Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1991, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1991. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1991. 21 Markahæstir | Hans Guömundsson, KA § Valdimar Grímsson, Val I Konráð Olavsson, KR | Stefán Kristjánsson, FH § Gústaf Bjarnason, Selfossi Mörk utan at velli Mörk úr vftaköstum 129 24 116 18 114 íþróttir íslandsmótið í innanhúss* knattspyrnu Síðari hluti íslandsmótsins i meistaraflokM karla í innan- hússknattspyrnu fór fram í Selja- skóla í Reykjavík um helgina en þar var keppt i 3. og 4. deild. 3. deild Það voru Þróttur frá Neskaup- stað, Víkverji úr Reykjavík, Sindri frá Homafirði og Hvöt frá Blönduósi sem sigruðu í riðlum '3, deiidar og tryggðu sér þar með sæti í 2. deild. í stað þeirra féllu í 3. deildina Skallagrímur, Ár- mann, KS og Bolungarvík, sem urðu neðst í 2. deildar keppninni um fyrri helgi. A-riðill: ÞrótturN .....3 3 0 0 12-5 6 Njarðvík .....3 2 0 1 10-6 4 ValurRf. 3 1 0 2 4-7 2 Baldur 3 0 0 3 2-10 0 B-riðffl: Víkverji ..... 3 3 0 0 17-8 6 Hafnir 3 1 1 1 12-9 3 Kormákur... 3 1 1 1 11-10 3 Stokkseyri.. .....3 o: 0 3 8-21 0 C-riðilI: Sindri 3 3 0 0 19-6 6 Dalvík .....3 2 0 1 9-6 4 Snæfeli 3 1 0 2 11-11 2 TBA .....3 0 0 3 2-18 0 D-riðill: Hvöt 3 2 0 1 11-5 4 Magni 3 1 1 1 8-11 3 TindastóIL.. 3 1 1 1 11-12 3 Afturelding. 3 1 0 2 9-11 2 • Baldur frá Hvolsvelh, Stokks- eyri, TBA frá Akureyri og Aftur- elding úr Mosfellsbæ féllu í 4. deild. 4. deild Þaö voru Pjölnir úr Reykjavík, SM úr Eyjafirði, Reynir frá Sand- gerði og Höttur frá Egilsstöðum sem tryggðu sér sæti i 3. deild á næsta ári. Þessi fjögur hð urðu hlutskörpuat í úrsUtakeppni þeirra sex Uða sem unnu riðla 4. deildarinnar. A-riðill: TBR............3 3 0 0 19-6 6 AustriE........3 1 1 112-10 3 Huginn.........3 1 1 1 14-14 3 Emir...........3 0 0 3 7-22 0 B-riðiil: SM.............4 4 0 0 15-8 8 FramS..........4 1 1 2 13-14 3 Vísir..........4 0 1 3 10-16 1 BÍ mætti ekki til leiks. C-riðili: Höttur. 3 3 0 0 8-5 6 Leiftur ......3 1 1 1 12-10 3 LeiknirF 3 1 0 2 9-10 2 Grundarfj... 3 0 1 2 10-14 1 D-riðill: Fjölnir 3 3 0 0 32-3 6 Trausti 3 1 1 1 28-9 3 Eyfellingur 3 1 1 1 24-6 3 Ösp 3 0 0 3 1-67 0 E-riðill: ReynirS 3 2 1 O 14-4 5 UMSE-b 3 2 1 0 12-10 5 Súlan 3 1 0 2 11-11 2 NeistiD ..... 3 0 0 3 4-16 0 F-riðffl: Ægir 3 2 1 0 14-9 5 Hrafnkell.... 3 2 0 1 16-7 4 Léttir 3 1 1 1 8-12 3 Geislinn 3 0 0 3 4-14 0 Úrslitakeppni: Fjöinir-Ægir..............5-3 Fjölnir - SM...............4-1 • SM-Ægir..................3-1 pjölnir......2 2 0 0 9-44 SM...........2 10 14-52 Ægir.........2 0 0 2 4-8 0 Höttur-ReynirS...........7-j TBR-Höttur................5-4 ReynirS. -TBR............7-2 Höttur.......2 1 0 1 11-9 2 ReynirS......2 1 0 111-9 2 TBR..........2 1 0 1 7-112 -VS ______íþróttir Sport- stúfar Nokkur óvænt úrsht Utu dagsins ljós í bandarísku NBA- deildinni í körfuknatt- leik um helgina. Boston tapaði á heimavelli fyrir New Jersey Nets og San Antonio Spurs lá heima gegn Charlotte Hornets, svo eitt- hvað sé nefnt. Philadelphia 76ers mátti sætta sig við að tapa tvisvar á heimavelli og Detroit vann sig- ur í Houston en tapaði síðan í Phoenix. Úrsiit helgarinnar urðu annars sem hér segir: Houston - Dfttroit 91 -97 Sacramento - LA Lakers. Boston-NJNets Cleveland -Utah ... 