átti að kynna í safninu.
• Við val á ljóðum skyldi hugað að söng.
• Ljóöin skyldu vera gefm út í hæfilegum einingum
sem hentuðu öllum stigum grunnskólans.
• Hlutur kvenna væri eðlilegur í ljóðasafninu.
Bókinni er skipt niður í kafla með talsvert nýstárleg-
um hætti. Fyrst má nefna aö lög, sem auðvelt er að
syngja, eru höfö í sérkafla en aðrir kaflar hafa hlotið
heitin: Árið um kring, Dýr og menn, í furðuveröld,
Hugleiöingar og heilræði, Ég og við, Jól og Komdu nú
að kveðast á. Fyrsti kaflinn þykir mér nýstárlegur og
líklegur til að vekja áhuga barna á ljóðum. Ljóð, sem
þau þekkja lag við og hafa heyrt það sungiö, er líklegt
til að vekja áhuga þeirra á kveðskap. Þess vegna er
sú hugmynd að gefa út snældu með söng barnakórs á
lögunum í fyrsta kaflanum líkleg til að skila betri ár-
angri og meiri áhuga meðal barnanna.
Þegar maður sest niður og hugar aö vali ljóöa í svona
bók vakna hinar og þessar spurningar. Hvernig stend-
ur til dæmis á því að kveðskapur af trúarlegum toga
Bókmenntir
Sigurður Helgason
á alls ekki aðgang að bók af þessu tagi? Læra börn
ekki almennt ýmis trúarvers snemma á ævinni? Heföi
ég talið það kost við bók af þessu tagi að hafa meira
af trúarlegum kveðskap, enda var hann gífurlega rík-
ur þáttur í íslenskum skáldskap um margra alda skeið.
Þá virðist mér óþarflega mikið vera af svokölluðum
nútímakveðskap í bókinni en það er væntanlega í sam-
ræmi við markmið þeirra er bókina tóku saman og
er gott eitt um það að segja. En því má ekki gleyma
að auðveldara er að læra heföbundin ljóð en órímaðan
kveðskap, án þess að nokkur dómur sé lagður á gæöi,
enda er slíkt smekksatriði.
Þaö er greinilegt að forráðamenn Námsgagnastofn-
unar hafa lagt metnað sinn í að gera þessa bók vel
úr garöi. Myndskreytingar Önnu Cynthiu Leplar eru
mjög fallegar og setja skemmtilegan svip á bókina. Þá
er umbrot hennar og allur frágangur mjög smekkleg-
ur.
Stundum heyrast raddir þess efnis að óþarfi sé að
láta börn læra ljóð eins og páfagauka. Þau skilji ekki
helminginn af þeim og því sé til einskis af stað farið.
En eins og í gömlu Skólaljóðunum er lögð áhersla á
orðskýringar í bókarlok. Þar er og skrá yfir höfunda
og ljóð þeirra og síðast en ekki síst skrá yfir heiti og
upphöf ljóða, ásamt skrá yfir höfunda efnis þar sem
getið er um úr hvaöa ritum ljóðin eru tekin.
Ég held það væri bara dálítið gaman að vera í grunn-
skóla og fá Ljóðsprota sem leiðsögn á reikulum fyrstu
sporum um veröld íslenskrar ljóðagerðar.
Kolbrún Slgurðardóttlr, Sverrir Guðjónsson og Þórdis Móses-
dóttir:
Ljóösprotar. Reykjavik, Námsgagnastofnun, 1990.