Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991. 23 Gömlu brýnin kallast þessir og verða þeir í Púlsinum í kvöld. Sigurður Björgvinsson, Sveinn Guðjónsson, Halldór Olgeirsson og Björgvin Gíslason. Púlsinn um helgina: Gömul brýni og kántrí í kvöld, fostudag, leikur hljóm- sveitin Gömlu brýnin á Púlsinum. Hljómsveitin hefur ekki mikið komið fram á opinberum stöðum en lengi verið eftirsótt í einkasam- kvæmum enda skipuð fjölhæfum tónhstarmönnum. Þessi gömlu brýni eru nánar tiltekið þeir Sveinn Guðjónsson, hljómborðs- leikari og söngvari, Björgvin Gísla- son gítarleikari, Halldór Olgeirs- son, trommuleikarii og söngvari, og Sigurður Björgvinsson, bassa- leikari og söngvari. Þeir félagar bjóða upp á gullaldarrokk og perlur frá bítlatímabilinu. Á laugardag verða Langi Seli og skuggarnir en þeir hafa gert víð- reist upp á síðkastið. Á sunnudag verður skipt um stíl í Púlsinum og hoppað yfir í kántrímúsíkina. Hljómsveitin Flækingarnir og Anna Vilhjálms leika en auk Önnu eru þar innanborðs þeir Kristján Óskarsson á hljómborð, Þröstur Þorbjörnsson á gítar, Sigurður Helgason á trommur og Sigurður Elinbergsson á bassa. Hljómsveit þessi hefur að undanfomu leikið mikið á Hótel íslandi við góðar undirtektir. Sérstakur gestur hijómsveitarinnar verður Ari Jónsson sem oft er kenndur viö Roof Tops. Unglinga- dansleikur á Borginni í kvöld og annað kvöld verða haldin sérstök unglingaböll á Borg- inni. Nú Standa fyrir dyrum miklar breytingar á skemmtistað Borgar- innar í því skyni að breiðari aldurs- hópur geti skemmmt sér þar saman um helgar. Aldurstakmark á þenn- ar unglingadansleik er 16 ár og er forsala aðgöngumiða á Borginni. Dans- staðir Bjórhöllin Gerðubergi 1, sími 74420 Lifandi tónbst öli kvöld vik- unnar. Danshöllin Fjölbreytt skemmtun með fyrirtaksskemmtikröftum föstudags- og laugardags- kvöld. Casablanca Diskótek föstudags- og laug- ardagskvöld. Dans-barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Hljómsveitin Mannakorn ásamt EUen Kristjánsdóttir leika föstudags- og laugar- dagskvöld. Danshúsiö Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Hljómsveit Finns Eydal ásamt Helenu Eyjólfsdóttur skemmtir föstudags- og laug- ardagskvöld. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Púlsinn Vitastíg í kvöld leikur hljómsveitin Gömlu brýnin og á laugar- dagskvöld Langi Seb og skug- garnir. Á sunnudagskvöld verður kántríkvöld. Hljóm- sveitin Flækingarnir og Anna VUhjálms söngkona leika. Sportklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670 Opið föstudags- og laugar- dagskvöld á Stönginni. Að- gangur ókeypis. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Rokkað á himnum, glettin saga um sábna hans Jóns og Gullna bðið á föstudags- og laugardagskvöld. Anna og flækingarnir í Ásbyrgi, Blús- menn Andreu í Café ísland og diskótek í Norðursal. Hótel Saga Hljómsveitin Einsdæmi leik- ur fyrir dansi á laugardags- kvöld. Keisarinn Laugavegi 116 Diskótek föstudags- og laug- ardagskvöld. Tveir vinir og annar í fríi í kvöld og annað kvöld skemmtir hljómsveitin Atl- antis. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Karaoke-nýjungar í tónbstar- flutningi. Opið um helgina. Veitingahúsið Ártún Vagnhöfða 11, s. 685090 Nýju og gömlu dansarnir föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveit Jóns Sig- urðssonar leikur fyrir dansi ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur. Atlantis á Tveimur vinum í kvöld og annað kvöld skemmtir hljómsveitin á Tveimur vinum (og öðrum í fríi). Meöbmir hennar eru þrautreyndir úr tónbstarlífinu, koma hver úr sinni áttinni en hafa allir náð eyrum landsmanna. Þetta eru þeir Karl Örvarsson, Atli Örv- arsson, sem voru báðir í Stuðkomp- anunu á sínum tíma, Þorvaldur Þorvaldsson, sem oftast er kenndur viö Todmobbe, Sigfús Óttarssoh, kemur úr Rokkabillýbandinu, og Friðrik Sturluson, hefur löngum fylgt Sábnni hans Jóns míns. Yfir strikið Yfir strikið heitir skemmtistaður sem ungt fólk sækir mikið í Ár- múla 5. Uppákomur þar eru allsér- stæðar og um þessa helgi mætir Klemmuhópurinn með stórsýning- una Hörundsþrykk. Hér er um að ræða málun á mannsskrokka og í fréttatilkynningu segir að notaðir verði fjórir af athygbsverðustu bkömum landsins. Auk þess verða Jói og félagar með skrautlega sýn- ingu. Eftireinn- ei aki neinn! IUMFERÐAR >RÁÐ Magnus Eiriksson og Palmi Gunnarsson á Dansbarnum. Da^isbarinn: Mannakom og Ellen halda uppi stuði Á Grensásvegi 7 er dansstaður sem nefnist Dansbarinn og rúmar hann um 200 manns. Þar hefur hljómsveitin Mannakom leikið fyrir dansi undanfamar helgar og verður svo áfram. Með hljómsveit- inni syngur Ellen Kristjánsdóttir en lagið sem hún syngur á nýju .plötu Mannkorna hefur náð efstu sætum vinsældalista. Engan bbbug er á þessari hljóm- sveit að finna eftir fimmtán ára starf. Hefur Magnúsi, Pálma, Karli, Sigurði og Ellen tekist að ná upp góðri stemningu svo stundum er erfitt að greina á mbb tónleika- halds eða dansleiks. Dansbarinn tengist Mongoban Barbecue og fá kvöldverðargestir þar frítt inn á dansleikinn. Þeir sem ekki borða fyrir ball geta pantað sér smárétti á Dansbarnum meðan á dansleik stendur. Honum fannst í lagi að keyra heim...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.