Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990. 21 DV Byrjaði að mála á ní- ræðisaldri - Agúst Sæmundsson sýnir vatnslitamyndir „Maður lítur ekki á sig sem neinn myndlistarmann, að minnsta kosti ekki ennþá,“ sagði Ágúst Sæmunds- son, en hann opnaði málverkasýn- ingu í anddyri Félags- og þjónustu- miðstöðvar aldraðra í Bólstaðarhlíð um daginn. Sýningin er haldin í tii- efni þriggja ára afmæhs þjónustu- miðstöðvarinar. Það sem gerir þessa sýningu sér- staka er að myndlistarmaðurinn er 82ja ára og byrjaði ekki að mála fyrr en hann var orðinn áttræður. „Þetta byrjaði með því að ég tók þátt í nám- skeiði hér innanhúss hjá Sveinbirni Þór Einarssyni myndlistarmanni. Ég hef bara ekki getað hætt síðan,“ sagði Ágúst. Myndirnar á sýningunni eru vatnshtamyndir og allar til sölu. Ágúst selur hverja mynd á 6 þúsund krónur sem ekki þykir hátt verð fyr- ir málverk. „Ég vhdi ekki hafa verð- ið hærra. Mig langaði til að geta gef- ið fólki kost á að eignast ódýra mynd ef það kærir sig um,“ sagði Ágúst. Ágúst lærði á sínum tíma raf- magnsfræði úti í Noregi og hann tal- ar enn ágæta norsku. „Ég á ennþá norska vinkonu úr bekknum mínum en strákarnir eru víst flestir dauðir. Þær lifa lengur, konumar." Ágúst vann hjá Pósti og síma í fimmtán ár en starfaði síðan sjálf- stætt, stofnaði m.a. fyrirtækið Síldar- réttir, sem enn er starfrækt. „Ég lagði mitt af mörkum við að koma íslendingum upp á að éta síld,“ sagði Ágúst Sæmundsson myndhstarmað- ur. Sýningin í Bólstaðarhlíð 43 er opin almenningi frá kl. 2-4 virka daga og stendur til mánaðamóta. H. Guð. Ágúst Sæmundsson við nokkur af verkum sínum. DV-mynd Torill Skákmót Kiwanismanna var fjölmennt og hart barist i öllum flokkum. Akureyri: 122 krakkar á skák- móti Kiwanismanna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Skákmót sem Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri hélt fyrir grunnskólanemendur er að öllum líkindum fjölmennasta skákmót sem þar hefur farið fram. Alls mættu 122 keppendur til leiks og kepptu í 9 flokkum. Sigurvegar- amir gengu út með verðlaunapen- inga um hálsinn og allir þátttakend- ur fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Sigurvegarar í einstökum flokkum urðu Helgi Jónsson, Sverrir A. Arn- arson, Börkur Heiðar Sigurðsson, Björn Finnbogason, Hafþór Einars- son, Einar Jón Gunnarsson, Magnús Dagur Ásbjörnsson, Þórleifur Karls- son og Þorbjörg Þórsdóttir. „Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir Valgeir Guðbjartsson í Keilufélagi Reykja- víkur. Sonur hans er aðeins 6 vikna gamall en til þess að guttinn fái nú örugglega „rétt“ uppeldi lét Valgeir bora billjardkúlu á sama hátt og keiluk- úlu handa syni sínum. Myndin var tekin á Reykjavíkurmótinu í keilu, sem haldið var á dögunum. Sveinninn ungi unir vær í fangi föður síns, með kúluna í fanginu. Sumir tala um öfgar í íþróttum, þetta flokkast ekkert und- ir þess háttar, er það nokkuð ... ? H. Guð. DV-mynd Sveinn Uppboðið á dánarbúi Gretu Garbo: Fólk hrein- lega um- tumaðist Sannkallað Garbo-æði greip um sig þegar munir goðsagnarinnar voru seldir á uppboði hjá Sotheby’s í síð- ustu viku. Um þúsund manns voru viðstödd uppboðið og svo grimmur var atgangurinn að uppboðshaldar- inn átti fullt í fangi með að hafa stjórn á æstum skrílnum. Frænka Gretu Garbo, sem er erf- ingi að auðnum, lét bjóða upp 192 muni úr búslóð leikkonunnar. Fyrir það fékk hún 2,5 milljón dali en fyrr í