Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 1
Evrópa heldur velli: Renault Clio kjörinn bíll ársins 1991 í Evrópu Þegar Nissan Primera var kjörinn bíll ársins í Danmörku var þaö í fyrsta sinn sem japanskur bíll (les: japanskt merki) varö þess heiöurs aönjótandi. Þá urðu margir spenntir: verður Primera fyrstur japanskra bíla kjörinn bíll ársins í Evrópu? Ekki rénaöi eftirvæntingin þegar Primera fékk gullna stýrið í flokki bíla með vélarstærðina 1601-2000 rúmsentímetra. En evrópskir bílar héldu velli. Nýi smábíllinn frá Renault, Renault Clio, fékk glæsilega kosningu sem bíll árs- ins 1991 í Evrópu. Bíllinn fékk gullna stýrið í flokki bíla með vélarstærð undir 1600 rúmsentímetrum. í um- fjöllun um Renault Clio í DV bílum, eftir stutta kynningu á bílnum fyrir íslenska bílablaðamenn í Frakklandi í haust, segir aö það séu einkum flög- ur atriði sem virðast einkenna Renó Clio: 1. Kraftur og góöir aksturseigin- leikar. 2. Mikið innanrými 3. Þægileg og góð innrétting. 4. Hve hljóðlátur hann er. Þessi atriði eru einmitt þau sem fyrirferöarmest urðu í mati dóm- nefndarinnar sem valdi bíl ársins í Evrópu 1991. 10 stig mest á hvern bíl í nefndinni, sem hefur það vanda- sama verk með höndum að velja bíl ársins í Evrópu, eiga sæti 58. blaða- menn frá jafnmörgum blöðum sem fjalla um bíla í 17 Evrópúlöndum. Hve margir eru frá hverju landi fer að nokkru eftir fólksfjölda landanna. Flestir eru frá Frakklandi, Þýska- landi, Ítalíu og Bretlandi, 7 frá hverju landi, en fæstir frá Danmörku, Finn- landi, Grikklandi, írlandi, Noregi og Júgóslavíu, 1 frá hverju landi. ísland á ekki fulltrúa í nefndinni. Hver nefndarmaður hefur 25 stig til umráða. Þessum stigum verður hann að dreifa milli fimm bíla. Mest má gefa einum bíl tíu stig. Stigagjöfin í ár fór á þessa leið: 1. Renault Clio..............312 stig. 2. Nissan Primera............258 stig. 3. Opel Calibra..............183 stig. 4. Mazda Miata...............158 stig. 5. Peugeot605................158 stig. 6. Toyota Previa..............91 stig. 7. Ford Escort............86stig. 8. Lancia Dedra...........68 stig. 9. Rover 100 ..........54 stig. 10. Fiat Tempra................38 stig. 11. Rover Metro 100........stig. 12. Toyota Starlet.......lOstig. 13. ToyotaMR....................7 stig. 15. Toyota Celica...............2 stig. Verðlaunin afhent í janúar Verðlaunagripur fylgir útnefningu bíls ársins í Evrópu og verður sá af- hentur Raymond H. Lévy, forstjóra Renault, 14. janúar 1991 við hátíðlega athöfn í Rómaborg en það er einmitt ítalska tímaritið A.M. sem annast hefur skipulagningu kosningarinnar í ár. Renault er ekki að taka á móti þess- um heiðursverðlaunum í fyrsta sinn. Árið 1966 fékk Renault 16 þessi verö- laun, 1982 var það Renault 9. Sigur- vegararnir síðan eru þessir: Audi 100 (1983), Fiat Uno (1984), Opel Kadett (1985), Ford Scorpio (1986), Opel Omega (1987), Peugeot 405 (1988), Fiat Tipo (1989), Citroen XM (1990). Renault Clio er væntanlegur hing- að til lands öðrum hvorum megin við næstu áramót. S.H.H. Á. -V--- í 'í>' h Renault Clio - státar nú þegar af gullna stýrinu og titlinum Bíll ársins í Evrópu 1991 í hvaða bílum verða flest banaslys? - Sjá sænska könnun á bls. 32 Nissan Primera - billinn sem margir héldu að yrði bíll ársins í Evrópu varð að láta sér lynda annað sætið. Saab 900i ’87, sjálfsk., vökvast., 5 d., rauður, ek. 27.000, toppeintak. V. 1.060.000. Globusa Lágmúla 5, sími 91-681555 Biladeild Chevrolet Blazer- S10 ’87, svart- ur/rauður, 5 g., lúxusinnrétting, ek. 46.000, veltistýri cl, raf. rúðuvindur, góður bíll, v. 1.750.000. 1.6 ’88, blár, 4ra d., 4ra g„ ek. 50.000. V. 870.000. Gott eintak. Allir bílar yfirfarnir og í 1. flokks ástandi Opið í dag 10-14 Lada Sport ’88, ek. 35.000, 5 g., létt- Citroén BX 1.4 ’87, grár, ek. 61.000. stýri, dökkbiár, v. 580.000. Tilboðsv. 595.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.