Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 18, JANÚAR T-99L .
27
Iþróttir helgajrinnar:
Hafnar fj ar ð arliðin
slást í Kaplakrika
Reikna má meö aö fjölsóttasti
íþróttaviðburöur helgarinnar verði
viðureign Hafnarfjarðarliöanna
Hauka og FH í 1. deild karla í hand-
knattleik klukkan 16.30 á morgun,
laugardag. Um heimaleik Hauka
er að ræða, en þrátt fyrir það hefur
hann verið fluttur af þeirra heima-
velli í íþróttahúsinu við Strandgötu
og verður leikinn í höfuðvígi FH-
inga í Kaplakrika. Búast má við
þétt setnum bekkjum en um 1800
manns sáu fyrri leik hðanna í vetur
á sama stað. Hafnarfjarðarliðin eru
jöfn að stigum, eru bæði með 20
stig eftir 16 leiki, og eru í 4.-5. sæti.
Bæði eru nánast örugg um sæti í
úrslitakeppninni.
Fyrsti leikur 17. umferðar fer
fram í kvöld þegar KA og Stjarnan
mætast á Akureyri klukkan 20.30.
Hinir fjórir eru alhr á dagskrá
klukkan 16.30 á morgun, þá leika
Fram og Víkingur í Laugardals-
höh, Selfoss og KR á Selfossi,
Grótta og ÍR á Seltjarnarnesi og
Valur og ÍBV á Hhðarenda.
Síðari Evrópuleikur
Fram og Byásen
Síðari leikur Fram og Byásen frá
Noregi í 2. umferð Evrópukeppni
meistarahða í kvennaflokki fer
fram í Laugardalshöhinni á sunnu-
daginn. Þar er nánast um forms-
atriði að ræða því Byásen vann
fyrri leik hðanna um síðustu helgi,
34-16, í Þrándheimi. HinsVegar er
ástæða til að hvetja handknatt
leiksáhugamenn til að fjölmenna
því Byásen er eitt besta félagshð
heims. Það verður fróðlegt að sjá
hvemig Framstúlkunum gengur á
móti þeim á heimavelh.
í 1. deild kvenna fara fram fjórir
leikir um helgina. ÍBV og Valur
mætast tvisvar í Eyjum, klukkan
20 í kvöld og 13.30 á morgun. Þá
leika FH og Selfoss í Kaplakrika á
morgun klukkan 15 og á sama tíma
leika Grótta og Stjaman á Selfjam-
amesi.
í 2. dehd karla em tveir leikir um
helgina, Þórsarar koma frá Akur-
eyri og leika við ÍS í Laugardals-
hölhnni klukkan 13.30 á morgun
og við Aftureldingu að Varmá
klukkan 14 á sunnudag.
Slagur norðanliðanna
á Sauðárkróki
Keppni í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik líeldur áfram í kvöld en
þá mætast Njarðvík og KR í Njarð-
vík klukkan 20. Síðan fara þrír leik-
ir fram á sunnudaginn. Norðanlið-
in Tindastóll og Þór mætast á Sauö-
árkróki klukkan 16 og þar verður
án efa hart barist eins og í fyrri
leikjum þeirra. Á sama tíma leika
Snæfell og Njarðvík í Stykkis-
hólmi. Loks mætast Valur og Kefla-
vík að Hhðarenda klukkan 20 um
kvöldið.
í 1. deild karla mætast UÍA og ÍS
í mikUvægum leik á Egjlsstöðum
klukkan 14 á morgun og á sama
tíma leika Víkveiji og Breiðablik í
íþróttahúsi Hagaskóla í Reykjavík.
íslandsmótið í
innanhússknattspyrnu
íslandsmótið í innanhússknatt-
spymu heldur áfram um helgina
og keppni í meistaraflokki karla
lýkur í íþróttahúsi Seljaskóla í
Reykjavík, þar sem keppt verður í
3. og 4. deUd. Sextán hð keppa í 3.
deUd og 24 í 4. dehd. Keppni í 4.
deUd hefst klukkan 16.30 í dag og
lýkur um klukkan 19 á laugardags-
kvöld. í 3. deUd er síðan keppt á
sunnudag frá klukkan 10 til 19.
