Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 6
40 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. Bflar Jeep Cherokee árgerð 1991: Aflmeiri vél og aðrar endurbætur Fyrstu bílarnir af árgerð 1991 eru farnir að sjást hér á landi en búast má við skriðu nýrra bíla strax upp úr áramótunum vegna nýrra reglna um skráningu nýrra bíla. Bifreiöa- skoðun íslands hefur horftð frá fyrri árgerðarskráningum og hér eftir gildir árið sem bíllinn er fyrst skráð- ur hér á 1andi. Því myndi bíll sem er af „árgerö" 1991 en væri seldur fyrir áramótin verða skráður sem 1990 en ef hann yrði hins vegar skráður eftir áramót fengi hann skráninguna 1991. Á fimmtudag kynnti Jöfur hf. í Kópavogi, umboðsaðili Chrysler, sem meðal annars hefur Jeep innan sinna vébanda, 1991 árgerðir Jeep Cherokee fyrir áhugasömum kaup- endum. Við fyrstu sýn viröast ekki miklar breytingar vera á milli árgerða en , þegar betur er að gáð eru þær alln- okkrar. í útliti eru þær minni háttar, breyttar merkingar og skrautlistar. Þaö er undir vélarhlífinni sem mesta breytingin er. að þessu sinni. Vélin hefur fengið aukið afl, úr 177 hestöfl- um upp í 190 hestöfl. Þetta er fengið með breytingu á eldsneytisdælingu til vélarinnar, nýrri tölvu sem skammtar eldsneytið og nýjum frá- gangi á útblæstri vélarinnar. Þá hefur verið „lagað til“ í vélar- Jeep Cherokee Limited - toppbillinn frá Jeep hlaðinn aukabúnaði svo sem leðurklæddum sætum, ýmsum raf- búnaði, veltistýri og mörgu fleiru en kostar þó undir þremur milljónum króna. rúminu þannig aö öllum hlutum er haganlegar fyrirkomið en áður. Af öðrum breytingum má nefna barnalæsingar og smáatriði eins og það að nú gengur einn og sami lykill- inn að öllum læsingum í bílnum. Jeep Cherokee kostar frá kr. 2.327.000 upp í 2.977.00 eftir gerð og búnaöi. Síöan er hægt að fá ýmsan aukabúnaö til viöbótar en bílarnir eru raunar hlaðnir búnaði af ýmsu tagifyrir. -JR Fyrsti bíltúr Egils Vilhjálmssonar Hvar eru glæsilegustu bílar lands- ins? Rennilegustu sportbílarnir, verklegustu torfærutækin, virðuleg- ustu öldungarnir? í Reykjavík, svara einhverjir; á Akureyri, andmæla aðrir; þú sérð ekki verklegri jeppa en í Keflavík, staðhæfa sumir. Fáir nefna Hafnarfjörð. Ef spurt hefði verið sumariö 1914, þegar telja mátti bíla á íslandi á fingrum beggja handa. hefðu hins vegar margir nefnt Hafnarfjörð. Þar voru þá a.m.k. þrir bílar, hver öðrum forvitnilegri á landsmælikvaröa. Lít- um nánar á einn þeirra. Fyrsti bíllinn sem kom að notum á íslandi Þegar fjallað er um upphaf bílasögu íslendinga er fyrst að telja tvo bíla sem komu í raun að sáralitlum eöa engum notum og voru seldir úr landi eftir misheppnaðar tilraunir með þá. Þetta voru Thomsens-bíllinn svokall- aði, fólksbíll sem Dethlev Thomsen, kaupmaður í Reykjavík, gerði til- raunir með í Reykjavík og nágrenni sumrin 1904 og 1905 og Grundar-bíll- inn, vörubíll sem Magnús Sigurðs- son, bóndi og kaupmaður að Grund í Eyjafirði, reyndi aö hafa í fórum milli Akureyrar og Grundar sumarið 1907. Síðan er venjan að nefna Ford T-fólksbíl sem íluttur var frá Kanada síðla júnímánaðar sumarið 1913 sem þriðja bílinn og fyrsta bílinn sem kom að raunverulegum notum. Þetta er ekki alls kostar rétt því í millitíðinni, nánar tiltekiö vorið 1913, var keypt til Hafnaríjarðar bifreið sem átti drjúgan þátt í að sýna fram á notagildi slíkra tækja við íslenskar aðstæður. Til marks um það segir svo um hana í blaöi einu í maí 1913; „Rennur hún mjúkt og liðlega um veginn og lætur vel að stjórn. Er það fyrsta bifreiöin sem að gagni hefur komið hér á landi.“ Bill þessi var lít- r ÚRVALS NOTAÐIR —| -TEGUND ÁRG. EKINN VERÐ Lada Sport, 5 g., 1988 29.000 530.000 Ch. pickup, yfirb., 4x4 1981 35.000 vél 950.000 Toyota Cressida GL 1980 149.000 235.000 Subaru coupé4x4 1987 71.000 800.000 VW Golf CL, 3ja d., 1987 29.000 680.000 Toyota Tercel 4x4, st. 1986 70.000 640.000 Opel Rekord CD, sjálfsk. 1985 112.000 850.000 Honda Civic, 3ja d. 1987 53.000 630.000 Nissan Bluebird, sjálfsk. 