Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. 19 Dans- staðir Bjórhöllin Gerðubergi 1, sími 74420 Lifandi tónlist öll kvöld vikunn- ar. Danshöllin Fjölbreytt skemmtun með fyrir- taksskemmtikröftum föstudags- og laugardagskvöld. Casablanca Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Dans-barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Hljómsveitin Mannakorn leikur föstudags- og laugardagskvöld. Danshúsið Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Hljómsveit Finns Eydal ásamt Helenu Eyjólfsdóttur skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Hótel Borg Pósthússtræti 10, sími 11440 í kvöld og laugardagskvöld verð- ur síðasta helgin sem haldinn verður dansleikur með því sniði sem verið hefur undanfarin ár. Hljómsveitin „íslandsvinir" stjórnar kveöjuhófinu og leikur fyrir dansi af sinni alkunnu snild. Púlsinn Vitastig í kvöld leikur hljómsveitin Pap- ar. Á laugardagskvöld leikur KK-Band ásamt svarta blúslista- manninum Derrick Big Walker. Á sunnudagskvöld leika KK- Band og Derick Big Walker ásamt góöum gestum: Sævari Sverris- syni söngvara og Björgvini Gísla- syni gítarleikara. Þetta kvöld er sérstaklega tileinkaö blústónlist- inni undir heitinu Óður til blús- ins og er von á fleiri tónlistar- mönnum í heimsókn. Sportklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670 Opið föstudags- og laugardags- kvöld á Stönginni. Aðgangur ókeypis. Skálafell, Hótel Esju Suðurlandsbraut 2, sími 82200 Guðmundur Haukur leikur föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld og nk. fimmtudags- kvöld. Opið öll kvöld vikunnar. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Stjórnin leikur á stóra -sviðinu, Anna og flækingarnir í Ásbyrgi, Blúsmenn Andreu í Café ísland og diskótek í Norðursal. Hótel Saga Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi á laugardagskvöld. Keisarinn Laugavegi 116 Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Tveir vinir og annar í fríi Lifandi músík um helgina. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Karaoke-nýjungar í tónlistar- flutningi. Opiö um helgina. Veitingahúsið Ártún Vagnhöfða 11, s. 685090 Nýju og gömlu dansarnir föstu- dags- og laugardagskvöld. Hljóíh- sveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur. Endurski í skam Skítt með'a aftur á fjalimar Leikfélag Kópavogs hefur ákveð- ið að hefja sýningar að nýju á söng- leiknum Skítt með’a eftir Valgeir Skagijörð. í verkinu er rakin saga sex ungmenna frá fermingu til tví- tugs. Þau lenda í ýmsum hrakning- um og eiga sum þeirra ekki aftur- kvæmt úr skúmaskotum þjóðfé- lagsins. Verkið er kryddað líflegri tónlist. Valgeir samdi sjálfur bæði lög og texta og sá um útsendingar ásamt Pálma J. Sigurhjartarsyni. Hljómsveitin íslandsvinir sér um tónlistarflutning á sýningum. Sýningin hefur slegið í gegn hjá ungu kynslóðinni, þó höfðar efnið ekki síst til eldri kynslóðarinnar. Sýningar eru í Félagsheimili Kópavogs á fimmtudögum og sunnudögum og heíjast þær kl. 20.00. Miðasalan er opin frá kl. 18,00 sýningardagana en símsvari tekur við miðapöntunum í síma 41985 all- an sólarhringinn. Skitt með’a fjallar um unglinga og vegferð þeirra. Gítar- djass í Blúsmunnharpa á Púlsi - Derrick Walker blæs Djúpinu í kvöld, fostudag, og sunnudags- kvöldið' 13. janúar verða djasstón- leikar í Djúpinu við Hafnarstræti. Þar munu leika af fingrum fram gítarleikarinn Hilmar Jensson, kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og trymbillinn Matthías Hemstock. Þeir Hilmar og Matthías eru hérlendis í stuttu fríi en þeir hafa undanfarin ár verið við nám í Berklee College of Music í Boston. Gestur tónleikanna verður Ari Einarsson en hann er einnig Amer- íkumenntaður i tónlist, stundaði nám í Guitar Institute of Techno- logy í Los Angéles. Tónlistin, sem þeir félagar leika, er djass frá ýms- um tímaskeiðum, bæði frjáls og óbundin. Tónleikarnir heíjast kl. 21.30. I kvöld verður hljómsveitin Pap- ar á Púlsinum en þeir félagar leika einkum þjóðlög og dægurlög. Papar gáfu út plötu nú fyrir jól og var góður rómur gerður að. Þeir eru hressir og kátir og hafa gert mikla lukku á Púlsinum. Laugardags- og sunnudagskvöld verður blúsinn allsráðandi. Hingað til lands er kominn góður gestur, Derrick Walker blúsmunnhörpu- leikari, en hann er hér í boði félaga sinna og fyrrum spilafélaga K.K. og Þorleifs Guðjónssonar. Þeir léku áður meðal annars í hljómsveitinni Grinders sem fór um Norðurlönd og kom meðal annars til íslands. Á laugardag gengur Ásgeir Óskarsson í lið með þeim félögum en á sunnudag koma fleiri við sögu; Sævar Sverrisson söngvari og Björgvin Gíslason gítarleikari. Reyndar byrjar Björgvin tónleik- Húsdýragarðurinn: Skraut- og bréfdúfur Húsdýragarðurinn hefur verið afar vinsæll frá opnun og hafa mörg þúsund manns komið í heim- sókn. Kynning hefur verið á ýms- um dýrategundum og verður slíku fram haldið. Nýlega var hreindýra- fræðsla en á sunnudag kl. 15.00 fjallar Ómar Bjarnason, dúfnaá- hugamaður og ræktandi skraut- og bréfdúfna, um hirðingu, pörun, sjúkdóma og fleira. Auk þess verða til sýnis nokkur afbrigöi skraut- dúfna og bréfdúfur. Kynningin verður í kennslusal Húsdýragarðs- ins og er hún opin gestum garðsins meðan húsrúm leyfir. ana með Kristjáni Frímanni ljoð- anda nýaldarhyggju sem byggð er skáldi en þeir fremja ljóðaseið í á ljóðum Kristjáns. Derrick Big Walker blæs í munnhörpu.á Púlsinum um helgina. Nætur- galinn á tákn- máli Laugardaginn 12. janúar verður sýning á leikritinu Næturgalinn á Litla sviði Þjóðleikhússins fyrir Félag heyrnarlausra. Þetta er í annað sinn sem sýningin er túlkuð fyrir heyrnarlausa á táknmáli og ekki er vitað til að heil leiksýning hafi verið túlkuð í heild á táknmáli fyrr. Næturgalinn hefur verið sýndur í skólum á Reykjavíkursvæðinu og nágrenni en 1 næstu viku verður haldið til Austurlands þar sem leik- ið verður fyrir nemendur 20 skóla í Austurlandsumdæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.