78-93 ...106-111 ... 99-106 Miami - NY Knicks ...107-86 76ers - Golden State Atlanta-Chicago ...138-141 ...114-105 Dallas - LA Clippers SA Spui-s - Charlotte Milwaukee - Orlando Phoeníx - Detroit ...112-119 ...110-117 ...125-106 ...103-102 LA Lakers - Seattle Portland - Washington.... Atlanta-NJ Nets ...105-96 ...123-99 ...114-84 Indiana-Utah..... ...117-104 76ers - NY Knicks ... 97-112 Minnesota - Golden State Dallas - Charlotte ...121-113 ...110-95 Houston-LA Clippers Denver- SA Spurs Seattle - Washington Sacramento - PhoenLx ...107-96 ...108-117 ...111-89 ...101-97 Buffalo leikurtil úrslita í „Super-Bowl“ Buffalo Bills vann yfirburðasigur á Los Angeles Raiders, 51-3, í undanúrslitum NFL-deildarinn- ar í ameríska fótboltanum í gær- kvöldi. Buffalo mætir sigurvegar- anum i viðureign San Francisco 49ers og New York Giants í úr- slitaleiknum, „Super-Bowl“ á sunnudaginn kemur. Gífuriegar varúðarráðstafanir eru nú í gangi vegna þess leiks. VöUurinn var innsiglaður á miðvikudag og síð- an hefur öryggisgæslan þar verið mjög ströng en Bandaríkjamenn óttast hryðjuverk íraka vegna Persafiöastríðsins. Sviarnir fara ekki til Japan Sænsku heimsmeistar- amir í borðtennis, Jan-Ove Waldner, Jörgen Persson og Mikael Appeigren, tilkynntu í gær að þeir yrðu ekki með i stór- móti sem hefst í Japan í dag, Þeir ætla að sifja heima vegna ástandsins við Persaflóann og hættunnar á sprengjutilræðum á alþjóða flugleiðum. „Öryggi okk- ar skiptir meira máh en pening- ar,“ sagði Applegren i samtaii við sænska útvarpið í gær. Þjóðverjar unnu mótið í Noregi (t , Þjóðverjar stóðu uppi ! 'jr" sem sigurvegarar á al- I /O þjóðlegu móti í hand- knattleik karla sem lauk í Noregi í gær. Þeir sigruðu Austurríkismenn, 25-17, í loka- umferðinni og unnu alla sina leiki. Austur-þýskir leíkmenn voru í aðalhlutverkum í þýska liðinu. Norðmenn björguðu and- litinu með sigri á Tékkum i gær, 21-17, en áður höfðu þeir tapaöi óvænt fyrir Austurríkismöimum og einnig fyrir Dönum. Danir unnu Hollendinga, 24-14. Loka- staðan varð þessi: Þýskaland ....5 5 0 0 105-76 10 DanmÖrk.....5 4 0 1 104-87 8 Noregur.....5 2 0 3 99-90 4 Tékkósl.....5 2 0 3 105-105 4 Austurríki....5 2 0 3 100-118 4 Holland.....5 0 0 5 80-117 0 • Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjáifari íslands, og Ein- ar Þorvarðarson, aöstoðarmaður hans, fylgdust með mótinu en ís- land mætir Noregi, Hollandi og Danmörku i B-keppninni í Aust- urríki eftir rúmt ár. KR sótti dýrmæt stig á Selfoss - sigraði þar heimamenn, 16-20 Sveinn Sigurðsson, DV, Selfossi: KR-ingar náðu í dýrmæt stig í bar- áttunni um sjötta sæti 1. deildar þeg- ar þeir sigruðu Selfyssinga á laugar- daginn, 16-20. KR náði undirtökunum með því að gera síðustu fjögur mörk fyrri hálf- leiks og leiddi 7-9 í hléi. Síðan breytti Reykjavíkurliðið stöðunni úr 12-12 í 12-15 og síðan 14-18. Selfoss lagaði stöðuna í 16-18 en missti þá tvo menn af leikvelli og átti ekki möguleika eftir það. Segja má aö hraðaupphlaup KR- inga hafi skilið á milh liðanna en þeir nýttu þau