Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 8
42 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. Sérstæd sakamál Anita Máhrle leit út fyrir aö vera glaöa ekkjan en undir yfirborðinu var hún allt önnur. Þegar hún fannst látin beindist grunur aö manninum sem hún ætlaði að gift- ast. Sjálfsvíg milljónamærings? Anita var enn lagleg og töfrandi þótt hún stæöi á fimmtugu. Hún var milljónamæringur og bjó í rík- mannlega búinni íbúö í Dússeldorf í Þýskalandi. Dag einn svaraöi hún ekki símanum og þegar þannig hafði gengið í fjóra daga var lög- reglunni gert aövart. Er rannsókn- arlögreglumenn komu i húsiö fundu þeir hana látna i baökerinu. Hún var meö silkiklút um hálsinn og hafði hann flækst utan um rör. „Sjálfsvíg, á því lejkurinn enginn vafi," sögöu rannsóknarlögreglu- mennirnir. En læknirinn, sem kvaddur var á vettvang, var ekki sammála. „Hún er með lítinn rauð- an blett á lærinu," sagöi hann, „og mér sýnist að einhverju kunni aö hafa verið sprautaö í hana. Þaö er best að rannsaka þetta nánar." Læknirinn hafði rétt fyrir sér. í blóöi Anitu fannst mikið af lyfi sem hún varð aö nota daglega til aö vinna gegn hjartveiki sem hún þjáöist af. Hún átti þó aðeins áð nota það í smáum skömmtum. Eft- ir þetta var staðið aö rannsókninni sem um morömál væri að ræða. Glöð og ánægð Nú var farið að ræða við ná- granna Anitu. Kom þá fram að undanfarið hafði virst liggja afar- vel á henni. Ástæðan var sú að hún hafði ætlað að gifta sig og hveiti- brauðsdögunum ætlaði hún að eyða í Feneyjum. Vegna brúð- kaupsins hafði Anita keypt sér kjóla fyrir jafnvirði um tvö hundr- uð þúsund króna. Á gólfmu í svefn- herberginu stóð hálffull ferðataska og föt lágu á rúminu. Maðurinn, sem ætlaði að kvæn- ast Anitu, var strax grunaður er fyrir lá niðurstaða líkskoðarans. Unnustinn var hjartasérfræðing- urinn Horst Agemar. Hann kom mjög vel fyrir og sjúklingar hans voru einkum efnaðar konur. Agemar reyndist vera gefinn fyr- ir ljúfa lífið. Einkum var hann kunnur fyrir mikla spilafíkn og þekktur í ýmsum spilavítum í Evr- ópu. Eitt sinn hafði hann á einu kvöldi tapað jafnvirði tæplega þriggja milljóna króna viö spila- borðið. Það þótti mikið, jafnvel þótt í hlut ætti efnaður læknir. Mikill kvennamaður Horst Agemar var líka þekktur fyrir að vera mikið upp á kven- höndina. Ungar konu féllu fyrir honum, enda virtist hann aldrei fá nóg af konum. „Ég drap ekki Anitu," sagði hann þegar hann hafði verið færður til yfirheyrslu. „Hún var þunglynd og svipti sig lífi.“ Þegar lækninum var sýndur sil- kiklúturinn sem var um háls Anitu þegar hún fannst látin og bent á að hann væri sams konar og sex aðrir klútar sem fundist hefðu heimahjá honum svaraöi hann því til að hann hefði látið Anintu fá einn klúta sinna um páskaleytið. Undarleg dauðsföll? Rannsóknarlögreglan fór nú að kanna fortið Horsts Agemars lækn- is. Kom þá í ljós að fjórar efnaðar Anita Máhrle. konur, sem hann hafði haft fyrir sjúklinga, höfðú látist undanfarin tvö ár. Þótti athyglisvert að allar höfðu þær i erfðaskrám sínum ánafnað lækninum eigur sínar. Sú spurning vaknaði því hvort hann væri fjöldamorðingi. „Ég er hjartsérfræðingur," svar- aði læknirinn. „Og fólk með hjarta- sjúkdóma deyr. Að þessar íjórar konur skuli hafa látið eigur sinar ganga til mín er ekki neitt sem ég gat ráðiö við. Líklega gerðu þær það af því að þeim féll vel við mig.“ Lögreglan komst einnig aö því að frá öðrum sjúklingum hafði Horst Agemar fengið mikið fé. Var þá um að ræða eldri konur í góðum efn- um. Stórskuldugur Lögregluforinginn, sem um rann- sókn málsins sá, Mátzler, skipaði nú svo fyrir að grennslast yrði fyr- ir um hve mikið læknirinn skul- daði í bankanum. Daginn eftir kom svarið. Hann skuldaði jafnvirði eitt hundrað og tuttugu milljóna króna. Hann virtist því vera skuldugur upp fyrir haus* í ljós kom að Anita hafði látið Horst fá jafnvirði tuttugu og átta milljóna króna. Þegar hann var spurður hvað hann hefði gert við féð sagðist hann hafa átt að leggja það í gott fyrirtæki en ekki fundið neitt og síðar hefði hann tapað pen- ingunum í spilum. Þegar farið var að grennslast fyr- ir um hve miklu fé Horst Agemar hefði tapað í spilavítum reyndist þaö vera jafnvirði um eitt hundrað og sextíu milljónir króna. Eftir það var lögreglan ekki lengur í neinum vafa um að Horst Agemar hefði ráðiö Anitu Máhrlé af dögum. Fölsk fjarvistarsönnun? Líkið af Anitu fannst 8. júní 1986 en allt benti