Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. 23 íslands- mótið í inn- anhúss- knattspymu Þó vetur konungur sé enn við völd verða knattspymumenn á fullri ferð um helgina en þá fer nefnilega fram íslandsmótið í inn- anhússknattspyrnu. Leikið verður í 1., 2., 3. og í 4. deild karla og í 1. deild kvenna. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni en 3. og 4. deildin verður leikin í Seljaskóla. Stúlkurnar í 1. deild ríða á vaðið kl. 16 í Laugardalshöllinni í dag. Liðin í 3. deild byrja keppni kl. 16.30 í dag og mun mótið standa til kl. 19 á sunnudagskvöldið. Keppni í 4. deild hefst í Seljaskóla kl. 9 á laug- ardagsmorgun. 2. deildin hefst kl 9 á laugardagsmorgun í Laugardals- höllinni en leikmenn 1. deildar byrja að sparka boltanum kl. 9 á sunndagsmorguninn. Fjórir leikir í úrvalsdeildinni Fjórir leikir verða i úrvalsdeild- inni í körfuknattleik um helgina og verða þeir allir á sunnudaginn. Haukar mæta Njarðvíkingum í Hafnárfirði kl. 14 og tveimur tím- um síðar taka Snæfellingar á móti KR-ingum í Stykkishólmi. Kl. 20 um kvöldið mæta Þórsarar liði Keflvíkinga á Akureyri og á Sauð- árkróki leika Tindastóll og Grinda- vík. Ekkert verður leikið í 1. deild karla í handknattleik vegna þátt- töku íslenska landsliðsins á al- þjóðlegu móti á Spáni. í bikar- keppninni verður einn leikur er FH-b mætir Eyjamönnum í Kapla- krika kl. 20 í kvöld. 1. deUd kvenna liggur niðri um helgina en Fram- stúlkur leika hins vegar fyrri leik sinn gegn norska liðinu Byásen í Evrópukeppni meistaraUða og verður leikurinn í Þrándheimi. MeistaramótTBR í badminton um helgina Meistaramót TBR verður haldið um helgina og hefst það kl. 15.30 á laugardag og verður síðan fram haldið kl. 10 á sunnudagsmorgun- inn. Keppt verður í einliða, tvíliða og tvenndarleik ef næg þátttaka fæst. -JKS Guðmundur Bragason og féiagar hans i Grindavík eiga erfiðan leik fyrir höndum þegar þeir mæta Tindastóls- mönnum á Sauðárkróki á sunnudagskvöldið kl. 20. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, graflk og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Árbæjarsafn sími 84412 Safnið er opið eftir samkomulagi fyrir hópa frá þvi í október og fram i maí. Safnkennari tekur á móti skólabömum. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar em nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði em unnin í olíu og með vatnslitum, em frá árunum 1905-1930 og em þau einkum frá Suðurlandi. FÍM-salurinn Garðastræti 6 Þar sendur yfir jólasýning félagsmanna. Sýningin er opin kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Þar hafa verið hengdar upp myndir efdr Karólínu Lárasdóttur, Louisu Matthías- dóttur, Kristján Davíðsson og Erró. Þá er í kjallaranum til sýnis og sölu úrval verka gömlu meistaranna. Þar má nefna Jóhannes S. Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Ás- grím Jónsson, Þorvald Skúlason, Sigur- jón Ólafsson, Snorra Arinbjamar, Gunn- laug Scheving og Jón Engilberts. Opið virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Grafík-Gallerí Borg Síðumúla 32 Þar er nú blandaö upphengi: grafíkmynd- ir effir um það bil 50 höfunda, litlar vatns- lita- og pastelmyndir og stærri oliumál- verk eftir marga af kunnustu listamönn- um þjóðarinnar. Gallerí List Skipholti í Gailerí List er komið nýtt, skemmtilegt og nýstárlegt úrval af listaverkum: hand- unnið keramik, rakúkeramik, postulin og gler í glugga, skartgripir, grafík, ein- þrykk og vatnslitamyndir effir íslenska listamenn. Opið kl. 10.30-18. Hafnarborg Þar stendur yfír sýning á verkum eftir nemendur við Flensborgarskóla í Hafn- aríirði. Sýningin var opnuð 20. desember sl. í tilefni af útskrift nýstúdenta frá skól- anum sem ffam fór í Hafnarborg. Hér er um að ræða sýnishom af vinnu nemenda í myndmenntavali síöasta áratuginn. Sýningin stendur til 27. janúar. í kaffi- stofu Hafnarborgar er sýning á verkum eftir tólf hafnfírska listamenn. Öll verkin á sýningunni em til sölu á staðnum. Listamennimir em: Aöalheiður Skarp- héðinsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Gest- ur Þorgrímsson, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Janos Probstner, Jóna Guð- varðardóttir, Kristrún Ágústsdóttir, Pét- ur Bjamason, Rúna, Sigríður Erla, Sig- ríður Ágústsdóttir og Sverrir Ólafsson. í Sverrissal era til sýnis verðlaunatillögur úr samkeppni er fram fór um byggingu tónlistarskóla og safnaðarheimilis við Hafnarfj arðark i rkj u. Opið er í Hafnar- borg er frá kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga. Kaffistofan er opin daglega kl. 11-19. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. 1 Listasafn Einars Jónssonar er lokað í janúar. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-16. . Katel Laugavegi 20b (Klapparstigsmegin) Til sölu em verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun verða opnaðar tvær sýningar. í vestursal og vesturforsal opnar HaU- grímur Helgason sýningu á málverkum. I austursal opnar Amgunnur Ýr Gylfa- dóttir sýningu á málverkum og skúlptúr. Kjarvalsstáðir em opnir daglega kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Háskóla íslands íOdda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safhsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn Íslands Fríkirkjuvegi 7 Þar stendur yfir sýning sem nefnist Ald- árlok. Þetta er fyrsta sýningin á íslandi á sovéskri samtímalist. Listamennimir em Andrej Filippov, Sergej Mírónénko, Vladimir Mírónénko, Oleg Tístol og Konstantín Reúnov: Hér er um að ræða samvinnuverkefni milli íslands og Sovét- ríkjanna. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaffístofa safnsins er opin á sama tíma. Aðgangur er ókeypis. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og þriðjudaga kl. 20-22. Kaffístofa safns- ins er opin á sama tíma. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Kristján Jón Guðnason sýnir mynd- skreytingar við ljóð Gyrðis Eliassonar og nokkrar litkrítarmyndir frá Grikklandi. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Álfabakka 14 Þar stendur yfir sýning á verkum Daða Guðbjömssonar. Listamaðurinn sýnir 16 myndir, þar af 10 oliumálverk sem flest em máluð á sl. tveimur árum. Daði hefur haldið fjölda einkasýninga innanlands og erlendis. Auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum viða um lönd og hér á landi. Sýningin verður opin til 22. febrúar á afgreiðslutíma útíbúsins, kl. 9.15-16, frá mánudegi til fostudags. Sýningin er sölu- sýning. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartima þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fostudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjásafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. 10 textílverk hvor. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 9-17 fram til 23. febrú- ar. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið sunnudaga kl. 14-16. Myndiistarsýning í menntamálaráðuneytinu Nýlega var opnuð myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4. Þar sýna þrjár myndlistarkonur verk sín sem flest em unnin á síðasta'ári. Berglind Sigurðardóttir sýnir 26 olíumál- verk og pastelmyndir, Hrafnhildur Sig- urðardóttir og Ingiríður Óðinsdóttir sýna Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík árið 1991 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjald- anna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, veitir upplýs- ingar gm álagningu gjaldanna, sími 18000. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu lækkun á fasteignaskatti á liðnu ári, hafa fengið hlut- fallslega lækkun fyrir árið 1991. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl gjaldenda þegar þau liggja fyrir, vænt- anlega í mars- eða aprílmánuði, og úrskurða endan- lega um breytingar á fasteignaskattinum, m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar fengið lækkun en eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum sem þorgarstjórn setur sbr. 4. mgr. 5. gr. I. nr. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um niður- stöðu ef um breytingu verður að ræða. Borgarstjórinn í Reykjavík, 8. janúar 1991

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.