vel. Sigurður Sveins- son var bestur í liði KR og lék geysi- lega vel í síðari hálfleik. Þá varði Leifur Dagfinnsson markiö ágætlega. Hjá Selfossi stóð enginn upp úr, þetta var einn lakasti leikur hðsins í vetur og leikmenn voru þreytulegir. Gísli Felix varði þó þokkalega og hefur alltaf góð áhrif á samherja sína. Mörk Selfoss: Einar G. Sigurðsson 5, Gústaf Bjarnason 4/2, Stefán Hall- dórsson 2, Sigurjón Bjarnason 2, Ein- ar Guðmundsson 2, Sigurður Þórðar- son 1. Mörk KR: Konráð Olavsson 7/1, Sigurður Sveinsson 6, Páll Ólafsson 4/1, Willum Þórsson 2, Haukur Olavsson 1. Dómarar voru Gunnar Kjartans- son og Árni Sverrisson og virtust ekki vera komnir í æfingu eftir fríið. l!!li ííííí Staóan 1. dcild 1 2. deild 1 M KA-Stiarnan 24-24 i ÍS-ÞórAk 22-28 i :i Fram- Víkingur 24-27 i Aftureldine - Þór Ak 22-23 1 Í Selfoss - KR 16-20 1 Grótta ÍR 21-21 i ÞórAk 14 12 1 1 340-286 25 | ss Haukar - FH 19-21 i HK 13 11 1 1 337-222 23 i g Valur- ÍBV 24-28 1 UBK 13 10 1 2 278-214 21 1 i Njarðvík... 14 7 2 5 311-294 16 i 1 Víkingur... 17 17 0 0 429-353 34 g Keflavík.... 15 6 2 7 315-328 14 Valur.. 17 13 1 3 418-374 27 i ÍH 16 5 2 9 337-354 12 1 Stjarnan.... 17 11 1 5 420-400 23 | É Í FH 17 10 2 5 405-395 22 1 Aftureld.... 16 5 0 11 313-364 10 Í ii Haukar 17 10 0 7 403-406 20 i Völsungur 13 4 2 7 267-283 10 i I kr 17 6 6 5 395-388 18 ! Armann.... 13 3 2 8 248-276 8 | i IBV 17 6 4 7 410-404 16 | ÍS 15 1 1 13 254-389 3 g Í KA 17 6 2 9 398-380 14 i i ®; Selfoss. 17 3 3 11 343-391 9 i • Armann og HK mætast í Laug- i í| Grótta.. 17 3 2 12 372^104 8 i ardalshöllinni klukkan 19.45 í 1 | ÍR 17 2 3 12 364-412 7 | kvöld. 1 i Fram... 17 1 4 12 349-399 6 | 1 Égbiðst afsökunar! - hroðaleg dómaramistök í leik KA og Stjömunnar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég gerði mistök. Ég sá ekki Jó- hannes koma að línunni og þess vegna dæmdi ég töf á KA, þetta voru mistök," sagði Egill Már Markússon dómari niðurlútur eftir jafntefli KA og Stjörnunnar á Akureyri um helg- ina. Úrslitin 24-24 og það er ekki of- sagt að Stjarnan hafi fengið stigið á silfurfati. Áhorfendur urðu ofsareið- ir og biðu fjölmargir þeirra eftir dóm- urunum sem þorðu ekki að ganga til búningsklefa fyrr en nokkru síðar og þá með fylgd. Mistök Egils Más voru ljót. KA- menn fengu boltann þegar um 30 sekúndur voru eftir af leiknum, voru marki yfir og fóru sér skiljanlega hægt. En þegar 15 sek. voru eftir var boltinn gefmn á Jóhannes Bjarnason sem stefndi að línunni og átti greiða leið að marki Stjörnunnar aleinn, en þá dæmdi Egill Már töf. Óskiljanleg mistök og þaö var þungt hljóðið í KA-mönnum eftir leikinn. „Þeir dæmdu ekki illa í heildina, en mistökin á síðustu mínútunni voru hroðaleg,“ sagði Pétur Bjarna- son fyrirliði. „Þessi sami dómari færði Stjörnunni sigur hér í fyrra og auðvitað á hann ekki að komast upp með þetta ár eftir ár. Leikurinn sjálfur var jafn og spennandi allan tímann. Stjarnan yfir lengst af, 12-10 í hálfleik, en KA jafnaði af og til í síðari hálíleík, síð- ast 23-23 þegar 3 mín. voru eftir. Pétur Bjarnason kom KA yfir, 24-23, minútu síðar og eftir það gekk mikið á. Þegar leiktíminn rann út var dæmt umdeilt víti