vikunni hafði hún selt aðra list- muni úr búinu fyrir 18,2 milljón dali. Ef við yfirfærum summuna á ís- lenskan gjaldmiðil er eftirtekja frænkunnar einn milljarður, eitt hundrað og sautján milljónir og átta hundruð þúsund. Þá á hún eftir að greiða uppboðshöldurunum rúmlega 11 milljónir. Gírugur mannijöldinn fylgdist með er hlutir úr dánarbúinu seldust, í sumum tilvikum fyrir margfalt hærra verð en bjartsýnustu menn höfðu þorað að gera sér væntingar um. Hámarkinu var náð er málverk eftir Albert Andre var slegið fyrir 187.000 dali, eða rúmlega 10 milljónir króna. Það var fimm sinnum hærra verð en gert var ráð fyrir að fengist fyrir verkið. „Verðið hér er hreint brjálæði, þetta er hlægilegt!" sagði sögupróf- essor sem fylgdist með uppboðinu. „Allir ala með sér drauma um að vera einhver annar, eiga meiri pen- inga, meiri frægð, meiri fegurð, meira allt. Þetta fólk á uppboðinu er að reyna að nálgast þennan draum,“ sagði Barbara B. McLean, sem verið Greta Garbo, ein af drottningum svart-hvitu myndanna. Hætt er viö að hún sneri sér við í gröfinni ef hún vissi af látunum í kringum jarð- neskar eigur hennar nú. hafði vinkona Garbo síðastliðin 57 ár. Hún bauð ekki í neitt en ofbauð fjárhæðirnar sem boðiö var fyrir munina. Talað var um að þetta væri von- andi lokaatlagan sem gerð væri að friðhelgi Gretu Garbo, sem bað þess eins að fá að vera í friði síðustu ára- tugina sem hún lifði. Sviðsljós Ólyginn sagði... Sylvester Stallone Bandaríski leikarinn Sylvester Stallone hefur viðurkennt að hjónaskilnaðir hans hafi kostað hann tæplega 1,4 milljarða ís- lenskra króna. Stallone hefur kvænst tvisvar og skiliö jafnoft. Ekki hafa þessi útgjöld þó nein úrslitaáhrif á tjárhag leikarans. Síðasta mynd sem hann lék í, Rocky 5, gaf honum á annan milljarö króna í aðra hönd. Þá eru ótaldar allar hinar Rocky-mynd- irnar ásamt öðrum myndum sem hann hefur leikið í og slegið hafa í gegn. Seinni konu sinni, fyrirsætunni og leikkonunni Birgitte Nielsen, greiddi hann 320 milljónir við skilnaðinn og aðrar 160 milljónir fyrir að lofa að tala hvorki né skrifa um hjónaband þeirra. Fyrri konu sinni, Sasha, greiddi hann rúmlega 900 milljónir. Þau skildu eftir að Stallone var nýorð- inn stjarna en Sasha var sögð hafa átt stóran þátt í þeirri vel- gengni hans. Whitney Houston segist vera ástfangin af leikaran- um og grínistanum Eddie Murp- hy. „Við höfum verið að kynnast betur og betur síðasta hálfa ann- að árið. Ég elska Eddie og ég veit að Eddie elskar mig. Við erum bæði mjög rómantísk," segir Whitney. Ástæðuna fyrir því að hún ákvað að gera uppskátt um samband hennar og Eddie segir hún vera þá að undanfarið hafi hún ítrekað verið bendluð ranglega við að- stoðarmann sinn, Robyn Craw- ford. Eddie Murphy hefur verið iðinn við kolann í kvennamálum. Ár er síðán hann sleit trúlofun sinni og söngkonunnar Lorraine Pear- son úr hljómsveitinni Five Star. John Lennon Lokkur úr hári Johns Lennon verður meðal þess sem boðið verður upp hjá uppboðsfyrirtæk- inu ChristiesÞ í London þann 20. desember nk. Lokkurinn er „aðeins" metinn á 55 þúsund krónur en hætt er við að einhver sé tilbúinn að greiða hærra verð fyrir lagðinn. Auk þess verður boðin upp silki- skyrta sem Rudolph Valentino átti eitt sinn, seðlaveski James Dean og svipa sem Harrison Ford notaði í myndinni um Indiana Jones. Svipan er metin á 550 þús- und krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.