1987 68.000 750.000 Volvo 345 DL 1985 57.000 390.000 Lada Samara, 5 d. 1989 16.000 450.000 Mazda 626 LX, sjálfsk., 5 d. 1988 37.000 900.000 Isuzu WFR, 8 manna, dísil 1988 10.000 1.450.000 MMC Pajero, bensín, 5 d. 1986 77.000 1.380.000 Isuzu Trooper, bensin 1982 96.000 550.000 BMW 520í, sjálfsk., SE 1988 62.000 1.550.000 Nissan Patrol pickup, 4x4, d. 1987 58.000 1.100.000 Isuzu Trooper, dísil 1986 114.000 1.250.000 Nissan Pulsar, 5 g., 1300 1988 50.000 590.000 Ch. Blazer S10m/öllu 1986 78.000 m 1.450.000 GMC Jimmy ss15, sjálfsk. 1985 79.000 m 1.200.000 Opið laugardag frá kl. 13-17. Bein lína, sími 674300 mm Samband íslenskra samvinnufélaga z=D@ijiyi(K)RD Höfðabakka 9, sími 670000 Þessi Austin Seven árgerð 1909 mun vera áþekkur fyrsta bílnum sem kom til Hafnarfjarðar á vegum Bookless- bræðra. Þessir bílar voru með eins strokks vél og náðu miklum vinsældum í Engiandi á sínum tima. ill og léttur og hentaði því vel við íslenskar vegleysur. Hann var í eigu útlendinga sem höföu hann til eigin nota; þess vegna var hlutverk hans með dálítið öðrum hætti en annarra bíla i árdaga bílaaldar. Flestir Hafn- firðingar höfðu lítið af honum að segja annað en að horfa á hann renna um götur bæjarins. Á því voru þó undantekningar eins og síöar verður vikið að. Bíltúr - í vélarvana bíl í Hafnarfirði bjuggu á þessum árum tveir skoskir bræður, Book- less-bræöur, og ráku þar umfangs- mikla útgerð. Þeir höfðu mikinn áhuga á vélknúnum ökutækjum enda höfðu slík tæki sannað gildi sitt í heimalandi þeirra. Þegar á fyrsta áratug aldarinnar fluttu þeir inn mótorhjól með hliðarkörfu og not- uðu hér. Og bíl keyptu þeir sem sagt fyrri hluta árs 1913. Þeir óku honum sjálflr, fóru erinda sinna til Reykja- víkur og um nágrennið; vitað er einnig að bílnum var ekið suður á Stapa, langleiðina til Keflavíkur. Aö öllum líkindum ók einnig bílnum Ólafur Davíðsson, félagi Bookless- bræðra í útgeröinni. Egill Vilhjálmsson, einhver mesti athafnamaður á sviði bifreiðaþjón- ustu á íslandi fyrr og síðar, var ung- ur maður í Hafnarfirði meðan Book- less-bíllinn var og hét. Hann sagði frá því síðar að hann teldi að bíllinn hafi verið af Austin-gerð. Hann riíj- aði upp kynni sín af bílnum í viðtals- bók Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, Við sem byggðum þessa borg. Það voru jafnframt fyrstu kynni Egils af bíl- um. Honum sagðist svo frá: „Sam- stundis fékk ég svo mikinn áhuga fyrir þessu farartæki, að ég hugsaði um lítið annað. Ég var alltaf að snigl- ast kringum bifreiðina. Svo varð stórviðburður í lífi mínu einn dag- inn. Ég var þá staddur ásamt nokkr- um öðrum á Hvaleyrarholti. Þá bar þar að Bookless-bifreiðina. Eitthvað var að henni, því aö ekki var hægt aö koma henni í gang. Við vorum beðnir að ýta á eftir henni, sem við og gerðum með glöðu geði. Er hún kom á brekkubrúnina gat hún sjálf- krafa runnið niður og ég varð heldur en ekki glaður er okkur var boðið að sitja í henni niður í Fjörð fyrir hjálpina. Þá steig ég í fyrsta sinn upp í bifreiö og þótti mér þaö mikið ævin- týri. Ekki dreymdi mig þá, að ég ætti eftir að hafa bifreiöar svo mjög með höndum, sem síðar varð raunin á.“ Hvorugur skildi hinn Að öllum líkindum var áðurnefnd- ur Ólafur Davíðsson fyrstur Hafn- firðinga til þess að læra að aka bíl. En vitað er að annar maöurþar i bæ lærði þaö einnig. Hann hét Árni Sig- urðsson og var þá ungur trésrniöur í Hafnarfirði. Árni forframaðist svo, á þeirra tíma mælikvarða, að hann gerðist meira að segja bílstjóri á leigubifreið til mannflutninga milli Hafnaríjarðar og Reykjavíkur. Öku- nám Árna var um það bil svona: Hann fékk að sitja í bílnum með öðr- um Bookless-bróðurnum stundar- korn í þrjú skipti og fylgjast með handtökum hans við aksturinn. Til- sögnin var hins vegar engin því hvorugur skildi hinn; Bookless kunni enga íslensku og Árni enga ensku. Þetta var öll ökumenntun Árna áður en hann varð atvinnubíl- stjóri. Og segir ekki frekar af Book- less-bílnum; hann mun hafa verið fluttur úr landi aftur. En mikilvægi hans er ótvírætt. Af öðrum bílum í Hafnarfirði sum- arið 1914 segir síðar. Á.S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.