til aö hún hefði látist 2. eða 3. júní. Síðla kvölds þann annan hafði Horst Agemar farið flugleiðis til Mílanó til að spila í spilavítinu í Campione. Hann sýnd- ist því hafa fjarvistarsönnun um- rætt kvöld. Hann bjó ekki í Dússeldorf heldur grannborginni Wiesbaden. Síðdegis daginn sem hann fór til Mílanó fór hann í all- margar sjúkravitjanir og þótti ljóst að óhugsandi heföi verið fyrir hann að komst til Dússeldorf og aftur til baka til Wiesbaden til að ná flugvél- inni sem vitað var að hann fór meö. Meðal þeirra sem læknirinn heimsótti þennan dag var Elke Betzler, tuttugu og níu ára. Hún átti krá í Wiesbaden. Horst sagðist hafa verið hjá henni í þrjá stundar- fjórðunga milli sjúkravitjana. Vaknaði nú grunsemd um að Elke, sem var oft félagi Horst þegar hann fór í spilavítin, hefði gefið honum falska f]arv.istarsönnun. Hefði hann ekki ^ferið hjá henni um- rædda stundarfjórðunga hefði hon- um gefist tími til að aka að heimili Anitu í Dússeldorf, hafa þar rúm- lega stundarfjórðungsviðdvöl, og aka síðan aftur til Wiesbaden. Ekki Horst Agemar laeknir. Rudi Máhrle. var þó hægt að færa neinar sönnur á að Elke hefði sagt ósatt. Óvæntur vitnisburður Réttarhöldin yfir Horst Agemar lækni stóðu í margar vikur. Er leið að lokum þeirra leit út fyrir að hann yrði dæmdur fyrir morð. Þá kom í vitnastúkuna kona sem breytti gangi málflutningsins. Hún hét Dorothea Weidner og haföi lengi búið í Bandarikjunum. Hafði hún þekkt Anitu Máhrle frá því hún var tvítug. Kom nú í ljós hver fortíð Anitu var. Um tvítugt haföi hún kynnst ungum manni sem verið hafði í unglingasveitum nasista í stríðinu, Rudi Máhrle. Hann hafði orðið fyrir andlegu áfalli í unglingasveitunum og vann fyrir sér sem símavöröur í nætur- klúbb þegar þau Anita kynntust. Hann varð afar ástfanginn af henni og hugðist byrja að lesa lögfræði til að geta séð vel fyrir henni. Af því varð þó aldrei því Anita komst að því að faðir Rudis, Willi Máhrle, var milljónamæringur. Skömmu síðar var hún búin að hafna Rudi og orðin ástmey Willis sem var ekkjumaður. Síöa gengu þau í hjónaband en þegar Anita var um fertugt lést Willi Máhrle og þá fékk Anita allar eigur- hans því hún hafði taliö hann á að gera Rudi arflausan. Misheppnuð ástarævintýri Næstu árin átti Anita nokkra elskhuga en aldrei varð úr því að hún giftist aftur. Sumir fengu fé hjá henni og einn hafði af henni jafnvirði rúmlega þriggja milljóna króna áður en hann fór til Suður- Ameríku. Þessi misheppnuðu ástarævin- týri fengu mjög mikið á Anitu en fáir vissu nokkuð um depurö henn- ar og líklega var Dorothea Weidner eina manneskjan sem þekkti sögu látnu konunnar vel. „Þegar hún kynntist Horst Agemar varð hún afar ástfangin,“ sagöi Dorothea. „Hann var draumaprinsinn hennar. Hann hét henni hjónabandi og án skilyrða lét hún hann hafa þá peninga sem hann bað hana um. Þeim eyddi hann strax í spilavítunum. Ég hitti hana mánuði áður en hún dó,“ hélt Dorothea áfram, „og þá sagði hún við mig að hún óttaðist að Horst ætlaði að snúa við henni bakinu. „Geri hann það,“ sagði hún, „þá svipti ég mig lífi“.“ Síðasta símtalið „Kvöldið sem ég ætlað að fara aftur til Bandarikjanna hringdi Anita til mín,“ sagði Dorthea enn- fremur. „Þá hafði Horst aflýst brúðkaupinu og feröalaginu til Feneyja. Jafnframt lýsti hann þá yfir því að peningarnir (jafnvirði þrjátíu og tveggja milljóna króna) væru tapaðir. „Þú skalt vera viss um,“ sagði Anita við mig í þessu símtali, „að ég á eftir að hefna mín á honum.“ Svo skellti hún á. Ég reyndi að hringja aftur til hennar en þá svaraöi hún ekki. Þá var ég að því komin aö missa af flugvélinni.“ Dorothea Widner lýsti svo þeirri skoðun sinni að hún væri ekki í minnsta vafa um að Anita Máhrle hefði svipt sig lífi. „Ég er heldur ekki í neinum vafa um,“ sagði hún, „að hún ætlaði að koma fram hefndum með sjálfsvíg- inu. Hún svipti sig lífi á þann hátt að svo sterkur grunur félli á Horst Agemar lækni að hann yrði dæmd- ur fyrir morð.“ Vitnisburður konunnar, sem komið hafði frá Bandaríkjunum til aö leysa frá skjóðunni, réö úrslit- um málsins. Horst Agemar var sýknaður af morðákærunni en fékk fjögurra ára fangelsi fyrir fjár- svik. Þegar hann fær aftur frelsi verð- ur hann eignalaus maður, án leyfis til að starfa sem læknir og stór- skuldugur. Aöeins ein manneskja' hefur staðið með honum eftir dómsuppkvaöinguna, Elke Betzel, og ætlar hún að bíða hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.