Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Blaðsíða 6
26
FÖSTUDAGUR 18.' JANÚAR OT
lllvigir morðingjar herja á New York-búa í myndinni Sturluð lögga 2.
Laugarásbíó:
Sturluð lögga 2
Sturluð lögga 2 (Maniac Cop 2)
gerist í New York og fjallar um tvo
fjöldamorðingja sem leika þar laus-
um hala. Annar morðinginn lítur á
sig sem krossfara næturinnar gegn
þeirri spillingu sem birtist í starf-
semi skemmtistaða og myrðir nær
eingöngu nektardansmeyjar.
Hinn morðinginn er lögreglunni
meiri ráðgáta og er það hald sumra
að þar sé um að ræða veru sem lif-
ir ekki ofanjarðar, heldur lögreglu-
mann sem dæmdur var fyrir brot
í starfi og lést í fangelsi. Eingöngu
lögreglumenn verða fyrir barðinu
á honum. Það kann ekki góðri
lukku að stýra þegar þessir tveir
morðingjar hittast...
Leikstjóri er William Lustig en
aðalhlutverkin leika Robert Davi,
sem er sjálfsagt þekktastur fyrir
að leika illmennið í síðustu James
Bond-myndinni, og Michael Lern-
er.
Bíóborgin:
Ameríska flugfélagið
Mel Gibson leikur aðalhlutverkið, flugmann sem vinnur hjá flugfélaginu
Air America.
í Air America kynnumst við flug-
félagi sem ekki er til á pappírnum
en starfar þó af fullum krafti. Við
fylgjumst með tveimur flugmönn-
um þess sem leiknir eru af Mel
Gibson og Robert Downey jr. Air
America er flugfélag sem rekið er
að CIA og var staðsetning þess í
Laos meðan á . yíetnamstríðmu
stóð, en myndin gerist einmitt á
þeim tíma eða nánar tiltekið 1969.
Mel Gobson leikur reyndari flug-
manninn sem kennir þeim yngri
allar þær fluglistir sem til þarf í
vöruflutningum þeirra yflr landa-
mærin. Handritið að kvikmyndinni
er skáldskapur enda er hér um
reyfarakenndan söguþráð að ræða.
Þeirri staðreynd verður samt ekki
breytt að flugfélag þetta var til og
voru umsvif þess mikil, sérstaklega
á stríðstímum. Flugfélagiö var lagt
niður 1976.
Leikstjóri er Roger Spottiswoode.
Hann er breskur og sjálfsagt er
þekktasta kvikmynd hans Under
Fire. Þess utan hefur hann leik-
stýrt Shoot To Kili og Tumer &
Hootch.
Spottiswoode byrjaði feril sinn í
kvikmyndum aðeins nitján ára
þegar hann fékk vinnu sem klipp-
ari við Georgy Girl. Næstu ár vann
hann aðallega í sjónvarpi við gerð
heimildamynda. Það var samstarf
hans við Sam Peckinpah sem leiddi
hann aftur inn í heim kvikmynd-
anna. Alls vann hann með Peck-
inpah við þijár kvikmyndir, Straw
Dogs, The Getaway og Pat Garrett
and Billy The Kid.
Hann leikstýrði sinni fyrstu kvik-
mynd 1980. Var það kanadísk kvik-
mynd sem bar nafnið Terror Train.
Spottiswoode hefur unnið jöfnum
höndum við gerð sjónvarpskvik-
mynda og liggja eftir hann athygl-
isverðar kvikmyndir sem aðeins
eru gerðar fyrir sjónvarp.
-HK
Robert Ginty leikur prest í Víetnam, Texas sem á daprar minningar frá Víetnam,
Stjömubíó:
Víetnam, Texas
Aðalpersónan í Víetnam, Texas
er prestur sem starfaði í Víetnam
meðan á styrjöldinni þar stóð. Þrátt
fyrir að fimmtán ár séu liðin frá
því stríðinu lauk sækja minning-
amar sterkt á hann og sektar-
kenndin er mikil. Á nóttunni fær
hann martraðir. Presturinn telur
aö hans eina von til að losna við
hinar döpru minningar sé að fara
aftur til Víetnam og reyna að hafa
uppi á ástkonu sinni og barni því
sem hún gekk með þegar hann yfir-
gaf landið.
Aðalhlutverkið leikur Robert
Ginty og er hann einnig leikstjóri.
Ginty hefur á síðari árum getið sér
frægðarorð fyrir leik i spennu-
myndum í ódýrari kantinum. Hann
á þó að baki leik í aukahlutverkum
í nokkrum góðum kvikmyndum,
má þar nefna Coming Home og
Bound For Glory, þá hefur hann
einnig leikið í vinsælum sjón-
varpsseríum.
Sjálfsagt er þekktasta kvikmynd
Roberts Gintys The Exterminator
sem var nokkuð vinsæl fyrir
nokkrum árum. Víetnam, Texas er
önnur myndin sem hann leikstýrir.
