Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 33 13 V Bílar þar sem liílir bílar eru líklega í hærra hlutfalli en úti á vegum. Ekna vegalengd vantar í dæmið Allt þetta sýnir, segir blaöið, að það er ekki bíltegundin ein sem er afger- andi. Ógætinn bílstjóri á öflugum bil er hættuleg blanda. Að öðru leyti bendir það á að sumpart hljóti tilvilj- un að spila inn í þessa niðurstöðu, ekki síst hvað snertir bíla sem ekki eru mjög margir á vegunum, svo sem eins og Skoda, Toyota Model F og Fiat Croma. Því fleiri sem bílarnir eru á vegunum því meira sé að marka niðurstöðuna. Þetta á til að mynda við um sænsku bílana sem mest eru seldir þar í landi. Að lokum bendir blaðið á þátt sem ógerlegt var að taka með í þetta dæmi en það var hve mikið bílunum er ekið yfir árið. Það gefur augaleið að því meira sem bíl er ekið því meiri líkur eru á að hann lendi í óhappi. Stórum bílum er yfirleitt meira ekið yfir árið, segir blaðið. Ef sá þáttur hefði verið tekinn inn í hefðu stóru bílarnir, svo sem Mercedes Benz, SAAB og Volvo, komið enn betur út en smábílarnir að sama skapi lakar, segir Dagens Nyheter að lokum. Of lítil sundurliðun Við þetta er því að bæta að DV- bílum þykir sem meira hefði mátt plokka sundur listann eftir undir- gerðum tiltekinna tegunda. Þannig gerir DN til dæmis réttilega mun á Golf GTI og öðrum Golfum, aftur á móti ekki á BMW 325i og BMW 316, en álíka munur er á þeim tveim bíl- um innbyrðis og Golf GTI og fátæk- legustu gerðinni af Golf sín á milli. Opel Kadett GSi er flokkaður annars Vegar en „óbreyttur" Opel Kadett hins vegar, enda eru þetta gjörólíkir bílar. Á sama hátt er verulegur mun- ur á aflmestu og aílminnstu gerð Citroen BX, jafnvel meiri en á SAAB 900 Turbo og ekki Turbo, sem þó eru sundurgreindir í lista DN. Ennfrem- ur er ósvarað spurningum sem upp í hugann koma, eins og við hvaða gerð af Skoda er átt. Eða af Daihatsu? Eða Lödu? Hvaða Suzuki er talað um? - Ekki er heldur gerður greinar- munur á árgerðum en eins og kunn- ugt er er bílum iðulega breytt án þess að skipt sé um nafn. Oftar en hitt er breytingin til bóta. En þó að upplýsingatöflur af þessu tagi séu alltaf dálítið varasamar og verði að taka þær með vissum fyrir- vara eru þær um leiö dálítil vís- bending. í þessu tilliti er vísbending- in sú að þeir sem njóta þess aö aka á aflmiklum bílum verða að þekkja hæfni.sína og takmörk og gæta þess ávallt aö hafa vitið fyrir skynlausum vélfáknum. Samantekt: S.H.H. Þessi teikning er gerð eftir frumgerðum nýja Golfsins sem þegar er farinn að sjást á almannafæri án felubúnings. Banaslysatíðni eftir bíltegundum Hér er bíltegundum raðað upp eftir hlutfallslegum fjölda banaslysa í viðkomandi tegundum í Svíþjóð árið 1989. Miðað er við skráðan flölda tegundanna samkvæmt sænsku bílaskránni á gamlársdag 1989. DV-bílar vara iesendur við að gleypa þessa sænsku töflu gagnrýnis- laust heldur skoöa hana vandlega og draga ályktanir af varkární. Bíltegund Fjöldi í umferð Banaslys Banaslys pr. 10.000 bílal umferð 1. Volkswagen Golf GTI 10.273 12 11,68 2. Opel Kadett GSi 3.255 2 6,14 3. BMW3-línan 25.528 - 15 6,11 4. Peugeot 405 6.854 4 5,83 5. Peugeot 505 8.750 5 5,71 6.Toyota Model F 4.046 2 4,94 7. Skoda 2.033 2 4,92 8. FordTaunus 39.084 18 4,61 9. Fiat Croma 2.505 1 3,99 10. Ftenaultö 8.929 3 3,36 11. Opel Ascona 62.940 21 3,34 12. Audi80 44.148 14 3,17 13. FiatUno 14.051 4 2,84 14. Volkswagen Passat 62.039 17 2,74 15. Porsche 3.780 1 2,65 16. Nissan Sunny 23.350 6 2,57 17.ToyotaCelica 8.003 2 2,50 18. Opel Manta 8.043 2 2,49 19. Lada 12.040 3 2,49 20. Ford Granada 44.980 11 2,45 21. Opel Corsa 16.307 4 2,45 22. Honda Accord 16.489 4 2,42 23. Peugeot205 17.063 4 2,34 24. Citroen CX 8.586 2 2,33 • 25. Citroén BX 12.959 3 2,33 26. Ford Escort 94.505 21 2,22 27. Opel