á KA og Magnús Sig- urðsson jafnaði. KA hefði svo sannarlega þurft og verðskuldað bæði stigin. Axel Stef- ánsson í markinu var besti maður hðsins, þá var Hans Guðmundsson góöur í síðari hálfleik og skoraði þá 8 mörk og Pétur Bjarnason átti góðan leik. Skúh Gunnsteinsson var langbesti maður Stjörnunnar og Axel Björns- son var sterkur í horninu. Mörk KA: Hans 10/1, Pétur 6/3, Sig- urpáll 3/1, Erlingur 2, Jóhannes 1, Andrés 1 og Guðmundur 1. Mörk Stjörnunnar: Skúli 8, Axel 4, Guðmundur 3, Sigurður 3, Magnús 2/2, Patrekur 2, Hilmar 1, Magnús Eggertsson 1. Deildatitillinn nánast í höf n - eftir sigur Víkings á Fram, 24-27 Víkingur sigraði Fram, 24-27, í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í Laugardalshöllinni á laugardaginn, eftir aö staðan hafði verið 10-11, Vík- ingum í vil, í leikhléi. Þetta var 17. sigur Víkinga í jafnmörgum leikjum og þar með eru þeir nánast búnir að tryggja sér deildameistaratitilinn. Handknattleikurinn, sem liðin buðu upp á, var ekki burðugur og Víkingar virtust heillum horfnir í leiknum. Á21. mínútu var Sovétmað- urinn í liði Víkings, Alexej Trufan, rekinn af velli i þriðja sinn og kom því ekki meira við sögu. Viö það vöknuðu Víkingar til lífsins. í síðari hálfleik náðu Víkingar strax afgerandi forystu, 10-15, og gerðu út um leikinn með því að kom- ast í 14-23. Það var ekki fyrir stórleik Víkinga sem þeir náðu þessari yfir- burðastöðu, heldur sendu leikmenn Fram hvað eftir annað boltann í lúk- ur Víkinga, sem þökkuðu fyrir sig og svöruðu að bragði með hraðaupp- hlaupum. Síðustu tíu mínútur leiksins voru nánast endaleysa og Framarar náðu að minnka muninn, enda kæruleysi Víkinga þá með endemum. Bestir í liði Víkings voru Birgir Sigurðsson og Dagur Jónasson, sem var drjúgur er hann fyllti skarð Truf- ans. Hjá Fram áttu bestan leik þeir Karl Karlsson og Egill Jóhannesson, sem hefur ekki leikið betur í annan tíma í vetur. Leikinn dæmdu Hákon Sigurjóns- son og Guðjón L. Sigurðsson og voru þeim mislagðar hendur. Mörk Fram: Karl Karlsson 10/3, Páll Þórólfsson 4/1, Egill Jóhannes- son 4, Gunnar Kvaran 2, Gunnar Andrésson 2, Andri Sigurðsson 1, Jón G. Sævarsson 1. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 5, Bjarki Sigurösson 5, Árni Friðleifs- son 5/4, Dagur Jónasson 4, Björgvin Rúnarsson 3/2, Guðmundur Guð- mundsson 2, Alexej Trufan 2, Karl Þráinsson 1. -GG Stóribróðir hafði betur - FH sigraði Hauka í spennandi leik, 19-21 • Stefán Kristjánsson átti stórleik þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar áttust við. Hér er eitt af tíu mörkum Stefáns í fæðingu og Haukamennirnir Oskar Sigurðsson, til vinstri, og Snorri Leifsson koma engum vörnum við. FH hafði betur í leiknum og sigraði, 19-21. DV-mynd Brynjar Gauti „Þetta var geysilega skemmtilegur leikur og um leið erfiður en ég held að sigur okkar hafi verið sanngjarn. Það er erfitt að leika gegn Haukum, þeir eru harðir i vörninni og Maggi bróðir var okkur sérstaklega erfiður. Annars var ég mjög ánægður með varnarleikinn hjá okkur og ég get ekki verið annað en bjartsýnn á framhaldið eftir þessa góða byijun á nýju ári,“ sagði Guðjón Árnason, fyr- irhði FH, í samtali við DV