í fyrra leikstýrði hann myndinni
The Bounty Hunter og fór einnig
með aðalhlutverkið. Með honum í
Víetnam, Texas leikur Daing S.
Ngor sem hlaut óskarsverðlaun
fyrir leik sinn í The Killing Field.
-HK
BÍÓBORGIN
Þrír menn og Iitil dama **'/:
Létt, skemmtileg og hæfilega væm-
in iðnaðarkómedía. Talsvert betri
en forverinn. Einníg sýnd í Bíóhöll-
inni.
-GE
Litla hafmeyjan +*+
Svona á teiknimynd fyrir börn að
vera - falleg og skemmtileg með
ljúfri tónlist. Fagmennimir hjá
Disney hafa engu gleymt. Einnig
sýnd í Bíóhöllinni.
HK.
Óvinir - ástarsaga *★* ‘/2
Besta mynd Pauls Mazursky í lang-
an tíma. Tragikómedía sem gefur
leikurum góð tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr. Anjelica Huston
og Lena Olin frábærar.
-HK
Góðir gæjar **★*
Mjög vel leikin og spennandi maf-
íumynd, hrottafengin en um leið
raunsæ. Besta mynd Martlns Scor-
sese frá því hann gerði Raging Buli.
-HK
BÍÓHÖLLIN
Aleinn heima *+'/j
Gamanmynd um ráðagóðan strák
sem kann svo sannarlega að taka
á móti innbrotsþjófum. Mjög fynd-
in í bestu atriðunum. Macaulay
Culkin er' stjarna framtiðarinnar.
Einnig sýnd í Bíóborginni.
-HK.
Sagan endalausa *
Einstaklega stirðbusalegt ævintýri,
laust við alla þá kosti er fylgja oft-
astslíkummyndum. -GE
Tveir í stuði **
Þrátt fyrir góðan ásetning tekst
Steve og Rich ekki að kreista mikið
út úr þurru handriti.
-GE
Stórkostleg stúlka **'/
Létt og skemmtileg mynd þrátt fyr-
ir ófrumlegt handrit. Julia Roberts
vinnur hug og hjörtu allra.
-HK
HÁSKÓLABÍÓ
Nikita **★
Sterkt myndmal er aðall Luc Bes-
sons nú sem fyrr. Hnökrar í per-
sónusköpun kemur ekki í veg fyrir
góðaskemmtun. -HK.
Hinrik V ***'/
Margir kvikmyndagerðarmenn
hafa glímt við Shakespeare með'
misjöfnum árangri. Hinn ungi
Kenneth Brannagh sýnir og sannar
að það er hægt að koma snilldar-
leikhústexta til skila í góðri kvik-
mynd.
-HK
Skjaldbökurnar ** '/■
Snilldarlega útbúnar tánings-
skjaldbökur og fjörug saga gera
þetta að hinni bestu skemmtun fyr-
ir breiðan aidurshóp.
-GE
Tryllt ást ★**
Lynch gengur of langt í furðuleg-
heitunum, en aö öðru leyti sterkt
ogsérstaktverk. -GE
Draugar ***
Mj ög frumleg og sérstök meðhöndl-
un á hinu yfirnáttúriega. Demi og
Swayze eru góð en Whoopi og Gold-
wynfrábær. -GE
Paradísarbíóið *** 'A
Það líður öUum vel eftir að hafa séð
þessa einlægu og skemmtilegu
mynd.
-HK
LAUGARÁSBÍÓ
Sturluð lögga **
Tekur upp þráðinn þar sem hin
endaði og er meinfyndin nitt í öllu
sullinu. Ekki við allra hæfi. -GE
Skólabylgjan ** /1
Skemmtileg tilraun til að gera ann-
að og meira en „týpíska" unglinga-
Prakkarinn ★* 'A
Góð fjölskylduskemmtun í jóla-
ösinrú. Illkvittnislegur húmor.
-PÁ.
Henry & June **
Misheppnuð, mjúk og í meðallagi
djörf. Því miður er Kaufman á villi-
götum. -PÁ
REGNBOGINN
Ryð . ***'/:
Sterkt drama. Öll vinna mjög vönd-
uðogfagmannleg. -PÁ
.Skúrkar **'/:
Háðugt og meinfyndið löggugrín
frá Fransmönnum.
-GE
Sigur andans *+*
Grimm oggrípandi. Kiisjumfórnað
fyrir persónulegri og næmari frá-
sögn. Umhverfið er yfirþyrmandi.
-GE
STJÖRNUBÍÓ
Vetrarfólkið **
Einfóld og gamaldags afdalasaga
með góðum leikurum, sérstaklega
Russel.
-GE.
Á mörkum lifs og dauða **
Góð hugmynd er klúðurslega unn-
in og ekki alltaf sjálfri sér sam-
kvæm. Myndræna hliðin er of-
keyrð í von um að auka áhrifin.
-GE