Rekord 60.436 21 2,15 28. Fiat 127 14.171 3 2,12 29. Suzuki 10.467 2 1,91 30. Saab900Turbo 15.594 3 1.91 31. Nissan Bluebird 10.546 2 1,90 32. Opel Omega 16.224 3 1,85 33. Ford Sierra 67.212 12 1,79 34. Volvo 440 126.372 22 1.74 35. Mercedes Benz 190 17.342 3 1.73 36. Voikswagen Jetta 41.848 7 1,67 37. Peugeot309 6.082 1 1,64 38. Mazda 626 49.550 8 1.61 39. Nissan Micra 33.407 5 1,49 40. Ford Scorpio 20.865 3 1,43 41.Saab96 49.015 7 1,43 42. ToyotaStarlet 22.312 3 1.34 43.Toyota Corolla 68.477 9 1,31 44. Saab 900 (án turbo) 171.177 22 1,28 45. BMWölínan 23.482 3 1,27 46. Saab 99/90 140.805 17 1.21 47. M. Benz200og hærri 83.567 10 1,20 48. Volvo2001inan 491.153 56 1,14 49. Ford Fiesta 54.004 6 1,11 50. Volkswagen Golf 126.146 13 1.03 51. Audi 100 58.450 6 1,03 52. Mitsubishi Galant 9.873 1 1,01 53. Subaru 9.864 1 1,01 54. Fiat Ritmo 10.938 1 0.91 55. Volvo 740 166.406 15 0,90 56. Opel Kadett 134.340 12 0,89 57. Toyota Camry 23.065 2 0,87 58. Daihatsu 11,762 1 0.85 59. Mazda 323 70.826 6 0,85 60. Voivu300línan 106.656 6 0,56 61. Mitsubishi Colt/Lancer 18.869 1 0,52 62, Volkswagen Polo 20.401 1 0.49 63. Saab 9000 43.515 2 0,46 64. Honda Civic 23.536 1 0,42 Golf og Jetta með nýjum brag Volkswagen Golf og Volkswagen Jetta eru nú á lokastigum undirbún- ings, enda veitir ekki af því þessir bílar verða kynntir í september 1991, eftir tæpt ár. Nýi Golfinn (þar með talin Jettan með sínu skotti - stall- baksútfærslan) ber eins og bílum er títt um þessar mundir keim af því að vera hönnuð í stormi - eða eigum við að segja vindgöngum? Allt miðast að því að hafa sem minnsta loftmót- stöðu og um leið að loftmótstaðan geri bílinn sem rásfastastan og stöð- ugastan í akstri. Þriðja kynslóð Golfs og Jettu verð- ur stærri en sú kynslóð sem enn er í boði, bæði breiðari og lengri á milli öxia. Hann verður mun mýkri í lín- um, lægri að framan og straumlínu- lagaðri að aftan. Luktirnar verða lág- ar og breiðar að framan en afturljós- in ferköntuð. Framrúðan liggur mjög slétt við yfirbygginguna til að minnka loftmótstöðu og þakrennur eru úr sögunni. Vélabúnaður verður í stórum dráttum líkur þeim sem nú er, ef ekki sá sami, nema hvaö nú verður í fyrsta sinn hægt að fá Golf með sex strokka vél, annað hvort 2,4 lítra 150 hestafla eða 2,8 lítra 175 hest- afla. S.H.H. Þessi gamli góði Willys-jeppi, árgerð 1947, hafði skilað eiganda sínum, Einari Einarssyni, farsællega áfram í 31 ár þegar þessi mynd var tekin af þeim árið 1978. Nú leita DV Bílar eftir iiðsinni lesenda við að finna gamlar myndir frá i árdaga jeppanna hér á landi i tilefni af fimmtíu ára afmæli jeppans á þessu ári. DVBílar rifja upp sögu jeppans í fimmtíu ár: Eiga lesendur DV gamlar jeppamyndir í fórum sínum? Eins og þegar hefur komið fram hér á síðum DV Bíla þá á hinn eini sanni ,jeppi“ hálfrar aldar afmæli um þessar mundir. Af því tilefni hyggjumst við hér á DV Bílum gera þessu merkilega farartæki nokkur skil á næstunni og þá einnig þeim áhrifum sem þetta fjölhæfa farar- tæki hafði á íslenskt þjóðlíf á sínum tíma. Af þessu tilefni leitum við eftir samstarfi við lesendur DV og ef einhverjir eiga skemmtilegar myndir frá í árdaga jeppans hér á landi í fórum sínum þá þætti okkur akkur í að fá nokkrar slíkar sendar ásamt upþlýsingum um viökom- andi jeppa ef fyrir hendi eru. Allar innsendar myndir verða endur- sendar en við myndum velja þær skemmtilegustu úr og birta með þessari upprifjun á sögu jeppans í 50 ár. Einnig væru stuttar frásagn- ir tengdar jeppunum vel þegnar. Þeir sem vilja liðsinna okkur í þessu sendi myndir og/eða frásagn- ir til: DV Bílar Jeppamyndir Þverholti 11 105 Reykjavík Athugið að merkja myndirnar vel meö nafni sendanda svo þær kom- ist örugglega til skila aftur. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.