Þá hefst keppni í yngri Uokkun-
um um helgina í íþróttahúsinu í
Garðabæ. Þar er keppt í 4. Uokki
karla og 3. Uokki kvenna.
Bestu kvennaliðin
mætast í blakinu
Á íslandsmótinu í blaki verður
þýðingarmikiU leikur í 1. deild
kvenna á morgun, laugardag. Þá
mætast Breiðablik og Víkingur í
Digranesi klukkan 16.30 en þessi lið
beijast um íslandsmeistaratitiUnn.
Tveir aðrir leikir verða í kvenna-
deUdinni, HK og KA leika í Digra-
nesi klukkan 14 á morgun og Vík-
ingur leikur við HK í Hagaskóla
klukkan 16 á sunnudag.
í 1. deUd karla leikur efsta hðið,
KA, tvo leiki sunnan heiða. Gegn
HK 1 Digranesi klukkan 15.15 á
morgun og gegn Fram í Hagaskóla
klukkan 14.45 á sunnudag.
-VS
Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfari FH, skorar gegn Haukum í fyrri leik liðanna í vetur. Það verður örugglega
hart barist þegar liðin mætast í Kaplakrikanum á morgun.
Sýningar
Grafík-Gallerí Borg
Síðumúla 32
Þar er nú blandað upphengi: grafíkmynd-
ir eftir um það bil 50 höfunda, litlar vatns-
lita- og pastelmyndir og stærri olíumál-
verk eftir marga af kunnustu listamönn-
um þjóðarinnar.
Gallerí List
Skipholti
í Gallerí List er komið nýtt, skemmtilegt
og nýstárlegt úrval af hstaverkum: hand-
unnið keramik, rakúkeramik, postulín
og gler í glugga, skartgripir, grafík, ein-
þrykk og vatnslitamyndir eftir íslenska
listamenn. Opið kl. 10.30-18.
Hafnarborg
Þar stendur nú yfir sýning á verkum eft-
ir nemendur við Flensborgarskóla í
Hafnarfirði. Sýningin var opnuð 20. des.
sl. í tilefni af útskrift nýstúdenta frá skól-
anum sem fram fór í Hafnarborg. Hér er
um aö ræða sýnishom af vinnu nemenda
í myndmenntavah síðasta áratuginn.
Sýningin stendur til 27. janúar. í kaffi-
stofu Hafnarborgar er sýning á verkum
eftir tólf hafnfirska listamenn. Öll verkin
á sýningunni era til sölu á staðnum.
Listamennimir eru: Aðalheiöur Skarp-
héðinsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Gest-
ur Þorgrímsson, Gunnlaugur Stcfán
Gíslason, Janos Probstner, Jóna Guð-
varðardóttir, Kristrún Ágústsdóttir, Pét-
ur Bjamason, Rúna, Sigríður Erla, Sig-
ríður Ágústsdóttir og Sverrir Ólafsson. í
Sverrissal em til sýnis verðlaunatillögur
úr samkeppni er fram fór um byggingu
tónlistarskóla og safnaðarheimilis við
Hafnarfjarðarkirkju. Opið er í Hafnar-
borg er frá kl. 14-19 alla daga nema
þriðjudaga. Kaffístofan er opin daglega
kl. 11-19.
J. Hinriksson ,
Maritime Museum
Súðarvogi 4
Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er
opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miöviku-
daga, fimmtudaga, föstudaga og laugar-
daga.
Listasafn Einars Jónssonar
er lokað í janúar. Höggmyndagarðurinn
er opinn daglega kl. 11-16.
Katel
Laugavegi 20b
(Klapparstigsmegin)
Til sölu era verk eftir innlenda og er-
lenda listamenn, málverk, grafík og leir-
munir.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Þar standa yfir tvær sýningar. í vestur-
sal og vesturforsal er Hallgrimur Helga-
son með sýningu á málverkum. í austur-
sal er Amgunnur Ýr með sýningu á
málverkum og skúlptúr. Kjarvalsstaðir
era opnir daglega kl. 11-18 og er veitinga-
búðin opin á sama tíma.