eftir að FH hafði sigrað nágranna sína úr Haukum, 19-21, í 1. deild karla á ís- landsmótinu í handknattleik en leik- urinn fór fram í Kaplakrika að við- stöddum um 1500 áhorfendum sem skemmtu sér konunglega. Leikurinn var æsispennandi frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu og það var ekki fyrr en á lokamínútun- um sem „stóri bróðir“, FH, tryggði sér sigurinn. Fyrstu 20 mínútur leiksins var jafnt á öllum tölum en þá náðu FH-ingar í fyrsta sinn tveggja marka forskoti, 5-7. Haukar skoruðu þrjú næstu, komust í 8-7, en Guðjón Árnason átti síðasta orðið í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi 8-8. Síðari hálfleikur var nánast keim- líkur þeim fyrri. Liðin skiptust á að skora og þegar sex mínútur voru til leiksloka var staðan enn jöfn, 16-16. Stefán Kristjánsson fór á kostum í hði FH síðustu mínútumar. Hann skoraði tvö mörk í röð, breytti stöð- unni í 16-18, og hann skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum liðsins. Haukar náðu tvívégis að minnka muninn í eitt mark en 10 sekúndum fyrir leikslok tryggði Stefán sigur FH með marki úr vítakasti og skoraði um leið sitt 10. mark í leiknum. „Það var mjög svekkjandi að tapa þessum leik því við áttum svo sann- arlega möguleika á að vinna. Þeir voru heppnir í lokin en jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit. Við eigum eftir að mæta FH í úrslitakeppninni og þá ætlum við okkur sigur,“ sagði Magnús Árnason, markvörður Hauka, eftir leikinn. Varnarleikur FH-inga var með besta móti og þar fóru fremstir í flokki Gunnar Beinteinsson, Hálfdán Þórðarson og Pétur Petersen. í sókn- inni fór Stefán Kristjánsson á kost- um og skoraði mörg glæsileg mörk, Guðjón Árnason var mjög ógnandi og Þorgils Óttar, sem ekkert lék í fyrri hálfleik, var drjúgur í síðari hálfleik og skoraði þýðingarmikil mörk. Guðmundur Hrafnkelsson varði vel á köflum og alls 16 skot í leiknum. Haukar fóru illa að ráði sínu á loka- mínútunum og manni fannst eins og þeir hefðu ekki trú á sigri. Magnús Árnason var besti maður liðsins, varði 19 skot og mörg þeirra úr opn- um færum. Vörn liðsins var sterk fyrir og þeir Petr Bamrauk og Stein- ar Birgisson sem klettar. í sókninni léku hornamennirnir Óskar Sigurðs- son og Sveinberg Gíslason best og Petr Bamrauk lék ágætlega en var þó nokkuð trekktur. • Mörk Hauka: Bamrauk 5/1', Sveinberg 4, Óskar 3, Sigurjón 3, Snorri 2/1, Jón Örn 1 og Pétur 1. • Mörk FH: Stefán 10/4, Guðjón 4, Óttar 3, Pétur 2, Gunnar 1 og Öskar Á. 1. • Leikinn dæmdu þeir Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson. Þeir höfðu ágæt tök á leiknum en voru oft nokkuð fljótir á sér að flauta. -GH IBVfór á kostum Grótta glopraði niður forystunni - ÍR rétt búiö aö sigra, úrslit 21-21 Grótta og ÍR geröu jafntefli, 21-21, í fallbaráttuslag á Seltjarnarnesi á laugardag. Leikurinn var ekki burð- ugur og baráttan var í algleymingi en lítið fór fyrir gæðum handboltans. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en ÍR-ingar höfðu frum- kvæðið lengst af og höfðu yfir í leik- hléi, 10-12. í seinni hálfleik náðu Gróttumenn undirtökunum og virt- ust vera með unninn leik í höndun- um. Þegar 3 mínútur voru eftir höfðu þeir tveggja marka forystu, 21-19, en IR-ingum tókst að jafna og voru reyndar klaufar að tryggja sér ekki sigurinn á síðustu sekúndunum en Frosti Guölaugsson skaut þá í slána úr dauðafæri. Bæði lið hefðu þurf sigri að halda í botnbaráttunni ei heildina var jafnteflið sanngjamt. Þeir Halldór Ingólfsson og Þorlá ur Árnason stóðu helst upp úr I Gróttu en hjá ÍR-ingum voru Jóhai Ásgeirsson og Róbert Rafnsson ; kvæðamestir. Dómarar voru Þorgeir Pálsson Guðmundur Kolbeinsson og vo þeir frekar slakir. Mörk Gróttu: Halldór 8/3, Stef; 6/4, Svafar 3, Páll 3 og Guðmundur 1 Mörk ÍR: Jóhann 5/3, Róbert 5, C afur 4, Guðmundur 3, Magnús Frosti 1 og Njörður 1. vann öruggan sigur á Val á Hlíðarenda, 24-28 Eyjamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu óvæntan en glæsilegan sigur á Valsmönn- um að Hlíðarenda á laugardaginn, 24-28. Þar með eygja þeir enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratit- ilinn, og ef þeir leika áfram eins og á laug- ardaginn eiga þeir fullt erindi í þá keppni. „Þetta voru mjög mikilvæg stig en við hugsum bara um einn leik í einu. Það kom okkur til góða að þetta var þriðji leikur okkar á einni viku á meðan Valsmenn voru að spila sinn fyrsta leik á árinu og vantaði leikæfinguna," sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari og leikmaður ÍBV, í samtali við DV eftir leikinn. Leikurinn var hnífjafn þar til Eyjamenn gerðu fiögur mörk í röð seint í fyrri hálf- leik. Þeir leiddu 11-14 í hálíleik og juku síðan forskotið þegar leið á síðari hálfleik. Þegar sex mínútur voru eftir stóð 18-26 en Valsmönnum tókst að laga stöðuna aðeins á lokamínútúnum. Vörn og markvarsla lykilatriði hjá ÍBV Öflugur varnarleikur og frábær mark- varsla Sigmars Þrastar í síðari hálfleik lögðu grunninn að sigri ÍBV. Sigbjörn Óskarsson átti stórleik í vörninni og Gylfi Birgisson gaf honum lítið eftir. Sigmar Þröstur varði 18 skot, þar af 12 í síðari hálfleik og alls þrjú vítaköst. í sókninni var Sigurður Gunnarsson drifljöðrin og Sigurður Friðriksson sýndi glæsileg tilþrif í síðari hálfleik. Annars var liðsheildin hjá ÍBV sterk og liðið ræður yfir ágætri breidd því alhr 10 útispilararnir komu talsvert við sögu í leiknum. Valsmenn náðu sér aldrei á strik og vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst. Þeir áttu í mestu erfiðleikum með að komast í gegnum öíluga Eyjavörnina og aðeins góð markvarsla Arna Þ. Sigurðssonar á fyrsta kortérinu kom í veg fyrir að ÍBV styngi strax af. Einar Þorvarðarson var ekki í marki Vals þar sem hann var í Noregi á vegum HSÍ. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 7/3, Júl- íus Gunnarsson 4, Jakob Sigurðsson 3, Brynjar Harðarson 3/2, Jón Kristjánsson 2, Ólafur Stefánsson 2, Finnur Jóhannsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Ingi Rafn Jónsson 1. Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 10/5, Sigurður Friðriksson 7, Sigurður Gunnarsson 6, Helgi Bragason 2, Sigbjörn Óskarsson 1, Guðfinnur Kristmannsson 1, Þorsteinn Viktorsson 1. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlings- son dæmdu leikin ágætlega. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.