Listasafn Háskóla
íslands í Odda
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega
kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7
Þar stendur yfir sýning sem nefnist Ald-
arlok. Þetta er fyrsta sýningin á íslandi
á sovéskri samtímalist. Listamennimir
era Andrej Fílíppov, Sergej Mírónénko,
Vladimir Mírónénko, Oleg Tístol og
Konstantín Reúnov. Hér er um að ræða
samvinnuverkefni milli íslands og Sovét-
ríkjanna. Listasafn íslands er opið alla
daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofa
safnsins er opin á sama tíma. Aðgangur
er ókeypis.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
í Listasafni Siguijóns í Laugamesi er nú
til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur-
jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er
opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
og þriðjudaga kl. 20-22. Kaffistofa safns-
ins er opin á sama tíma.
Mokkakaffi,
Skólavörðustíg
Kristján Jón Guðnason sýnir mynd-
skreytingar við ljóð Gyrðis Eliassonar og
nokkrar litkrítarmyndir frá Grikklandi.
Norræna húsið,
v/Hringbraut
Á morgun verður opnuð sýning í and-
dyri Norræna hússins sem fjallar um
frönsku byltinguna og 200 ára afmæli
hennar. Sýningin nefnist: Franska bylt-
ingin í myndum og er byggð upp á teikn-
ingum eftir franska iistamanninn Jean-
Louis Prieurs af atburðum byltingarinn-
ar árin 1789-1792. Sýningin verður opin
daglega til 10. febrúar. í sýningarsölum
í kjallara hússins verður finnska arki-
tektasýningin FRÁ FINNUM opnuð að
nýju og stendur til 2. febrúar.
Nýhöfn,
Hafnarstræti 9,
Lísbet Sveinsdóttir opnar málverkasýn-
ingu í Listasalnum Nýhöfn á morgun kl.
14-16. Á sýningunni gefur að lita málverk
sem listakonan málaði á sl. tveimur árum
í Portúgal. Sýningin sem er sölusýning,
er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar
kl. 14-18. Lokað á mánudögum. Sýning-
trnni lýkur 6. febrúar.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8
Hafnarfirði, simi 52502
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18.
Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis
Álfabakka 14
Þar stendur yfir sýning á verkum Daða
Guðbjömssonar. Listamaðurinn sýnir 16
myndir, þar af 10 olíumálverk sem flest
era máluð á sl. tveimur árum. Daði hefur
haldið fjölda einkasýninga innanlands og
erlendis. Auk þess hefur hann tekið þátt
í samsýningum viða um lönd og hér á
landi. Sýningin verður opin til 22. febrúar
á afgreiðslutíma útibúsins, kl. 9.15-16, frá
mánudegi til fóstudags. Sýningin er sölu-
sýning.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu
Þar era til sýnis og sölu postulinslág-
myndir, málverk og ýmsir Utlir hlutir.
Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á
laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
Safnið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 11-16.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opið sunnudaga kl. 14-16.
Myndlistarsýning í
menntamálaráðuneytinu
Nýlega var opnuð myndlistarsýning í
menntamálaráöuneytinu, Sölvhólsgötu
4. Þar sýna þijár myndlistarkonur verk
sín sem flest eru unnin á síðasta ári.
Berglind Sigurðardóttir sýnir 26 olíumál-
verk og pastelmyndir, Hrafnhildur Sig-
urðardóttir og Ingiríður Óðinsdóttir sýna
10 textilverk hvor. Sýningin verður opin
alla virka daga kl. 9-17 fram til 23. febrú-
ar.
Slunkaríki,
ísafirði
Á morgun opnar Haraldur Ingi sýningu
á vatnslitamyndum og grafík. Myndimar
era málaðar á seinni hluta árs 1989 og
1990.